Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. sept. 1963 PRIMLS GAS-AHOLD NAUÐSYNLEG VETUR OG SUMAR í ferðalög, sumarbústaði og heimili. Tilgangur leiksins — og þessara leikja yfirleitt — er eins konar lokapróf fyrir landsleik. Sá tilgangur var að nokkru eyðilagður vegna fjar- vista leikmanna. í landsliðið vantaði 3 menn (Ellert Schram, Garðar Árnason og Svein Jónsson) og 1 í blaða- liðið (Skúla Ágústsson). Það gerist æ algengara að menn mæti ekki til slíkra leikja en komast samt í landsliðið. Það hlýtur að sjálfsögðu að auka fjarvistirnar en ekki draga úr þeim. Það er betra að vera fjarverandi — og komast í landsliðið, en að vera með — og spila sig út úr landsliðinu ef til vill. Heildarsvipur leiksins var heldur daufur. Það vantaði spenn ing. Hins vegar reyndu bæði lið að ná spili og tókst það báðum á köflum. -Fyrst var landsliðið öllu betra, en í síðari hluta fyrri hálfleiks náði blaðaliðið tökum á leiknum og oft mjög lagleg- um samleik. í síðari hálfleik LANDSMOT í knattspymn í 3. aldursflokki lauk á sunnudag. Til úrslita kepptu Akurnesingar og Vestmannaeyingar. Er það í fyrsta sinn sem utanbæjarfélög ur. — Í mótslok tóku þeir við bik- arnurn, sem fylgir sigrinum, úr hendi Björgvin? Schram, íonu. KSÍ. — vann landsliðið á og því meir sem á leið. >á sá greinilega á að lands- liðið er vanara að leika saman, reyndari menn, en aðeins í þvi hafði landsliðið vinning. Blaða- liðið átti eins góða einstaka kafla, en ekki eins góðan heild- arsvip. Mörkin Fyrsta markið kom eftir 2 mín. og lá í marki landsliðsins. Hermann GunnarssOn, hinn ungi en lagni miðherji, lék upp hægri kant og komst inn fyrir. Helgi hálfvarði en boltinn skoppaði fyrir markið þar sem Skúli Hákonarson rak smiðshöggið á, Á 14. mín. jafnar landsliðið. Eftir leik á vínstri kanti berst knötturinn inn á miðju þar sem Gunnar Felixson er í greinilegri rangstöðu, svo að varnarmenn hættu. En Gunnar fékk að skora án þess að línuvörður veifaði. Þrem mínútum síðar nær landsliðið forskoti á sjálfsmarki blaðaliðsins. Ríkharður hafði skotið, knötturinn stefndi rétt ut- an við stöng en Hreiðar bakvörð ur ætlaði að sparka frá en blaut- ur boltinn skall í markið í staðinn. A 27. mín. jafnar blaðaliðið. Gunnar Guðmannsson, Skúli og Hermann samléku inn í víta- teig landsliðsins og Hermann skaut laglega framhjá úthlaup- andi Helga Dan. Þannig stóð í hálfleik. Á 9. mín. síðari hálfleiks átti landsliðið laglegt upphlaup. — Steingrímur, innherji Vals, gaf vel fyrir þar sem Sigurþór og Gunnar Fel. stóðu óvaldaðir. G. Fel. fékk skallað yfir neimi, sem gerði einu skyssu sína I leiknum, að fara á móti honum. Um miðjan hálfleik jafnar blaðaliðið. Mistök urðu hjá Jóni Stefánssyni og Helga Dan. svo að Skúli komst á milli og fékk rennt knettinum í markið — með harmkvælum þó, því fyrst snerti hann báðar stengur. Sigurmarkið kon. á 40. mín. Gunnar Felixson lék upp miðju og út til vinstri og skaut. Heim- ir varði skotið en héít ekki. Bolt- inn stefndi framhjá en Krann- ari mistókst spyrna frá og í netið fór boltinn. Það var sem sagt enginn glans yfir sigri landsliðsins og betur má ef duga skal í landsleiknum á laugardaginn. Framlína lands- liðsins var sundurlaus, sáralítið kantspil og eini maðurinn sem barðist verulega var Ríkharður og átti raunar glæsilega skalla að marki, sem ekki urðu þó að mörkum, m.a. var varið á línu. Skot átti Rikharður einriig góð þó varin væru og önnur mis- tækjust. Varla er vafi á að Rík- harður hefur leikið sig inn í landsliðið, en þar lék hann nú í forföllum annars. ''Aftasta vörnin var ekki sem traustust, m.a. í samskiptum við markvörð. Blaðaliðið gerði áberandi leik- villur. ekki sizt í því hve Jón Leósson lék framarlega sem bak- vörður. Það dró Hrannar aftur í hans stöðu og veikti miðju- vörn, þó landsliðið notaði sér furðulítið af því. En í heild var vel barizt og góður baráttuvilji í báðum liðum. berjast um sigurinn í þessum flokki — og í knattspyrnu yfir- leitt. Akurnesingar sigruðu í leikn- um með 3-2, verðskuldaður sig- Seld í verzlunum um allt land. AB BAHCO STOCKHOLM Umboð: Þórður Sveinsson & Co. hf. Eftir allt kom sigurmarkið með sjálfsmarki. Gunnar Fel. (lengst t. h.) skaut. Heimir varði en Hrannar mistókst spyrna og ýtti knettinum í netið. Myndir: Sv. Þ. IÞRÍTTAfRfTTIR MORCRITABSK Tvö sjálfsmörk sköpuðu sigur landsliðsins 4:3 Spennulitill leikur með góðum samleikstilraunum LANDSLIÐIÐ og „blaðalið“ mættust á sunnudag og landslið- ið sigraði með 4 mörkum gegn 3. Sigurinn var þó ekki rismik- ill, tvö markanna hjá „blaðalið- inu“ voru sjálfsmörk og hið þriðja var skorað úr greinilegri rangstöðu. í heild átti þó lands- liðið öllu meira í leiknum, eink- um er á leið og átti tækifæri sem vel hefðu getað orðið mörk, en þrívegis bjargaði Heimir Guð- jónsson í marki „blaðaliðsins“ meistaralega vel. Heimir varði glæsilega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.