Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. sept. 1963 MORC U N B LAÐIÐ 17 — Landið okkar Framh. ax bls. 13 ast hvar, en ég hef sléttað hér 10 ha og að auki 7 ha, sem sáð var í í vor. Svolítið meira er í undir- búningi og þarf að ræsa fram að nýju. Þegar ég byrjaði hafði ég um 200 f jár og 5 kýr á fóðrum, en sl. vetur 413 og 6 í fjósi. Haustið 1959 var skorið niður og fjárlaust veturinn 1959—’60, en þá um haustið voru tekin lömb inn á svæðið aftur og voru þau fengin úr InnSveit Reykhóla- sveitar, Geiradal og úr Stein- grímsfirði. Þetta fé hefur reynzt ágætlega, gott fé og afurðagott. Nokkuð af því er okkar gamli stofn. Það er hraust en virðist dálítið fóðurfrekt, en þetta er ungt fé og það þarf alltaf meira. Fjárhúsin á Stað vekja strax athygli, stór og myndarleg hús. Við höfum orð á því við Snæ- björn. — Sumarið 1960 byggði ég hlöðu og hús yfir 134 kindur og svo aftur sumarið 1961 tvö til við- bótar fyrir 268, svo að ég get nú hýst allan minn fjárstofn í þess- um nýju húsum. Ég hafði þann hátt á, að ég einangraði öll húsin og get þá RUÐUGLER 2 — 3 — 4 — 5 og 6 mm þykktir. A og B gæðaflokkar. Mars Trading Company Klapparstíg 20. — Sími 17373. Kona óskast í uppþvott og önnur í afgreiðslu. Upplýsingar í síma 19457. Umsjónarmaður óskast að barnaskó’anum Varmá, Mosfellssveit. — Upplýsingar gefur Matthías Sveinsson, sveitarstjóri sími 22060. Umsóknir berist skrifstofu sveitarstjóra, Hlégarði fyrir 10. þ.m. Sveitarstjóri Mosfellshrepps. Verkstæðisplóss óskast Viljum taka á leigu pláss undir vélaverkstæði í Reykjavík eða nágrenni. Gjörið svo vel og hringja í síma 20382 — 32480 — 32986. Bílskúrar Nokkrir bílskúrar til leigu í Miðbænum. Stórt og steypt athafnasvæði fyrir íraman. — Þeir, sem vildu sinna þessu sendi nöfn sín til afgr. Mbl. fyrir 10. sept., merkt: „5319“. íbúð oskasl 4—6 herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst. Sími 32382. ráðið hitastiginu. Ég tel að sá aukakostnaður, sem af einangrun leiddi, vinnist upp með því að minna fóður þurfi. Er mest áherzla lögð á sauð- fjárrækt hér um slóðir? — Sveitin er vel fallin til sauð- fjárræktar, en afréttarland er takmarkað. Sennilega munu bændur stefna að aukinni mjólk- urvinnslu. Mjólk hefur verið flutt í Borgarnes nokkur undan- farin ár og hefur gengið ágæt- lega. Mjólkursalan hefur verið mikil búbót fyrir okkur og allt gengið upp á við í þeim efnum. Mjólkursalan hefur aukizt ár frá ári og gera má ráð fyrir að grund völlur fyrir rekstri mjólkurbúss á Reykhólum hafi einmitt skap- azt vegna mjólkursölunnar til Borgarness. Byrjað var á bygg- ingu mjólkurbúsins 1961 og er vonast til að bað geti tekið til starfa eftir eitt eða tvö ár. Eru ekki talsverð hlunnindi hér á Reykjanesi? — Miklar hlunnindajarðir telj- ast fjórar: Staður; Árbær, Reyk- hólar og Miðhús, en lítils háttar hlunnindi eru á öllum hinum jörðunum. Á þessum fjórum jörð um er bæði vorselur og haust- selur. Vorselurinn er veiddur í net, en haustselur rotaður á skerjum. Frá alda öðli hefur meðaltal hér á Stað verið 30 selir, en minnst verið 24, þar til í vor, að aðeins fengust 12 selir. Mest hafa fengizt 47 selir. Jú, selskinn eru nú í mjög háu verði og menn nefna allt upp í 1700 kr. fyrir skinnið. Eru þá borgaðar út 1600 kr. og getur ver- ið meira, svo að