Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. sept. 1963 ■C Þrír menn barðir og rænd- ir á gðtum Reykjavíkur Fólskulegar árásir um helgina F R Á aðfaranótt sl. laugardags hefur verið ráðizt á þrjá menn á götum Reykjavíkur og þeir slegnir niður og rændir pening- um. Talið er að tveir piltar séu valdir að tveimur árásum aðfara- nótt sunnudags og aðfaranótt Iaugardags réðust fimm menn að manni á Hverfisgötu, börðu hann og rændu. Lögreglan leitar nú árásarmannanna. Liðlega klukkan 1 aðfaranótt sunnudags var maður staddur við Elliheimilið við Hringbraut og beið þar eftir strætisvagni. Settst hann á bekk þar, en leidd- ist biðin og fór að ganga um í nágrenninu. Mætti hann þá tveim ur mönnum, báðum ungum, sem hann Iýsir svo að annar hafi ver- ið vart meðalmaður, hinn nokkru hærri, báðir dökkhærðir og dökkklæddir. Um leið og mennirnir gengu framhjá, barði annar þeirra manninn mikið högg fyrir bring- spalirnar. Fékk hann síðan fleiri 'högg og missti meðvitund. Er hann raknaði við á gang- stéttinni bar að lögreglubíl og óku lögreglumenn manninum heim. Sagði hann þeim að hann hefði verið sleginn. Hinsvegar var það ekki fyrr en daginn eft- ir að maðurinn saknaði veskis síns, en í því voru 1200—1400 kr. í peningum, ávísanahefti, skil- ríki o. fl. Kærði hann þá málið til rannsóknarlögreglunnar. Nokkru síðar þessa sömu nótt, eða um tvöleytið, var 63 ára gam all maður á heimleið úr Glaum- bæ. Hélt hann niður í Miðbæ, og gekk um Austurstræti. Hitti hann þá tvo unga menn, og lýsir þeim líkt og maðurinn, sem fyr- ir órásinni varð á Hringbraut. Piltar þessir höfðu í fórum sínum hálfa flösku brennivíns og buðu gamla manninum, sem þáði. Kom síðan til tals að hann væri á heimleið, og buðust pilt- arnir þá til þess að aka honum heim. Fóru þeir saman á leigu- bílastöð, og óku upp á Vitastíg, skammt frá heimili mannsins. Þar greiddu piltarnir bílinn, og fylgdu manninum heim að dyr- um. Fóru þeir allir inn í port, en n ðurinn hugðist ganga um bak- dyrnar. í því er maðurinn tók upp lyklakippu sína heyrði hann að annar piltanna sagði. „Nú“. Um leið var hann sleginn í höfuðið svo hann féll við. Reyndi gamli maðurinn að standa á fætur en var barinn niður jafnharðan þar til hann missti meðvitund. Rakn- aði hann þó brátt við og fór nið- ur á Laugaveg, þar sem hann hitti lögreglumann, sem kom honum í Slysavarðstofuna. Þar kom í ljós að veski, sem maður- inn hafði i bakivasa, var komið í brjóstvasann, og úr því horfnir tveir þúsund króna seðlar. Maðurinn hlaut glóðarauga, slæmar blóðnasir og var að auki hruflaður í andliti eftir höggin. Þriðja árásin átti sér stað að- fararnótt laugardags, um kl. hálf þrjú. Átti þá 33 ára gamall gull- smiður leið um Hverfisgötu á- samt kunningja sínum. Er þeir komu á móts við húsið nr. 33 var þar fyrir maður á gangstétt- inni, og gaf sig á tal við kunn- ingja gullsmiðsins. Skammt frá stóð bifreið, sem gullsmiðurinn telur sig ekki geta gefið lýsingu á. — Skyndilega stukku út úr bíl þessum fjórir menn og réðust að gullsmiðnum, en kunningi hans tók til fótanna, Og hljóp niður á lögreglustöð til að sækja hjálp. Mennirnir fjórir börðu gull- smiðinn allt hvað af tók, svo hann hrökklaðist yfir götuna og að grindverki, sena hann studdi sig við. Kom þá fimmti maður- inn, sem staðið hafði á gangstétt- inni og greiddi honum þung högg og stór þar sem hann hékk utan í grindverkinu. Framh. á bls. 23 < ‘í', ^ ?