Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 24
'HARKREM 188. tbl. — Þriðjudagur 3. september 1963 'NOOOSOH Féll í Brúará ogdrukknaöi í FYRRAKVÖLD drukknaði Guð mundur Þ. Brynjólfsson, múrari, til heimilis að Miðtúni 84 hér í bæ, er hann var að veiðum ásamt félaga sínum austur við Brúará. Renndu þeir félagar í ána Úheimilt að salta SVOHLJCÆ)ANDI tillaga var samþykkt með atkváéðum allra nefndarmanna í dag: „Nú hefir verið verkað all mikið af saltsíld umfram samn inga, en ennþá hefir enginn árangur orðið af tilraunum nefndarinnar um aukna sölu. Síldarútvegsnefnd ákveður því að tilkynna saltendum, að söltun venjulegrar saltsíldar er óheimil eftir kl. 24.00 í kvöld, 2. september. Takist viðbótarsölur, umfram það magn, sem þegar hefir verið framleitt, verður það tafar- laust tilkynnt saltendum. Ef einhverjir saltendur eiga ólokið heimiluðum sérverkun um, er áherzla lögð á, að þeim verði lokið sem fyrst“. (Fréttatilkynning frá Sí ldarútvegsnef nd). n skammt frá brúnni á þjóðveg- inum austur og mun Guðmund- ur hafa vaðið út í ána, sem er mjög straumhörð, orðið fóta- skortur og borizt með straumn- um niður eftir ánni um þriggja kílómetra vegalengd. Veiðifélagi Guðmundar gerði margítrekaðar tilraunir til að bjarga honum en gat það ekki vegna straumþungans. Fleiri menn bar þarna að og eftir tfepar tvær klukkvstundir tókst þeim loks að ná líki Guðmund- ar. Guðmundur heitinn var 42 árá og lætur eftir sig konu og börn. Á MIÐNÆTTI s.I. sunnudag hafði verið saltað i samtals 102,699 tunnur á Seyðisfirði. Unnið var þar að söltun í allan gærdag og um miðnætti * s.l. var talið að söltunin næmi 105 þúsund tunnum. Skipshöfnin af Leifi Eiríkssyni við komuna til Reykjavíkur: Fremri röð frá vinstri: Sverrir Bragi Kri stjánsson, skipstjóri, Ólafur Helgi Pálsson, stýrimaður, Guðmundur Einarsson, háseti Guðmundur Þorsteinsson,. matsveinn, Valdimar Jóhannesson, háseti og Ingimundur Jónsson, 1. vélstjóri. Að baki þeirra standa í tröppunni Jóhann Þorsteinsson, háseti og Hilmar Skúlason, háseti U. vélstjóri á heima á Austurlandi og kom því ekki með skipshöfninni til. Reykjavíkur. Samverkandi dhðpp valda slysinu Réttarhöld vegna skipstapa Leifs Eirikssonar fyrir S/o- og verzlunar dómi i gær NÚ þykir sýnt að orsakir sjóslyssins, er Leifur Eiríks- son sökk, séu samverkandi óhöpp, í fyrsta lagi lá skip- ið flatt fyrir sjó ^og vindi, það tekur á sig sjói með stuttu millibili, lestar þess eru ekki svo fullar að síld- in gat slegist til í þeim og Mál Sraith skip- stjóra29. október í GÆR hófust réttarhöld að nýju í máli Smith skipstjóra á togaranum Milwood. Var mál- ið þingfært og staðfest mats- gjörð á veiðarfærum togarans. Verður málið að nýju tekið fyr- ir hinn 29. október. kastið er mjög stórt og nót- in því óvenju þung. Ekkert kom fram við réttarhöldin í Sjó- og verzlunardómi í gær, sem bent gæti til að leita megi orsaka slyssins til van- búnaðar skips eða mistaka við skipstjórn. í gær kl. 1,30 hófust sjópróf út af slysinu er Leifur Eiríksson fórst 