Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 1
24 siður 50 árgangur 188. tbl. — Þriðjudagur 3. september 1963 Prentsmiðja Morgunblaðsins Búddamúnkar leita hælis í sendiráði Bandaríkjanna Bandarlkin sökuð um undirbúning byltingar i Suður Vietnam Saigon, 2. sept. — AP ÞRfR Búddamunkar leituðu í dag hælis í sendiráði Bandaríkj- anna í Saigon, höfuðborg Suður- Vietnam. — Meðai þeirra var Thich Tri Quang, einn af fremstu leiðtogum Búddatrúarmanna í baráttunni gegn stjórn Ngo Dinh Diems. Hemaðarástand hefur ríkt í höfuðborginni frá því 20. ágúst sl., og skýrði herstjórinn, Ton That Dinh hershöfðingi, frá því í dag að hann hefði óskað eftir því að starfandi utanríkisráð- herra landsins krefðist þess af Henry Cabot Lodge sendiherra, að munkarnir yrðu framseldir yfirvöldunum. I blaðagrein, sem birtist í Saigon í dag, er leyniþjónusta Bandaríkjanna sökuð um að hafa undirbúið stjórnarbyltingu í S-Vietnam. Dinh hershöfðingi neitaði að segja álit sitt á frétt- inni, en sagði að „kommúnistar og alþjóða ævintýramenn“ hafi undirbúið byltingu til að steypa Diem af stóli. Talsmenn bandaríska utan- ríkisráðuneytisins hafa lýst stuðningi við ákvörðun Lodges sendiherra um að veita munkun- um þremur hæli í sendiráðinu í Saigon. Segir í tilkynningunni að munkarnir þrír hafi verið á göngu fyrir framan sendiráðið í morgun. Skyndilega hafi einn þeirra undið sér að bandarísk- um dyraverði og óskað eftir inn- göngu. Kom þá lögreglumaður hlaupandi þar að til að koma í veg fyrir inngöngu munkanna. Þegar munkarnir sáu til ferða lögreglumannsins, þustu þeir inn HuKidrað farast í Kashmir: Verstu jarðskjálft ar í manna minnum Nýju Delhi, 2. sept. — (AP) ÓTTAST er að um 100 manns hafi farizt og 50 slasazt í jarð- skjálfta, sem varð í Kashmir- dalnum snemma í morgun. Óljósar fréttir hafa borizt frá jarðskjálftasvæðinu, en vitað er að í kvöld höfðu 73 lík fundizt. Jarðskjálftinn varð klukkan 7,10 í morgun eftir staðartíma og stóð í hálfa mínútu. Fannst hann á nærri 200 ferkm. svæði og náði til 56 þorpa fyrir suðvestan Srin- agan, höfuðborg Kashmir. Einna verst úti varð þorpið Gulbarg, sem er um 25 km. frá Srinagar. Öll hús í þorDÍnu eyðilögðust, og talið er að a.m.k.' 25 manns hafi farizt í rústunum. Kashmir er á jarðskjálftasvæði, en þetta eru verstu jarðhræring- ar þar í minna minnum. í sendiráðið með lögregluna á hælunum. Munkarnir sannfærðu dyravörðinn um að þeir væru í lífshættu, og hleypti hann þeim þá inn, en lokaði lögreglumann- inn úti. P .LTINGARTILRAUN Dagblaðið Times-Vietnam birtir í dag harðorða árásar- grein á Bandaríkin undir fyrir- sögninni. CIA (.leyniþjónusta Bandaríkjanna) veitir fé til fyr- irhugaðrar stjórnarbyltingar. — Segir blaðið að leyniþjónustan hafi veitt 10—24 milljónir doll- ara til stuðnings byltingar, sem hefjast átti á miðvikudag í fyrri viku. En peningarnir hafi kom- ið upp um fyriráætlunina, þeir hafi verið of áberandi í umferð og byltingarsinnar ekki nógu varkárir. Á fundi með fréttamönnum í dag sagði Dinh hershöfðingi, herstjóri Saigon, að hann vildi ekki svara fyrirspurnum um að- ild Bandaríkjanna að fyrirhug- aðri byltingu, það mál væri fyr- ir utan hans verkahring. En hers höfðinginn sagði að herinn í S- Vietnam væri reiðubúinn að berja niður sérhverja tilraun, sem gerð væri til að velta stjórn Diems. Maður fyrir borð AÐFARANÓTT föstudags, er togarinn Þorkell máni var ný- lagður af stað frá Hull áleið is til Reykjavíkur, urðu skip- verjar þess varir^ að 2. mat- syeinn, Þorleifur Sigurbjörns son, var horfinn og mun hann hafa fallið fyrir borð og drukknað. Vita skipverjar ekki nánar um afdrif hans. Sjóréttur mun fjalla ura mál þetta í dag, en Þorkell máni var væntanlegur hingað í nótt. Willy Brandt til íslands í apríl