Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 3. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 *c. ' VWVBWCV' ' •" "W Bólusótt í Búdapest 350 manns í sóttkví I»essi mynd var tekin vid komu Hans Lenz, vísindamalaraðherr a, konu hans og dóttur, í Háskóla íslands í g'aermorgun. f fylgd með J>eim var menntamálaráð herra Gylfi Þ. Gíslason, en dr« Þórir Kr. Þórðarson prófessor tók á móti gestunum. (Ljósm. Sv. Þ.). Vísindamálaráðherra V- Þýzkalands í Reykjavík Heimsótti Háskóla íslands i gær VÍSINDAMÁLARÁÐHERRA V- Þýzkalands, Hans Lentz, kom hingað til lands í fyrrakvöld ásamt konu sinni og dóttur. Á flugvellinum tók menntamála- ráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, á móti honum. Mun visindamála- ráðherrann dveljast hér í nokkra daga í boði stjómarvaldanna og eiga viðræður við íslenzka ráða menn, auk þess sem hann mun ferðast um landið. Vísindamálaráðherrann, frú hans og dóttir heimsóttu há- skólann í gær, mánudag, kl. 10,30 og voru í fylgd með þeim menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason og ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins. Vara- rektor háskólans, prófessor Þór- ir Kr. Þórðarson, ávarpaði ráð- herrann og gat hann þess m.a. að þetta væri ekki í fyrsta sinn, sem ráðherrann heimsækti ís- land, þar sem hann var hér við nám í íslenzku fyrir rúmum SO árum. Hann lýsti hinni miklu þróun, sem orðið hefði í starf- semi háskólans síðustu 30 árin, bæði byggingaframkvæmdum háskólans, fjármálum og rann- sóknarmálum og gat um helztu fyrirætlanir háskólans í bygg- ingamálum. Hann sagði: „Vér erum þeirrar skoðunar, að • sá háskóli, sem aðeins stundar kennslu, sé ekki raunverulegur háskólL Rannsóknir eru annað tveggja meginverkefna hvers háskóla og rannsóknirnar verða að blása lífi í kennsluna“. Þór- ir gat um þá miklu þýðingu, sem háskólinn hefði sem upp- eldisstofnun hinna verðandi leiðtoga hins nýja íslands á öll- um sviðum þjóðlífs. Hér stunda nám tæplega 800 stúdentar en margir eru erlendis og í Þýzka- landi eru um 150 stúdentar við nám. Þakkaði hann sérstaklega þá vinsemd þýzkra tæknihá- skóla að veita viðtöku íslenzk- um verkfræðistúdentum, sem námi lykju þar. Vísindamálaráðherrann þakk- aði ræðu vararektors og benti á það, að hlutverk íslands væri hið sama og hlutverk annarra Evrópulanda í vísindamálum: að stunda grundvallarvísindi. Tæknileg útfærsla á niðurstöð- um grundvallarrannsókna 'væri sérstakt verkefni, sem stórveld- in, t.d. Bandarikin, hefðu nægt fjármagn til þess að leysa af hendi. En grundvallarvísindin mættu ekki gleymast, og til þeirra tel ég hugvísindin (Geist- eswissenschaften), sagði hann. Háskóli íslands þarf sterka guð fræðideild, lögfræðideild, heim- spekideild, sagði ráðherrann, jafnframt því sem áherzlan hvíl ir á náttúruvísindum. Einnig tóku til máls dr. Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra og prófessor Leifur Ásgeirsson, deildarforseti verkfræðideildar. Budapest og Vín, 2. sept. — (AP-NTB): — UNGVERSK yfirvöld hafa til kynnt að nokkur hætta sé á að bólusótt geti breiðst út í höfuðborginni Budapest. — Grunur leikur á því að þjónn einn í Hótel Royal þar í borg hafi tekið sóttina, og eru all- ir gestir hótelsins, um 350 manns, í sóttkví. Austurrísk blöð hafa sakað heil brigðisyfirvöldin í Budapest um seinagang, og segja að yfirvöldin hafi dregið úr hófi fram að grípa í taumana eftir að kunnugt var um bólusóttartilfellið. Segja blöðin að frá því fyrst fréttist um þjóninn í Hotel Royal hafi þúsundir ferðamanna komið frá Ungverjalandi til Austurríkis án eftirlits heilbrigðisyfirvalda. Gestirnir