Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 3. sept. 1963
MORGUNBLAÐID
23
Hrakningar í hálendisferð
Þrir Reykvíkingar á ferð um há-
lendið matarlausir og með bilaðan
bil langt frá bæjum
ÞRÍR ferðalangar úr Reykja-
vík lentu í siðustu viku í tals-
verðum hrakningum í ferðalagi,
sem þeir fóru til Öskju, er bíll
þeirra bilaði. Urðu þeir að lok-
um að ganga að Grímsstöðum á
Fjölium, er þeir höfðu gefizt
upp á að koma bifreiðinni í lag,
Höfðu þeir þá verið matarlaus-
ir um tíma, en þeim vildi til
að veður var gott allan tímann.
Reykvíkingarnir lögðu af stað
inn á Öræfi á miðvikudag, eftir
að hafa um nokkum tíma ver-
ið á ferðalagi um Norðurland.
Voru þeir nestaðir til tveggja
daga, eins og þeir ætluðu að
ferðin tæki, en hirtu ekki um
að láta neina vita af ferðum
sínum.
A miðvikudagskvöld fóru þeir
í sæluhúsið í Herðúbreiðarlind
um, þar sem þeir gistu um nótt
ina.
Morguninn eftir lögðu þeir af
stað og ætluðu inn að Öskju,
en þegar þeir höfðu farið 13
km frá sælúhúsinu bilaði bíll-
inn, Rússajeppi. Reyndu þeir fél
agar að gera við jeppann en
tókst það ekki, og töldu þeir að
benzíndælan hefði bilað.
Um kvöldið gengu þeir í s^elu-
húsið, en næsta morgun fóru
þeir aftur að bílnum og héldu
áfram viðgerð. Tókst þeim að
gera við benzíndæluna um nótt-
ina, en þá var bíllinn orðinn raf
magnslaus.
Á þessum slóðum er ægisand-
ur, og þeim félögum tókst ekki
að ýta bílnum í gang. Töldu þeir
því ekki annað að gera en freista
þess að ganga til næstu byggðar,
sem er Grímsstaðir á Fjöllum,
en þangað er um 90 km leið. —
Voru þeir þá fyrir nokkru orðn-
ir nestislausir.
Kl. 3 aðfaranótt sunnudags
vöktu þeir upp á Grímsstöðum
og voru þá orðnir aðframkomnir,
enda búnir að vera á ferðinni 18
síma, síðan þeir yfirgáfu bílinn
****
— Þórólfur Beck
Framh. af bls. 24
bili hafa þeir sýnt honum og
liðinu í heild svo augljósa
andúð, að það hefur haft áhrif
á heilsu hans og læknir hans
hefur fyrirskipað honum al-
gera hvíld frá knattspyrnu í
áð minnsta kosti tvær vikur.
St. Mirren-liðið hefur ekki
leikið vel og áköf gagnrýni,
sem bætist ofan á aðrar á-
hyggjur sem hafa hrjáð við-
kvæman ungan mann stadd-
an í ókunnu landi, hefur
reynzt Þórólfi Beck óbærileg.
Hann er að bogna vegna svefn
leysis og áhyggna.
Á síðasta tímabili var hann
vinsæll og fékk viðurnefnið
Tottie hjá aðdáendum Mirr-
ens. Nú skilur Þórólfur varla
hvað þ-eir kalla hann. Hann
talar og skilur ensku ekki illa
af íslendingi, en hann segir:
„Ég verð að fara í kvöldskóla
til að læra þetta blótsyrða-
tungumái." Áhorfendapallar
St. Mirren eru ekki slæmur
staður til að læra það.
Þórólfur segist ekki vita af
hverju svefnleysi hans stafar
og segir: „É.g fæ ekki martröð
vegna misheppnaðra mark-
skota, en ég sef heldur ekki
nógu lengi til að dreyma“.
Þetta eru erfiðleikar sem Þór-
ólfur sá ekki fyrir þegar St.
Mirren fékk hann til Paisley
fyrir tveimur árum eftir- að
hann hafði átt svo ágæta leiki
móti liðinu í íslandsför þess.
Hann var svo grunnhygg-
inn þá. í fyrsta leik síðasta
tímabils vann St. Mirren
Glasgow Rangers í Paisley.
Eftir leikinn lenti bíll er Þór-
ólfur var í í bílalest stuðnings
manna Ranger þar voru á ferð
nokkrir hinna orðhvötustu
þeirra.
