Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 23
Þriðjuctagur 17. sept. 1963
MORGUNBLAÐID
23
ílaður og reif-
ur vuruforseti
Frá komu Lyndon B. Johnson til
Keflavikurflugvallar og heimsókninni
til Bessastaða
UM 700—800 manns voru sam
an komnir fyrir utan Hótelið
á Keflavíkurflugvelli til þess
að fagna komu Lyndon B.
Johnson, varaforseta, í dynj-
andi rigningu í gærmorgun.
Á flugvellinum voru mættir
Guðmundur í. Guðmundsson,
utanríkisráðherra, Björn
Ingvarsson, lögreglustjóri á
Keflavíkurflugvelli, Penfield,
sendiherra Bandarikjanna,
Thor Thors, sendiherra ís-
lands í Washington, Buie, að-
míráll á Keflavíkurflugvelli
og konur þeirra.
Eins og kunnugt er varð lið-
lega klukkutíma seinkun á komu
varaforsetans hingað, en það mun
stafa af skekkju á útreikningi
flugtíma frá Kaupmannahöfn.
Skömmu áður en flugvél vara-
forsetans lenti var gott veður
í Keflavík og þurrt, en síðan
gerði mikla skúr, sem stóð enn er
flugvél Johnsons renndi upp að
flugstöðvarbyggingunni um 15
mín. fyrir kl. 11. Eins og fyrr
getur vóru þar alls um 700—800
manns, aðallega Bandaríkjamenn
og þeirra nánustu, þar á meðal
260 böm úr gagnfræða- og barna-
skóla flugvallarins.
Vegna rigningarinnar gengu
utanríkisráðherra og móttöku-
nefnd um borð í flugvélina, sem
er af gerðinni Boeing 707, og
buðu Johnson velkominn til is-
lands. Nokkru síðar birtust vara
forsetahjónin og dóttir þeirra í
dyrum flugvélarinnar, og voru
þau ákaft hyllt af viðstöddum, og
þá einkum af bömunum.
Við flugvélina flutti Johnson
stutt óformlegt ávarp. — Benti
hann í átt til Reykjavíkur, þar
eem sól var, og sagði: „Jæja, við
sjáum að það er sólskin þarna
fyrir handan, og við vitum að
sólin á eftir að láta sjá sig hér“.
Vart hafði varaforsetinn hafið
svo ræðu sína en birti til í
lofti og rigningin hætti að heita
alveg á meðan hann stóð við á
flugvellinum, en í sömu andrá
og hann settist inn í þyrluna,
sem flutti hann til Bessastaða,
tók að rigna eins og hellt væri
úr fötu á ný.
í ávarpi sínu þakkaði vara-
forsetinn móttökurnar á flug-
vellinum og bætti síðan við: „En
nú ætla ég að heilsa upp á þetta
ágæta fólk, sem hefur staðið hér
í rigningunni og beðið okkar“.
Að svo mæltu stikaði hann í
áttina til fólksfjöldans, og í
sömu andrá hóf lúðrasveit sjó-
hersins að leika lagið „The Eyes
of Texas Are Upon You“. Hóf
hann síðan að taka í hendur
fólks, ræða stuttlega við það
og safnaðist brátt mikil þröng
umhverfis hann. Mikla kátínu
vakti er Johnson hrópaði: —
„Skyidi nokkur frá Bandaríkj
unum vera hér!“
Varaforsetinn lék á als oddi
og virtist óþreyttur með öllu
eftir ferðalagið. Smitaði hin ó-
svikna kátína hans frá sér strax
á fyrstu mínútum heimsóknar
irmar, svo sam Reykvíkingar
fengu að kynnnast nokkru síð-
ar.
Þröngin umhverfis Johnson
var að lokum orðin svo mikil
er hann hóf að útbýta aðgöngu-
miðum að stúku varaforseta í
bandarísku öldungadeildinni —
að sjálfsögðu með eiginhandar
áritun — að við sjálft lá að til
vandræða horfði. Setti þá Buie,
aðmiráll, yfirmaður Varnarliðs
ins, hendur á munn sér og hróp
aði: „Víkið úr vegi —•' víkið úr
vegi“. Komst Johnson þá brátt
út úr þvögunni, og gekk að ann
arri af tveimur þyrlum, sem
fluttu hann og fylgdarlið til
Bessastaða.
í aðra þyrluna settist vara-
forsetinn, og kona hans, utan
ríkisráðherra og frú, og Penfield
sendiherra. Hin þyrlan flutti
ungfrú Johnson, frú Penfield og
Thor Thors, sendiherra og frú.
Hófu þyrlurnar sig á loft á mín-
útunni kl. 11.00.
Laust eftir kl. 11.20 komu er
lendu gestirnir til Bessastaða.