í Hotel Royal hafa verið algjörlega einangraðir í tvo daga, og hafa ekkert sam- band við umheiminn nema í síma. Aðspurður sagði hótelstjór inn í dag að allir væru við beztu heilsu, og að enginn héfði sýkzt. Verða gestirnir í einangrun í þrjár vikur. Meðal gestanna eru 266 útlendingar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að vart hafi orðið við fleiri bólusóttartilfelli í Budapest, en ungverska fréttastofan MTI bar þennan orðróm til baka í dag. Skömmu síðar var gefin út til- kynning yfirvaldanna um smit- hættu í borginni. Austurrísk heilbrigðisyfirvöld vöruðu í dag við óþarfa ótta vegna bólusóttar. Sagði dr. Franz Zwicka, talsmaður heil- brigðismálastofnunarinnar, að allir ferðamenn frá Ungverja- landi yrðu krafðir um bólusétn- ingarvottorð. Sagði hann að 28 Austurríkismenn hefðu verið einangraðir eftir heimkomuna frá Budapest þar sem þeir bjuggu í Hotel Royal. Vöruflutniiiga- bíll veltur NESKAUPSTAÐ, 2. sept. — Stór vöruflutningabifreið frá Akureyri valt á hliðina er hún var á leiðinni yfir Oddskarð í dag. Sprakk vegarkanturinn und an þunga bifreiðarinnar og seig hún rólega á hliðina. Þrír menn voru í bílnum og sakaði engan og engar skemmdir urðu á bif- reiðinni. Fenginn var stór krani, er vinnur við hafnargerðina hér, til að ná bílnum upp. — Ásgelr. — Fór i kaf Framh. af bls. 10 — Þetta var stórt kast. í nótinni var miklu meira en við hefðum getað tekið, þótt gott veður hefði verið. — Við köstuðum um hálf átta leytið um kvöldið. Þá var blíðskaparveður. Allir voru á dekki nema kokkurinn. — Það byrjaði að kula, þeg- ar við vorum fast að því hálfn aðir að draga nótina. Versn- aði veðrið mjög og á örskömm um tíma gerði mikið rok og reif upp sjó. — Við héldum áfram að draga og þegar við vorum bún ir, og „þurrka af því“, byrjuð- um við að háfa. Gekk það sæmilega fyrst, en brátt var sjór orðinn svo mikill, að erf- itt var að halda síldinni að bátnum. Hún leitaði út frá honum. — Þegar við vorum búnir að háfa hátt í lestina og á dekkið, til að vega á móti þunga nótarinnar, kom skyndi lega stór hvika, sem lyfti bátn um og saup hann á sig mik- inn sjó. Lagðist hann á hliðina og náði ekki að rétta sig aft- ur. Hann fékk á sig aðra hviku strax á eftir og gerði það útlagið. Báturinn hélt á- fram að velta og fór á hvolf. — Þegar Leifur tók að halla á hliðina var ég við háfinn. Nokkuð af sild var stjórnborðs megin og ætluðum við að moka henni í lestina tU að hjálpa til við að rétta bátinn. En þetta gerðist allt svo snöggt, að lítið var hægt að gera. — Þegar báturinn var far- inn að hallast svona mikið fór ég upp á síðuna bakborðsmeg- in, en hann hélt áfram að rúlla yfir. Stóð ég fyrir neðan sjólínu og sparkaði aí mér stígvélunum og fór úr regn- úlpunni. — Ég datt, tókst að komast aftur á fætur og stakk mér í sjóinn. Ég fann ekkert fyrir kuldanum, tróð marvaðann og hélt mér uppi svoleiðis. — Ég ætlaði að reyna að komast í gúmbátinn, en hald- ið var í línuna á honum frá bátnum. Mig hrakti í burtu á bárunum. Ég fór í kaf á hverri einustu báru. Það var svo skratti mikill sjór. — Jón Finnssön kom þarna strax að og beindi hann ljósi á svæðið. Ég lenti fljótlega í ljósgeislanum og lagði bátur- inn rétt að mér og henti til mín björgunarhring. Ég náði honum strax. Líka línu, sem þeir hentu. Svo drógu þeir mig að bátnum og kipptu mér inn fyrir. — Ég fór úr blautum fötun- um og í þurr, sem þeir á Jóni Finnssyni létu mig fá. Eftir að ég fékk heitt kaffi var ég fljótur að jafna mig. — í sjónum fann ég varla til kulda, skalf ekki einu sinni. Enda hef ég ekki verið í sjónum nema