Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 5. sept. 1963 (Jtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri:- Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. tJtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aða-lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. AÐALFUNDUR STÉTTARSAMBANDS BÆNDA ¥ gær hófst aðalfundur Stétt- arsambands bænda í Bændahöllinni og liggja mikil væg mál fyrir fundinum. Er vonandi, að aðalfundurinn megi leiða til hags og farsæld- ar ekki einungis fyrir bænda- stéttina í landinu, heldur þjóðina í 'heild. Allir eru sammála um mikilvæg störf íslenzkra bænda. Okkur íslendingum er hollt á þessum umbrota- tímum að minnast þess, að ís- lenzk menning hefur allt frá upphafi landnámsbyggðar verið reist á bændamenningu og án þess að ávaxta þann arf, getum við ekki gegnt þeim skyldum við fortíð okkar og framtíð, sem okkur hafa ver- ið lagðar á herðar. Vafalaust er að miklar um- ræður verði á aðalfundi Stétt- arsambandsins og sitt sýnist hverjum í mörgum greinum, eins og verða vill, þar sem lýðræði og málfrelsi eru í heiðri höfð. Núverandi ríkisstjórn hefur á margan hátt bætt hag bændastéttarinnar, en annað er í deiglunni. Eitt mikilvæg- asta skref, sem stigið hefur verið til eflingar íslenzkum landbúnaði má óhikað telja Stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Hún á eftir að veita miklu fjármagni inn í land- búnaðinn á komandi árum og mun meira en áður hefur reynzt fært að gera. Á hún því eftir að verða bændastétt- inni til mikilla hagsbóta, þeg- ar fram líða stundir. Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, hafði forystu um setn- ingu þessara laga og á hann miklar þakkir skilið fyrir það framtak. Má telja öruggt að Stofnlánadeildin verði kjöl- festa í íslenzkum landbúnaði, þegar fram líða stundir. Ekki er þó hægt að ætlast til, að allir geri sér grein fyrir mikil vægi hennar þegar í upphafi, en sá tími mun koma að svo verði. „Það þarf ekki að bíða lengur en til ársins 1970, að Framsóknarmenn fara að þakka sér lögin um Stofnlána deildina“, hefur ágætur bóndi sagt, ekki alls fyrir löngu. SLÆM AÐKOMA Vfmis önnur mikilvæg hags- . munamál bændastéttar- innar hefur núverandi ríkis- stjórn tekið upp á sína arma, eins og afurðasölumálin, sem voru í hinum mesta ólestri, þegar Viðreisnarstjórnin tók við völdum, markaðsmálin og raforkumálin, svo nokkurra sé getið. Allir muna hvernig aðkom- an var, þegar svonefnd Vinstri stjórn, undir forystu' Framsóknarflokksins, hrökkl- aðist frá völdúm. Það var miklum erfiðleikum bundið að ré.tta málin við. Lánasjóðir landbúnaðarins voru gjald- þrota og skulduðu tugi mill- jóna fram yfir eignir. Það hlaut því að verða eitt höfuð- verkefni Viðreisnarstjórnar- innar að byggja þessa sjóði upp með þeim hætti, að þeir gætu leyst það hlutverk af hendi, sem þeim var ætlað. Við hljótum að stefna að aukinni ræktun- og alhliða uppbyggingu í landbúnaði. í fjárhagsáætlun ríkisstjórnar- innar er ger.t ráð fyrir, að var ið verði mun meira fjármagni til landbúnaðar á næstu þrem ur árum en gert var ráð fyrir í áætluninni, sem Stéttarsam- band bænda lét gera. í því lýsir sér ánægjulegur skiln- ingur á þörfum íslenzks land- búnaðar. Þá má geta þess, að framleiðslu- og búskapar- aukning hefur verið meiri 2— 3 síðustu árin en áður hefur verið. BÍÐA ÚRLAUSNAR lVlÖEg verkefni bíða úrlausn- ■LT'1' ar í landbúnaðarmálum, sum eru í deiglunni. Af þeim þarf að vinna og skila þeim örugglega í höfn. íslenzkur landbúnaður er einn af undir- stöðuatvinnuvegum íslenzku þjóðarinnar. Hann verður að treysta og efla. