Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ f»riðjudagur 17. sept. 1963 „Oskandi að ég gæti tekið regnið DÓTTIR varaforsctalijón- anna, Lynda Bird, kom í Háskóla íslands kl. 12,30 í gær. Eins og kunnugt er var upphaflega gert ráð fyrir að henni gæfist kost- ur á að synda í Sundlaug Vcsturbæjar fyrir liádegið, en þar sem flugvél varafor- setans var á eftir áætlun og dagskrá heimsóknarinn- ar fór nokkuð úr skorðum fyrir hádegið, var horfið frá því ráði. Þess í stað var færður til fundur hennar með háskólastúdentum, sem átti að vera síðdegis. Stundarfjórðungi fyrir há- degi hafði móttökunefnd stúd- enta tekið sér stöðu í anddyri Háskólans undir forystu Jóns E. Ragnarssonar, stud. jur. Biðu viðstaddir þess í ofvæni, að bifreið Lyndu Bird sæist koma akandi niður Hring- brautina frá Bessa^töðum. Voru uppi miklar getgátur um bílana, sem sáust nálgast Háskólann, en mönnum kom jafnan saman um, að- þeir væru of óhreinir eða æi/ju of hratt og með ólíkindum að Lynda Bird væri meðal far- þega. Á hádegi tóku stúdeniar að óttast um afdrif ungfrúar- innar og hringdu til lögreglu- sopa með snittunum, sem á boðstólum voru. Lynda drekk ur hvorki kaffi né te, þaðan af síður áfengi, því að móðir hennar hefur ráðlagt henni eindregið að halda sig frá slík um drykkjum, sem dóttirin segir að séu skaðlegir heilsu manna. Hvar sem Lynda fór um í gær, sýndi hún mikinn áhuga á því, sem fyrr augu bar. í Háskólanum voru henni sýnd- ar nokkrar gamlar bækur, m.a. Gráskinna og Guðbrands biblía, og fylgdist hún með af mikiiii athygli. í Háskólanum átti hún og samtöl við stúdentana og spurði þá margs um kennslu- fyrirkomulag og lif háskóla- stúdenta almennt. Hún er nem andi í Texas-háskóla og hefur lagt stund á mannkynssögu, aðallega fornaldarsögu, auk þess sem hún hefur numið ensku sem aukanámsgrein. Mun hún hefja nám aftur við skólann á mánudaginn kemur, og aðspurð sagðist hún vonast til að geta tekið lokapróf eft- ir tvö ár. — Að skilnaði af- hentu stúdentarnir henni lít- inn rokk að gjöf. ★ Þegar heimsókninni í Há- skólann var lokið, hélt Lynda Bird ásamt fylgdarliði sínu, Hrefnu Harðardóttur, frú Betner, Styrmi Gunnarssyni, Gunnari Gunnarssyni og Sig- urði Gissurarsyni, upp í Þjóð- leikhúskjallara, en þar hafði hún boð inni fyrir 20 gesti, ís- lenzk ungmenni, er dvalizt hafa í nemendaskiptum í Bandaríkjunum á vegum Am- erican Field Service. Var hún með afbrigðum frjálsleg við matarborðið og sagði gestum sínum skrítlur frá Texas, sem hún bjóst þó við að öllum' væru kunnar. Þá ræddi hún mikið um ferð sína til Norðurlandanna og sagðist hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn, er legðu leið sína þangað, myndu safna á sig fitu, því Höggmynd Asmundar, Sonatorrek, skoðaði Lynda Bird með mikilli athygli* er hún heimsótti listamanninn eftir hádeg- ið í gær. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Lynda Bird ásamt Asmundi Sveinssyni og fylgdarliði sínu. fara þangað aftur. Tíminn hefur verið okkar aðalkeppi- nautur á þessu ferðalagi og einhvern tíma verð ég að heimsækja öll þessi lönd aft- ur, þegar betra tóm gefst til. Öllum frítímanum varði ég til að skrifa póstkort. Ég sendi um 50 kort frá Kaupmanna- höfn“. í lok hádegisverðarboðsins í Þjóðleikhúskjallaranum sagði Lynda Bird nokkur orð og talaði af hreinskilni um kynþáttavandamálið í Banda- ríkjunum, en sagðist taka það fram, að hér væri um persónu an vilja geta flutt eitthvað af því heim með sér til Texas. „Þar biðjum við til guðs um að rigni á morgun“, sagði hún. ★ Uppi í Árbæ afhenti Lárus Sigurbjörnsson henni brúðu í íslenzkum búningi við upphaf heimsóknarinnar . þangað Sagði Lynda systur sína hafa mikið dálæti á brúðum og myndi sú íslenzka áreiðan- lega' gleðja hana mjög, því að Lucy, sem er 16 ára gömul, situr heima meðan Framh. á bls. 17 ,>^.r riT» » irr\rriiiVM~rirrrrror~'*T* i'~if~*T^ ^ir 'T* ‘-i*1 legar skoðanir hennar að ræða, en ekki opinbera stefnu Banadaríkjastjórar „þó að svo vilji til, að faðir minn starfi á hennar vegum“, eins og Lynda orðaði það. Tók Lynda síðan á móti gærpskinni og Sindrastól að gjöf, sagði að vinkonurnar í heimavist háskólans síns myndu áreiðanlega dauðöf- unda hana, þegar hún kæmi þangað með þessa muni. „Kannski get ég einhvern tíma vafið gærunni um mig — þegar ég fer að heimsækja mörgæsirnar á Suðurskauts- landi til að mynda“. ★ Lynda Bird hélt síðan ásamt föruneyti inn í Kúlu Ásmundar Sveinssonar, mynd höggvara. Tók listamaðurinn þar á móti henni ásamt frú sinni. Skoðuðu gestirnir fyrst verkin í sýningarsal Ásmund- ar og hafði Lynda margs að spyrja sem annars staðar. Úti á lóðinni skoðaði hún gaum- gæfilega höggmyndirnar af Þór, og myndina Sonatorrek. Ingrid, kona Ásmundar, sagði Lyndu frá Agli Skalla-Gríms- syni við þetta tækifæri og þeim atburðum er leiddu til þess að hann orti hið fræga kvæði sitt. Listamaðurinn stóð álengd- ar og kinkaði kolli við þvi, er kona hans sagði. Vildi hann þó láta þess sérstaklega getið að hann væri af Agli kominn, „eins og við erum kannski allir íslendingar“, sagði Ásmundur og hló við. Leiðin lá svo inn í vinnu- stofu Ásmundar. Fékk Lynda að velja úr litlum afsteypum af verkum myndhöggvarans og fyrir valinu varð „Kona í snjóstormi". Viðdvölin hjá Ásmundi varð ekki lengri, því að nú var lagt af stað upp að Árbæ. Úrhellisrigning varð um þetta leyti og var Lynda hulin bak við regnhlífar fylgdarmanna sinna. Féll henni vel við is- lenzka regnið og sagðist gjarn ykkar með til Texas“ sagði Lynda Bird Johnson í Reykjavík a gær unnar og spurðust fyrir um komu hennar. Var þeim svar- að að Lynda Bird væri senni- lega að synda í Vesturbæjar- lauginni. En kl. tuttugu mínútur yfir tólf kom Bynda Bird akandi að Háskólanum í svartri Mer- cedes Benz bifreið, sem er í eigu vegamálastjóra. Með bókasafnsins. Var henni síðan sýndur skólinn og í hátíða- salnum lék Guðjón Guðjnós- son, guðfræðinemi, eitt lag á orgel. Þegar Lynda Bird hafði skoðað sig nokkuð um, var haldið til kennarastofunnar, þar sem veitingar voru fram bornar. Lynda þáði aðeins gos drykk, en aðrir fengu sér kaffi að maturinn og bakkelsið í þessum löndum væri svo stórkostlegt, að hún hefði þurft að hafa sérstakan hemil á sér varðandi matarræðið. „Veðrið hefur verið með eindæmum gott á þessu ferða lagi, við höfum komið með sól skin með okkur, þar sem það hefur ekki verið þegar fyrir 1 kennarastofu Háskólans. Lynda Bird með háskólastúdentum. henni í bifreiðinni var frú Betner, sem fylgdist með Lyndu Bird allan tímann, sem íslandsdvöl hennar stóð yfir. Móttökunefnd stúdenta gekk að bifreið ungfrúarinnar og Kagnheiður Briem færði henni fagran blómvönd. Þegar gesturinn hafði heilsað við- stöddum, gekk hún um and- dyrið og Jón E. Ragnarsson benti henni á birjóstmynd Jóns Sigurðssonar yfir anddyri hendi, sagði Lynda. En hér á íslandi brást okkur bogalist- in. Hvað munu íslendmgar eiginlega halda um okkur?“ í fyrrakvöld var Lynda sem kunnugt er stödd í Kaup- mannahöfn og hafði hún orð á því, hversu stórkostlegar flugeldasýningarnar hefðu verið í Tívolí. „Ég var að aka þar framhjá út á flugvöll og bað sérstak- lega um leyfi til að fara út og horfa á þetta undur. Tím- inn var því miður ekki næg- ur og þess vegna verð ég að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.