Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLADID
Þriðjudagur 3. sept. 1963
William Drummond:
MARTRÖÐ
26
— Þegar henni var hrint fyrir
hann, segir hún, tók Bea fram
— Eg veit hún segir það, svar-
aði Tony. Hann sneri aftur að
simanum. — Frú Tompson?
Peggy? þetta er Tony Newton
Ertu viðlátin, eins og er? Kit
fékk allt í einu bá flugu að fara
út Ég veit ekkert hvað hún ætl-
ar sér, en ef ég færi að elta hana,
get ég aldrei vitað, hverju hún
ga>ti tekið upp á. Gætir þú farið
í humátt á eftir henni í hæfilegri
fjarlægð og séð til þess, að ekk-
ert komi fyrir hana? Já, það
er kannski bara bjánaskapur í
mér. Þakka þér kærlega fyrir.
En flýttu þér, annars gæturðu
misst af henni.
Bea frænka var hrifin af þessu
snarræði Tonys. — Já, en mér
finnst það alveg voðalegt að
þurfa að kalla nágrannana til
hjálpar, til þess að konan manns
fari sér ekki að voða, hugsaði
hún með sjálfri sér.
Torgið var vel lýst og fullt af
fóiki á gangstéttunum. Kit gekk
í suðurátt, undir; smíðapallana
og fram hjá hættumerkinu: Dyrn
ar á Skjólveggnum voru lokaðar
og húsgrindin dauð og mannlaus.
Hún sneri við og gekk upp eftir
miðri götunni, og kom brátt auga
á tunnuna rauðu, sem var merki
Skósveinastofunnar og Ijósin í
gluggunum þar.
Salurinn var fullur af reykja-
kófi og þarna voru nú miklu
fleiri en þegar hún var þar með
Bryan í fyrra skiptið. Hún var
rétt að því komin að. fara út
aftur, en Dóra, sem var að taka
saman glös af borðunum, kom
auga á hana. — Æ, það var gam-
an! sagði hún. Komdu og fáðu
þér einn, væna mín!
Nokkrir karlmennirnir þarna
litu við og mældu hana með aug-
unum, en hún var þarna undir
verndarvæng Dóru, sem fann
stól handa henni við endann á
skenkiborðinu. — Það eru ekki
nema tíu mínútur síðan hann
fór, sagði hún, — ég er alveg
viss um, að honum þykir leitt að
hafa misst af þér.
— Ég kom nú ekki inn í þeim
erindum, laug Kit.
— Það er nú alveg sama, hon-
um þykir það leitt Samt, svar-
aði hin og hló. — Hvað á það
að vera? Einn komjak?
— Nei, bara lítið ölglas, sagði
Kit.
Dora sagði eitthvað við Tim,
sem kom brátt með glasið. —
Gaman að sjá þig aftur, sagði
hann. — Við vorum að vona, að
við værum ekki alveg búin að
týna þér.
Kit opnaði budduna sína. —
Hvað mikið?
— Þú ert vinkona Bryans,
sagði Tim og lokaði buddunni
hennar.
— Það er ekki nema ánægja
Iað sjá þig aftur. Hann tók glas
og fægði það. — Það eru ekki
nema fimm mínútur síðan Bryan
fór.
I Kin fannst þarna hlýtt og vina
legt, enda voru þau hjónin alltaf
: öðru hverju að segja eitthvert
vingjarnlegt orð við hana, þrátt
fyrir allan gestaganginn. og gæta
þess, að enginn áreitti hana.
Hún var rétt að því komin að
fá sér í glasið aftur, og veíta
j hjónunum með sér, ef þau vildu
þiggja það, þegar henni varð lit-
ið í spegilinn yfir skenkiborðinu,
og sá þá í bilinu milli tveggja
flaskna andlit, sem hún þóttist
hálfkannast við. Þó var hún ekki
alveg viss, vegna þess að hún
sá andlitið ekki greinilega. En
svo sá hún það frá nlið. Það fór
hrollur um hana og hún varð ofsa
hrædd.
