Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 5. sept. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
13
Landib
okkar
UNDIR lok júlímánaðar leggjum
við leið okkar í Reykhólasveit,
eina fegurstu sveit landsins. Við
Breiðafjörð er „þrútið loft“ enda
kemur súld og nokkur rigning
þegar líður á daginn, en með
kvöldinu þornar til og það er
friðsælt og lognvært í hinum
fögru byggðum Reykhólasveitar.
Yfir sveitinni norðanverðri rísa
hin tignarlegu Vaðalfjöll, sem
gnæfa yfir sveitinni og setja mik-
inn svip á hana, háir og samstæð-
ÚR REYKHÓLASVEIT
vorum til húsa í gamla íbúðar-
húsinu í Mýrartungu,; segir Jó-
l^ann. — Árið 1959 byrjaði ég
n»eð nýbýli úr landi Mýrartungu
og hef nú um 100 kindur og 6
kýr mjólkandi.
Jóhann hefur komið . sér upp
myndarlegu íbúðarhúsi, tvílyftu
úr steinsteypu, og ræktað mikið
land.
■— Hér er mestmegnis um ný-
rækt að ræða. Á sl. vori var sáð
í 4.2 ha og nýlega var verið að
Jóhann í Mýrartungu og fjölskylda hai»s.
ir hnúkar, sem einna helzt minna
á klaka.
Við ökum framhjá hinu mikla
höfuðbóli Bæ í Króksfirði, er þar
hafa búið annáluðu myndarbúi
frá aldamótum brír ættliðir, Ingi-
mundur Magnússon, Magnús og
nú Ingimundur, og allir verið
hreppstjórar Reykhólahrepps,
þannig að þessir þrír liðir hafa
gegnt hreppstjórastarfinu sam-
fleytt í liðlega sextíu ár.
Við stöldrum við á næsta bæ,
sem er Mýrartunga, en þaðan er
skáldið Gestur Pálsson.
Gestur er ekki eina skáldið,
sem Reykhólasveitin hefur alið,
því að skáldið Jón Thoroddsen
fæddist á Reykhólum og skáld-
jöfurinn Matthías Jochumsson er
fæddur að Skógum í Þorskafirði.
Á nýbýli úr landi Mýrartungu
ætlum við að hitta oddvita sveit-
arinnar, Jóhann Jónsson, en hér
gegnir sama máli og um ættlið-
ina þrjá í Bæ, að Jóhann, faðir
hans og afi, Jóhann Guðmunds-
son, hafa verið oddvitar Reyk-
hólahrepps mann fram af manni;
þó ekki samfleytt.
— Við hjónin byrjuðum að búa
hjá föður mínum árið 1953 og
snæbjörn Jónsson, Stað.
sá í um 3 ha stykki. Auk þess hef
ég látið ræsa fram um 15 ha og
vona að það komist í rækt, en
hyggst taka það fyrir í áföngum.
— Ég hef nokkuð af gamla tún-
inu á móti Guðmundi bróður mín
um, sem búið hefur á gömlu jörð-
inni frá því að faðir okkár dó
fyrir sex árum.
Auk þess hef ég nokkur stór
engjalönd, en þau eru öll þýfð.
Það fer mikið eftir sprettu á tún-
um, hve mikið þarf að slá á engj-
um.
Hvernig gengur að stofna ný-
býli?
— Mestu erfiðleikarnir eru við
að koma upp byggingum. Á
xbúðahúsi byrjaði ég 1959 og við
fluttum inn í marz 1960. Þegar
ég byggði var hámarkslán út á
íbúðarhús 75 þús. kr. og það er
mikið í skuld hjá mér.
Ég er búinn að koma upp fjósi
fyrir 10 kýr, en fjárhús höfum
við bræðurnir sameiginlega enn-
þá og hlaða er við það. Annars er
ræktunin við stofnun nýbýlis
auðveld með þeim styrkjum, sem
nú eru veittir.
Hvðrnig hefur heyskapurinn
gengið í sumar?
— Spretta hefur yfirleitt verið
góð, en kuldarnir hafa tafið fyrir
heyskapnum. Hey hefur yfirleitt
ekki hrakið. Sláttur hófst al-
mennt snemma í júlí, og nú und-
ir lok mánaðarins er víðast kom-
ið langt að slá, en mikið er af
heyjum úti.
Sauðburður gekk yfirleitt vel
og fénaðarhöld voru góð. Það má
segja, að hér séu orðnir árvissir
vorkuldar og því verður að láta
bera á húsum og kostar það að
sjálfsögðu mikið erfiði og fyrir-
höfn.