þú sérð að það er vont að veiða ekki meira. I gamla daga töldu menn það eins mikið tap að missa eina urtu eins og að missa eina rollu. ?' er þetta orðið þannig, að það þarf 3 lömb til að borga eitt skinn, en var talið jafnræði áður að gam- alla manna máli. En æðarvarpið? — Æðarvarpið minnkaði fyrir fáum árum og fór niður í 26 kg. af dún á báðum bæjunum, Stað og Árbæ, en var ; kringum 40 kg. á Stað í gamla daga. Nú sargar það frá 34—38 kg. Dúnverðið er gott, um 1600 kr. kg. og hlunn- indi hafa haldizt í góðu verði. — Svartbakur spillir alltaf varpi, en örn hefur ekki gert það í langan tima. Minkur kom hér í eyjarnar í fyrravor, en við telj- um hér, að það megi alveg halda honum niðri með því að fara með góða minkahunda í varpið í byrj- un varptímans. Snæbjörn á Stað segir okkur að lokum, að Eyjabændur komi þangað oft. — Nú er verið að gera veg nið- ur að sjónum og verður mikil samgöngubót að honum fyrir Eyjabændur og Staðarbændur og þó sérstaklega fyrir ferðafólk, sem fer út í Eyjar, en talsvert er um ferðalög í þær fjórar eyjar, sem eru i byggð: Skáleyjar, Hval- látur, Svefneyjar og Flatey. Næst liggur leið okkar á hið forna höfuðból Reykhóla, og seg- ir frá heimsókn þeirri í næstu grein. H. T. 141 sjó- maður fékk frelsi Moskva, 3. september — AP TILKYNNT var í Moskvu að japanskir sjómenn sem í haldi hafa verið í Sovétríkj- unum, 141 talsins, hafi verið látnir lausir. Hermt ei að þessi ráðstöf- un sé gerð til að auka á góð tengsl Japan og Sovétríkj- anna. Sjómennirnir hafa sum ir verið í haldi í allt að tvö ár. Þeim er gefið að sök að hafa verið að fiskveiðum í sovézkri landhelgi. Þau brot hafa nú verið fyrirgefin. Biireiðir og fl. til sölu G.M.C. 10 hjóla módel ’42, ásamt ýmsum vara- hlutum. Bifreiðin selst til niðurrifs. G.M.C. 6 hjóla, módel ’41, frambyggður. Heppi- legur undir loftpressu, rafsuðuvél eða þess háttar. Chverolet Pic Up, model ’42. 2 stk. járnpallar af Reo Studebaker herbílum. 4 hjóla aftanívagn ásamt fleiru. Framanskráð er til sýnis innst á Laugarnestanga. Upplýsingar þar í síma 32480 og 20382 eftir kl. 7 e.h. 1. 2. 3. 4. 5. PÍPULAGIMIINIGAMEIMIM Óskum eftir að ráða nokkra pípulagningasveina og aðstoðarmenn. — Mestmegnis uppmælingavinna. — Upplýsingar í símum 32186 og 34235. Múrarar óskast. Mikil og góð vinna. Útihúðun o. fl. við sambýlishús. — Góð kjör. — Upplýsingar í síma 16155. Stúlka óskast til framreiðslustarfa í Kjörgarðskaffi. Upplýsingar á staðnum. Reglusnmur muður óskast Glerskurðarmaður eða handlaginn maður getur fengið atvinnu nú þegar í glerslípun vorri. Glerslípun og speglagerð Klapparstíg 16. LögresJu- og tol!þjóns- starf í Ólafsvík er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist oddvita Ölafs- víkurhrepps er gefur nánari upplýsingar. — Um- sóknarfrestur framlengist til 15. september. Hrcppsnefnd Ólafsvíkur. Vélrítun Vön stúlka óskast til vélritunar í skrifstofu hér í bænum. — Góð vinnuskilyrði. — ðátt kaup. — Tilboð merkt: „Vélritun — 5201“ sendist afgr. Mbl. fyrir 7. þ.m. Lítil 2ja herbergja íbúð óskast fyrir tvennt fullorðið. Engin börn. Upplýsingar í síma 37195. Veiðileyfi Vegna forfalla er til sölu veiðileyfi í Hrútafjarðará daganna 10., 11. og 12. september. Upplýsingar í síma 18909.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.