Hún hélt veskinu sínu fyrir
andlit sér, svo að maðurinn gæti
ekki séð framan í hana. Tim og
Dóra voru önnum kafin við verk
sitt, og það liðu nokkrar mínútur
áður en hún gat vakið athygli
Dóru. En þá sagði hún- — Þessi
maður með þetta hræðilega and-
lit. Hver er hann?
— O, hjálpi þér. Ég hef ekki
hugmynd um það. Hef aldrei séð
hann áður, veslinginn. Viltu einn
til, góða mín?
I sama bili leit maðurinn við.
Nú gat hún séð beint framan í
hann milli tveggja flaskna. En
hann var ekki að horfa á hana,
heldur horfði hann niður í tómt
viskíglasið sitt. En svo leit hann
upp til að biðja Tim um meira.
Hún sá augu hans, sem voru blá
eins og gimsteinar í andlitinu,
sem var líkast einu sári.
— Ékki í kvöld, sagði Kit við
Dóru, en hún var þegar farin til
að sinna einhverjum öðrum gesti.
Kit dró kragann upp fyrir and
litið og gekk til dyra. En um
leið og hún gekk út, gat hún
ómögulega stillt sig um að líta
um öxl. Maðurinn horfði í áttina
til hennar og hún sá svipbreyt-
ingu á andlitinu, sem gaf til
kynna, að hann hefði þekkt hana
aftur. Hann setti glasið sitt á
borðið og myndaði sig til að
ganga til hennar.
Hún varð ofsahrædd, rykkti upp
hurðinni og þaut eftir götunni og
fyrir hornið, út á torgið, fram
hjá hættumerkinu og létti ekki
fyrr en hún var komin að lyftu-
dyrunum.
Það var fyrst, þegar hún var
komin hálfa leið í íbúðina, að
hún sagði við sjálfa sig: — Mikill
endemis bjáni geturðu verið.
Ekki hefði hann getað gert þér
neitt þarna inni í kránm, heldur
hefðirðu getað gripið hann þar
glóðvolgan.
En nú var allt um seinan. Hann
mundi bíða hennar í skugganum.
18. Kafli.
Þegar hún kom inn í ganginn,
kallaði Tony: — Er þetta þú,
Kisa? og hún áttaði sig á því,
sér til skelfingar, að hún hafði
engan sögu undirbúna að segja
þeim. Hún gat ekki sagt þeim,
að hún hefði farið í Skósveina-
stofuna áður — („þessar knæpur
eru svo dónalegar“) — og hefði
þá verið þar með Bryan Young-
er („Ég vissi ekki, að hann væri
gamall vinur þinn“).
Dyrnar að setustofunni opn-
uðust og Tony stóð þar. — Hvað
er að, elskan? sagði hann. —
í þetta sinn? Röddin var þrung-
in þreytu manns, sem var búinn
að þjást lengi.
Hún gekk fram hjá honum inn
í stofuna, og reyndi að hafa hem-
il á tilfinningum sínum. — Ekk-
ert, svaraði hún, — nema hvað
ég er búin að sjá hann.
— Hvern? sagði Bea.
— Manninn með skemmda and
litið.
— Hvar? spurði Tony hvasst.
— í Kránni. Skósveinastof-
unni
— Hvað í ósköpunum varstu
að vilja þangað?
— Ég hugsaði mér að rann-
saka dálítið betur rannsóknirnar
ykkar Byrnes, laug hún. — Þú
manst við vorum að geta okkur
þess til, að ef til vill hefði hann
falið sig þar.
— Byrnes athugaði það sjálf-
ur. Eða svo sagði hann mér.
— Ég veit. En þetta var
fyrsta sinn, sem hann hafði kom-
ið þarna.
— Sýndi hann þér nokkra á-
reitni?
— í troðfullum salnum?
— Hvað gerði hann þá?
— Hann sá mig ekki til að
byrja með, en ég sá hann í
speglinum yfir borðinu. Og ég
spurði Dóru, hvort hún þekkti
hann.
— Dóru?