■— Hjá einstaka mönnum er tví
lembt, en hjá öðrum er hugsað
minna um sl'kt, þótt æ fleiri
stefni nú að því að fá tvílembt.
Bændur hér í sveit hafa jöfn-
um höndum sauðfjárrækt og
nautgriparækt, og nú er almenn-
ur áhugi á því að auka kúastofn-
inn með hliðsjón af því, að hafin
er mjólkursala úr héraðinu og í
byggingu er mjólkurbú á Reyk-
hólum.
— Fyrir þremur árum var
byrjað að selja mjólk til Borgar-
ness yfir sumartímann, en að
vetrarlagi höfum við ekki getað
selt neitt, því að þá lokast vegir,
einkum í Gilsfirði.
Þeir erfiðleikar ættu að verða
úr sögunni þegar mjólkurbúið er
komið á Reykhólum, sem stefnt
er að að verði fullgert á næsta
ári.
Hvað er margt fólk hér í
hreppnum?
— Fólki hefur heldur farið
fækkandi hér í hreppnum, íbúar
eru nú um 230. Unga fólkið leitar
að heiman að vetrinum til vinnu
eða náms, en er heima að sumr-
inu. Hér í hreppnum eru um 35
býli og ábúendur og auk þess
nokkurt skepnuhald á Reykhóli
hjí prófasti og kennara þar.
Jarðirnar eru nokkuð misstór-
ar, en ræktun hefur verið mikil
hér á undanförnum árum; mikið
ræst fram, sléttað og sáð, enda
er land hér nokkuð vel fallið til
ræktunar. Mýrlent er víða í sveit-
inni, svo að tilkostnaður við fram
ræslu er mikill, en flatlendi er
víða mikið; víða samfelldir mýra-
flákar, sem vel eru fallnir til
ræktunar.
Mönnum búnast hér yfirleitt
•vel og búin eru flest í vexti, sér-
staklega eftir að hugur kom í
menn að auka kúastofninn.
Búnaðarfélag hreppsins er í
Ræktunarsambandi A-Barða
strandarsýslu, en sambandið nær
yfir 4 hreppa. Það á tvær beltis-
ýtur og eina hjóladráttarvél með
tætara. Hafa þessi verkfæri verið
mikið notuð. Til framræslu hafa
verið fengnar gröfur frá Véla-
sjóði ríkisins.
neðan þjóðveginn út á Reykja-
nes. Við höldum- til fundar við
frú Ingibjörgu Árnadóttur, sem
er formaður Kvenfélagsins Lilj-
unnar g á einnig sæti í stjórn
Sambands breiðfirzkra kvenna.
Við spyrjum hana um félagsstarf-
semina.
— Kvenfélagið Liljan var
stofnað 1941 og eru nú í hví 23
konur í sveitinni. Það er aðili að
Kvenfélagasambandi íslands og
að Sambandi breiðfirzkra kvenna
sem nær frá Öndverðarnesi að
Skor, en innan vébanda þess eru
um 20 félög.
Félag okkar hefur á stefnuskrá
sinni að stuðla að heimilisiðnaði,
vinna að uppeldismálum og garð-
rækt og hefur látið sig varða
helztu menningarmál byggðar-
lagsins.
— Um þessar mundir er félagið
að safna til kirkjunnar nýju á
Reykhólum, en lokadagur hennar
mun bráðum upp runninn. Við
höfum hugsað okkur að gefa
henni eitthvað; dregil á kórinn
og altarisklæði. Við höfum þegar
safnað um 20 þús. kr., sem á að
verja til kirkjunnar.
Hvernig gengur fjáröflun?
— Erfiðlega. Við höfum ekkert
samkomuhús og það háir félags-
starfseminni. Að vetrinum höfum
við unnið ýmsa muni og höldum
bazar og bögglauppboð, og við
erum nýbúnar að halda skemmt-
un. Félagskonum hefur verið
skipt í nefnair, sem hafa starfað
vel.
Gamla kirkjan á stað.
Vélakostur bænda hér um slóð-
ir er yfirleitt sæmilegur; dráttar-
vélar á flestum bæjum með
sláttuvélum, tæturum og blásur-
um, en minna með nýju tækin,
eins og t.d. sláttutætara, enda
lítið verkað í vothey.
Er ekki komið rafmagn víða í
hreppnum?
— Sumarið 1961 var lögð há-
spennulína frá Þverárvirkjun við
Hólmavík yfir Tröllatunguheiði
og rafmagni dreift á marga bæi í
Geiradalshreppi og vestur að Bæ
í Króksfirði.