Þeir láta ætíð undarlega og
héngu þarna út úr bílglugg-
um og dyrum og öskruðu hat-
urssöngva gegn ýmsum stofn-
unum sem ekkert koma St.
Mirren við. Þórólfur skildi
ekki athæfi þeirra. Hann sagði
með barnslegum furðusvip.
„Þetta er skemmtilegt. Þeir
tapa, en syngja samt.“ Hann
var aðeins saklaus útlending-
ur.
Þá var lífið spennandi. Nýtt
umhverfi, nýir siðir, 'margt
fólk að hitta og taia við, spenn
ingur fullrar þjálfunar og
****
*********
hin töfrandi eftirvænting
fyrir úrslitaleik skozku bikar-
keppninnar móti Rangers á
Hampden Park. En Þórólfur
var einnig einmana. Hann
bjó inni á heimilum í Paisley
og átti enga sérstaka félaga.
Og nú er hann miðdepill und-
arlegs ástands hjá liðinu. Dug-
mikill nýr framkvæmdastjóri
Jackie Cox er að reyna að
gera heilsteypt lið úr St. Mirr-
en. Hann hefur efniviðinn,
góða unga leikmenn, en þeir
eru svo viðkvaffmir einstak-
lingar.
Cox segir óhikað: „Þeir eiga
ekki samneyti eins og liðs-
menn í sama félagi, þeir á-
saka sífellt hvor annan, við-
urkenna það, og svara með
enn meiri ásökunum. Þeir
verða að læra að koma einarð
lega fram hver við annan en
gera samt allt fyrir félags-
skapinn."
Stefna Cox er einörð og
hrein og bein og þess vegna
enda vanalega umræðurnar
eftir leikina í búmngsherbergj
unum með hrópum og köllum
og stórum orðum. Þórólfur
situr og hlustar.
Enskukunnátta hans er nægi
leg fyrir kurteislegar samræð-
ur en háværar deilur og harð
ar eru aðeins hávaðx í eyrum
hans. Cox reynir að koma hon
um inn í umræðurnar, en Þór
ólfur þarf tíma til að hlusta
og setja skoðun sína fram og
slíkt reynist alltaf ómögulegt
í æsandi orðræðum. Hann
finnur að hann stendur utan
við allt saman.
Og af hávaðanum í búnings
klefanum og skömmum stuðn-
ings fólks St. Mirren, hefur
Þórólfur fundið að skozk
knattspyrna er dálítið frá-
brugðin þeim siðprúða leik
sem knattspyrna er á íslandi.
Ef til vill hefði hin við-
kvœma og fíngerða leikað-
ferð Þórólfs betur hentað í
Mothei-well. Hann virðist bet-
ur hafa hentað þeim, að
minnsta kosti þangað til þeir
breyttu til í haust og ákváðu
að fyrst bæri að keppa að
vinning, síðan kæmi skemmt-
unin af leiknum.
Og svo getur verið að eng-
inn staður sé til skozkri knatt-
spyrnu, sem svo ákaft keppir
á viðskiptalegum grundvelli
fyrir fágaðan ungan mann
nema hann hafi lært „blóts-
yrðatungumálið.“
vansvefta og matarlausir. Eng-
inn hafði hugmynd um ferðalag
þeirra og var því ekki farið að
undrast um þá þótt þeir hefðu
ætlað að vera komnir niður í
Bárðardal á fimmtudagskvöld.
Tveir ferðalangarnir biðu síð-
an á Grímsstöðum, en bílstjór-
inn fór með heimafólki á Gríms-
stöðum inn að Herðubreið að ná
í bíl þeirra félaga. Tók sú ferð
um 10 tíma.
Telja heimamenn á Grímsstöð
um það mikla mildi, að þeir fé-
lagar skyldu ekki lenda í mis-
jöfnu veðri eins og þeir vom
búnir til langferðar inn á öræfi.
— Þrir menn
Framih. af bls. 2
Síðast man gullsmiðurinn að
félagar manns þessa kölluðu til
hans að gleyma ekki úrinu. Tók
hann þá úrið af gullsmiðnum og
400 krónur, sem hann hafði laus-
ar í vasanum. Síðan forðuðu
árásarmennirnir sér, en gull-
smiðurinn komst upp að horni
Klapparstígs þar sem hann náði
í leigubíl. Hlaut hann glóðar-
auga og var skrámaður í andliti.
Ekki er vitað hvort hér hefur
enn verið um sömu menn að
ræða, og valdir vom að hinum
árásunum, en lögreglan leitar nú
mannanna.