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt, að hún hefur fullan hug á því að leysa þá erfiðleika, sem við hafa blasað. Ef sanngirni og skilningur verða yfirsterkari óvild og tillitsleysi er enginn vafi á, „að úr því verður far- sællega bætt sem enn þarf úrbóta við. Bændur vita, að núverandi ríkisstjórn stendur vörð um hagsmunamál þeirra og standa því sjálfir fast um stjórnina og stefnu hennar í landbúnaðarmálum. Fáir hafa lýst betur mikil- vægi íslenzks landbúnaðar fyrir þjóðinni en núverandi landbúnaðarráðherra. Hann sagði í blaðaviðtali ekki alls fyrir löngu, og er hollt að minnast þeirra orða nú, þegar aðalfundur Stéttarsambands bænda stendur yfir, að rækt- ur UTAN ÚR HEIMI Lendir Korsika í braskarahöndum ? ÞESSI Miðjarðarhaíseyja, sem Frakkar kalla „L,a Corse“ hef- ur ekki krafizt mikils rúms í landafræðibókunum, <Jg í mannkynssögunni er hennar einna helzt getið fyrir það, að Napoleon fæddist þar og íbú- arnir hafa til skamms tamið sér þann sið íslenzkrar sögu- aldar að koma fram blóð- hefndum. — Hin korsíkanska VENDETTA hefur öldum saman verið talin sjálfsögð, og yfirleitt er fólkið fastheldið á fornar venjur, enda hefur flest staðið í stað hjá eyjar- skeggjum, sem eru kringum 300.000, en stærð eyjarinnar 8700 ferkm. Hún er láglend að austan en annars f jalllendi og hæstu tindarnir mun hærri en Hvannadalshnjúkur. En nú er svo að sjá, að úti sé friðurinn á Korsíku og að útlendir auðmenn og spekúl- antar séu að leggja hana und- ir sig. Því er sem sé spáð að Korsíka verði innan skamms eftirsóttari skemmtiferðastað ur en Mallorca, og að þar verði enginn friður fyrir út- lendingum nema helzt í mýr- unum á austanverðri eyjunni, sem er einn rólegasti blettur- inn í heimi. Þegar stjórnin setti upp fangelsi þar taldi hún enga þörf á að hafa það rammbyggilegt. Þar eru engir járnrimlar fyrir gluggunum, fangarnir vinna 8 tíma á dag við að grafa skurði í mýrinni en fá að leika lausum halda utan vinnutímans. Samt hafa ekki nema 5 strokið þaðan þessi ellefu ár sem fangelsið hefur verið notað, og mundi það þykja smámunir á Litla- Hrauni. Ýmsir franskir bændur, sem hypjuðu sig frá Alsír þegar Frakkar slepptu landinu, sett- ust að á Korsíku. En þeir eru fremur illa séðir. Þeir fengu miklu meiri uppskeru en hin- ir bændurnir, sem aldrei höfðu kært sig um að afta meir en svo, að þeir hefðu of- an í sig. En þó þótti annar gestur verri. Það var gríski skipakóngurinn Niarchos. — Hann keypti í félagi við amer- iska spekúlanta stórt land- svæði kringum Cap Revelata og er nú að' byggja þar höfn fyrir lystiskip, spilavíti og gríðarstór lúxushótel. Á norðanverðri Korsíku hafa Rotschildarnir keypt geysimikið kjarrskógaflæmi milli Calvi og Bastia og byggja höfn og leggja vegi um þetta land, sem þeir ætla að gera að allsherjar-skemmti- svæði fyrir túrista. Og víðar hafa útlendingar hremmt smærri spildur. Fyrir nokkrum árum var hægt að kaupa góða bújörð á Korsíku fyrir lítið fé, en nú eru niður- níddar smájarðir seldar fyrir geypiverð. En það getur samt verið varhúgavert fyrir útlend inga að kaupa jarðir á Kors- íku. Þar hefur jafnan verið lítið um skriflega samninga, enda kvað ekki vera nema einn málaflutningsmaður þar. Getur farið svo að nýr eigandi fái heimsókn Korsíkumanns, sem sannar honum, að hann