Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 2
*
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 17. sept. 1963
Ok með 100—120 km. hraða
Lögreglan eltist
við ökuníðing
A LAUGARDAGSNÓTTINA
komst ReykjavíkurlögTegian í
kast við einn versta ökuníðing,
sem hún hefur þurft að elta, enda
ók hann svo hratt, ávallt á
100—120 km hraða, að ekki þótti
óhætt að ná honum og slapp
hann þrívegis, en bíllinn fannst
heima hjá eigandanum á sunnu-
dagskvöld. Sannaðist að hann
hefði ekið honum á laugardags-
nótt og stúlka verið farþegi hjá
Brottför
UM KL. 11 í gærkvöldi fór
.Lyndon B. Johnson, varafor'
'seti Bandaríkjanna frá
i Reykjavíkurflugvelli áleiðis'
'til Keflavíkurflugvallar með
flugvél frá bandaríska flug j
hernum, en þar beið hans'
þota sú, sem flytja átti hann!
og fylgdarlið hans til Wash- {
ington.
Varaforsetinn, frú hans(
{ og dóttir kvölddu gestgjafa
sína mjög innilega. Johnson
,kyssti forsetafrúna, Dóru
Þórhallsdóttur, á kinnina,
þrýsti hönd forseta íslands, c
herra Ásgeirs Ásgeirssonar og
forsætisráðherra, Ólafs Thors
'Og gekk síðan upp í flugvél
ina, sneri sér við og veifaði.
, Dundi þá við lófaklapp mann'
fjöldans, sem þarna var sam
,an kominn.
Dóttirin, Lynda Bird, kom
á flugvöllinn ásamt nokkrum
af þeim, sem snætt höfðu
með henni kvöldverð í
Nausti. „f>ú verður að koma
seinna og fá meiri hákarl",
sagði einhver. „Minnstu ekkii
á hákarlinn“, sagði Lynda.
'Bird, „en næst þegar ég kem i
ætla ég að borða vel af súrs |
.uðum hval“.
honum. Var hann sviftur öku-
réttindum til bráðabirgða þar til
dómur fellur.
Á laugardagsnóttina um 2 leyt-
ið urðu lögreglumenn varir við
lítinn 5 manna bíl, sem ók á
100—120 km. hraða á Hverfis-
götu, Laugavegi og. þvergötum.
Eltu þeir hann en á Snorrabraut
ók hann yfir á rauðu ljósi, en
lögreglumenn töldu of hættulegt
að elta hann þar yfir í þeirri
umferð sem var. Misstu þeir þvi
af honum.
Skömmu seinna varð annar
lögreglubíll var við þennan bíl
á ofsahraða á Hafnarfjarðarvegi.
Sá lagði ekki í að aka yfir 120
km. hraða í myrkrinu og um-
ferðinni þarna og missti af hon-
um suður í Hafnarfjörð. Var leit-
að þar í kring, en án árangurs.
Tveimur tímum síðar komust
lögreglumenn í þriðja lögreglu-
bílnum í tæri við ökuníðinginn.
Þurftu þeir að snúa við til að
geta elt hann og misstu því af
honum. Lögreglumennirnir kom-
ust aldrei nógu nálægt bílnum,
til að sjá númerið á honum, en
höfðu góða lýsingu á honum.
Þetta er lítill bíll, sérstaklega
byggður fyrir hraðan akstur.
Á sunnudagskvöld fundu þeir
bílinn heima hjá ökumanni. Eftir
langar yfirheyrslur og eftir að
leidd höfðu verið vitni, játaði
hann að hafa ekið bíinum í um-
rædd skiptL
Velta á
Vaðlaheiði
AKUREYRI, 16. sept. — Skoda
fólksbíll frá Akureyri lenti út
af Vaðlaheiðarvegi hjá Veiga-
stöðum síðdegis í gær og valt.
Fernt var í bílnum, 3 konur og
fjögurra ára drengur og sakaði
fólkið lítið sem ekkert. Bíllina
er mikið skemmdur. — Sv. P.
Frelsi, mannrétt-
indi og mannhelgi
eru ís/. þjóðinni meira virði en lífið sjálft
VARAFORSETI Bandaríkj-
anna Lyndon B. Johnson kom
i morgun í heimsókn í Stjórn
arráðið og átti viðræður við
ríkisstjórnina.