70—80 sjómílur NA af Raufarhöfn í Sjó- og verzlunar- dómi Reykjavíkur. Dómsforseti var Kristján Jónsson borgardóm- ari en meðdómendur skipstjór- arnir Jón Sigurðsson og Sigmund ur Sigmundsson. Fyrstur kom fyrir réttinn Sverrir Bragi Kristjánsson og er skýrsla hans sem hér segir: Föstudaginn 30. ágúst 1963 vor um við að leita að síld á svæð- inu 70—80 mílur ANA frá Rauf- arhöfn. Veður var gott um dag- inn, logn og blíða og sléttur sjór. Köstuðum við tvisvar um dag- inn en fengum lítið. Skömmu eftir kl. 19 köstuðum við á stóra torfu og höfðum lok- ið við að snurpa kl. rúmlega 19.30. Þá var aðeins byrjað að kula NV. Nótin var síðan dreg- in. Kastið virðist mjög stórt, og Framh. á bls. 23 Fullir sjóliðar ganga ber■ serksgang á Akureyri AKUREYRI, 2. sept. — Sjóliðar af norska eftirlitsskipinu Draug hafa gerzt all aðsópsmiklir hér í dag og í kvöld. Eru þeir marg- ir ölvaðir í meira lagi og fara með áreitni og óspektum í hóp- um saman, einkum í miðbæn- um. Lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum og hefur flutt hina ölóðu dáta í tugatali til skips, suma í járnum. Illa gengur að hemja þá um borð, þótt þeir séu þangað færð ir. Þeir vilja ‘leita 1 land aftur. Mest kveður að ólátunum á vei ingastöðum og kvöldsölubúðu og svo á götum úti. Lögreglan hefur aukið lið si hérna í kvöld og er við öl búin. — Sv. P. HERAÐSMÓT Andar kðldu til Þdrólfs frá áhorfendum og leikmonnum St. IUirren ÞÓRÓLFUR Beck, hinn kunni knattspyrnumaður á ekki sjö dagana sæla í St. Mirren um þessar mundir. Hann var ekki með í leik fé lagsins sl. laugardag er það tapaði fyrir Dundee Utd, 2-3. Og í gær barst Mbl. eintak af The Observer frá 1. sept. þar sem var hlýleg grein um Þórólf, en köld í garð St. Mirren. — Greinin fer hér á eftir óstytt í þýð- ingu, en hún heitir: „St. Mirren is hot for the Ice- man.“ Blaðið reyndi í gærkvöldi að ná í Þórólf Beck en þar •sem hann hefur skipt um heimilisfang tókst það ekki. Enginn hér á landi haf ði heyrt um andbyr hjá Þórólfi ytra en heimafólk hans taldi þetta ekki alvarlegt, heldur aðeins þreytu eftir harðar æfingar og erfiða daga í byrjun keppni- tímabils. Grein John Rafferty dagsett í Glasgow 31yágúst er þannig: Á s.l. knattspyrnutímabili kusu stuðningsmenn St. Mirr- en hinn ljóshærða íslending Þórólf Beck „leikmann árs- ins“ í liðinu. Hann gladdist mjög við. Það sem af er þessu tíma- Framh. á bls. 22 Sjálfstæðismanna á Eskifirði 7. sept. n.k. HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Austfjörðum verður haldið á Eskifirði laugardaginn 7. september kl. 9 síðdegis. Bjai;ni Benediktsson, dóms- málaráðherra og Jónas Pét- ursson, alþingismaður, flytja ræður. Til skemmtunar verður einsöngur og tvísöngur. Flytj- endur verða óperusöngvar- arnir Kristinn Hallsson og Sigurveig Hjaltested, undir- leik annast Ólafur Vignir Al- bertsson, píanóleikari. Enn- fremur skemmtir Brynjólfur Jóhannesson, leikari. Dansleikur verður um kvöldið. „Kómó“ leikur. Jónas Pétursson Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.