Gert hafði verið ráð fyrir, að
þyrlurnar, sem gestina báru,
myndi bera að garði nokkru
fyrr. Sakir seinkunar þotu vara
forsetans, varð þó ekki af þvL
Forsetahjónin, herra Ásgeir
Ásgeirsson og frú Dóra Þórhalls
dóttir, tóku á móti gestunum á
Bessastöðum. Barnabarn forseta
hjónanna, Sólveig Þórhallsdóttir,
færði gestunum blóm.
Síðan var gengið í stofu. Þar
færði forseti íslands varaforseta
Bandaríkjanna fagra gjöf, silfur
likan af drykkjarhorni, sömu
gerðar og gert er ráð fyrir, að
Leifur Eiríksson hafi haft með
sér, er hann fór ferðina sögu-
legu til Vínlands.
Lyndon B. Johnson fór þakk
arorðum um gjöfina, og færði
síðan hr. Asgeiri Ásgeirssyni
gjöf, sem fáum hefur hlotnazt
til þessa.
Aðeins fimm menn I heimin
um munu hafa hlotið þessa gjöf,
á undan forseta Islands.
Gjöfin er landakort í fögrum
viðarbúnaði. Framan á viðarum
búðunum getur að líta kort af
heiminum. Þegar opnað er, get
ur að líta kort af öllum löndum
heims.
Þessi gjöf hefur aðeins hlotn-
azt fimm mönnum áður: Win-
ston Churchill, Roosevelt, for-
seta, Páfanum, Noregskonungi
og Svíakonungi. Má gjöfina til
marks hafa um vináttuþel Banda
ríkjamanna í garð íslendinga.
Frá Bessastöðum héldu gest-
imir til Reykjavíkur. í bifreið
varaforsetans voru utanríkisráð
herra, Guðmundur í. Guðmunds
son, og ambassador Bandaríkj-
anna, Mr. Penfield. Farið var
nokkuð hratt yfir, en varafor-
setinn hafði samt orð á skemmti
legu umhverfi og útliti bygg-
inga á leiðinni.
Á ferðinni kom Mr. Johnson
auga á íslenzka hesta, og kom
þá í ljós, að hann vissi allt um
stærð íslenzkra hesta, einkenni
þeirra og hæfileika. Var það
ekki í eina skiptið í gær, sem
varaforsetinn kom á óvart með
staðgóðri þekkingu sinni á
landi, þjóð og staðháttum.
Varaforsetinn í hópi landa sinna við komuna til Keflavíkurflugvallar í gær. Sem sjá má lék
hann á alls oddi, ýtti hattinum aftur á hnakka og pataði mikið með höndunum.
. (Ljósm. Heimir Stígsson).
Boðsgestir á Hótel Borg
Crestir í kvöldverðarboði ríkis-
gtjórnarinnar fyrir Lyndon B. John-
son, varaforseta, og frú hans á Hótel
Borg í gærkvöldi:
Fyrir miðju háborðinu sátu vara-
forsetahjónin, Lyndon B Johnson og
frú hans. Við hægri hlið frúarinnar
*at Ólafur Thors, forsætisráðherra,
þá forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir,
Guðmundur í. Guðmundsson, utanrík-
isráðherra, frú Hirsehfeld, Bjarni Bene
diktsson, ráðherra, frú Penfield. Til
hægri fná varaforsetanum sátu: frú
Ingibjörg Thors, forseti íslands, Ásgeir
Ásgeirsson, frú Rósa Ingólfsdóttir.
Hirschfeld sendiherra, frú Sigríður
Björnsdóttir, James Penfield sendi-
herra, frú Guðfinna Sigurðardóttir.
Aðrir gestir voru:
Ingólfur Jónsson, ráðherra, frú
Guðrún Vilmundardóttir, Thor Thors
eendiherra, frú Eva Jónsdóttir, Ey-
glemn Jónsson, fv. ráðherra, frú Stef-
anía Guðjónsdóttir, prófessor dr. Sig-
urður Nordal, frú Sigrún Eiríksdóttir,
þorleifur Thorlacíus, forsetaritari, frú
Sigríður Þorvarðsdóttir, Kiistján Eld
járn, þjóðminjavörður, frú Sigríður
Thorlacius, Emil Jónsson, ráðherra,
frú Ágústa Thors, Gylfi Þ. Gíslason,
ráðiherra, frú Erna Finnsdó ttir, Lárus
Jóhannesson, forseti Hæstaréttar, frú
Sólveig Eyjólfsdóttir, Valdimar Stef-
ánsson, saksóknari ríkisins, frú Áslaug
Agústsdóttir, Ármann Snævarr, há-
skólarektor, frú Kristín Guðmunds-
dóttir, Mr. Henrý Boudreau, Birgir Thor
lacius, ráðuneytiss. Madame Buie, J. Z.
Cappelen sendiherra, Miss Marie Feh-
mer, Sig. Óli Ólafsson, fors. efri deild-
ar, frú Guðrún Thorlacius, Niels P. Sig
urðsson, deildarstjóri, Miss Betty
Chapowicki, Benedikt Gröndal, alþing
ismaður, frú Betty Þorgilsson, Sig-
steinn Magnússon, óðalsbóndi, Heimir
Hannesson, lögfræðingur, Jean Strauss,
sendiherra, frú Lily Ásgeirsson, Mr.
