Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 3
—trr-n~.n.rr‘r~'j*tr“'‘r~ 'ir'T* —i~—r~‘i*’1—'**._"-**!*.* •*.r,‘*l“ ^*«y* ^r**!** —i"*y“ — ***** Fimmtudagur 5. sept 1963 MORGUNBKAÐIÐ HÚN KOM niður landgang- inn á flugvélinni Eiríki rauða laust fyrir kl. 11, sokkalaus á bandskóm, með slétt hárið flaksandi, og grá í gegn af kulda. Þetta var fegurðar- drottningin okkar, Guðrún Bjarnadóttir, að kosna heim úr hitanum í New York eftir að hafa verið kjörin fegursta kona heims á Langasandi. Hún kvaðst hafa stanzað í 2 daga til að skoða Holly- wood eftir keppnina, verið í veizlu sem íslendingar héldu henni í Los Angeles, þar sem voru komnir saman um 300 Islendingar og ís- Guðrún heilsar móður sinni, Sigríði Stefánsdót tur. Arama hennar, Jóhanna Sigurðardóttir, bíð- ur eftir sinum kossi. Kannski læri ég að leika segir fegurðardrottningin frá Langasandi við heimkomuna og reym svo, kæmi, þá mundi ég fara í leikskóla í New York og vinna fyrir mér sem fyrir- sæta. Annars veit ég ekkert hvað ég geri. Mér er boðið að leika í kvikmynd á Hawai í árslok, þar sem frú Swan- son getur verið með mér til ráðlegginga og aðstoðar. Þar á ég að leika einkaritara, ekki mjög stórt hlutverk. Ég hefi tveggja mánaða umhugs unarfrest og það getur verið að ég reyni það. Framhald á bls. 23 landsvinir, og var í viku við myndatökur og veizluhöld. Síðan hélt hún til New York, þar sem hún vann sem fyrir- sæta fyrir tízkublaðið Harn- ers Bazar. Nú ætlar hún ’að dvelja nokkra daga heima í Njarð- vikum og halda síðan til Parísar og Róm til mynda- töku, eins og reyndar var fyr- irhugað áður en hún fór í fegurðarsamkeppnina. Og hvað hafði hún uppúr henni? — Tíu þúsund dali, eins og frá hefur verið skýrt, úr með demantsumgjörð, ekta perlufesti, samkvæmiskjól, föt fyrir 500 dali og ýmsar smágjafir. — En hnattferðin? — Nei, ég þáði hana ekki. Þetta er engin hnattferð. Það er ekki í sambandi við keppn ina, heldur einstaklingur sem tekur við þátttakendum og lætur þær koma fram á næt- urklúbbum víðsvegar um heim. Það er ekki þess virði að fara það. Guðrún kemur út úr flugvélinni með flugstjóranum, Hilmari Leossyni Anna litla Friðriksdóttir fékk að taka á móti frænku sinni. Ilún gæti orðið skæður keppinautur fegurðardísanna á Langa- sandi þegar þar að kemur. — Og kvikmyndatilboðin? Fékkstu nokkur? — Já, frá 20th Century Fox, Warner Bros og Metro Goldwin. En það eru bara 6 mánaða tilboð, boðin þetta ár meðan ég er í sviðsljós- inu. Og svo ef maður kann ekkert að leika, þá dettur maður út úr því eftir 6 mán uði og hefur enga möguleika framar. Það væri frekar ef ég lærði að leika og reyndi svo. — Ertu að hugsa um það. Ætlarðu þá að hætta að sitja fyrir hjá ljósmyndurum og fara að læra að leika? — Hætta sem fyrirsæta, nei. Á einhverju verður mað ur að lifa. Og ef til þess Bjarni Einarsson, skipa- smiður með dóttur slnni á flutgvellinum. ">'^Y*i~trrrrronmrnjiu BLAÐIÐ Suðurland birti 31. f. m. grein eftir Ingólf Jónsson, ráð- herra, um Skálholt. Ráðherrann I