Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 6
6 MORGUN°i AOIÐ Fimmtudagur 5. sept. 1963 ✓ * A8ii v-þýzkra sósíal-demokrata: Ekki nóg gert til oð auka samskipti v/ð A-Evrópuríkin „Sósíal-demókratar í Vestur- I»ýzkalandi hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að fara verði inn á nýjar brautir í samskiptunum við Austur-Þjóðverja og ríkin austan járntjaldsins yfirleitt — með það fyrir augum fyrst og fremst að létta íbúum Austur- Þýzkalands lífið og aðstoða þá eftir föngum. Telur flokkurinn, að sú stjórnmálastefna, sem til þessa hefur verið fylgt í V-Þýzka landi í þesSum efnum, sé nú komin í blindgötu, ef svo mætti að orði komast“. Þannig fórust orð dr. Gerhard Walther, þingmanni sósíal-demó- krata á þinginu í Vestur-Berlín, á fundi með frétta- mönnum í gær. Dr. Walther hefur undanfarna daga dvalizt hér á landi á vegum Alþ.flokksins á- samt 3 öðrum flokksbræðrum sín um, þingmanninum Schlawe; Huller Leutloff, sem hefur á hendi skipulagsstarfsemi fyrir Willy Brandt, borgarstjóra, í kosn ingabaráttu, bæði í Berlín og annars staðar í V-Þýzkalandi — svo og Wuttke, borgarstjóra eins af borgarhlutum V-Berlínar, en sá telur u.þ.b. 160.000 íbúa. Dr. Walther, sem hafði orð fyr ir þeim, skýrði svo frá, að ný- lokið væri í Hamborg ársþingi sósíal-demokrata — og þar hefðu verið lögð fram og rædd drög að nýrri stefnuskrá. Sagði hann, að Willy Brandt, borgarstjóri V- Berlínar mynd senn skýra opinberlega frá einstökum atriðum stefnuskrárinnar á sérstökum fundi í V-Berlín. Jafnframt lagði hann á það á- herzlu, að þrátt fyrir ýmsar fyrir hugaðar breytingar, yrði haldið fast við það grundvallaratriði stefnuskrárinnar, að viðurkenna ekki stjórn A-Þýzkalands. — xxx — Dr. Walther kvað sósíal-demó- krata í V-Þýzkalandi þeirrar skoðunar, að stefna vestur-þýzku stjórnarinnar hefði til þessa ein- kennzt um of af umhugsun um eigin hagsmuni, en ekki hefði verið gert nægilega mikið til þess að auka samskipti við Austur- Evrópu þjóðirnar. Á hinn bóg- inn sagði hann, að þær tilraunir, sem Bonn-stjórnin hefði gert í þá átt, hefðu mætt andstöðu hinna kommúnísku stjórna ríkjanna. Hann kvað sósíal-demókrata því fylgjandi, að tekið yrði upp stjórnmálasamband við A-Evrópu þjóðirnar og sagði, að enn frek- ari áherzla yrði lögð á þá skoð un í nánustu framtíð. Hann benti á, að einn ráðherra v-þýzku stjórnarinnar, dr. Brazel, ráð- herra samþýzkra málefna, hefði opinberlega viðurkennt, að þessi stefna sósíal-demókrata væri rétt og heillavænleg. Þá sagði dr. Walther það mikið áhugaefni sósíal-demókrata í V- Berlín að reyna að koma á greiðara sambandi íbúanna í V- og A-Berlín og reyna að stuðla að því, að fjölskyldur, sem tvístrazt hefðu við tilkomu Berl ínarmúrsins, fengju tækifæri til að hittast. Öll viðleitni í þá átt sagði dr. Walther að hefði til þessa strandað á austur-þýzku stj órninni. Reglubundnar strand- ferðir hjá Eimskip í RÁÐI er hjá Eimskipafélaginu að taka upp reglubundnar strand ferðir. Upphaflega var m.s. „Mánafoss" ætiaður til þess að bæta þjónustuna við ströndina, þegar hann var keyptur á önd- verðu þessu ári, en vegna mikilla anna hefur skipið verið í milli- landasiglingum fram