Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. sept. 1963 MORGUNBLADIÐ 11 X. Ottó Sigurðsson frá Reykjavík með góðan vin sinn. — Eru þau óþekk, kemur þeim illa saman, leiðist þeim? spyr ég, en veit reyndar svarið fyrirfram: Hér er svo heillegur heimilissvipur á öllu, eins og hjá stórri og góðri fjölskyldu að allt hlýtur að ganga vel. Afi og amma verka þannig á umhverfið. — Ekki óþekk. Samkomu- lagið ágætt og varla hægt að nefna leiðindi. Það tekur þau að vísu nokkra daga að sam samast hvert öðru og umhverf inu, þegar þau koma fyrst. Aðeins eitt þeirra skældi lítils háttar fyrsta kvöldið, en aldrei síðan. Það er svo mik ið gott í þeim. Mikið meira gott en illt, næstum allt gott, annars væri þetta ekki gam- an. — Þetta er einskonar skóli hjá ykkur. Ekki látið þið þó lesa Faðirvorið, og hvernig er með aðra siði, borðsiði og þess háttar? — Faðirvorið? Jú, vissu- lega. Eg sef úti á Herrasetr- inu með strákunum. Við les um alltaf Faðirvorið á kvöld- in áður en við förum að sofa. Við lesum það í kór, og bless unarorðin á eftir og signum okkur. Konan les með þeim hér í Kvennabúrinu. Hún les víst meira, fallegar bænir og þessháttar. Eg er nú linari við það. En börn hafa gott af öllu sem er fallegt. Svo er bannað að blóta. Það er stund um erfitt. En það er bannað Það leynir sér ekki að heimilið er mannmargt. og það er ekki gert. Þetta eru svo ágæt börn. Eg væri til með að eiga þau allflest. — Ætli sami háttur sé hafð ur á alls staðar á barnaheim ilum? — Veit það ekki, En sann- ast að segja skil ég ekki alveg þá foreldra sem þora að senda lítil börn sín til mín eða ann arra ókunnugra. Það er tölu verð dirfska. En við reynum að gera okkar bezta. Þau hafa alltaf þögn við borðið á mat málstímum og þau reyna að vera prúð. Þau reyna það öll, en samt eru þau glöð og kát. Þau fá sum smáviðurkenningu fyrir góða hegðun og fram- komu. Það gleður þau. Það er alltaf gaman að hafa að ein- hverju að keppa. — Já, góðir siðir bæta manninn. — Rétt er það. Eg gleymdi því áðan með signinguna. Það er slæmt ef hún fellur niður. Eg signi mig alltaf á morgn- ana. Eg gerði það meira að segja í miðri Kaupmannahöfn úti fyrir Kongen av Danmark — lét mig hafa það. Og ég held áfram að spyrja og forvitnast meðan við göng um út úr Kvennabúrinu og gegnum trjágarðinn sunnan við íbúðarhúsið. Hann er stór. Sjálfsagt sá stærsti í Skaga- firði. Elztu trén eru 30 ára gömul. Sum bera sérstök nöfn: Forsetinn, Frúin, Amma — þau eru elzt. Svo eru önnur, sem bera nöfn dýra, sem und ir þeim eru heigð: Snati, Jarpur. — Þetta var uppáhaldshest ur, og Snati var vithundur. Trén eru gróðursett á leiðum þeirra, og þessir gömlu vinir mínir fóstra trén sín vel. Þú sérð að ég er hérna í góðum félagsskap, segir Guðmundur og sýnir mér Herrasetrið, sem er einstakt hús í miðjum garð inum. Þar eru nokkrir strák- ar að fara í betri buxurnar. — Og svo greiðið þið ykk ur auðvitað og