nk. WILLY Brandt, borgar- stjóri Vestur-Berlínar, er væntanlegur í opinbera heimsókn til íslands í apríl n. k., að því er dr. Gerhard Walther, þingmaður Sósíal demókrata í Vestur-Berlín skýrði fréttamönnum frá í gær. Um líkt leyti mun borgarstjórinn einnig heim sækja Danmörk, Noreg og Svíþjóð. Dr. Gerhard Walther skýrði svo frá, að um nokkurt skeið hefði staðið til, að borgarstjór inn kæmi til íslands, en hann væri jafnan mjög önnum kaf inn, bæði heima fyrir og vegna ferðalaga erlendis, og hefði því ekki getað orðið af heimsókninni fyrr. Ekki er. enn ákveðið, hve lengi borgar stjórinn dvelst hér, — en að sögn Dr. Walthers, verður það vart lengur en tvo til þrjá daga. Banaslys í Ytri-IMjarðvik DAUÐASLYS varð á veginum í Ytri-Njarðvík um hálfþrjú- leytið aðfaranótt sunnudagsins. Reynir .Þorvaldsson, Þórustíg 8 í Ytri-Njarðvík varð fyrir bifreið John Smith lét ekki sjá sig Milwood kominn heim TOGARINN Milwood kom til Aberdeen klukkan níu á sunnudagskvöld eftir nærri fjögurra mánaða legu í Reykjavík og þriggja og hálfs sólarhrings sigl- ingu þaðan. Joe Parker, sem var skipstjóri á heim- siglingunni, sagði við kom- una að hann og áhöfn hans hafi hlotið ágætar móttök- ur í Reykjavík. í frétt frá AP er það haft eftir eigendum togarans, Bur- wood Fishing Company, að vonir standi til að skipið kom- ist á veiðar að nýju eftir nokkra daga. Aðspurður sagði talsmaður útgerðarinnar að mjög erfitt væri að áætla hve kostnaðarsöm dvölin í Reykja vík væri. John Cameron, fréttamaður í Glasgow, skýrði Mbl. svo frá að við komuna til Aber- deen hafi Milwood verið þak- inn ryði og skemmdirnar eftir ásiglinguna á Óðin áberandi. Bill Davidson, sem er 55 ára og býr í Aberdeen, var stýri- maður í þessari heimferð. Tók hann í sama streng og skipstjórinn, sagði að ferðin hafi öll verið hin ánægjuleg- asta og að til engra vandræða hafi komið í Reykjavík. John Smith, sem var skip- stjóri á Milwood þegar hann var tekinn að ólöglegum veið- um við ísland í apríllok sl., lét ekki sjá sig á bryggjunni þegar skip hans kom í höfn á sunnudagskvöldið. Sagt er að hann sé nú í sumarleyfi. Er svo að skilja á eigendum Milwood að Smith muni ekki taka við skipsstjórn á togar- anum, en nýr skipstjóri val- inn úr starfandi stýrimönnum hjá útgerðinni. Ráðgert er að Milwood fari á veiðar í lok vikunnar. og beið bana. Lætur hann eftir sig konu og fjögur börn. Reynir heitinn hafði gengið inn á þjóðveginn við afleggjar ann að samkomuhúsi Njarðvíkur er hann varð fyrir bifreiðinni A-28. Ökumaðurinn, sem er ekki eigandi bifreiðarinnar sagðist ekki hafa orðið Reynis var fyrr en árekstur var óumflýjanlegur. Lögreglan í Keflavík fór á vett vang ásamt sjúkraliðsmönnum. Var Reynir þegar fluttur í sjúkra hús en var látinn, er hann komst undir læknishendur. Rannsókn málsins mun halda áfram í dag. Þetta er tíunda eða tólfta bana Reynir Þorvaldsson slysið, sem orðið hefur á um- ræddum slóðum. Reytingsafli / gær Norðmenn i sild langt undan landi í GÆRMORGUN og fram yfir hádegi var reytingsafli um 60 mílur ASA af Gerpi. í gærkvöld voru skipin aftur farin að fá einhverja veiði á þessum slóð- um. Vitað var í gærkvöldi um afla eftirtalinna skipa: Helga Björg 950, Kambaröst 800, Loftur Baldvinsson 1100, Héðinn 800, Bergvík 300, Jón Guðmundsson 700, Hávarður 350, Stefán Árna- son 700, Einar Hálfdáns 400 og Hilmir 900. Þá hafði frétzt um eftirtali skip, er fengið höfðu afla, e ekki vitað hversu mikill han var: Steingrímur trölli, Skag. röst, Þráinn, Skipaskagi, Gís lóðs, og Muninn 2. Nokkur norsk skip fengu í ga mjög góð köst 123 mílur Austn af suðri frá Langanesi. Voru Sa úlfur, Runólfur, og Húni 2. komr ir þangið í gærkvöidi og búni að kasta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.