— Meistaravik
Framh. af bls. 2
Veturinn Setztur að
í Danmarkshavn.
Dagana sem flugvélin var í Dan
markshavn kom líka fyrsti vetrar
dagurinn með snjókomu, nokk
urra stiga frosti og vindi, svo
ekki var hægt að athafna sig á
hinni væntanlegu flubraut. En á
þessum slóðum gengur sólin nið
ur 27. október og kemur ekki aft
ur upp fyrr en 13. febrúar.
Af þessum sökum töfðust mæl
ingar um 1 dag og flaug Björn til
Meistaravíkur 10 mínútum eftir
að verkinu lauk á sunnudag, og
til Reykjavíkur beint þaðan í
gær á 4!4 klst. í bezta veðri.
Hafði flugferðin um þessa löngu
leið á norðurslóðir gengið með
ágætum eftir að komizt var til
Grænlands. En daginn áður,
þ.e.a.s. á þriðjudag var búið að
fljúga alla leið til Scoresby-
sunds, þegar þokuveggur lokaði
flugi og varð að snúa við til
Reykjavíkur. Flaug Lóa þá í 5
tíma eða 950 km án þess að kom
ast á leiðarenda, áður en hafið
var hið 2900 km flug.
— 6 prestaköll
Framh. af bls. 13
til sjávar í Kleppsvík, Langholts
prestakall á að ná frá mörkum
hins nýja Ásprestakalls að vest-
an að Elliðaám og Suðurlands-
braut að austan og sunnan. Gert
er ráð fyrir nýju prestakalli, Háa
leitisprestakalli, er fylgi fyrst
um sinn Háteigssókn. Á það að
ná frá Háteigsprestakalli að vest-
an og Suðurlandsbraut og Miklu
braut að norðan og sunnan, unz
þær götur skerast. Hið nýja
Grensásprestakall á að takmark-
ast af Miklubraut, Kringlumýr-
arbraut, Bústaðavegi og Grensás
vegi. Bústaðaprestakall á að
takmarkast af Miklubraut og
Suðurlandsbraut, Elliðaám, Bú-
staðavegi og Grensásvegi.
Þá verður Kópavogssókn nú
gerð að sérstöku prestakalli og
gert er ráð fyrir nýju presta-
kalli, Fossvogsprestakalli, er
fylgi fyrst um sinn Bústaða- og
Grensássóknum. Það á að ná að
þéim sóknum að norðan að Hall-
grímssókn að vestan og að Kópa-
vogssókn að sunnan og austan.
'liilllilliif
Einum skipverjanna fagnað á Reykjavíkurflugvelli á laug-
ardagskvöldið.
— Sjóslys
Framh. af bls. 24
þegar fór að þrengjast að síld-
inni lagðist hún þungt í garnið.
Nú var kominn NV kaldi, 2—3
vindstig. Straumur var gegn
Vindi. Urðu nokkrir érfiðleikar
við að háfa, þar sem mikið drift
var á skipinu og nótin lagðist
undan straumi frá skipinu.
Þegar búið var að háfa ca 500
mál í lestina reið straumkvika
yfir STB öldustokk, og kom tals-
verður sjór í STB ganginn. Rann
og nokkuð af síld yfir skilrúms-
borðin í lestinni, og fór þá skip-
ið að hallast meira í STB. Það
skal tekið fram, að meðan á háf-
un stóð, settum við nokkra háfa
í dekkstíur BB megin til að
minnka STB hallann.
Stöðvuðum við háfun um
stund og tókum upp háfgrindina.
Langskilrúminu STB megin við
lestarlúguna var stillt upp í fulla
hæð. v
Síðan hófst háfun á ný og var
síldin sett í dekkstíur BB meg-
in til að draga úr STB hallan-
um. Vindur jókst stöðugt, kom-
in ca. 5—6 vindstig og krappur
sjór, og orðið skuggsýnt.
Þegar skipið var orðið nokk-
urn veginn kjölrétt, reið sjór yfir
þilfarið og fyllti alveg STB kass
ana, og eitthvað fór ofan í lest-
ina. Var nú skorið á nótina við
blökkina.
Strax á eftir reið önnur bára
yfir skipið án þess að nokkuð
hefði runnið út af sjó eftir hina
báruna. Fylltist nú þilfarið og
lestin, eftir því sem séð varð,
og lagðist Skipið á STB hliðina.