— Konuna við afgreiðsluborð-
ið. Hún var kölluð því nafni.
Nú gengu spurningarnar og
svörin eins og skæðadrífa og Bea
leit til beggja hliða í sífellu, rétt
eins og hún væri að horfa á
tenniskappleik.
— Síðan hvenær?
— Hvað áttu við?
— Síðan hvenær vissirðu, að
hún hét Dóra?
Síðan í kvöld. Hvað gengur að
þér? Hún hafði aldrei séð hann
áður.
— En hún sá hann þó að
minnsta kosti í kvöld?
— Farðu og spurðu hana, úr
því að þú trúir mér ekki.
— Og þessi maður. .. . hvað
gerði hann?
— Ég ásetti mér að fara út áð-
ur en hann tæki eftir mér. Ég
bretti upp kragann til þess að
hylja andlitið. Og þegar ég fór
út um dyrnar, leit ég við ,til þess
að vera viss um, að hann færi
ekki að elta mig. En þá var það,
sem hann kom auga á mig. Hann
setti frá sér glasið og stójð upp til
að fara á eftir mér. Og ég hljóp
alla leiðina heim.
— En hljóp hann þá ekki á eft-
ir þér?
— Það veit ég ekki. Ég þorðí
ekki að líta við.
Tony sneri sér undan. — Merki
legt! sagði hann. — Stórmerki-
legt!
— Ef hann þorði ekki að ráð-
ast á þig þarna inni, sagði Bea,
— hversvegna lofaðirðu honum
þá ekki að tala við þig?
— Af eintómum bjánaskap,
sagði Kit. — Það hefði ég átt að
gera. En ég varð ofsahrædd.
— Einmitt þegar þú hefðir get-
að séð, hvort þetta væri sami
maðurinn, sem hefur verið að á-
reita þig í símanum! Tony gat
ekki leynt tortryggni sinni. —
Það var leiðinlegt!
— Ég veit það fullvel, góði
Tony, að þú getur ekki trúað, að
ég segi satt, fyrr en þú sérð mig
í líkhúsinu. Og þá segirðu senni-
lega, að ég hafi framið sjálfs-
morð.
— Katrín! sagði Bea frænka.
— Hvernig geturðu látið annað
eins og þetta út úr þér?
— Og, vertu rólég, Bea, sagði
Tony. — Ég er orðinn öllu vanur.
— Vanur? greip Kit fram í,
hvasst. — Hverju ertu orðinn van
ur?
Tony yppti öxlum. — Þú veizt
það ósköp vel.
— Líklega helzt vanur því að
hafast ekkert að, sagði Kit. — Ég
var að segja þér, að maðurinn
var þarna inni í Skósveinastof-
unni. Jæja, þú vilt fá sannanir.
Því ekki fara þangað sjálfur?
Hver veit nema hann sé þar enn?
Ef ekki, þá geturðu að minnsta
kosti spurt Dóru. Hún sá hann
líka.
Tony hikaði.
— Mér finnst þetta alveg rétt
hjá henni Katrínu, sagði Bea. —
Það getur að minnsta kosti eng-
an skaða gert.
— Ég vildi, að ég gæti séð,
hvaða gagn gæti verið að því. . . .
— Ef þú sæir hann, kynni að
vera, að þú kannaðist við hann.
Kit brá fyrir sig bænarrómi. —
Ég hef aldrei séð hann fyrr en
þarna um daginn, svo að það ligg
ur í augum uppi, að ég þekki
hann ekki, en þar fyrir gætir þú
KALLI KUREKI
-*■
Teiknari; FRED HARMAN
'ol'-t/mes. , x sueE '
DONE YOU W'RONS-/
I WA5 SOEE 'CAUSE
YOU USED MY
PHOTO&U.APH' X LL
HELP YOU GETAWAY
BEFORE IT'S TOO LATE'
X DOW’T WAMTA
ESCAPE' I GOTME
ACOOX AN'HOUSE-
XEEPER ANJ’ MAID-
of-all-work.-all
FOE. FREE'
\&/0 __________
— Þetta er opinbert. Hann hætti
að berjast á móti og bað mín.