sé réttur eigandi jarðarinnar, sem hinn er nýbúinn að kaupa. unin væri „sá höfuðstóll sem er ekki aðeins undirstaða landbúnaðarins, heldur einn- ig sameign alþjóðar og trygg- ir afkomu landsmanna, ekki síður en hin góðu fiskimið umhverfis landið. Að breyta afréttarlandi í ræktuð svæði er nokkuð svipað því og færa út landhelgina. Vitundin um þetta hefur leiðbeint ríkis- stjórninni í sambandi við efl- ingu lánasjóða landbúnaðar- ins og uppbygging og áfram- haldandi þróun í landbúnað- armálum“. GÖDUR GESTUR P'óður gestur hefur gist ís- ^ land undanfarna daga. Það er Hans Lenz, vísinda- málaráðherra Vestur-Þýzka- lands. Þekkir hann vel til landsins, þar sem hann stund- aði hér nám við Háskóla ís- lands ungur maður fyrir um 30 árum. Vonandi verður heimsókn hans hingað til lands til þesá, að efld verði samvinna íslands og Vestur- Þýzkalands í vísindamálum. Er enginn vafi á því, að við íslendingar getum notið mik- ils góðs af nánari tengslum við Vestur-Þjóðverja og margt lært af þeirri reynslu, sem þeir hafa aflað sér á sviði vísinda. Ekki verður það vefengt, að Vestur-Þýzkaland er glæsilegt dæmi um öflug vísindi og öra tækniþróun. íslendingar bjóða Hans Lenz velkominn á gamlar slóðir og óska þess að dvöl þeirra hjóna og dóttur þeirra megi verða þeim minnisstæð. Ummæli þau, sem ráðherr- ann hefur látið frá sér fara og birt hafa verið hér í blað- inu sýna svart á hvítu, að ís- land á góðan vin og hauk í horni, þar sem vísindamála- ráðherra Vestur-Þýzkalands er. — Sjópróf vegna hvarfs Þorleifs Sigurb j ör nssonar YFIRHEYRSLUR vegna hvarfs Þorleifs Sigurbjörnssonar 2. matsveins á togaranum Þorkeli mána fóru fram í sjórétti í gær. Fyrir réttinn komu skipstjóri 1. stýrimaður, loftskeytamaður, 1. matsveinn og tveir hásetar. Fram kom, að Þorleifur hafði farið með skipsfélögum sínum á kvikmyndasýningu í Hull skömmu áður en skipið fór það- an áleiðis til Reykjavíkur. Var hann þeim samferða um borð. Skipið lagði frá landi hálfri stundu eftir miðnætti og sást Þorleifur um borð kl. 2 en var saknað klukkustund síðar. Há- seti sem var á vakt í brúnni fór niður til að fá lánaða búr- lykla' hjá Þorleifi en fann þá hvergi. Var skipinu þá snúið við og leitað í klukkutíma án þess að það bæri nokkurn árangur. Byrjað að æfa ballethljóm- sveitina UM MIÐNÆTTI í nótt var vænt anlegur til landsins hljómsveitar stjórinn Arne Holmboe, sem mun stjórna hljómsveitinni, sem leikur undir hjá danska ballettin um á sýningunum í Þjóðleikhús- inu í næstu viku. Mun hann byrja æfingar með 30 hljómlist armönnum úr synfóníuhljómsveit inni í dag. En ballettarnir sem dansaðir verða eru 5 talsins. Dansararnir, 68 talsins þar á meðal hinn frægi dansari Erik Brun, koma á sunnudagskvöld með leiguflugvél frá Flugfélagi íslands. En farangurinn, sem vegur 17 lestir, er á leiðinni með Gullfossi. Frumsýning ballettsins verð- ur á þriðjudagskvöldið 10. sept, — Skák Framh. af bls. 11 hér um að ræða þjálfun samfara góðu skákauga. 26. Hbfl Hal 27. Rcl Rb5 Eftir 27. — Hf8; 28. Bh3 er svartur í erfiðleikum vegna hót- unarinnar Be6. 28. HxF7 Dxf7 29. Hxf7 Kxf7 30. Bfl Rd4 31. Kg2 Rf5 32. Bd3 Kg7 33. Bxf5 gxf5 34. Dd3 Hf8 35. Bd2 f4 36. Kf3 Ha7 37. De4 Ha3 38. Dc4 Ha7 39. Dc2 He7 40. Rd3 Dd4 41. Dc4 Hótar Rxb4 og ef c5xb4. þá hangir 41. — Be3 42. Bxe3 Hxe3t 43. Kf2 Hh3 44. Kgl IIÍ'5 45. De4 Hxg5t 46. Kfl Hg6 47. Rxf4 Hf6 48. Kg2 gefið. Ingi R. J i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.