Skipaði ég mönnunum að setja
út lífbátinn og ná í kokkinn, en
hljóp sjálfur í talstöðina og kall-
aði á hjálp. Sjór var að byrja að
streyma inn í brúna, og tókst
mér með nokkrum erfiðleikum
að komast út BB megin og til
mannanna, sem voru að setja út
gúmmbjörgunarbátinn, sem stað-
settur var BB megin á bátapalli,
og hjálpaði ég þeim að koma
bátnum í sjóinn. Ég kippti í lín-
una og blés bátinn út. Hélt ég
í línunna meðan mennirnir
stukku um borð í bátinn.
Meðan því fór fram kastaði
ég tölu á mennina. Sá ég tvo í
léttbátnum og tvo í sjónum, en
við vorum sex við gúmmbjörg-
unarbátinn. Fleiri sá ég ekki.
Nú var m.b. „Jón Finnsson“
kominn á vettvang og var að
bjarga öðrúm þeirra, sem ég sá
í sjónum. Kölluðum við til
þeirra og bentum þeim á hinn
manninn í sjónum.
Þar sem skipið var nú að þyí
komið að sökkva og ég stóð á
kjölnum, stökk ég nú um borð
í gúmmíbátinn og skar á línuna.
M.b. „Jón Finnsson“ fór nú og
náði hinum manninum í sjónum.
Á meðan kom m.b. „Sigfús Berg-
mann“ til okkar, og bentum við
honum á mennina tvo í létt-
bátnum, og bjargaði hann þeim.
M.b. „Jón Finnsson“ kom síðan
og bjargaði okkur úr gúmmí-
bátnum.
Tilkynnti ég skipstjóranum á
m.b. „Jóni Finnssyni“ strax, að
einn mann vantaði. Lét hann
samstundis nærstadda báta vita,
og var leitað á slysstaðnum, þar
til vonlaust var orðið um björg-
un.
Maður sá sem týndist hét Sím-
on Símonarson, fæddur 30. júlí
1929, til heimilis að Grettisgötu
57B í Reykjavík. Hann sást síð-
ast við öldustokk aftast í skip-
inu, en þar var hahn hjá mönn-
um þeim, sem komust í léttbát-
inn, og einum, er fór í gúmmí-
bátinn.
Að lokinni skýrslu sinni merkti
Sverrir Bragi stað skipsins er
það fórst inn á sjókort.
Auk þess sem í framangreindri
skýrslu kemur fram sagðist skip-
stjóri hafa látið setja 4—5 tonn
af salti í bakborðsstíu í lest skips
ins til mótvægis gegn þunga nót-
arinnar og til að auka kjölfest-
una.
Hann upplýsti einnig að fjöldi
skipa hefði leitað Símonar heit-
ins í að minnsta kosti þrjár klst.
Einnig upplýsti hann að Símon
hefði verið ósyntur. Þá taldi
hann að ekki hefði tekið nema
3-—4 mínútur frá því skipið fékk
á sig síðasta sjóinn og þar til
það var sokkið.
í ljós kom að lestin tekur 570
— 80 mál og vantaði því 70—80
mál upp á að hún væri full og
gat síldin því kastast til í lest-
inni við halla skipsins.
Ólafur H. Pálsson stýrimaður
kom næstur fyrir réttinn. Var
framburður hans sama efnis og
skipstjóra og telur hann orsök
slyssins hafa verið að skipið
fékk á sig sterkan straumhnút,
sem kastaði því á hliðina sam-
fara því að síldin í lestirmi kast-
aðist til og stjórnborðsstíur á
dekki stóðu fullar af sjó. Allt
hefði þannig hjálpast að. Ólafur
var á brúarvæng og skar á korka
tein nótarinnar.
Þá kom fyrir réttinn Ingi-
mundur Jónsson, 1. vélstjóri.
Hann var á leið niður í vélar-
rúm er skipið tók að hallast og
komst ekki niður og fór því aft-
ur á. Stóð hann við hlið Símon-
ar er slysið varð og kastaði sér
í sjóinn er skipið lagðist á hlið-
ina og var hjálpað upp í létt-
bátinn. Sá hann þá ekki hvað
orðið hafði af Símoni.
Þá komu einnig fyrir réttinn
hásetarnir Jóhann Þorsteinsson
og Guðmundur Einarsson og
var framburður þeirra samhljóða
framburði hinna eftir aðstæð-
um, sem sé hvar þeir voru á
skipinu og hvernig þeir losn-
uðu frá því