Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 14
14 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 5. sept. 1963 Þakka mér send símskeyti og gjafir á áttræðisaf- mæli mínu 31. ágúst 1963. Fylgi ykkur heill Guðs og manna. Jóhannes Erlendsson. Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna, frænd fólks og vina, sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöf um og heillaskeytum á sjötugsafmæli mínu hinn 27. ágúst síðastliðinn. Kjartan Einarsson, Þórisholti, Mýrdal. Systir okkar og mágkona SESSELÍA STEFÁNSDÓTTIR píanóleikari andaðist að morgni hins 4. september 1963 í Landsspít- alanum. Gunnar Stefánsson, Guðríður Stefánsdóttir Green, Colonel Kirby Green. Móðursystir mín HERDÍS JAKOBSDÓTTIR andaðist mánudaginn 2. sept. að Elliheimilinu Grund. Fyrir hönd vandamanna. Jakob Gíslason. Eiginmaður minn, faðir okkar og afi JÓHANN J. H. JÓNSSON Hrísateigi 11, Reykjavík andaðist 1. september á Landakotsspítala. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu mánudaginn 9. september kl. 10,30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Sigurlaug Jóhannsdóttir, börn og barnabörn Maðurinn minn og faðir okkar VALDIMAR SIGVALDASON bóndi frá Blámýrum andaðist að Landakotsspítala aðfaranótt 4. september. Jarðarförin auglýst síðar. Ingibjörg Felixdóttir, börn, tengdbörn og barnabörn. Eiginmaður minn JÓHANN ÁRNASON Lindargötu 43, andaðist 3. þ.m. að Landakotsspítala. — Fyrir mína hönd barna og tengdabarna. Helga Bjamadóttir. Útför mannsins míns og föður okkar REVNIS ÞORVALDSSONAR Þórustíg 8, Ytri-Njarðvík, fer fram föstudaginn 6. september og hefst með hús- kveðju á heimili hans kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Sigurlilja Þórólfsdóttir og böm. Útför mannsins míns og föður RUNÓLFS PÉTURSSONAR fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 7. sept kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Sólveig Eiríksdóttir, Ásdís Runólfsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auð- sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarð arför föður okkar, tengdaföður og afa ÁRNA ÞORKELSSONAR Böm, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar og móður GYÐU DANÍELSDÓTTUR Bergþórugötu 2 Þorsteinn Ásgeirsson, Nanna Þorsteinsdóttir. Reykhðlakirkja vígð HINN 8. sept. n.k. er áformað að vígja kirkju þá, sem í nokk- ur ár hefur verið í smíðum að höfuðbólinu Reykhólum í Barða strandarsýslu. Áður en smíði þessarar kirkju hófst kom fram sú hugmynd, að hún yrði helguð þjóðskáldinu Matthíasi Jochumssyni og móður hans. Þóru Einarsdóttur í Skóg- um. En þetta er fyrsta kirkja, sem reist er á æskustöðvum skáldsins eftir hans dag. Skyldi kirkjan því nefnd Móðurkirkja Matthíasar og farið þar að óskum hans, er hann segir: „Svo legg þú fagurt Liljuljóð á ljóða minna valinn stað og helga hennar minni'*. En hann tafdi einmitt trúar- legt uppeldi þessarar fátæku óskólagengnu alþýðukonu betra öllu því, sem í öðrum mennta- stofnunum veittist: „Enginn kenndi mér eins og þú það eilífa stóra kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. Þessi kirkja átti því og ætti að minna á hið mikla og göfuga hlutverk íslenzkrar móður við trúarlegt uppeldi barna sinna kynslóð eftir kynslóð. Fyrir nokkrum árum var því stofnaður í sambandi við þessa kirkjubyggingu „Minningarsjoð- ur breiðfirzkra mæðra“ helgað- ur Þóru. Hefur verið gerð bók af mikilli prýði eftir teikningu Sig fúsar Halldórssonar tónskálds og málara, þar sem slíkar gjafir eru innfærðar með nöfnum þeirra mæðra eða foreldra, sem minnzt er ásamt stuttu æviágripi þeirra. Sjóðnum hafa nú þegar borizt margar og fagrar gjafír, en hon- um er ætlað það hlutverk að skreyta og fegra þessa móður- kirkju Matthíasar eftir föngum, vera þannig hið fagra Liljublað í minningu um móður skáldsins, sem það óskar eftir að sé helgað hennar minni, um leið og gjöfin er vígð minningu þeirra ást- vina, sem eiga nöfn sín í bók- inni. Við vígslu kirkjunnar verður að sjálfsögðu sagt frá þessum gjöfum, en þess má geta nú, að Breiðfirðingafélagið í Reykja- vík hefur látið gera handa kirkj unni prédikunarstól í stíl við hörpu, en teikning sú er gerð af Sveini Kjarval, húsgagnaraki tekt, og hann hefur einmg teikn- að altari kirkjunnar. Stóllinn á auðvitað að tákna hörpu skáldsins. Ennfremur hafa kirkjunni borizt nú