í fyrra var svo lögð lína áfram
frá Bæ til Reykhóla. Nú er verið
að vinna við línu frá Reykhólum
út í Árbæ á Reykjanesi og nú er
einnig ráðgert að leggja línu að
Hafrafelli.
Þegar þær línur eru komnar
má telja að rafmagn verði komið
á um 75% af bæjum í hreppnum.
Mikil ánægja er með þessar fram
kvæmdir og rafmagnið mikið not
að; mest til lýsingar og annarra
heimilisþarfa enn sem komið er.
Að lokum spyrjum við JóHann
í Mýrartungu um félagslíf í Reyk
hólasveit.
— Hér er starfandi ungmenna-
félag, búnaðarfélag og kvenfé-
lag og hefur það unnið mjög gott
starf. Þú ættir að skreppa að Mið
húsum og ræða við Ingibjörgu
Árnadóttur, sem er formaður
kvenfélagsins.
- ♦ —
Við förum að ráði Jóhanns og
höldum næst að Miðhúsum, en
bærinn stendur skammt fyrir
Þið hafið beitt ykkur fyrir
ræktun skrúðgarðs, er það ekki?
— Landnám ríkisins og Pálmi
Einarsson landnámsstjóri úthlut-
aði félaginu land á Reykhólum í
svonefndri Hvanngarðabrekku á
Reykhólum. Það land höfum við
girt og gróðursett þar tré, og þar
ætlum við að gróðursetja í upp-
eldisreit. Við bíðum eiginlega
eftir skipulagi á skrúðgarðinum,
en Óli Valur Hansson hefur kom-
ið hingað og mælt upp garðinn
og gert uppdrátt að skipulagi
hans.
Þarna höfum við gróðursett
undanfarin ár birki og víði, eitt-
hvað á annað þúsund plöntur, og
þetta hefur dafnað vel. Það eru
15 ár síðan við fengum garðinn,
Ingibjörg Arnadóttir, Miðhúsum.
en fyrstu árin var lítið gert ann-
að en að girða hann, sem var
mjög kostnaðarsamt. Þegar við
fáum uppdráttinn, er ætlunin að
gera reiti, götur og beð.
En matjurtarækt?
— Fyrstu árin hafði félagið
grænmetisrækt og skipti kál-
plöntum niður á bæina, en því
var mikið til hætt þegar maðkur
kom í'kálið og við gáfumst upp.
Annars vantar tilfinnanlega gróð
urhúsarækt á Reykhólum og þar
mætti fá kálplöntur.
Önnur starfsemi félagsins?
— Við höfum haldið uppi nám-
skeiðum með styrk frá Kvenfé-
lagasambandinu í saumi, vefnaði
og utskurði, en það hefur verið
erfitt að fá kennara og námskeið-
in hafa orðið nokkuð dýr. En það
er mikill áhugi á þessu starfi og
það skapar aukna fjölbreytni að
vetrinum. Utanfélagskonur njóta
einnig þessarar kennslu.
Að vetrinum höfum við einnig
beitt okkur fyrir skemmtunum,
en sú starfsemi nýtur sín ekki
sem skyldi vegna húsnæðisskorts.
Rætt hefur verið um byggingu
samkomuhúss hér í sveitinni og
hefur kvenfélagið samþykkt að
gerast aðili að því, en það mál er
enn í deiglunni, þó er það komið
á undirbúningsstig.
Við höldum áfran út á Reykja-
nes og förum hjá garði á Reyk-
hólum og látum frásögn þaðan
bíða næstu greinar. Leið okkar
liggur að Stað á Reykjanesi, sem
á sér langa sögu sem prestssetur,
menntasetur og stórbýli. Þarna
er mjög fagurt og útsýni vítt um
nesin, eyjarnar og Breiðafjörð og
allt yfir til Snæfellsjökuls, en of-
an bæjarins fellur fallegur foss
stall af stalli.
Hér höldum við til fundar við
gildan bónda, Snæbjörn Jónsson,
sem er systursonur hins alkunna
sægarps, Snæbjarnar Kristjáns-
sonar í Hergilsey.
Snæbjörn á Stað hefur ræktað
mikið og húsað vel á Stað og við
innum hann eftir þeim fram-
kvæmdum.
— Ég hóf búskap árið 1939 hér
á stað, segir Snæbjörn. — Þá
voru hér sáralítil tún eins og víð-
Framh. á bls. 17
Mýrartunga.