Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 5. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 EINS OG skýrt var frá £ Morg unblaðinu í gær bar það til tíðirvda á þriðjudag, að tveir hvalir voru skotnir með sama skotinu. Er ekki kunnugt um dæmi þessa fyrr við hvalveið ar hér við land, þótt hins veg ar hafi komið fyrir, að skutlar hafi farið í gegnum hval og jafnvel lent í næsta en jafn an hrokkið af honum aftur. Enda komst skipstjórinn og skyttan á Hval 7, Friðbert Eli Gíslason svo að orði við blaða mann Morgunblaðsins í gær, að þetta hefði verið slembi- lukka og aiger tilviljun. Hvalurinn þræddist upp á línuna. Nánari tildrög þessa voru PP*”.... I gær var mikið um að vera í hvalstöði nni. A þriðjudagskvöid og í gær komu bát- arnir með 11 hvali og sjást sex þeirra á m yndinni, þar sem þeir liggja í slippnum. Tveir búrhvalir liggja á þurru sinn til hvorrar ha ndar, en þrjár sandreyður og einn langreyð- ur á milli þeirra. Sandreyðarnar, sem skotn ar voru í sama skotinu, sjást mara í kafi, önnur lengst til hægri en hin fyrir miðri myndinni. Adenauer kanzlari Vestur-Þýzka lands, Avon lávarður (sem áður hét sir Anthony Eden) o.fl. Útför Schumans verður gerð frá dómkirkjunni í Metz á laug- ardag. — Fegui&ar- drottningin Framh. af Dls. 3 — Áttu innkomu aftur seun fyrirsæta í New York? — Já, ég vinn fyrir fyrir- tækið Plaza 5 í New York, sem er systurfyrirtæki Dori- an Lee í París og ég get far- ið á milli. — Hefurðu verið mjög á- sótt vestra síðan þú varðst f egurðardrottning ? Guðrún hlær. — Við frú Swanson erum búnar að hlæja okkur máttlausar að öllum bréfunum, sem hafa borizt, frá mönnum sem prísa sjálfa sig og auðæfi sín og bjóða hönd sína. í»eir hljóta að vera eitthvað bil- aðir! — Og blaðamennimir? Skutullinn sprakk í fyrri hvaln- um en festist í þeim síöari þau, að Hvalur 7 kom að tveim sandreyðum djúpt und an Vestfjörðum síðdegis á hlið við hlið og veltu sér í þriðjudag, þar sem þær lágu átu. Þegar komið var í færi var skotið að þeim og lenti skutullinn í miðju bakinu á annarri þeirra og sprakk þar. Hélt hann síðan áfram aðeins niður á við og lenti framar- lega i hinum hvalnum og fest ist þar, en sá fyrri þræddist upp á línuna. Var þá þegar skotið annarri línu í hann, svo að ekki rifnaði út úr spikinu, og lausum skutli að hinum hvainum, sem banaði honum samstundis. Allt tók þetta skamma stund eða í kringum 20 mínútur, unz búið var að draga báða hvalina að síðu. Sandreyðarnar voru báðar Friðbert EIí Gíslason, skipstjóri, stendur við byssuna á Hval 7. fj-e^ar smáar eða 40 fet — Flugslys . Framh. af bls. 1 Humlikon búa alls um 200 manns. Ætluðu bændurnir til Genf að skoða þar tilraunabú. Fimm mínútum eftir flugtak (kl. 6,20 f.h. ísl. tími) féll vélin til jarðar og lenti á kartöfluakri eftir að hafa rifið með sér þak- ið af búgarði í þorpinu Dúrren- asch. íbúar þorpsins eru sammála um að hafa heyrt sprengingar frá flugvélinni áður en hún féll til jarðar. Þegar vélin svo kom nið- ur á akurinn varð enn gífurleg sprenging og stór gígur mynd- aðist á slysstaðnum. HVERGI LÍFSMARK Björgunarlið kom á slysstað- inn aðeins þremur mínútum eftir að síðasta sprengingin varð, en vélin var sundurtætt í smáagnir og hvergi lífsmark að sjá. Alls voru áttatíu manns í vélinni, og fórust allir. Brak úr vélinni dreifðist um stórt svæði allt að kílómeter frá slysstaðnum, og þótti kraftaverki næst að eng- inn af þorpsbúum skyldi slasast. Logandi eldsneyti flugvélarinnar kveikti þó í nokkrum býlum við slysstaðinn. 