að þessu og þá aðallega annast flutninga frá útlöndum beint til hafna úti á landi. Nú hefur áætlun verið gerð um strandferðir skipsins Breiðdælir unnu Egilsstaðamenn fram til ársloka og þegar reynsla er fengin, verður frekari ákvörð un tekin um það, hvernig sigl- ingum verður hagað eftir það. Ferðir m.s. „Mánafoss", sem hefjast samkvæmt áðurnefndri áætlun hinn 19. október, verða á þriggja vikna fresti frá Reykja vík til ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akureyrar og Húsa víkur, og ef til vill fleiri hafna þ.á.m. Austfjarðahafna, ef nægur flutningur er fyrir hendi og eftir því sem aðstæður leyfa. Eimskipafélagið væntir góðra undirtekta landsmanna við þessu tillagi til bættrar þjónustu við ströndina. (Frétt frá E. 1). Laust eftir hádegi í fyrradag lentu þrír bílar í árekstri á Snorrabraut, vegna þess að ekki var nóg aðgát höfð á stefnu- ljúsum og akreinaskiptingu. Fólksbifreið ók norður Snorra- braut á vinstri akrein en önnur á eftir á miðri götu, þegar hin fyrri ætlaði að beygja upp á eyjuna milli gatnanna og gaf stefnuljós þannig. Einhvern veginn fór allt í handaskol, með þeim afleiðingum að bifreiðarnar lentu saman og önnur þeirra utan í þriðju bifreiðina, sem stóð á eyjunni. (Ljósm. G. Þ.) Happdrætti DAS í GÆR var dregið í 5. fl. Happ- drættis D.A.S. um 150 vinninga og féllu vinningar þannig: 2ja herb. íbúð Ljósheimum 22, 3. hæð (D) tilbúin undir tré- verk kom á nr. 33387 (Umb. Vestm.eyjar). 2ja herb. íbúð Ljósheimum 22, 5. hæð (E) tilbúin undir tré- verk kom á nr. 3320. Umb. Brú- arland. Taunus 12M Cardinal fólks- bifreið kom á nr. 20410 Umb. Raufarhöfn. Renault R-4 Station-bifreið kom á nr. 57756. Umb, Réttar- holt. Bifreið eftir eigin vali. Kr. 120.000,00 kom á nr. 28853. Umb. ísafjörður. Bifreið eftir eigin vali. Kr. 120.000,00 kom á mr. 28267. Umb. Aðalumboð. Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 10.000,00 hvert: 1960, 2994, 10439, 22557, 25462, 28493, 29224, 45417, 53839, 56060, Eftirtalin númer hlutu hús- búnað fyrir kr. 5.000,00 hvert: 89 2817 3503 3701 4913 5012 5093 5165 5951 7203 7237 7526 7851 8464 8939 9127 9469 9472 12096 12379 13067 13738 13884 14059 15069 15111 15369 15381 15982 17795 17864 19171 19384 19702 20011 20096 20131 20593 21026 21224 21555 21980 22435 23183 23398 24015 24693 25213 25553 25611 25645 26434 26504 26572 26964 27252 27569 28094 30610 30908 31203 34094 34372 34630 35418 35930 36165 36231 36268 36429 37403 37599 39429 39528 39820 39879 41005 42496 42609 42782 43283 43995 44118 44479 45009 45166 45307 45802 46624 47187 47509 47727 48472 48512 48563 48873 49021 49053 49356 49769 50144 51193 51567 51758 52236 52264 53110 53205 54564 55712 55732 56106 56298 56309 56314 57226 58472 58875 59120 59329 59577 59769 59772 59830 60093 60906 61020 61086 62049 62113 62123 63724 64160 64553 (Birt án ábyrgðar) Á SUNNUDAG fór fram knatt- spyrnukeppni milli Egilsstaða- manna og Breiðdalsvíkurmanna. Leikurinn fór fram í Breiðdals- vík. Breiðdælingar unnu með 5 mörkum gegn 1. — Páll. ...með kvöldkaffinu ÞEGAR ÞÉR gistið i Kaup- mannahöfn. getið bér iesið Morgunblaðið samdægurs, — með kvöldkaffinu í stórborg- inni. FAXAR