Samuel Gammon, frú Guðrún Haralz,
Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri,
frú Liselotte Guðjónsson, Mr. R. J. H.
Stover, frú Elísa Schram, Mr. Law-
rence Reardon, Mr. Bart McE>owell,
Madame Paulsen. Geir Hallgrímsson!
borgarstjóri, frú Þóra Briem, Baldur
Möller, ráðuneytisstjóri, Miss Vicky
McCammon, Brynjólfur Ingólfsson,
ráöuneytisstjóri, frú Ragnheiður Vig-
fúsdóttir, Colonel Ragnar Stefánsson,
Mr. Folkman Wentzel, Aug. v. Hart-
mansdorff, sendiherra, Mrs. Elisabeth
Carpenter, Gunnlaugur Briem, ráðu-
neyUsstjóri, frú Sifiriöur Maguúsdótt-
ir, Jónas H. Haralz, forstjóri, frú
Unnur Pálsdóttir, Mr. Gordon Knox,
frú Helga Magnúsdóttir, Mr. Robert
Hulburn, Miss R. C. Calenberg, Mr.
R. O. Altroggen, Madame Strauss, Dr.
Gersham Thompson, Mrs. Stover, Þór-
hallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri, frú
Ólöf Pálsdóttir, Mr. William Broome,
frú Heidi Gröndal, Oddur Guðjóns-
son, viðskiptaráðunautur, Miss Marie
Mariscano, Hannes Jónsson, blaða-
fulltrúi, Mr. Robert Ruth, Alexander
M. Alexandrov, sendiherra, frú Val-
borg Snævarr, Colonel William Jack-
son, frú Helga Sigurðardóttir, Chargé
d’Aff. Krmásek, frú Margrét Jensdótt-
ir, dr. Páll ísólfsson, frú Sarah Helga-
son, Gunnar Schram, ritstjóri, Björn
Ingvarsson, lögreglustjóri, Mr. Mess-
ing, Madame Cappelen, Mr. Horace
Busby, frú Kristbjörg Einarsdóttir.
Sigtryggur Klemenzson, ráðuneytis-
stjóri, Mrs. Altroggen, Chargé d’Aff.
Boleslaw Piasecki, Mrs. Ragnar Stef-
ánsson, Þórarinn Þórarinsson, aliþing-
ismaður, Mr. Frank Muto, Óttar Þor-
gilsson, fulltrúi, Bjarne W. Paulsen,
sendiherra, frú Auður Auðuns, borgar-
stjórnarforseti, Mr. George Reedy, frú
Haltdór Eldjárn, Mr. V. L. Johnson.
Mrs. Miidred Stegall, Bjarni Jónasou*
vfgslubiskup, Mrs. Messing, Benjamfn
Eiriksson, bankastjóri, frú Birna
Björnsdóttir, Mr. Wilson Dizard, Ma-
dame Alexandrova, Mr. Dwight Port-
er, frú Sigrún Möller, Chargé d’Aff.
Comfort, Mrs. Bess Abell, Einar
Bjarnason, ríkisendurskoðandi, frú
Guðrún Steingrímsdóttir, Sigurður
Bjarnason, alþingismaður, frú Ragn-
\
heiður Möller, Mr. Lorrimer Moe, Jón
Magnússon, fréttastjóri, Aðmíráll Paul
D. Buie, frú Ásta Andrésdóttir, Sig-
urjón Sigurðsson, lögreglustjóri, Mad-
ame Comfort, Einar Olgeirsson, al-
þingismaður, frú Karin Jónsson, Mr.
Paul Kelly, Miss G. Stibbe, Hörður
Helgason, deildarstjóri, frú Margrét
Þorsteinsdóttir.
f Johnson lór kl. 11,20
LYNDON Johnson, varafor-
seti, og föruneyti hans komu
til Keflavíkurflugvallar um
kl. 11 í gærkvöldi, en þangað
var flogið frá Reykjavík
í tveimur Convair Metro-
politan-flugvélum. Um 100
manns voru fyrir á Kefla
víkurflugvelli til þess að
kveðja varaforsetann og
fylgdarlið hans, og varði hann
fimm mínútum til þess að
heilsa upp á fólkið áður en
hann fór inn í þotu sína á vell
inum. Tók hann m. a. í hend-
ina á öllum meðlimum hljom
sveitar sjóhersins, sem lék
„The Yellow Rose of Texas“
er varaforsetinn gekk út í
flugvél sína. Penfield, sendi-
herra, og frú kvöddu varafor
setann og fjölskyldu í Kefla-
vík, en íslenzkir ráðamenn
höfðu áður kvatt þau á
Reyk j avíkurf lugvelli.
Flugvél varaforsetans hóf
sig á loft kl. 11:20. Flugveður
var talið gott á leiðinni til
Washington, en þangað var
flugvélin væntanleg kl. 05:30
í morgun.