Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmíudagur 5. sept. 1963
William Drummond: MARTRÖÐ
23
tveim pillum stungið upp í munn
inn á henni og svo kom vatnsglas,
en hún spýtti öllu saman út úr
sér. Og skozka röddin sagði: —
Nú voruð þér óþægar, frú mín
góð. Mjög óþægar. Og svo sagði
hann eitthvað við hin tvö og hún
tók að brjótast um og æpa.
Hún sá, að Tony laut yfir hana
og tók föstu taki um báða úlnliði
hennar, en hrukkótt andlit Beu,
líkast öldungsandliti, var alveg
hjá henni og sagði: — Góða Katr-
ín mín, hafðu engar áhyggjur,
um leið og hún lagði höndina yf-
ir munninn á Kit.
Kit beit saman tönnunum. Hún
fann höndina á Beu milli tann-
anna og heyrði hana æpa upp af
sársauka, fann blóðið í munni sér.
En hún fann hinsvegar ekki þeg-
ar sprautunálinni var stungið í
hana, heldur aðeins greip hana
einhver gleymska — og síðan
vissi hún ekki af sér.
19. kafli.
Kit var ringluð næsta morgun,
þegar Tony kom til hennar með
morgunverðarbakkann. — Hún
mundi ekki fyrir víst, hvað gerzt
hafði, en vildi ekki láta á því
bera eða tala af sér. Tony laut
niður og kyssti hana á ennið. —
Hvernig líður þér, elskan?
■— Förum við ekki? sagði hún.
•— f kvöld?
Hann stakk hendi í vasann og
dró upp flugfarmiða. — Það skal
að minnsta kosti ekki vera mér
að kenna ef ekki verður úr því!
Hún leit nú á matarbakkann,
greipaldinsafann, brennt brauðið,
aldinmauk, en ekkert smjör. En
hún gerði sér ekki almennilega
]jóst, að sér væri ætlað að borða
þetta. — Hvað skeði í gærkvöldi?
Ég man það ekki almennilega.
Hann klappaði á höndina á
henni. — Hafðu engar áhyggjur,
Kisa. Þetta verður líklega allt í
]agi.
— Hvað áttu við með líklega?
— Við urðum að kalla á hann
MacPherson í gærkvöldi. Þú
varst talsvert slæm, eins og þú
veizt. Hann kemur með einn
stéttarbróður sinn með sér núna.
Hún brauzt einhvernveginn
gegnum þokuna af deyfilyfinu.
— Ætlarðu nú að fara að fresta
þessu enn?
— Þetta er ósanngjarnt af þér.
Þú verður að taka það aftur.
Hún starði á matarbakkann.
Hún fór að muna, að hún hafði
6treitzt á móti og spýtt út úr sér
pillunum. Það var blettur á lak-
inu.
— Ég verð að fá svar áður en
ég fer, sagði hann. Ég á heimt-
ingu á því.
Hún drakk safann í einum
teyg og hann var hressandi og ís-
kaldur og hressti hana við í bili.
«— Ég er fegin, að þú skulir þurfa
að fara í skrifstofuna. Þú hefur
ill árif á mig. Mjög slæm, finnst
mér.
— Bea kemur klukkan tíu,
sagði hann. — Þú treystir henni
að minnsta kosti. Og Nora
hringdi. Hún er orðin betri. Ég
ætla ekki að fara fyrr en hún er
komin. Ég vil, að einhver sé hjá
þér allan tímann.
Hún fann til þakklátssemi. —
Þú átt við, að þú trúir mér?
— Ég tel, að þú eigir ekki að
vera ein, eins og nú er ásatt.
Hann lofaði henni að neyta
morgunverðarins, en kom svo
upp á hverjum fimm mínútum til
þess að vita, hvort allt væri í lagi.
En hún sagði, að sér liði ekki vel.
Hún var svo ringluð af lyfinu, að
hún treysti sér alls ekki við morg
unverðinn, þetta hræðilega rusl,
sem hann hafði Búið út handa
henni. Hún setti því bakkann á
borðið og fór að sofa aftur.