68 farþeganna voru svissneskir, hinir útlendingar, enginn þeirra Norðurlandabúi. Mikil sorg ríkir í þorpinu HumUkon, en þaðan fórust 19 hjón auk fjögurra sóknarnefnd- ■rmanna, sem í bændaförinni voru. Er það mikil blóðtaka í 200 manna þorpi. Þangað streyma nú tilboð víða að úr Sviss frá hjónum, sem vilja taka að sér hin foreldralausu börn. „ÞAÐ VAR HRÆ»ILEGT“ Meðal áhorfenda að slysinu var frú Lúscher, kona bakarans í Dúrrenásch. Segist henni svo frá: Við héldum í fyrstu að korkgerðin handan við götuna hefði sprungið í loft upp. Húsið hristist og allar gluggarúður brotnuðu. Flugvélin lenti um 200 metra frá húsinu okkar. Þegar við fórum á slysstaðinn sáum við aðeins smáhluta af flugvélar- skrokknum standa upp úr djúp- um gíg. Smástykki úr vélinni voru dreifð yfir nærliggjandi hús. Slökkviliðs og sjúkrabílar komu á vettvang á augabragði. Sjúkrabílarnir fóru fljótt heim. Þeir komu ekki að neinu gagni. Líkamshlutar voru dreifðir út um allt. Það var hræðilegt. Heinrioh Linhard, sem er 7S ára, býr næst við slysstaðirm. Hann skýrir fréttamanni Reuters svo frá: Ég heyrði að þakið var rifið af húsinu og það féll niður á svalirnar fyrir framan svefn- herbergið. Ég var ótrúlega hepp- inn. Ég var staddur í herbergi í hinum enda hússins. Ég var hárs breidd frá dauðanum. MUNAÐI 50 METRUM Eigandi spunaverksmiðjunnar í Dúrrenásch, þar sem 70 manns voru við vinnu, er Oskar Sager, formaður sóknarnefndar staðar- ins. Hann segir: Við megum þakka forsjóninni fyrir að vélin féll ekki 50 metrum lengra til vinstri. Hefði hún gert það hefðu allir 70 starfsmennirnir í verk- smiðjunni farizt. Við höfum á- stæðu til að gleðjast að er.ginn í þorpinu okkar meiddist. Björg- unarsveitir okkar komu á vett- vang aðeins þremur mínútum eftir að slysið varð en við sá- um strax að engin von var til að finna neinn á lífi. Þetta er í þriðja skipti sem slys verður í Caravelle þotu. Hið fyrsta varð við Ankara í Tyrklandi 19. janúar 1960 og fórust þá 41 maður. Hið síðara var við Rabat í Marokkó 12. sept. 1961. Þá fórust 77. Tals- menn flugvélasmiðjanna Sud Aviation, þar sem Caravelle þot- urnar eru smíðaðar, segja að ekki geti verið um tæknilega galla að ræða. Caravelle þotum hefur verið flogið alls um 700 þúsund flugstundir með um 500 þúsund lendingum. Þurrkararnir í í Bolungarvík ÞURRKARARNIR í hina nýju síldarverksmiðju á Bolungarvík, sem mynd birtist af í blaðinu í gær voru smíðaðir í Landssmiðj unni, ekki Héðni, eins og sagt var. Leiðrétting ÞAU PENNAGLÖP urðu í af- mælisgrein í blaðinu í gær, að Gísli Pálmason, kjallarameistari í Nausti, var sagður Torfason, og biðst blaðið velvirðingar á mistökunum. — Schuman Framh. af bls. 1 bættum, m.a. embættum fjár- mála- og dómsmálaráðherra. Robert Schuman fæddist 29. júní 1886 í Luxembourg. Hann ólst upp í Lorraine, sem þá var þýzkt landsvæði, og stundaði Iaganám í Bonn, Berlín, Múnch- en og Strassbourg. Tók Schuman doktorspróf við háiskólann í Strassbourg og hlaut seinna heiðursdoktorsnafnbót frá ýmsum erlendum háskólum. — Hann var í fjárhagsdeild þýzka hersins í heimsstyrjöldinni fyrri, en starfaði þar aðeins fyrstu tvö árin vegna veikinda. Að styrjöld- inni lokinni varð Lorraine franskt landsvæði, og árið 1919 var hann kjörinn fulltrúi Loirr- aine í franska þinginu. Átti hann sæti á þingi þaðan í frá þar til 1962 stanzlaust nema þau ár, sem hann sat í ríkisstjórn. Þegar Þjóðverjar hertóku Frakkland árið 1940, neitaði Schuman öllu