- ; & 1**^ ■ - ^ ' '' ' v • ' ■ r'' '7íú''Xt \ <■ "r , • : 1 í "1 ' ; ■ ! . ■ ■ ^ 1 ^ Náimubærinn í Meistaravík, þar sem fjöldi námumanna hefur <i- búið og unnið blý úr jörðu í áratugi, en nú stendur auður. Námubœnum í Meistara- vík var lokað 24. ágúst Lóa B|örns flaug norður fyrir 76. br.baug f GÆRKVÖLDI kom Björn Páls son á tveggja hreyfla flugvél sinni Lóunni til Reykjavikur og hafði flogið á henni hina 1450 km leið norður til Danmerkur- havn á Austur-Grænlandi, á breiddarbaug 76,50, og til baka til fslands. Flogið var með 3 Dani, til rannsókna á hugsanlegum flugvelli þar norður frá, en Björn lenti þar á 300 m sjálf- gerðri hraut á siéttu fjalli skammt frá veðurstöðinni. Einn- ig var með til ráðuneytis um að flugsskilyrði nýju brautarinnar fulltrúi F.Í., Jóhann Gíslason. Flogið var til Meistaravíkur sl. miðvikudag með millilendingu á ísafirði, en þaðan er 'iVz stunda flug. Fréttamaður Mbl., sem var með í ferðinni skoðaði þar hinn auða námubæ, en í haust var blýnámunum, sem Danir hafa rekið þarna lokað og síðustu starfsmennirnir nýfarnir. Var námubænum lokað alveg fyrir 10 dögum eða 24. ágúst. Blý er nú búið á þessum stað, en í fram tíðinni er hugsanlegt að unnin verði hinn dýrmæti málmur „molubdæn" úr fjalli skammt frá gömlu blýnámunum og höfn in í Meistaravík notuð. Og fara fram rannsóknir þar að lútandi. Flug í stað siglingar um is. Á miðvikudag var flogið í góðu veðri ti.1 Danmarkshavn, þar sem er um 12 km leið frá veðurstöðinni sjálfgerð braut, en Danir vilja gjarnan fá um 1200 m lendingarbraut til að geta lát ið DC 4 flugvélar lenda þar einn mánuð á ári með vistir til veð- urstöðvarinnar og starfsmenn til mannaskipta, en mjög dýrt er að senda þangað skip. Þau kom- ast ekki alla leið nema í hæsta lagi annað hvert ár og verð því oft að snúa við og senda nauð- synjar með flugvélum frá Reykja vík, sem varpað er niður. . Danirnir, Nissen frá dönsku flugmálastjórninni, og tveir sér- fræðingar í jarðvegsrannsóknum frá fyrirtæk Geoteknisk A/S, fundu þar mjög vel til fallinn stað þvert á núverandi braut, þar sem hægt er að fá a.m.k. 1400 m braut án þess að vinna hana mikið, enda varla hægt að koma þangað upp stórum vinnuvélum. Merktu þeir staðinn út og tóku jarðvegs- sýnishorn. Ekki mikill ís í ár. í ár var ísinn ekki svo mikill við Grænland, að skipið komst leiðar sinnar alla leið inn til Dan- markshavn. Og úr flugvél Björns sást að enn lá eitt af hinum rauðu Dan-Grænlandsförum í höfninni 1 Scoresbysund. Þar sem flugvélin kom að ísröndinni var hún um 100 miíur frá íslandi. Víða þar fyrir norðan var lausi ísinn þétt- ur, en líka stór svæði með mjög strjálunvís. En nú er ísinn sjáan lega að leggja inn í firðina. Framh. á: bls. 23 Farmannaverkfallinu frestað Enn einn stdrþjdf- ur handtekinn r j* Ijraþjófnaðuriim frá Jóhannesi Norðfjörð upplýstur SNEMMA á sunnudagsmorgun- inn handtók lögreglan ungan mann, sem hafði brotizt inn í ▼erzlunina Radíótóna að Laufás- vegi 41. Ekki hafði pilturinn stolið neinu, er lögreglumenn handtóku haim inni í verzlun- inni, en við húsleit heima hjá honum og við yfirheyrslu kom á daginn að hér var fundinn þjóf- ur sá, sem aðfaranótt 17. janúar sl. brauzt inn í Úra- og skart- gripaverzlun Jóhannesar Norð- fjörð og stal þaðan úrum og skartgripum fyrir a annað hundr að þús. kr. Það var um kl. hálf sex á sunnudagsmorguninn að .ögregl- unni barst tilkynning um að maður væri að brjótast inn í umrædda verzlun á Laufásvegi. Komu lögreglumenn þegar á staðinn og handtóku piltinn, sem reyndist drukkinn. Hann var yfirheyrður strax á sunnudag af rannsóknarlögregl- u..ni, en ekki vildi hann þá við- urkenna önnur brot utan einn smáþjófnað. Að yfirheyrslunni lokinni var gerð húsleit hjá pilt- inum, og fundust þá í herbergi hans úr og skartgripir, sem svör uðu til lýsingar á úrum þeim og munum, er stolið hafði verið frá Jóhannesi Norðfjörð eftir ára- mótin. Kom og á daginn að númer á úrunum kom heim við númer þeirra, sem stolið hafði verið. Fannst þarna megnið af þýfinu, eða alls 28 úr og allmik- ið af gullhringum, steinhring- um og öðrum skartgripum. Alls var talið að stolið hefði verið 41 úri. Við yfirheyrslu í gærmorgun j.'