Seinna vaknaði hún og sá þá,
að Nora gægðist inn. — Fyrirgef-
ið ef ég ónáða yður, frú, sagði
hún.
Hún hresstist talsvert við að
sjá Noru gömlu. — Komdu inn,
sagði hún. — Er hann farinn?
— Eigið þér við hr. Newton,
frú? Hann fór fyrir meira en
klukkutíma, og sagði mér að
vekja yður ekki. En vilduð þér
ekki fá tebolla?
— Jú, það þætti mér gott, sagði
Kit. Þegar hún sá andlitið á Noru
útslitið eins og - gamlan skinn-
hanzka, varð hún glaðvakandi. —
Fékkstu peningana?
— Já, og guð blessi yður fyrir
þá. Það er farið að sjóða á katl-
inum. Ég kem strax með það.
En það varð nú ekki alveg
strax. Tíu mínútur liðu, áður en
Nora kom upp með tvö soðin
egg, fullan disk af smurðu brauði,
eins og Kit vildi helzt hafa það,
og sterkt te. Nora hafði líka kom-
ið með bolla handa sjálfri sér og
settist nú niður til að drekka úr
h.onum. —■ Mig langar til að segja
yður frá Malcolm, frú sagði hún.
— Það var skrítið. Hann kom
heim þarna um kvöldið fokvond-
ur við hr. Newton. Alveg brjál-
aður. Já, hann er nú svo stoltur,
hann Malcolm. En svo er hann
búinn að fá vinnu sem sölumað-
ur. Ferðast um. Hann er með
bætiefni . . . hvað sem það nú
kann að vera. En hann hefur eig-
in bíl. Og kann svo ágætlega við
sig.
Kit var nokkurnveginn sama,
hvernig Malcolm kynni við eitt
eða annað. En hún hresstist við
það eitt að heyra Noru tala. Þeg-
ar Bea kom, var hún í þann veg-
inn að fara í bað.
Segðu frú de Witt að bíða niðri
og gefðu henni kaffi.
Þegar Kit var komin í baðið,
lét hún renna meira og meira af
köldu vatni í kerið, þangað til
loksins hún varð að fara upp úr
því og þurrka sér.
— Ertu nú viss um, að þú hafir
gott af að fara á fætur, elskan?
sagði Bea, þegar Kit kom niður.
— Ég býst við, að læknarnir
vildu heldur tala við þig í rúm-
inu.
— Það kann vel að vera, en er
þetta sett á svið þeirra vegna eða
mín? Hún var ennþá dálítið þoku
kennd eftir deyfilyfin, en ekki
lengur æst á taugum. í staðinn
var kominn kaldur ásetningur
hennar að sleppa burt frá Gros-
vernortorginu strax í kvöld. Hún
var sannfærð um, að annars
kæmist hún þaðan aldrei nema
þá í sjúkrabíl eða líkvagni.
Skozka lækninum MacPherson
þótti fyrir því að finna sjúkling
sinn á fótum, af því að hann
hafði fengið taugasérfræðing,
sem hann kynnti sem dr. Garver,
til að fara með sér í heimsókn, á
þeirri forsendu, að sjúklingurinn
mætti ekki hreyfa sig. — Ef ég
hefði vitað, að þér voruð svona
hress, sagði dr. Garver, — hefði
ég beðið yður að koma heldur í
stofuna til mín, af því ég hef svo
mikið af ómeðfærilegum áhöld-
um.
— Ég verð þá að afsaka fyrir
hönd mannsins míns, ef ég fer til
þess á annað borð, sagði Kit.
Garver varð hissa á svipinn.
— Honúm mundi finnast betra
ef eitthvað væri að mér.
— Mér finnst þetta nú ekki
sanngjarnt hjá þér, Katrín, sagði
Bea frænka, sem hafði komið
upp til þess að vera við rann-
sóknina.
— Fyrirgerðu, Bea, sagði Kit,
sem var eins og nú fyrst að taka
eftir nærveru hennar. — Ekki
vildirðu nú víst bíða okkar niðri?
— Velkomið, sagði Bea, dálítið
snefsin. — Mér dytti ekki í hug
að vera að troða mér að þar sem
mér er ofaukið.
