Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 3. sept. 1963 MORGUNBLADID 17 Sigurður T. Sigurðsson sextugur 1 DAG er Sigurður T. Sig- urðsson Strandgötu 41 í Hafnar- firði sextugur. Þennan góða og gegna dreng munu flestir Hafnfirðingar kannast við, svo víða hafa leiðir hans legið um dagana. Silli, en svo er Sigurður T. Sigurðsson nefndur manna á meðal, hefur lagt gjörva hönd á margt, hann hefur verið af- greiðslumaður, viktarmaður, kaupmaður, verkamaður og nú innheimtumaður. Hvarvetna hef ur hann getið sér hið bezta orð fyrir lipurð og hæfni í störfum. Hin mikla gæfa Silla er sú áð hann kvæntist góðri konu Guðfinnu Jónsdóttur sem hefur verið honum stoð og stytta í blíðu 'og stríðu. Þau hjón hafa eignast þrjú börn og af þeim eru tvö gift, og farin úr foreldrahúsum. Á yngri árum var Silli mikill iþróttamaður, sérstaklega lagði hann rækt við knattspyrnusa og var um árabil einn af betri knattspyrnumönnum Hafnar- fjarðar. Taflmaður hefur Silli lengi verið, allt frá barnsaldri. Hann var einn af stofnendum Tafls- félags Hafnarfjarðar og fyrsti formaður þess, átti sæti í stjórn þess félags um árabil. Sennilega hefur enginn verið lengur Taflmeistari Hafnarfjarð- ar en Silli, sjö sinnum ;ann hann þann titil og í fimmtán ár hélt hann titlinum þar sem keppni féll niður í nokkur ár. Vegna starfs síns sem verka- maður kynntist Silli kjörum verkamanna og fylltist þá áhuga fyrir að bæta þau. Hefur hann látið sig verkalýðsmál miklu skipta og ávalt barizt heill og óskiptur fyrir hverju því máli er hann taldi að væri til heilla fyrir verkalýðinn. Hafnfirskir verkamenn kunnu líka að meta starf Silla og kusu hann um árabli í stjórn V.m.f. Hlífar og oft á alþýðusambands- þing og hin síðustu árin hefur Siili verið trúnaðarmaður Hlíf- ar hjá Hafnarfjarðarbæ. Um störf Silla fyrir V.m.f. Hlíf má segja að þar hafi sann- ast, að hann sé einn af þeim fáu sem eru einlægir verkalýðssinn- ar. Maður sem fylgt hefur fram skoðunum sínum án tillits til þess hvað stjórnmálaflokkarn- ir vildu og látið sig það litlu skipta þótt baráttan gæti þýtt atvinnumissi. Á þessum tímamótum í ævi Silla færi ég honum þakkir mín- ar og samstarfsmanna fyrir drengskap og óeigingirni og heilsa sem lengst. Hermaua Guðmundsson G. Þorsteinsson & Johnson h.f. sími 24250. 5 litir Leitið upplýsinga. Leikandi létt með IILtrVtA- bílskúrshurð • Seljast með eða án upp- setningar. • Véita birtu í gegnum sig. 0 % léttari en viðarhurð. • Ekkert viðhald. • Fáanlegar með radíóútbún aði til að opna og loka. Jarðýfuvinna 12, — 17 og 23 tonna jarðýtur til leigu til stærri og minni verka. Að gefnu tilefni látum við þess getið að við feng- um sl. vor Caterpillar D7E, 23ja tonna með fast- tengdum vökvaribber, sem losar móhellu og allt nema heila klöpp. — Önnur sterkari jarðýta er ekki á vinnumarkaði hér ennþá. Jarðýtan sf. Sími 35065. Óli Pálsson, lieima sími 15065. Clœsileg íbúð Höfum til sölu glæsilega 4ra herb. íbúð við Klepps- veg. Sér þvottahús á hæðinni. Austurstræti 14. — Símar 14120 og 20424. RÝMINCARSALA Á NÁTTKJÖLUM NÁTTFÖTUM UNDIRKJÓLUM NYLON SOKKUM SUNDBOLUM LÍTIL NÚMER KJÓLAEFNUM BÚTUM ALLT MEÐ MIKLUM AFSLÆTTI HERRAFRAKKAR Tökum upp í dag HERRAFRAKKA (hálfsíða, vatteraða). Verð kr. 595,oo VERÐANDI hf. Steinar Stöen og Birgit Wingender Harmonikuhljomleikar í Bæjarbíói, Hafnarfirði í kvöld (þriðju- dag) kl. 9. Bíóhöllinni Akranesi miðvikudag, Sel- fossbíói fimmtudag og Félagsbíói Kefla- vík föstudag. Aðgm. seldir í bíóunum. Rúðugler 2 — 3 — 4 — 5 og 6 m/m þykktir. A og B gæðaflokkar. Mars Trading Company Klapparstíg 20 sími 17373. ESAB rafsuðuþráður jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali. Verðið hagstætt. H É Ð I IM M vélaverzlun. Frá barnaskólum Hafnarfjarðar Barnaskólar Hafnarfjarðar hefjast fimmtudaginn 5. september n.k. — Nemendur mæti þann dag, sem hér segir: 9 ára börn kl. 10 árdegis. 8 ára börn kl. 11 árdegis. 7 ára börn kl. 2 síðdegis. Kennarafundur verður haldinn í skólanum mið- vikudaginn 4. september n.k. kl. 2 síðdegis. Skólastjórar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.