.taði pilturinri síðan innbrotið, og kvaðst hafa Verið ölvaður r hann framdi það. Þá gerði hann og grein fyrir þeim úrum, sem á vantaði. Hafði hann selt þau í vor og sumar. Piltur þessi hefur ekki áður komizt undir manna hendur svo vitað sé. Starfsmat mun fara fram í GÆRMORGUN var undirrit- aður samningur milli fulltrúa farmanna og skipafélaganna um frestun verkfallsins, er hófst á kaupskipaflotanum á miðnætti s.I. laugardags. Sáttafundir með aðiljum í deilu þessari hófust á fimmtudag og stóð síðasti fund urinn í 40 klukkustundir. Logi Einarsson var sáttasemjari á fundum þessum vegna fjarveru Torfa Hjartarsonar. Verkfallinu er frestað meðan atkvæðagreiðsla fer fram í við- komandi félögum, en eins og gef ur að skilja mun hún taka all- langan tíma vegna fjarveru margra skipshafna. Hinn nýi samningur gildir til 1 marz n.k. og má segja hon- um upp með mánaðarfyrirvara hækki vísitala framfærslukostn- aðar um 10 stig eða meira á þessu tímabili. í honum felst samkomulag samningsaðila um að starfsmat fari fram á næstu sex mánuðum og nýir samning- ar verði síðan byggðir á niður- stöðum þess. Helztu kaup- og kjarabreyt- ingar eru þær, að mánaðarlaun hækka um 7 V2 % frá 1. júlí að telja. A-taxti í tímavinnu verð- ur 15,50 kr. fyrir byrjaða hálfa klst., B-taxti timavinnu verður 28,00 kr. fyrir byrjaða hálfa klst. Hámark lægri taxta í strand ferðasiglingum verður 30% í stað 35% áður. Fæðispeningar verða 60 kr. á dag í stað 50 kr. áður, verkfærapeningar timbur- manna verða 340 kr. á mánuði. Þá munu skipafélögin greiða 1 kr. á dag í styrktar- og sjúkra- sjóð sjómanna fyrri hvern lög- skráðan skipverja. Þau skuld- binda sig einnig til að gefa yfir- mönnum á skipum sínum fyrir- mæli um, að kalla ekki menn til vinnu að ástæðulausu í frí- tíma og yfirmönnum verða gef- in fyrirmæli um að láta skip- KAUPMANNAHAFNARBLAÐ- IÐ Folitiken skýrir frá því á sunnudag að átta slökkviliðsbif- reiðir hafi tekið á móti Loft- leiðaflugvélinni Snorra Sturlu- syni er hún lenti á Kastrupflug- velli sl. laugardag á leið frá Hamborg til Reykjavikur. Tutt- ugu farþegar voru með vélinni, og segir blaðið að meðan þeir hafi verið á leið frá vélinni að flugstöðinni hafi reykur gosið undan vélinni. Ekki var þó um alvarlegan bruna að ræða, heldur aðeins of- hitun á hemlum á einu af fjór- um lendingarhjólum. Tókst fljót- lega að gera við vélina, en á meðan snæddu farþegar hádeg- isverð í biðsal flughafnarinnar. í tilefni þessarar frásagnar í Politiken, sneri Mbl. sér til Sig- verja ekki vinna óhófléga lengl í frystilestum. Sérstakt kæli- kerfi verður sett í íbúðir há- seta, er sigla til erlendra hafna, þar sem veðurlag krefst þess. Þá voru og gerðir samningar til bráðabirgða fyrir vikadrengi, Lágmarkslaun á mánuði verða 3000 krónur fyrir átta stunda vinnudag, en áður var enginn vinnutími ákveðinn. Er þetta í fyrsta skipti sem gerðir hafa verið slíkir samningar fyrir ungl inga á kaupskipunum. urðar Magnússonar fulltrúa hjá Loftleiðum og innti hann frekari fré’tta. — Lendingin á Kastrupflugvelli var eðlileg, og vissu farþegar og áhöfn ekki annað en að allt væri í lagi. En þegar út kom kom sást að það rauk úr einu af fjórum lendingarhj ólum. Var þá kallað í slökkvilið. Til að forðast skemmdir kaus slökkviliðið að láta hitann minnka smám saman í stað þess að slökkva strax, og úðaði því hjólið dufti. Tók slökkvistarfið því nokkurn tíma, Flugvélin átti að hafa klukku- stundar viðdvöl í Kaupmanna- höfn, en varð að bíða þar í sex klukkustundir, aðallega vegna útvegun varahluta. Við rann- sókn kom í ljós smábilun á hemla kerfi í einu hjólanna, sem gert var við á staðnum. Smáhilun tafði Snorra Sturluson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.