Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 5. sept.,1963 74 ára drengur lá snögg- klœddur úti B_eit að hefjast er hann kom fram AKUREYRI, 4. sept. — 14 ára drengur hér á Akureyri, sem verið hefur í sveit í sumar á Eyjadalsá í Bárðar- dal, strauk þaðan síðdegis í gær og lagði leið sína snögg- klæddur yfir í Fnjóskadal. Lá hann úti í nótt á fjall- inu í þoku og kalsaveðri, en kom fram í morgun heill á húfi. Um 70 manns voru að hefja leit í morgun, er dreng urinn fannst, m.a. menn úr Flugbjörgunarsveitinni á Ak- ureyri. Og flugvél var þá rétt ófarin af stað til leitar. Um kl. 4 í gær varð drengn- um eitthvað sundurorða við félaga sinn á bænum. Sást hann þá rölta upp í hlíðina fyrir ofan. Heimafólk hélt að hann hefði brugðið sér til berja og mundi koma fljótlega aftur. Um kl. 6 fór þoku að leggja í dalinn og var þ áfarið að huga að drengn- um, en þá fannst hann ekki. Heimamenn leituðu hans fram í myrkur og faðir hans, sem gert hafði verið viðvart um hvarfið, leitaði með leitarljósum í alla nótt meðfram þjóðveg- inum til Akureyrar. Snemma í morgun var Flug- björgunarsveit Akureyrar beð- in ásjár. Brást hún fljótt við og fór 11 manna flokkur undir stjórn Dúa Björnssonar austur að Eyjadalsá kl. 7,30. Annar 13 manna flokkur undir stjórn Jens Sumarliðasonar lagði upp % tínoa seinha og skyldi hefja leitina frá Hálsi í Fnjóskadal. Fleiri Akureyringar voru við- búnir að fara til leitar, ef þörf hefði verið á. Flugvél stóð til- búin á Akureyrarflugvelli og beið eftir flugtaksheimild. Þoka var á Akureyri, en henni var áð létta með morgninum fyrir austan. Rúmlega 40 mönnum úr Bárðardal og nærsveitum hafði verið stefnt heim að Eyjadalsá og voru þeir sem óðast að koma þangað á 9. tímanum, til að taka þátt í leitinnL VAR EKKI KALT Það er af dreng að segja, að hann gekk rösklega vestur á fjallið í þokunni, klæddur einni skyrtu að ofan og vitanlega nestislaus. Hvorki lét hann þoku né náttmyrkur aftra sér. Síðla nætur er hann kominn að vest- urbrún fjallsins. Finnur hann þá að klettar eru þar og tor- færur í brúninni og treysti sér ekki ofan í myrkrinu. Leggst hann þá til svefns í klettaskoru og sefur þar vært fram í birt- ingu. Kvað sér ekkert hafa verið kalt. Ræðst hann þá til niðurgöngu og gengur svo út eftir Fnjóskadal, unz hann kem ur að bænum Mörk. Þiggur hann þar hressingu og heldur svo áfram gegnum Vaglaskóg og út á þjóðveginn. Fær hann þar far með vörubíl áleiðis til Akureyrar. Um kl. 8,30 mæta leitarmenn frá Akureyri bíl þessum og sjá pilt sitja þar bísperrtan. Buðu þeir honum af nesti sínu, en hann kvaðst ekki matarþurfi og var hinn hressasti. Nú var ekið í ofboði til Akur eyrar, en annar bíll sendur aust ur í Háls til að stöðva leitar- menn þá sem voru að leggja upp þaðan. Þegar komið var með drenginn til Akureyrar var hringt þaðan til Eyjadalsár og sögð tíðindin og voru menn þá um það bil að fara þaðan til leitarinnar. Flugbjörgunarsveit Akureyr- ar hefur nú í nokkur ár sótt fast að fá litlar talsstöðvar til af- nota, en árangurslaust. Verður varla daufheyrzt við jafn sjálf- sagðri málaleitan öllu lengur.. — Sv. P. Vitni vantar Á MILLI kl. 15 og 16 í gærdag var ekið á Simca-fólksbíl á bíla stæðinu við Vonarstræti og Tjarn argötu. Skemdist bíllinn töluvert. Þeir, sem einhverjar upplýsingar gætu gefið um málið, eru vinsam legast beðnir að snúa sér til um ferðardeildar rannsóknarlögregl- unnar. Hér sitja saman Pétur Ottesen, Ingólfur Jónsson ráðherra og