Kit hefði getað sagt eitthvað til
að milda hana. En hún gat ekki
fyrirgefið, að minnsta kosti ekki
í bili, þessi svik, sem fengu gömlu
konuna til að trúa því, að hún
væri að hafa uppi einhverjar ill-
kvittnislegar blekkingar.
Þegar frænka var farin, lagði
Kit sig í líma að hrífa læknana
tvo, og það tókst svo vel, að hálf-
tíma síðar klappaði Garver lækn-
ir henni á öxlina og sagði: — Má
ég óska yður til hamingju, frú
Newton. Þér eruð hraust á taug-
unum, svo að ekki verður á betra
kosið. Ef þér vilduð koma í stof-
una til mín, get ég gert heila
runu af öðrum tilraunum, sem
geta eytt tíma fyrir yður og pen-
ingum fyrir manninum yðar, til
þess að segja yður það sama. En
þó að það sé kannski ábati fyrir
mig, sé ég ekki, að þér getið haft
nokkurt gagn af því.
— Það er þá ekkert því til fyr-
irstöðu, að við getum farið til
Feneyja í kvöld?
— Ekki taugarnar, að minnsta
kosti. En nú sneri Garver sér að
MacPherson. — Ég veit ekki,
hvort MacPherson læknir telur,
að. . . .
Þau sneru sér nú bæði að Skot-
anum, sem hugsaði sig um andar-
tak. — Þegar ég kom til yðar í
gærkvöldi, frú Newton, voruð
þér, ef ég mætti svo segja, í allt
öðru tilfinningaástandi en nú.
— Já, ég var æst, sagði Kit. —
Það er í fyrsta skipli á ævinni,
sem ég hef þotið svona upp. En
auðvitað var það móðursýkiskast
skal ég játa.
— Hr. Newton og frænka yðar
segja mér, að síðustu vikurnar
hafið þér orðið fyrir einhverj-
um....
— Já, það sem ég hef orðið fyr-
ir, er ég sannfærð um, að er raun
verulegt, en af einhverjum ástæð
um halda þau hin, að það sé of-
skynjun eða ímyndun. Með tals-
verðri fyrirhöfn tókst Kit að
stilla röddina í sér, svo að hún
gat talað, án þesS að gremju yrði
vart í henni. — Það er ekki nema
satt.
— Og þér trúið því, að ef þið
farið til Feneyja, þá muni þessi
ásókn hætta?
— Ef hún gerir það ekki, skal
ég fallast á, að Tony hafi rétt
fyrir sér, sagði Kit. — Og ef svo
reynist, skal ég verða manna
fyrst til að leita mér lækninga.
Hún leit á þá á víxl. — Ég veit
ekki, hvort þið .herrarnir gerið
ykkur ljóst, hvað ég hef orðið að
þola. En það, sem olli þessum
móðursýkiskasti mínu, var morð-
hótun. Og svo trúðu þeir sem ég
trúði helzt, því ekki að þetta væri
neitt.
Meðan Kit var að segja þetta,
fann hún, að hún var að verða
reið og brýndi röddina. Þetta
hafði verið heimskulegt af henni
að fara að útskýra þetta. Hún sá,
að læknarnir litu hvor á annan.
En Garver sagði: — Ég held, að
þetta sé hyggilegt af yður, frú
Newton. Setjum svo, að þér þarfn
ist sálrænnar lækningar, eða bara
rannsóknar — sem ég er þó alls
ekki að gefa í skyn — þá væri
það alveg árangurslaust, ef þér
vilduð ekki hjálpa til sjálf. Hann
sneri sér að MacPherson. — Það
kann að vera, að Feneyjaferðin
dugi við þessu. Og ef ekki það,
þá er frúin fús til að leita sjálf
til geðlæknis.
MacPherson kinkaði kolli. —
Það væri líklega það bezta.
SllUtvarpiö
Fimmtudagur 5. september
8.00 Morgunútvarp (Bæn — 80.5 Tón
leikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón
leikar — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádeglsútvarp (Tónleikar —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.00 ,,Á frívaktinni", sjómannaþátt-
ur (Eydís Eyþórsdóttir).