þegar fjórir forkunnarfagrir kertastjakar á altari, skírnarfontur og tvenn messuklæði, ennfremur „krúci- fiks“ á altari. Allir eru þessir munir með fágætum fallegir og dýrmætir, svipað má segja um kaleik, sem Guðmundur guli- smiður Andrésson hefur gjört eigin höndum og gefið mæðra- kirkjunni að Reykhólum. Síðar verða sjálfsagt birt nöfn gefenda, en það er ekki enn í tíma talað að nefna þau. Ennfremur hafa sjóðnum borizt og í bókina veriö færðar peningaupphæðir til skreytingar kirkjunni, og þar hefur sú hugmynd komið fram, að gluggar hennar verði gjörðir sem listaverk úr litgleri. Til dæmis sýndi einn glugg- inn hugmynd skáldsins um móð- ir sína, þegar hún kenndi þeim um Guð hins góða og fagra, á fögrum sólskinsdegi: „Hún benti mér yfir byggðahring hve blasti við dýriðin allt um kring". Annar gluggi gæti svo sýnt mynd hennar, er hann segir: „Mamma settist sjálf við okkar borð sjáið ennþá man ég hennar orð'. Eg þakka hjartanlega öllum þeim mörgu er sýndu mér vináttu og hlýhug á sjötugsafmæli mínu 25. ágúst sl. með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum og gerðu mér daginn á allan hátt ógleymanlegan. _______ Guð blessi ykkur öll. — Lifið heil. Magnús Gunnlaugsson, Vesturgötu 25, Akranesi. Kæru vinir! Fyrir gjafir, heimsóknir og önnur vináttumerki, sem þið auðsýnduð mér á afmælisdaginn, þakka ég hjartan- lega. — Þið gerðuð mér daginn að ógleymanlegri gleði- stund. — Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Helgadóttir, Ferjubakka. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vin- arhug á 75 ára afmæli mínu, 29. ágúst sl., með heim- sóknum, gjöfum og skeytum. — Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabömum og barnabörnum, sem gerðu mér daginn eftirminnilegan. Kristín Einarsdóttir, Túngötu 7, ísafirði En það yrði jólahugsjón skálds ins frá Skógum. Ef slík kirkja, og myndir gætu ekki vakið áhuga og eldmóð ungra mæðra fyrir „hinu eina nauðsynlega" í uppeldi barna sinna, þá er vandfundin leið til þess með kirkjugerð. Að sjálfsögðu er þessi glugga- skreyting í Reykhólakirkju ennþá aðeins hugmynd. En þá hugmynd hljóta listamenn nútið- ar og framtíðar að gjöra að gjöra að veruleika, sem allra fyrst. Við hin, sem aðeins getum metið en ekki gjört listaverkin, getum strax að þessu með fórn- arlund og skilningi og eflt um leið sanna íslenzka menningul Og nú þegar hefur stórgjöf kom- ið í mæðrasjóðinn í þessum til- gangi. Gert er ráð fyrir að Breið firðingar fjölmenni til kirkju- vigslunnar héðan úr borginni þann 8. sept. Og þess vegna gengst Breiðfirðingafélagið fyrir hentugri og ódýrri hópferð þang að. Eru þátttakendur beðnir að gefa sig fram sem allra fyrst við Ólaf Jóhannesson í verzlun hans á Laugavegi 10. En einnig má tilkynna undirrituðum for- manni Breiðfirðingafélagsms þátttöku. Það væri Breiðfirðingum heima og heiman hinn mesti heiður, ef á æskustöðvum þjóð- skáldsins snjalla yrði helgidóm ur, sem geymdi listaverk ís- lenzkrar snilli og hugsjóna út- lendum og innlendum gestum til augnayndis og aukins þroska, svo að unnt yrði að fara nokk- urs konar pílagrímsför um ókom in ár og aldir til að sjá Mæðra- kirkjun á Reykhólum, kirkju og gripi, sem voru hið fagra lilju- blað á valinn stað í Ijóðum skáldsins, sem orti þjóðsöngmn um „gróandi þjóðlíf með þerrandi tár Sem þroskast á guðsríkisbraut“. Sumir vilja nefna þessa Móð- urkirkju Matthíasar Maríu- kirkju og helga hana guðsmóð- ur, líkt og gert var í kaþólskum sið. Auðvitað mætti svo einnig gera. En er ekki hver góð móðir, ímynd og geisli guðsmóður? Birtist ekki ljómi guðsmóður i brosi hverrar göfugrar móður og þó ekki síður í tárum hennar? Það skiptir því mestu, að kirkj- an sé vígð heilögu hlutverki móðuririnar, en minna hitt. hvaða nafni hún nefnist. Fjölmennum að Reykhólum þann 8. sept. sýnum góðu málefni mikinr áhuga. Árelíus Níelsson. Moskvu, 16. júlí (NTB): Á latf£ardag hrapaffi rússnesk farþegaþota af gerðinni TU- 104 í nánd við borgina Irkutsk viff Baikal-vatnið í Siberíu. Kunnugt er aff meff vélinni voru um 30 farþegar, og fór- ust allir. Meðal þeirra var eig inkona albanska sendiherrans i Peking og tvö börn þeirra, albanska ljóffskáldiff Drago Siliqi og albanskur blaðamað- ur, Baklamaja að nafni. Flug vélin var á leiff frá Peking til Albaníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.