Þorsteinn Sigurðsson formaður B. í. — Bændaþmg Framh. af bls. 1 bú í landinu og rakti jafnframt bústærð eftir sýslum. Næst ræddi Sverrir lánaþörf landbúnaðarins, fyrst og fremst þörfina fyrir lánasjóði til jarða- og bústofnskaupa. Benti hann á nauðsyn stofnunar bústofnslána- deildar. Þá skýrði hann frá hvernig rafvæðing sveitanna stæði nú. Að lokum lagði hann fram svofellda till. frá stjórninni: ,A-ðalfundur Stéttarsambands bænda 1963 felur stjórn Sam- bandsins að fara þess á leit við Búnaðarfélag íslands, að það á- samt Stéttarsambandi bænda geri athugun á ástandi íslenzks landbúnaðar með það fyrir aug um, að þessi félagssamtök geri heildaráætlun um framtíðar Utför Braques gerð í gær Varengeville, Frakklandi, 4. september. -NTB). I DAG var útför franska list málarans Georges Braque gerð frá bænum Varenge- ville í Normandie, en þar átti listamaðurinn heima um margra ára skeið og þar mál- aði hann margar af sínum fegurstu myndum. Braque var 81 árs er hann lézt í lok síðustu viku. Útförin var gerð frá þorps kirkjunni, sem byggð var á 12. öld, en gluggaskreytingar kirkjunnar eru eftir Braque. Minningarathöfn um Braque var haldin í Louvre safninu í París á þriðjudag, og flutti Andre Malraux menntamála- ráðherra ávarp við það tæki færi. Fylgdi ráðherrann kist- unni þegar hún var flutt frá París í nótt og var viðstadd- ur útförina í Varengeville. Seð yfir íundarsalinn. Sæmundur Frióriksson 1 ramnvæmdastjori ílyiur og skyrir reikninga. Tvö slys í umferðinni SÍÐDEGIS í gær varð það slys á Suðurlandsbraut að drengur á hjóli varð fyrir bíl og slasaðist. Nánari atvik voru þau að tveir drengir komu á hjólum niður Grensásveg og hjóluðu yfir Suð urlandsbrautina. Af Suðurlands- braut bar að bíl og segist öku- maðurinn hafa séð til ferða drengjanna yfir götuna en talið óhætt að aka framhjá, beygði annar drengjanna út á götuna. Reyndi ökumaðurinn að beygja snögglega frá og setti bílinn útaf, en ekki tókst að forða slysi. Drengurinn varð fyrir vinstra framhorni bílsins og féll í göt- una. Var hann fluttur í slysa- varðstofuna. Meiddur var hann á höfði en meiðslin munu ekki talin alvarlegs eðlis. Drengur- inn heitir Valdemar Þórhallsson, Hvassaleiti 105, 7 ára gamall. Laust eftir kl. 5 í gær varð einnig slys á Njálsgötu. Þar hljóp 5 ára drengur, Bjarni Geir Guðbjartsson, Njálsgötu 13, út á götuna móts við húsið nr. 5 Varð hann fyrir bíl, og féll í göt una við höggið. Hlaut hann skrámur nokkrar, en var að öðru leyti lítt meiddur. skipulag um búvöru framleiðslu á fslandi, og framtíðarskipulag íslenzkra búnaðarmála yfirleitt. Athugun þessi nái yfir öll svið búnaðarmálanna. Skal með henni fást samanburður á opinberri áð stoð við landbúnaðinn hér á landi og því sem gerist með viðskiptaþjóðum okkar, svo um það fáist upplýsingar hvaða á- hrif mismunur í opinberri aðstoð hefur á markaðsaðstöðu íslenzks landbúnaðar á erlendum mörk uðum. Einnig skal gerður samanburð ur á verði landbúnaðarafurða pr. hverja vörueiningu og fyrirkomu lag þeirra mála. Með þessum at- hugunum skal leitt í ljós hvort landbúnaðarframleiðsla hérlend- is skuli miðast við þarfir þjóðar innar eða vera jafnframt til út- Atta sækja um yfirlæknisembætti Borgarsjúkrahússins HINN 1. september rann út um- sóknarfrestur um stöður yfir- lækna við handlækninga- og röntgendeildir Borgarsjúkrahúss- ins nýja, svo og um stöður for- stöðu- og matráðskvenna. — Um stöðu yfirlæknis handlækn- ingadeildar sóttu eftirtaldir læknar: Andrés Ásmundsson, læknir á Hvitaöandinu, Einar Eiríksson, læknir í Svíþjóð, dr. med. Friðrik Einarsson, yfir- læknir á Landspítalanum, Jón K. Jóhannsson, sjúkrahússlæknir í Keflavík, Magnús Bl. Bjarna- son og Þórarinn Guðnason, lækn- ir á Hvítabandinu. Um stöðu yfirlæknis röntgen- deildar sóttu þeir Ásmundur Brekkan, yfirlæknir á Lands- spítalanum og Ólafux Jóhanns- son, yfirlæknir á Landakotsspít- ala. Ein umsókn barst um stöðu forstöðukonu. Um hana sótti Sigurlín Gunnarsdóttir, aðstoðar- forstöðukona á Landsspítalanum. Elínbong Finnbogadóttir, mat- ráðskona á Bæjarspítalanum sótti um stöðu matráðskonu Borgarsjúkrahússins. Óvíst er hvenær hinar nýju stöður verða veittar, en þegar því er lokið, munu yfirlæknarn- ir vera ráðgjafandi um tækja- kaup og annan útbúnað hins nýja sjúkrahúss. flutnings. Þá skal gerð athugun á þvt hver sé hlutur þeirra er landbún að stunda úr heildarframleiðslu þjóðarinnar, svo upplýsingar fá- ist um það, hver sé hin efnahags lega aðstaða landbúnaðarms gagnvart öðrum atvinnuvegum. Aðalfundur Stéttarsambands bænda felur Sambandsstjórninni að kjósa 3 menn er vinni væntan lega með jafn mörgum mönnum frá Búnaðarfélagi íslands að þessu máli. Nefndinni skal heimilt að ráða starfsmann eftir því sem hún tel ur þörf“. Að síðustu kvað formaður það von sína að þessi aðalfundur mætti vel farnast. Sæmundur Friðriksson fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands- ins lagði fram reikninga þess og Bændahallarinnar. Niðurstöður rekstrarreiknings sambandsins er 2 millj. 146 þús. og efnahags- reiknings 8 millj. 620 þús. í Bændahöllina hafa nú verið lagðar rúmar 100 milljónir króna og er þó nokkuð eftir ó- gert af henni m. a. innrétting heillar þæðar. Framlag bænda- samtakanna til byggingar nem- ur til þessa 34% milljón króna. Er gert ráð fyrir að til lúkningar byggingarinnar þurfi 15—20 milljónir króna. Þá gat framkvæmdastjórinn nokkuð um rekstur hótelsins. Rekstrarhagnaður á hótelinu nam fyrri helming þessa árs, þótt salir og tvær hæðir kæmu ekki til nota fyrr en í byrjun marz, tæpum 3 milljónum, sem getur reiknast húsaleiga fyrir hótelið. Að loknum ræðum formanna og framkvæmdastjóra hófust miklar umræður og snérust fyrst og fremst um verðlagsgrundvöll inn. Töldu allmargir að ekki hefði verið rétt að semja um grundvöllinn í fyrra heldur hefði átt að láta gerðardóm ákveða hann. Einnig voru fram sett ámæli á hendur stjórn, fram leiðsluráðs og fulltrúa í sex- mannanefnd af nokkrum fulltrú anna. Þá kom fram óánægja með hlut sauðfjárbænda í verðlag- inu. Öllu þessu svöruðu þeir Ein- ar Ólafsson í Lækjarhvammi og Sveinn Tryggvason framkvæmda stjóri framleiðsluráðs skilmerki lega, og kváðu bændur hafa hagnast á samkomulaginu I fyrra um a.m.k. 20 milljónir króna, umfram það sem þeir hefðu fengið með úrskurði yfir* dóms. Tuttugu ræðúr voru fluttar á fundinum í gær og lauk fundi ekki fyrr en klukkan rúmlega 8 í gærkvöldi með því að erind* reki Stéttarsambands bænda. Kristján Karlsson, las tillögur sem borizt hefðu fundinum til afgreiðslu. Síðan var kjörið I nefndir og störfuðu þær í gær- kvöldi og eiga að starfa fyrir hádegi í dag, en fundur hefst á ný kl. 13,30 í dag, og er ætlað að ljúka þingi í kvöld. Allmargt gesta sat fundinn, svo sem landbúnaðarráðherríi, Ingólfur Jónsson, formaður Bún aðarfélags íslands, Dagsbrúnar, forstjórar sölutyrirtækja bænda og ýmsir framámenn um land- búnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.