— Ég vissi að hann gæti ekki stað-
izt lengi.
— Þá þurfum við að gera hundrað
hluti aðui- en brúðkaupið getur orð-
vel þekkt hann. Hann gæti verið
að reyna að komast að þér fyrir
mína milligöngu.
Tony leit á hana og síðan á
Beu. — Gott og vel! Það getur
engan skaða gert, eins og þú seg-
ir. Og þegar Tony hafði ákveðið
sig á annað borð, dokaði hann
ekki við. Á næsta vetfangi var
hann kominn út og á fleygiferð
niður stigann, fremur en að bíða
eftir lyftunni.
ajlltvarpiö
Þriðjudagur 3. september.
Morgunútvarp.
Hádegisútvarp.
„Við vinnuna44: Tónleikar.
Síðdegisútvarp.
Þjóðlög frá ýmsum löndum.
18:50 Tilkynningar.
Veðurfregnir. — 19 30 Fréttii’.
Húmönsku söngvararnir Nicolae'
Herlea, Magda Janculescu og
Valentin Teodorian syngja aríur
og dúetta úr óperum. Sinfón-
íuhljómsveitin í Prag leikur.
— Vaclav Smetacek stj.
Erindi: Frá Afríku: IV — Norð»
ur Nigería (Elín Pálmadóttir).
Fiðlukonsert 1 C-dúr. op. 14, eftir
Tihkon Krennikov. Leonid Kog-
an og sinfóníuhljómsveit rúss-
neska útvarpsins íeika. — Kyril
Kondrasjin stjórnar.
Erindi: „Forngríska brosið" eftir
Ole Mæhle, í þýðingu Málfriðar
Einarsdóttur (Kristján Arnason)
21:30 Mantovani og hljomsveit leika
létt lög úr söngleikjum.
21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson).
22:00 Fréttir og veðurfregnir
22:10 Lög unga fólksins (Gerður Guð-
mundsdóttir).
23:00 Dagskrárlok.
ið. Það er eins gott að við rekum
hann í burtu. Hann þvælist bara
fyrir.
— Komdu þér í burtu, elskan.
Þetta kemur þér ekki við.
— Ég hef komið illa íram við þig.
Ég varð vondur af því að þú notaðir
myndina af mér, en nú skal ég reyna
að losa þig úr klípunni áður en það
er of seint.
Jdig langar ekkert til að losna. Ég
hef náð mér í kokk og raðskonu fyr-
ir ekki neitt.
8:00
12:00
13:00
15:00
18:30
19:20
20:00
20:20
20:50
21:10
Miðvikudagur 4. september.
8:00 Morgunútvarp.
12:00 Hádegisútvarp.
13:00 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15:00 Síðdegisútvarp.
18:30 Lög úr söngleikjum. 18:50 Til-
kynningar. — 19:20 Veðurfr.
19:30 Fréttir.
20:00 Ernst Benedict og hljómsveit
leika valsa og polka.
20:15 Vísað til vegar: „I leit að rauð-
um ópal“ (Birgir Kjaran alþm.)
20:50 íslenzk sönglög: Lög eftir JÞór-
arin Guðmundsson.
21:10 Skemmtiþáttur með ungu fólki
(Markús Örn Antonsson og
Andrés Indriðason hafa um-
sjón með höndum).
22:00 Fréttir og veðurtregnir.
22:10 Kvöldsagan: „DularUmur“ eftir
Kelley Roos; X. (Halldora Gunn
arsdóttir).
22:30 Næturhljómleikar: — Sinfónía
nr. 9 í C-dúr eftir Schubert. Col-
umbia sinfóníuhljómsveitin leik-
ur. Bruno Walter stjórnar.
23:25 Dagskrárlok.
Vöruhappdrcetti
16250 VINNINGAR!
Fjórði hver miði yinnur að meðaltalil
Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur.
Lægstu 1000 krónur.
Dregið 5. hvers mánaðar.