burstið tenn- urnar, segi ég. — Greiða, uss. Það veit ég ekki, svarar eínhver. En stelp urnar voru að túbera sig, þær eru svo montnar. Og það gæt ir nokkurrar fyrirlitningar í röddmni. Ulöf Erla „túberar“ sig. Þegar ég spyr hvort ekki sé hægt að hafa gagn af svona stórum barnahóp, er mér tjáð að það sé að vísu ekki mikið — en elztu strákarnir geta snúið. Það eru anzi mannaleg ir strákar. Stundum eru hestarnir sótt ir og allir fá að koma á bak. Þá er teymt undir þeim minnstu. En þau eru fljót að venjast við. Seinni hluta sum arsins er berjamóinn helzta draumalandið. Og þau eru far in að þekkja landareignina. Enda sum búin að vera frá júníbyrjun og nú er ágúst að kveðja. Þau koma og fara eins og farfuglarnir. ' h ■■ Guðrún Ólafsdóttir var í rúminu en undi sér vel við lestur — Hlakkið þið ekki til að fara heim? — Og margar raddir svara í einu og öll á einn veg: Auðvitað vilja þau öll fara heim, en helzt ekki fyrr en seinna, ekki fyrr en eftir réttir. — Eg vil ekkert fara strax. Eg ætla að fela mig. — Eg ætla að hlaupa upp á Sel. — Eg ætla að skríða undir rúm. En það er vorgleði í rödd inni, þó haustmörk sjáist á jörðu og bráðum fari að skyggja. Eiður af Seltjarnarnesinu, sem er 11 ára segir mér að kýrnar á Egilsá mjólki vel, allar sumarbærar, og krakk- arnir fái mikla mjólk. — Svo er hálffullorðin kvíga og hálffullorðið naut og kálfur sem heitir Búkolla. Svo var ég í Dýrafirði í fyrra. Þar fór ég í réttirnar. Anna-María er heimabarn- ið. Hún er bara 7 ára. Hún segist kvíða dálítið fyrir þeg- ar krakkarnir fari. En stelp urnar ætli að skrifa sér í vet ur. Ragnheiður úr Sporða- grunni segir að það sé mest gaman að fara á berjamó — og hestbak. Segist ekkert vera hrædd við kýrnar og hafa dott ið einu sinni af baki af Grána. — Skældir? — Nei, en Gunnhildur skældi, þegar hún datt. Svo í gær þegar við vorum á berja mó og þokan kom, þá hlupum við öll heim. Afi hafði sagt okkur það, en tveir strákar urðu eftir. Það átti að fara að leita að þeim en þá komu þeir báðir. Þeir voru víst hræddir, en þeir vilja ekki segja það. — Og meðan við þiggjum rausnarlegar veitingar heldur spjallið áfram, og ég undrast með sjálfum mér hvernig ein yrkjabóndi. hefur tíma til að rita 7 bækur á fáum árum og reka barnaheimili yfir sum- arið við erfiðar aðstæður að mörgu leyti. — Erfiðast, spyrðu? segir Guðmundur og brosir. Það getur margt verið erfitt, ef maður lítur hlutina frá því sjónarmiði. En það er raf- magnsleysið sem er bölvaðast. Við þurfum að fá rafmagn — strax. Það er komið að Silfra stöðum. En í Norðurárdalnum er ekkert og ekkert á Kjálkan um. Það er fráleitt. Rafmagn verðum við að fá. En nú skul uð þið syngja fyrir gestina, krakkar. Þeim finnst gaman að syngja. Þegar presturinn kemur syngja þau fyrir hann. Mest finnst þeim gaman þeg ar prestur kann ekki það sem þau syngja. Og nú hefst fjöldasöngur á ganginum: „Hver hefur skapað blómin björt?