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
— Tónleikar — T6 30 Veðurfr.
— Tónleikar — 17.00 Fréttir —
Tónleikar).
18.30 Danshljómsveitir ieika — 18.50
Tilkynningar — 19.20 Veðufr.
19.30 Fréttir.
20.00 Sinfónía nr. 85 í B-dúr eftir
Haydn. La Suisse Romande hljóm
sveitin leikur. Ernest Anserment
stjórnar.
20.25 Erindi: „Spartacus*4 (Jón R.
Hjálmarsson skólastjóri).
20.45 Irmgard Seefried og Dietrich
Fischer-Diskau, Pierette Alarie
og Leopold Simoneau syngja ást
ardúetta úr óperum.
21.15 Raddir skálda: Úr verkum Kára
Tryggvasonar, og Páls H. Jón6-
sonar. (Ingólfur Kristjánsson rit
höf. sér um þáttinn).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Dularilmur'* eftir
Kelley Roos; XI (Halldóra Gunn
arsdóttir).
22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árnason),
23.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 6. september.
8.00 Morgunútvarp (Bæn — 80.5 Tón
leikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón
leikar — 10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar —
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp (Fréttii og tilk.
— Tónleikar — 10.30 Veðurfr.
— Tónleikar — 17.00 Fréttir —
Endurtekið tónlistarefni).
18.30 Harmonikulög — 18.50 Tilkynn-
ingar — 19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds
son og Tomas Karjsson).
20.30 Monique Haas leikur á píahó pre
lúdíur eftir Debussy
20.50 Erindi: Um innflutmng plantna
og fræöflun (Hákon Bjarnason
skógræktarst j óri).
21.10 Frá tónlistarhátiðinni 1 Schwetz-
ingen i mai sl.: Divertimento
fyrir strengjasveit eftir Josef
Starzer. — Kammerhljómsveitin
í Munchen leikur. Stjórnandi;
Hans Stadlmair.
21:30 Utvarpssagan: „Herfjötur" eftir
Dagmar Edquist X (Guðjón Guð
jónsson).
22.00 Frettir og veðurfregnii.
22.10 Kvöldsagan: „Duianlmur" eftir
Kelley Ross; XII (Halidóra
Gunnarsdóttir).
22.30 Menn og músik: X þáttur.
Mendelssohn. (Olafur Ragnar
KALLI KÚREKI —~*~
Teiknari; FRED HARMAN
Grímsson).
23.15 Dagskrárlok.
5cED, I'r\ GO|N3'OVER.TO muleshoe
FOR. TH’ LICErtSE f IF I &ET IT IM TOMO,
TH' BOYS'LL 5TAKT MAK.IN5’ SM ART
eemak<s--‘ao’ firstt.hia'&you
I'LL &IT |s! A FI&HT/ j
/ NOW YOU’EE USIN' YOUR. ^ HEAD' YOUGOOMTOMULESrtOE A AN' l'LL &OTO PA&OSA SPEII0&5/ ( HE'S ACTUALLY HAPPY ABOUT TH' WHOLE.1 \ THIMS-/ THAT WIDOW’S EITHER. &OT HíM 1 HYPMOTIZED oe SHES BEEM FEEDIM' aiM i LOCO WEED.* 1 S-OTTA FIS-uRE SOME WAY / Lt'&£T HIM OUTATHIS BUT HOW?.* ./
— Kalli, ég ætla að fara að Minni-
borg og ná í leyfið. Ef ég tek ]^ð
út í bænum verða strákarnir strax
með einhver spaugsyrði . . . og áður
en þú veizt af verð ég lentur í slags-
málum.
— Loksins segir þú eitthvað af
viti. Þú ferð að Minniborg og ég fer
á meðan í bæinn til að undirbúa
klerkinn.
— Svei mér ef hann er ekki ánægð
ur með alian gang malanna. Þessi
ekkja- hefur annaðhvort dáleitt hann
eða gefið honum inn eitthvert töfra-
lyf. Ég þarf að finna einhverja leið
til að losa hann úr klípunni, en
hvernig?
inningari
i vinnur að meðaUaM
a io _IrónUTt