Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 17. sept. 1963 tjtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs.lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakih. VARAFORSETA BANDARÍKJANNA FAGNAÐ Á ÍSLANDI ■fslendingar munu þykja^ fremur seinteknir og lítið gefnir fyrir að flíka tilfinn- ingum sínum. En varaforseta Bandaríkjanna, Lyndon B. Johnson, tókst að vinna hugi þeirra í gær, svo að engin dæmi munu um það, að er- lendum stjórnmálamanni hafi yerið fagnað eins og honum. Hvenær sem varaforsetinn kom því við, gekk hann á milli manna með gamanyrð- um, tók í hendur yngri og eldri og flutti ávarpsorð, sem hvarvetna var ákaft fagnað. Auðvitað hafði hin aðlað- andi framkoma varaforsetans sín áhrif, en hitt leyndi sér þó ekki, að íslenzkur almenn- ingur var að fagna þjóðhöfð- ingja vinveitts ríkis, sem ís- lendingar vildu í senn sýna virðingu sína og þakklæti. Almenningur fagnaði líka eiignkonu og dóttur varafor- eiginkonu og dóttur varafor- lengi í Háskólabíói, þegar Lady Bird Johnson hafði flutt kveðju- og þakkarorð sín,að loknu ávarpi manns síns. VINÁTTA ÞJÓÐANNA Iræðu þeirri, sem Lyndon B. Johnson flutti í Há- skólabíói, vék’ hann að vin- áttuböndum þeim, sem tengja ísland og Bandaríkin. „Þjóð mín er svo gæfusöm," sagði varaforsetinn, „að hún hefur verið í verki tengd og í banda lagi við þær þjóðarheildir, sem notið hafa mestra fram- fara. Við viðurkennum blessun þá og þá farsæld, sem hefur verið hlutskipti okkar — og þjóðar okkar — vegna þeirrar aðstöðu og tíma, sem okkur eru mörkuð í heiminum og sögu hans, en við teljum þetta ekki heimild til þess að geta sagt öðrum fyrir verkum og drottnað yfir þeim. Þvert á móti lítum við svo á, að að- stæður þessar geri þá kröfu til okkar og ætlist til þess, að við hagnýtum aðstöðu okkar og ábyrgð með ítrustu gætni.“ Er varaforseti Bandaríkj- anna hafði þannig lýst í fáum orðum þeim megindráttum í utanríkisstefnu Bandaríkj- anna, sem aflað hafa þeim trausts og virðingar um víða veröld, vék hann að Atlants- hafsbandalaginu og þætti þess í varðveizlu fr;ðarins. Síðan sagði hann: „Samstaða okkar í Atlants- hafsbandalaginu er byggð á því raunsæi okkar tíma, að hinar frjálsu þjóðir verði að standa saman, ef þeim á að takast að verjast kúgun af hálfu alþjóðlegra yfirgangs- seggja.“ Undir þessi orð varaforseta Bandaríkjanna tekur megin- þorri íslenzku þjóðarinnar, og minnsta þjóð Atlantshafs- bandalagsins metur það ekki einungis, að hin stærsta þeirra hefur komið fram við okkur sem jafningja og aldrei reynt að neyta aflsmunar, heldur vita íslendingar líka, að frelsi þeirra eins og ann- arra frjálsra þjóða byggist fyrst og fremst á styrk Banda ríkjanna og traustri stefnu þeirra. SKRÍLSLÆTI OG HÁÐUNG TJins og kommúnistar höfðu ^ boðað gerðu þeir tilraun til skrílsláta við Háskólabíó, er fundi þeim lauk, þar sem Lyndon B. Johnson talaði. Þar hímdu um 200 komm- únistar með „kröfuspjöld“ og var auðséð, að þeir höfðu gert sér ljóst, að þeir höfðu gengið skrefi of langt, þegar þeir tóku ákvörðun um að reyna að óvirða erlendan þjóðhöfð- ingja í heimsókn hér á landi. Oft hafa verið aumlegar gönguferðir hinna svonefndu „samtaka hernámsandstæð- inga“ og fundir þeirra, en aldrei var eymdin þó jafn uppmáluð og í gær. Það duld- ist engum, að það var ein- angraður og fámennur hópur, sem valdi þann kost að skilja sig frá fjöldanum, sem fagn- aði varaforsetanum. Ekki gátu kommúnistar samt stillt sig um að ráðast að ungum mönnum, sem báru borða, þar sem Lyndon B. Johnson var boðinn velkom- inn til íslands. Þá gerðu þeir einnig tilraun til að reka upp væl og stofna til hópöskurs, sem ekki heyrðist þó út fyrir hóp þeirra sjálfra, því aðrir klöppuðu ákaft fyrir varafor- setanum, enda gáfust komm- únistar líka upp á þessu, eftir að þeir höfðu gert tvær eða þrjár tilraunir, og síðan hurfu þeir á braut við lítinn orð- stír. Fyrirgangur kommúnista síðustu daga hefur verið með seti Bandaríkjanna, heimsótti kl. 4:50 í gær Háskóla íslands. Á tröppum skólans fagnaði Há- skólarektor, Ármann Snævarr, gestinum, og kynnti fyrir próf- essorum. Er inn kom voru gang- arnir skipaðir stúdentum, sem hylltu Johnson. Varaforsetinn hafði meðferðis tvo böggla, sem hann afhenti Háskólanum að gjöf. í bögglum þessum voru bækur, sem Johnson kvað að- eins tákn, en ákveðið væri að gefa íslendingum bókasafn, sem væntanlegt væri innan skamms. Háiskólarektor þakkaði gjöfina og