“ — Guð í himninum, svara þau sjálfum sér og halda á- fram, og Guðmundur bætir við um leið og hann horfir út í garðinn sinn: — Maður þarf alltaf að geyma eitthvað innra með sér af því góða og fallega, sem maður kemst í snertingu við yfir sumarið, þá verður vetur inn ekki eins lengi að líða. Og börnin veifa af tröppun um, þegar við förum. — Bj. D. : ÞAÐ var ekki ýkja Oft sem Petrosjan beitti skarpri tafl- mennsku á skákmótinu í Los Angeles. Þó var það í níunúu umferð er hann mætti Gligoric í annað skiptið, að hann gekk djarflega til verks og tefldi skemmtilega frá upphafi til enda. Hvítt: T. Petrosjan Svart: S. Gligoric Kóngsindversk vörn 1. d4, g6; 2. c4, Rf6; 3. Rc3, B,g7; 4. e4, d6; 5. f3, 0-0; >>. Rge2 Petrosjan leikur þessum leik nær í hvert skipti er hann teflir þetta afbrigði. 6. — c5 7. d5 e6 Einnig er hægt að leika 7. — e5, og þá er komið upp afbrigði af Samiseh sem mikið var teflt fyrir 5—6 árum. 8. Bg5 h6 9. Be3 exd5 10. cxd5 Það væri vitaskuld kraftminna a" leika 10. exd5. He8; 11. Dd2, Kh7 og svartur hefur enga telj- andi erfiðleika við að etja i byrjuninni. 10. — b6 Það er mjög erfitt að segja um það með nokkurri vissu hvaða leið er bezt fyrir svart í þessari stöðu, en aðrir leikir sem komu til greina eru: 10. — Ra6, ásamt Rc7 og a6 og b5. Eða einfaldlega 10. — Rbd7. 11. g4 h5 Ekki verra en hvað annað. 12. g5 Eftir 12. h3, Rh7 ásamt h4 eru sóknarmöguleikar hvíts strand- aðir, og svartur hefur betri stöðu, þar sem möguleikar hans á drottningarvæng eru mun meiri en hvíts. 12. — Rfd7 Þessi riddari átti e. t. v. betur heima á e8, og reyna þá að svara 13. f4 með f5, t. d. 14. gxf6, Rxf6; 15. h3, De8; 16. Bg2, Ba6; 17. a4, b5! og staðan er flókin og spænn- andi. 13. f4 Ba6 14. a4! _ Bc4 Dýrmætt leiktap, en Rb8 á enga reiti! 15. Bh3! Þarna er biskupinn atkvæða- mestur, en ekki á g2 eins og margur hefði haldið. 15. — He8<?) Sjálfsagt virðist að hraða sér á vettvang með RbS og leika 15. — Rba6. 16. 0-0 Hér býður Petrosjan upp á peð, með 16. — Bxe2. 17. Dxe2, Bxc3; 18. bxc3, Hxe4. Eftir 19. Bg2, He8; 20. Hael ásamt f5 hefur hvítur ágæta möguleika fyrir peðið. 16. — Ra6 17. e5! Afar óþægilegur leikur. Þegar við höfum athugac nokkur af- brigði eftir 17. — dxe5 þá skilj- um við afstöðu Gligoric. 18. f5! (hótar fxg6 Be6f og Hf7) Ef 18. — Rf8 þá 19. f6 og Bh8 hef- ur verið kviksettur. Þessvegna er tæpast nema eitt svar við 18. f5! sem sé 18. — gxf5; .9. Bxf5, Rf8 (Hindrar g6) 20. Rg3!,. Bxfl; 21. Dxfl, Rb4; 22. Hdl! og hvítur vinnur á sókn með Rxh5 og Re4 ásamt Rf6f eða Dh3 i kjölfarið. 17. — Rxe5 18. fxe5 Bxe5 1C. Hf3 Rc7 20. Dd2 De7 21. Bg2 a6 22. Hbl b5 23. axb5 axb5 24. b3 Bxe2 25. Rxe2 b4 vinna svona skák < ungis“ teknisk kunnátta en af nenni hefur heimsmeistarinn nóg. Ekki er þó rétt -ð segja að „tæknin“ sem staðan útheimtir sé beinlínis kunnátta, heldur er Franxh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.