nokkrar mín- útur. Myrkur var komið og ég horfði móti öldunum svo ég sá ekki þegar Leifur sökk, sá aðeins kjölinn þegar mig var að reka burtu. — Þeir á Jóni Finnssyni björguðu félögum mínum og svo var hafin leit að Símoni Símonarsyni. Hún tók langan tíma og var mjög rækilag, en án árangurs. — Þegar við komum til Seyðisfjarðar seinnipart laug ardags þurftum við að fá okk- ur ýmislegt fatarkyns, því við misstum hvert einasta „pút og Plagg“. — Loks bið ég blaðið að flytja skipverjum á Jóni Finnssyni beztu þakkir og kveðjur fyrir björgunina og móttökurnar um borð 6 prestaköll augiýst laus í Reykjavík BISKUPINN yfir íslandi hefur auglýst 6 ný prestsembætti í Reykjavík laus, og er umsóknar- f: :stur til 15. október nk. Tvö þeirra prestsembætta sem aug- lýst hafa verið, eru ný einmerin- ingsprestaköll, Grensásprestakall og Ásprestakall, sem verður milli Laugarnesprestakalls og Langholtsprestakalls, en þessu svæði hefur nú þjónað Kópa- vogspresturinn. Þá verður presti bætt við í hverju eftirtalinna prestakalla: Nesprestakalli, Háteigspresta- kalli og Langholtsprestakalli og 1 r þar með gerð að tvímenn- ingsprestaköllum. Skipting Reykjavíkurprófasts- dæmis í sóknir og prestaköll er þá sem hér segir. Takmörk Dómkirkjuprestakallsins og Hall grímsprestakalls verða óbreytt, Nesprestakall á að takmarkast við Nessókn, og verða takmörk þess óbreytt að norðan og aust an. Gert er ráð fyrir að Sel tjarnarnessókn verði síðar sjálf- stætt prestakall, og taki við vest an við Nesprestakall, sem það fylgir fyrst um sinn. Háteigsprestakall á að takmark ast af Hallgrímsprestakalli að vestan, Reykjanesbraut að sunn- an til Kringlumýrarbrautar, en síðan ræður Kringlumýrarbraut in að Sauðurlandsbraut, þaðan að Nóatúni og Nóatún að sjó. — Laugarnesprestakall á að ná frá mörkum Háteigsprestakalls um Nóatún og Suðurlandsbraut að Múlavegi til Dalbrautar, sem ræð ur síðan norður til sjávar aust an Köllunarkletts. Hið nýja Ás prestakall á að ná að vestan að Laugarnesprestakalli að sunnan að Suðurlandsbraut að Holta vegi, og af Holtavegi að austan Framh. á bls. 23. Hclgi Aðalgeirsson skipstjórinn á Sigfúsi Bergmann. — Mjólkurbrúsinn Framh. af bls. 10 upp aftur var ég alldasaður, því ég var í klofháum stíg- vélum og stakk, sem gerðu mér erfitt um vik. Annars var ég hálf ruglaðiu', því allt þetta gerðist í hendingskasti. —Þegar hér var komið var mér mest í mun að reyna að fjarlægjast bátinn til að lenda ekki í soginu. Tókst mér að svamla í burt. Álít ég að það hafi bjargað mér, að ég er alinn upp við Laug- arnar í Reykjavík og vanur að vera í vatni. — Ég sá á floti skammt frá mér tóman mjólkurbrúsa, sem mér tókst að ná í. Hann var hið ákjósanlegasta flot- holt, bæði var flotmagn hans mikið og eins hélt hann mér alltaf réttum í sjónum, en sjór var talsverður. Brúsinn varð mér til lífs. — Ég sá alltaf til skipverj- anna á gúmmíbátnum og þegar Jón Finnsson nálgaðist hlýnaði mér um hjartaræturn ar, er ég heyrði þá kalla að taka fyrst þá menn sem væru í sjónum. — Fyrst var Jóhann Þor- steinsson tekinn upp, en hann var bakborðsmegin við hið sokkna skip, eins og menn- irnir í gúmbátnum, en ég var sá eini, sem var stjórn- borðsmeginn. Svo var ég tek- inn upp og loks mennirnir á gúmbátnum. — Um borð var ég háttað- ur úr öllu og settur í koju. Hlúð var að mér á hinn bezta hátt. Ég var all slæptur, en jafnaði mig fljótlega. Mér er sagt, að ég hafi verið 10— 15 mínútur í sjónum. — Loks vil ég þakka skip- verjum á Jóni Finnssyni fyr- ir hina snarlegu björgun og góða aðhlynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.