samstarfi við þá. Var hann þá handtekinn, en tókst að flýja árið 1942 og skipulagði þá andspyrnuhreyfingu kaþó- likka í Frakklandi. Að heims- styrjöldinni lokinni varð hann utanríkisráðherra í hálft fimmta ár og undirritaði m.a. fyrir Frakk lands hönd Atlantshafssáttmál- ann í apríl 1949. Schuman var óþreytandi í bar- áttu sinni fyrir einingu Evrópu og var forseti Evrópuþingsins árin 1958—60, en seinna heið- ursforséti þess. Hann var í mörg ár formaður flokks kaþólikka og studdi stjórnarskrárbreyting- ar de Gaulle núverandi forseta í september 1958. Eftir það hélt hann þingsæti sínu, en dró sig að mestu út úr öllu opinberu lífi. SAMÚÐARKVEÐJUR Samúðarskeyti hafa borizt ættingjum Schumans frá leið- togum margra landa í dag, og er Schuman þar hylltur sem brautryðjandi á sviði eininga í Evrópu. Charles de Gaulle, for- seti, segir í samúðarskeyti sínu að Schuman hafi lagt einstæð- an skerf til sameiningar og ein- ingar Evrópu og hyllir Schuman fyrir það á hve verðugan hátt hann hafi ætíð verndað hags- muni lands síns. Kennedy, for- seti Bandaríkjanna, sendi sam- úðarkveðjur frá Washington og segir að Schuman hafi á fá- gætan hátt getað sameinað fram sýni í stjórnmálum, háleitar hug- sjónir og raunsæi. Segir Kennedy ennfremur að hug- mynd Schumans um stofnun Kol og stálsamsteypu Evrópu hafi verið fyrsta sporið til frekari samvinnu Evrópuríkja. Meðal annarra, sem sendu samúðar- kveðjur voru Páll VI., Konrad — Ég hefi verið á eilífum flótta. Þeim fannst ég víst ekki mjög spennandi. Því var haldið leyndu hvar ég bjó og ég sagði heldur lítið þegar í mig náðist. Meðan ég var á Langasandi hjálpaði frú Swan son mér með góðum ráðum og varði mig, svo að ég losn aði við mikið af þessu. Og í New York tók félagið sem ég vinn fyrir á móti mér, út- vegaði mér hótel og gaf ekki upp heimilisfang mitt. Mér leiddist allt þetta þvarg, vildi taka það rólega, einkum af þvi ég þurfti að vinna svo mikið í New York. Ég neit- aði Hka að leika í sjónvarps- kvikmynd, sem ég átti að vera í á þriðjudaginn, enda var ég önnum kafin þá við mína vinnu, og þeir hjá sjón- varpinu urðu ofsaréiðir. — Var mikill gaurágangur þegar þú fórst frá New York? — Nei, ég gætti þess nú að láta engan vita hvenær það yrði! Guðrún er nú búin að svara spurningum blaða- manna og Sigurðar Sigurðs- sonar hjá útvarpinu, en þar virðist fegurðarsamkeppni flokkuð undir íþróttir, og fær nú fyrst að spjalla við fjölskyldu sína, pabba sinn og mömmu, afa og ömmu, systkini sín tvö og aðra ættingja, sem bíða, og hefur vafalaust ýmislegt að segja þeim, sem ekki er fyr ir blaðamenn og almenning. -v Hans Lenz Framh. af bls. 24 hefði slík heildarstjórn verið nauðsynleg svo og samræming rannsókna. Ráðherrann sagði, að hann myndi ræða við íslenzka ráð- herra um aukningu á vísinda- legu samstarfi og samskiptum Islands og Vestur-Þýzkalands. Hann hefði persónulega áhuga á því. Hér væru rannsóknir í þágu fiskiðnaðar og ýmissa þátta landbúnaðar vel á vegi staddar, svo og hafrannsóknir. En sam- starf til betri og fyllri nýtingar náttúruauðæva væri viturlegt og að það myndi hann ræða við Gylfa Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, og aðra islenzka ráða- menn. Árekstur í Hv a lf irði Á ÞRIÐJUDAG rákust tvær fólksbifreiðir saman á Hvalfjarð- arbotni milli Brynjudalsár og Fossár. Voru þetta bíiar fná Króksfjarðarnesi og Kópavogi og skemmdist sá siðarnefndi tals- vert. Engin slys urðu a fólkL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.