segir meðal annars: „Þótt kirkjan sé nú fullgerð og önnur hús allmyndarleg hafi ver- * ið reist í Skálholti, munu flestir vera sammála um, að margt fleira beri að gera til þess að unnt sé að segja, að endurreisn Skálholtsstaðar sé að fullu gerð. Kirkjumálaráðherra hcfur sam- kvæmt heimild í lögum afhent biskupnum og kirkjuráði Skál- holt til eignar, ásamt öllu sem jörðinni fylgir. Kirkjuráð mun því hafa full umráð yfir Skál- holti eftirleiðis og marka frekari stefnu í uppbyggingu staðarins. Er vonandi að sú gæfa fylgi þeirri starfsemi, að viturlega og vel verði fram úr öllu ráðið“. Biskupinn til Skálholts „Vitað er að ýmsar skoðanir eru uppi um það, hvað gera skal í þessum efnum. Eðlilegast sýnist vera að biskupinn flytji í Skál- holt og stjórni þaðan uppbygg- ingu staðarins. Mætti þá segja að Skálholt hafi endurheimt reisn sína, og því skilyrði fullnægt, sem sett var í öndverðu: að bisk- up skyldi ætíð í Skálholti sitja. Ýmsir munu halda því fram, að biskup íslands geti ekki setið í Skálholti, vegna þess að það muni verða erfitt fyrir presta og aðra, sem til biskups þurfa að leita, að fara í Skálholt til að hafa tal af honum. Við þessu er það að segja, að biskup hefur vitanlega opna skrifstofu í Reykjavík og fulltrúa á skrifstof- unni, sem afgreiðir mörg mál. Biskupinn gæti einnig haft fasta viðtalstíma á skrifstofunni í Reykjavík, einn til tvo tíma í viku, þar sem samgöngur milli Skálholts og Reykjavíkur eru mjög góðar, og tekur aðeins eina og hálfa til tvær klukkustundir að fara á milli. Þróun málanna hlýtur að verða sú, að biskupinn flytji í Skál- holt. Við nána athugun málsins mun þjóðin geta sameinazt um, að það sé eðlilegt, og að endur- reisn Skálholtsstaðar verði ekki fullkomin á annan hátt“. Skóli í Odda „Þegar Skálholti hefur verið sýndur viðeigandi sómi, sem hæf ir sagnhelgi staðarins vaknar sú spurning, hvort ekki sé jafnframt ástæða til að sýna fleiri sögu- stöðum sóma. Kemur þá í hug- ann Oddi á Rangárvöllum, fyrstá skólasetur á íslandi. Eðlilegt væri að skóli væri reistur í Odda til viðurkenningar á því, að Oddastaður skipar þann sess í sögunni, að auk þess að. vera fyrsta fræðasetur í landinu, má telja það merkustu menntastofn- un í sögu okkar. Snorri Sturluson nam sín fræði í Odda. Eðlilegt væri að spyrja, hvort hann hefði skrifað Heimskringlu og önnur sígild bókmenntaverk, ef hann hefði ekki notið fræðslunnar í Odda. Á Suðurlandi eru tveir héraðs- skólar, á Laugarvatni og í Skóg- um. Þessir skólar eru ekki aðeins fullsetnir, heldur verður árlega að vísa jafnvel eins mörgum frá og þeim sem skólavist fá. Aug- ljóst er að nauðsyn ber til að fá aukið skólarými, ef fullnægja á fræðslulöggjöfinni. Er því eðli- legt að hugsað verði til Oddastað- ar, þegar að því kemur að byggja þriðja héraðsskólann á Suður- landi. Mætti það verða vottur um virðingu þjóðarinnar fyrir þessu gamla fræðasetri, sem ávallt hef- ur skipað virðulegan sess í þjóð- arsögunni“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.