Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Þriðjudagur 3. sept. 1963 Hér sést hluti hins mikla mannfjölda, sem tók þátt í mannrétt indagöngunnl i Washlngton í síðustu viku. Segja Moskvusamkomulagið „auvirðilegan hégóma" Krúsjeff notfærir sér „pólitiskt lík“ Chiang Kai-Chek, segja Kínver jar Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Otbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: AðsJstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. ER OF MIKIÐ FRAMKVÆMT? Tj’ins og menn minnast var meginárásarefni stjórnar- andstæðinga á viðreisnina ár- um saman, að hún mundi leiða til samdráttar, kreppu og atvinnuleysis — var jafn- vel talað um móðuharðindi af manna völdum og annað í þeim dúrnum. Reyndin varð samt sú, að aldrei örlaði á atvinnuleysi, en hinsvegar náðist sá tilætl- aði árangur að endurreisa efnahag landsins og styrkja fjárhag þess með söfnun veru legra gjaldeyrisvarasjóða og frjálsum viðskiptaháttum. Gagnstætt því sem stjórnar andstæðingar spáðu, jókst bjartsýni manna jafnt og þétt, er þeir kynntust ávöxt- um viðreisnarinnar. Hagur almennings batnaði og fleiri og fleiri vildu hagnýta aukna fjármuni sína til fram- kvæmda, ýmist til íbúðabygg- inga eða til þátttöku í atvinnu rekstri, bátakaupa, bifreiða- kaupa o. s. frv. Framkvæmdir hafa af þess- um sökum aukizt jafnt og þétt og enginn tekur lengur alvarlega áróðurinn um það, að hér sé samdráttur og of lítið framkvæmt. Miklu frem- ur er ástæða til að menn velti því fyrir sér, hvort við förum of geyst í sakirnar. Þegar hvarvetna skortir vinnuafl og slegizt er um hvern mann, vilja. ýmsar framkvæmdir dragast úr hömlu og verða dýrari en ella. Líklega gæti því meira áunnizt, ef nokkuð yrði dregið úr þeirri spennu, sem nú er. Að þessu víkur Tíminn í ritstjórnargrein sl. sunnudag. Blaðið segir: „Menn óttast að stjórnar- stefnan leiði til sívaxandi verðbólgu og dýrtíðar og keppast því við ýmiss konar framkvæmdir og bílakaup. Allir vilja vera búnir að koma sínu á þurrt áður en meiri hækkanir verða. Það er þessi ótti við verðbólguna og þessi vantrú á stjórnina, sem veld- ur ofþenslunni nú“. Þannig hefur Tíminn ger- samlega snúið við blaðinu frá því að tala um samdráttinn og kreppuna, en talar nú um of- þenslu og getur Morgunblaðið játað, að þar eru þeir Tíma-' menn nær sannleikanum. Hinsvegar getur Morgun- blaðið minnt Tímann á það, að Viðreisnarstjórnin hefur lýst því yfir, að hún muni undir engum kringumstæðum hvika frá viðreisnarstefn- unni. Þess vegna mun hún án efa, ef nauðsyn krefur, gera ráðstafanir til að treysta efna- haginn og koma í veg fyrir frekari skerðingu krónunnar. Að vísu eru stjórnarsinnar ekki jafn svartsýnir og þeir Framsóknarmenn. Viðreisnin hefur verið treyst svo, að hún þolir það, þótt nokkur spenna sé og menn njóti góðs ár- ferðis. En frá viðreisninni verður ekki hvikað, og þess vegna verða þær. ráðstafanir gerðar á hverjum tíma, sem nauðsynlegar þykja. STEFNULAUS FLOKKUR FVamsóknarflokkurinn hef- * ur nú í mörg ár verið stefnulaust rekald, bæði í inn- anlandsmálum og utanríkis- málum, nema þá að hægt væri að kalla það stefnu að vera á móti öllum málum, sem stjórnin ber fram til sig- urs, hversu góð sem þau eru. Nú segir Tíminn, að ugg- vænlega horfi vegna þess að alltof miklar framkvæmdir séu í landinu, of mikil atvinna og of hröð