Eftir að forsætisráðhesrra
hafði boðið varaforsetann vel
kominn og lýst ánægju yfir
heimsókn hans, þá hófust al
mennar umræður og gjörði
varaforsetinn meðal annars
grein fyrir höfuðatriðum í
stefnu Bandaríkjanna í al-
þjóðamálum. í því sambandi
lagði hann megináherzlu á,
að ÖU viðleitni Bandaríkj-
anna miðaði að eflingu frels
is og varðveizlu friðar í heim
inum. Vék varaforsetinn að
síðustu viðburðum í þróun al-
þjóðamála, þá.m. þeim von-
um, sem tengdar væru við
samninginn um takmarkað
bann við tilraunum með kjarn
orkusprengjur, sem hann
taldi að væri merkilegt spor
í áttina til að bæta sambúð
þjóðanna og koma í veg fyrir
styrjöld, þótt eigi mætti sýna
of mikla bjartsýni eða bráð
læti.
Úr veizlu ríkisstjórnarinnar á Hótel Borg í gærkvöldi: Við háborðið sjást talið frá vinstri:
Hirschfeld sendiherra, frú Rósa Ingólfsdóttir, forseti Islands, Ásgeir Ásgeirsson, .frú Ingibjörg
Thors, forsætisráðherrafrú, forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir. Á bað við þau er bandaíski fáninn
með 50 stjörnum, gerðum úr lifandi blómum.
Fyrsta þjóðin til að viður-
kenna íslenzka lýðveldið
Frá kveðjuveizlu forsætisrádherra fyrir
Lyndon B. Johnson varaforseta
Næst vék varaforsetinn að
samskiptum bandarísku og ís
lenzku þjóðanna og þakkaði
að Iokum islenzku stjórninni
og þjóðinni fyrir ánægjulegt
samstarf og framlög íslend-
inga til að vemda frelsi og
frið í heiminum.
Forsætisráðherra vék fyrst
að því, að einnig hér á íslandi
hefði samningurinn um tak-
markað bann við tilraunum
með kjarnorkusprengjur, sem
íslendingar hefðu gerzt aðil
ar að, vakið ánægju og vonir
um áframhaldandi batnandi
sambúð þjóða heimsins. Þá
ræddi hann í stórum dráttum
sambúð beggja þjóða frá ís-
lenzku sjónarmiði og þakkaði
síðan Bandaríkjunum velvild
í garð íslendinga og aðstoð
þjóðinni til handa og gat þess,
að lokum, alveg sérstaklega,
að framlag íslands til sameig
inlegra varna hins vestræna
heims byggðist á því, að
frelsi, mannréttindi og mann
helgi væru islenzku þjóðiuni
meira virði en sjálft lífið.
(Frá Forsætisráðuneytinu)
LOKAÞÁTTURINN í heim
sókn varaforseta Bandaríkj-
anna, Lyndon B. Johnson,
hingað til lands í gær, var
kvöldverðarboð, sem Ólafur
Thors, forsætisráðherra og
frú hans héldu fyrir varafor
setann í gærkvöldi. Var það
haldið að Hótel Borg og
skyldi hefjast kl. 7,30, en
vegna margvíslegra anna
varaforsetans kom hann
ekki fyrr en kl. 7,50 til boðs
ins. Var hótel Borg fagur-
lega skreytt og fór öll veizl
an hið bezta fram. Kl. 7,50
gengu varaforseti Bandaríkj
anna og Ólafur Thors, for-
sætisráðherra, í salinn. Leiddi
varaforsetinn frú Ingibjörgu
Thors, forsætisráðherrafrú
til borðs, en forsætisráðherra
frú Lady Bird Johnson. Eft-
ir að sezt hafði verið til borðs
reis forsætisráðherra úr sæti
og mælti m.a. á þessa Ieið:
Úr ræðu Ólafs Thors.