Flugfélags ísiands flytja blaðið daglega C3 það er komið samdægurs í biaða- söiuturninn í aðaljámbrautar- stöðinni við Ráðhústorgið — Hovedbanegardens Aviskiosk. FÁTT er ánægjule.gra en að lesa nýtt Morgunblað, þegar verið er á ferðaiagi vtra eða dvaiizt þar. VELVAKANDA hefir borizt eftirfarandi bréf i tilefni af atburðum síðustu daga: „Kæri Velvakandi. Það er mikið um ólifnað og glæpahneigð í erlendum stór- borgum. Jafnvel heilar borgir fá á sig óorð vegna tiltölulega lítils hóps manna, sem vílir ekki fyrir sér að brjóta lög hvenær, sem honum þóknast. Og hér uppi á ísíandi þar sem allt er hvítþvegið, allir svo heiðarlegir og gestrisnir, tala menn með fyrir iitningu um óþjóðalýðinn í útlöndum. En hvers konar Chicago-lýð- ur (svo að ég noti hið hefð- bundna orðfæri) er það, sem við erum að ala upp hér? Blöðin flytja okkur fréttir dag eftir dag — af stórinnbrotum, líkamsárásum og öðru þvílíku. Unglingar og fullorðnir brjót- ast inn og stela í stórum stíl, jafnvel samkvæmt vel undirbú- inni áætlun — og ætla svo að stinga af úr landi með þýfið. Aðrir ráðast í hópum á frið- sama borgara, ræna þá fjár- munum og leika þá þannig, að þeir hinir ólánssomu telja sig góða að hafa sloppið lifandi. Og svo ráðast stráklingar og ungir menn á börn og unglings stúlkur til þess að nauðga þeim. Hvað segja menn nú um óþjóða lýðinn í erlendum milljónaborg um? • NAFNABIRTINGAR. ÞAÐ hefur oft verið deilt um það hvort birta eigi nöfn af- brotamanna eða ekki. Þetta get ur auðvitað verið matsatriði hverju sinni — en nauðsynlegt að setja þó einhverja megin- reglu til að styðjast við — og tryggja, að eitt og það sama gangi yfir alla hvað þetta snert ir. Reglan virðist mér því hafa verið sú, að birta nöfn þeirra, sem gerzt hafa sekir um verstu hugsanlega glæpi, svo sem morð. En er það samkvæmt þessari reglu, að mönnum, sem fundir eru sekir um likamsárás, er þyrmt? Vill lögregian ekki gefa upp nöfn þeirra? Ég er þeirrar skoðunar, að það sé skylda lög- reglunnar að gefa upp nöfnin og blaðanna að birta svo að al- menningur geti þá frekar varað sig á óþokkunum — og þeir ganga þá ekki á lagið með al'ls kyns óhæfuverk öruggir um það að nöfnum þeirra verði haldið leyndum, þó lögreglunni takist að hafa hendur í hári þeirra. • AÐEINS STIGSMUNUR. ÞÓ að mikill munur sé í raun- inni á líkamsárás — þar sem. fórnarlambið sleppur með heila hristing og skrámur — og morðs, þá er þetta í rauninni aðeins stigsmunur — og árás- armaðurinn getur i báðum til- fellunum verið jafnhættulegur. Það er ekki alltaf árásarmann- inum að þakka að fórnarlambið sleppur lifandi. Það sjálfsagt oft tilviljunum háð hvar þung högg árásarmannsins lenda — og hugarfarið og innrætið er það sama hvernig sem fer. í fæstum tilfellum er það sennilega ætlun árásarmanns að valda dauða. En þetta mál er nú orðið það alvarlegt, að nafnabirtingar eru eitt af fyrstu gagnráðstöfunum, sem grípa á til, í von um að á sljakki í þess- um óþjóðalýð. Það er beinlínis krafa samborgaranna. Reykvíkingur.“ BOSCH Höfum varahluti í flestar tegundir '* Bosch BOSCH startara og dynamóa. Kaupféiag Eyf., Akureyri. Veladeild gQSCH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.