uppbygging. Má vera að eitthvað sé til í þessu, þó Morgunblaðið fái ekki séð að neinn voði sé fyrir dyrum. En ef Framsóknarmenn eru svo sannfærðir um, að nauð- synlegt sé að draga úr „of- þenslunni", sem þeir svo nefna, þá er nú gott tækifæri fyrir þá að marka stefnu í efnahagsmálum. Þeir geta nú sagt, hvað það sé, sem þeir vilja að gert verði til þess að draga úr spennunrt. Slíkar tillögur frá stjórnar- andstöðunni yrðu vafalaust teknar til gaumgæfilegrar at- hugunar af stjórninni, og Framsóknarf lokkurinn mundi sýna það, að hann væri ekki algerlega ábyrgðarlaus. Morgunblaðið telur raunar, að þess verði langt að bíða, að Framsóknarflokkurinn leggi fram slíkar tillögur. Hann mun vafalaust héðan í frá eins og hingað til hafa það að meginmarkmiði að vera á móti öllu, sem stjórnin gerir, og þess vegna mundi hann ekki hætta á að leggja fram neinar skynsamlegar tillögur. Hann ætti þá á hættu að stjórnin féllist á þær, og þá væri erfitt um vik að berjast gegn ákvörðunum hennar. BJARTSÝNI Annars hafa menn yfirleitt ekki harmað það, þótt borgararnir væru bjartsýnir, Peking, 30. ágúst. — (NTB-Reuter) — MÁLGAGN kínverska kommún istaflokksins, „Alþýðudagblaðið“ í Peking réðist að leiðtogum Sovétríkjanna í dag og sakaði þá um að taka þátt í alls kyns svikasamningum til þess að tryggja framgang uppgjafar- stefnu sinar, og að sárbæna Bandaríkjamenn um frið. legðu í miklar framkvæmdir og bættu hag sinn. Hitt er rétt, að það eru tak- mörk fyrir því, hve hratt er hægt að byggja upp. Það er ekki hægt að ætlast' til þess, að ein eða tvær kynslóðir geri allt. Menn verða líka að gefa sér tóm til nauðsynlegrar hvíldar og heilbrigðrar dægra styttingar. íslendingar vinna mikið og munu halda áfram að gera það, þótt fráleitt sé að tala Blaðið segir í ritstjórnargrein að sovézkir ráðamenn hiki ekki við að svíkja skoðanabræður sína til þess að mæta þeim ósk- um Bandaríkjamanna að kín- versku ríkin verði áfram tvö, Alþýðulýðveldið Kína og For- mósa undir stjórn Þjóðernis- sinna. „Sovézku leiðtogarnir hafa fallið frá fyrri stefnu sinni varðandi Formósu og þeir hafa um „vinnuþrælkun“ og hvað það nú allt heitir á máli stjórnarandstæðinga. Launakjör eru nú með þeim hætti, að menn þurfa yfirleitt ekki að þræla til að sjá sér og sínum sæmilega far borða. Þess vegna virðist skað- laust, þótt nokkuð dragi úr eftirspurn eftir vinnuafli, og má vera, að það sé rétt álykt- að hjá Tímanum, að of mikil spenna sé að því leyti. selt hagsmuni A.-Þýzkalands fyr ir samkomulagið um tilrauna- bann“, segir blaðið. Ritstjórnar- grein þessi fjallar um mestu um andstöðu Kína við samkomulag- ið um takmarkað bann gegn kjarnorkuvopnatilraunum, sem bláðið nefnir „auvirðilegan hé- góma“. Blaðið beinir síðan skeytum sínum að Krúsjeff, forsætisráð- herra, þótt ekki sé hann til- greindur með nafni, og segir: „Úr því að maður nokkur hefur lagzt svo lágt að notfæra sér pólitískt lík Chiang Kai-Chek og klíkunnar að baki hans, verður það einmitt þessi maður, aum- ingja skepnan, sem mun iðrast þessa ,en alls ekki hin kín- verska þjóð....“ í annari grein í blaðinu í dag er ráðizt að Krúsjeff fyrir að hafa svikið Moskvu-yfirlýsing- una frá 1960, en í henni var Júgóslavía fordæmd. Er greinin byggð á opinberum tilkynning- um um fundi þeirra Krúsjeffs og Títós á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.