Herra varaforseti, frú John-
son. Mér þykir sérstaklega á- j
nægjulegt að þjóða ykkur vel-
komin hingað, þar sem aðeins |
fáir af hinum íslenzku vinum
þjóðar ykkar eru saman komn-
ir. Við hörmum aðeins að þetta
er kveðjusamkvæmi, þar sem
mikilvægar skyldur heima
kalla ykkur til Washington. Við
skiljum það engu að síður
vegna þess, að við gerum okkur
ljós hin mörgu vandamál, sem
hljóta að vakna í ykkar stóra
landi og meðal ykkar 200 millj.
manna þjóðar, sem á svo
skömmum tíma hefur þurft að
takast á herðar margar
þungar byrðar og forystu í al-
þjóðamálum. íslenzka þjóðin er
þakklát fyrir vináttu ykkar
miklu þjóðar á síðustu árum og
við munum aldrei gleyma, að
-þið Bandaríkjamenn voruð fyrsta
þjóðin til þess að viðurkenna
rétt okkar til þess að endur-
reisa lýðveldi okkar. Við von-
um einnig, að vaxandi vinátta
muni ríkja milli landa okkar
undir fána lýðræðis og frelsi.
Leyfist mér einnig, herra vara-
forseti, að segja yður, að þér er
uð sérlega velkominn gestur til
lands okkar, ásamt yðar glæsi
legu frú.
Herrar mínir og frúr“, sagði
Ólafur Thors, forsætisráðherra
að lokum. „Má ég biðja yður að
rísa úr' sætum og minnast banda
rísku þjóðarinnar og forseta
Bandaríkja Norður-Ameríku“,
Undir borðum skiptust vara-
forseti Bandaríkjanna og Asgeir
Ásgeirsson, forseti íslands, á
Lyndon B. Johnson, varafor-
seti Bandaríkjanna, leiðir frú
Ingibjörgu Thors til borðs I
veizlu rikisstjórnarinnax á
Hótel Borg.
myndabókagjöfum. Gaf Lyndon
B. Johnson forseta íslands fyrst
myndalbúm, en síðan afhenti
forseti íslands varaforsetanum
myndabók, þar sem gat að
líta myndir frá heimsókn hana
hingað til lands í gær. Undir
lok kvöldverðarins flutti Lynd-
on B. Johnson, varaforseti, stutta
þakkarræðu, þar sem hann
komst m.a. að orði á þessa leið*
Margt að þakka.
Ég hef margt að þakka við
brottför mína frá íslandi. Ég
hef fengið hér einkar hlýlegar
móttökur. Þessi heimsókn mín
til íslands er lokaþátturinn i
heimsókn til Norðurlanda. Hún
skilur eftir margvíslegar endur
minningar um hið lýðræðislega
skipulag hinna norrænu þjóða.
Fundurinn í Háskólabíói í dag
var hinn ánægjulegasti og ég
verð að segja, að heimsókn mín
til íslands er meðal hinna eftir
minnilegustu, sem ég man. Kon
an mín hefur sagt mér af ferð
sinni út í sveitina og mér er
kunnugt um að hún hefur átt
þar mjög ánægjulegan dag. Dvöl
dóttur minnar meðal íslenzkrar
æsku hefur einnig verið hin hugð
næmasta. Öll hefur þessi heim-
sókn verið skemmtileg og gleði
leg. Mér mun verða það mikii
ánægja að gefa forseta Banda-
ríkjanna skýrslu um heimsókn
mína til Islands. Bandaríkja-
menn og íslendingar eiga sam-
eiginlegar hugsjónir, sameigin-i
legar hugmyndir um frelsi og
frið. Þjóðir okkar stefna að sam
eiginlegu takmarki og það er
mér mikið fagnaðarefni að geta
sagt við ykkur að skilnaði, að
ég fer héðan fullur fagnaðar, eft
ir að hafa kynnzt hinni dásam-
legu og frelsiselskandi íslenzku
þjóð. Ég þakka forsætisráðherra
íslands og ykkur öllum frábærar
móttökur og bið ykkur að nor-
rænum sið að drekka skál ís-
lenzku þjóðarinnar.
Ræðu Lyndon B. Johnsons,
varaforseta Bandarikjanna var
tekið af miklum fögnuði. Var
staðið upp frá borðum kl. rúm-
lega 10 og um kl. hálf ellefu
fór varaforsetinn úr samkvæm-
inu og flaug suður til Keflavílc
urflugvallar, en þaðan hélt hana
skömmu siðar vestux um haf.