sýndi varaforsetanum gömul handrit og ljósprentað eintak af Grágás. Ávarp Ármanns Snævarrs fer hér á eftir: Fyrir hönd Háskóla íslands veitist mér sá sómi að bjóða yður innilega og hjartanlega vel- komna, og ég vil láta í ljós hina Háskólarektor, Ármann Snævarr, tekur við gjöfinni af Lyndon B. Johnson. — Ljósm. Sv. Þorm. Bdkagjöf til Háskólans miklu gleði okkar jrfir þeim heiðri, sem þér hafið auðsýnt okkur með því að heimsækja há- skóla okkar. Þar sem þetta er eini há- skóli landsins, skipar hann sér- stöðu og ber mikla ábyrgð gagn- vart hinum gífurlegu þörfum þjóðar okkar fyrir æðri mennt- un og rannsóknarstörf. Til skamms tíma hafa húmanísk fræði skipað heiðurssess í starf- semi og kennslu við háskólann. En þar sem háskólinn gerir sér grein fyrir vaxandi mikilvægi vísinda og vísindarannsókna, legg ur hann enn meiri áherzlu en áður á þessa þætti. í þessu sam- bandi minnast menn og munu minnast að hin ágæta gjöf Banda ríkjastjórnar fyrir tveim árum, þegar háskólinn varð fimmtíu ára, hefir verið okkur mikil hjálp og hvatning, og gert okkur kleift að efna til áætlunar um að reisa byggingar yfir fjórar stofn anir í eðlisfræði, efnafræði og mesta móti. Þeir skipulögðu smalanir um allan bæ, þeir sendu út dreifimiða, þeir skoruðu á menn að taka sér frí úr vinnu og beittu í einu orði sagt öllum hugsanlegum ráðum til að fá fylgejndur sína til að koma að Háskóla- bíói. Uppskeran var eins og áð- ur segir 200 hnípnar hræður, sem 2000 borgarar, sem komu til að fagna varaforseta Bandúríkjanna, brostu að sjálfsögðu að. En þrátt fyrir þessa niður- lægingu kommúnistadeildar- inn^r hér á landi, þá undir- strikaði hún samt enn einu sinni, að kommúnistar svífast einskis. Þeir vissu vel, að það hefði orðið íslendingum til mikillar vansæmdar, ef áform þeirra hefðu tekizt, en engu að síður gerðu þeir tilraun til óspekta, þótt þeir yrðu með henni að athlægi. Og Lyndon B. Johnson hefur sjálfsagt haft gaman af henni eins og aðrir, a.m.k. brosti hann breitt, þegar hann gekk beint að þessum kempum, sem útnefnt hafa sjálfa sig sjálfstæðisleiðtoga íslend- inga. jarðeðlisfræðL Likan þessarar byggingar er geymt hér í skrif- stofunni og byggingaframkvæmd ir munu hefjast á næstu mánuð- um. Leyfist mér að nota þetta tækifæri herra varaforseti, til að endurtaka einlægar þakkir okkar fyrir áhuga þann, sem ríkisstjórn yðar hefir auðsýnt há- skóla okkar. Samband okkar við bandaríska háskóla og æðri menntastofnanir eiga sér langan aldur og hafa ver ið margvíslegar. Okkur hafa veizt þau forréttindi að fá prófessora í heimsókn til háskóla okkar frá Bandaríkjunum. Auk þess hafa margir íslenzkir stúdentar stund- að nám í Bandaríkjunum, ýmsir kennarar Háskólans hafa stund- að framhaldsnám vestan hafs og allmargir íslendingar eru prófess orar þar eða hafa verið gestapróf essorar þar. I sambandi við þessi menningartengsl vil ég benda á, að Fulbright-áætlunin hefir reynzt mjög mikilvæg til að greiða fyrir skiptum milli þjóð- anna á námsmönnum cg fræði- mönnum, einnig að því er tekur til huglfíýnda hins Nýja og Gamla Heims. Við erum þess fullvissir, hr. Varaforseti, að kurteisisheimsókn yðar í Háskóla okkar mun verða samstarfi þessu mikill vegsauki. Hr. Varaforseti, þér hafið sýnt háskóla okkar mikla virðingu með heimsókn yðar. Enn einu sinni bjóðum vér yður innilega og hjartanlega vel- kominn. Þá tók til máls varaforseti Bandarík janna: „Mér er það sönn gleði að fá tækifæri til þess að heimsækja Háskóla íslands, heimili fjöl- margra menmngarfjársjóða, sem þið íslendingar og við Bandaríkja menn metum jafnmikils. Sérstaklega er mér ánægja af því að heyra, að Háskólinn hafi í hyggju að auka enn starf sitt í þágu vísindanna með því að byggja nýja Vísindastofnun. Þetta mun auðga lif og tæki- færi hinnar íslenzku þjóðar á komandi áratugum. Við lifum á skeiði, þar sem vísindalegar rannsóknir og tsekni fræði eru orðin ómissandi tæki til þess að aðstoða nútímamann- inn við að skapa og styðja það frjálsa þjóðfélag, sem við þrá- um af öllu hjarta. Fyrir hönd bandarísku þjóðar- innar er mér það ánægja og sæmd að afhenda hinni nýju stofnun að gjöf nokkrar bækur um vísindaleg og tæknileg efni, sem ég vona, að stuðla muni mjög gildi hennar fyrir nemendur og kennara og fyrir þeirra tilstilli íslenzku þjóðina. Flestar þessara bóka munu sendar stofnuninni síðar, en ég hef nú þá ánægju að afhenda yður persónulega þenn- an bókaböggui sem lítið sýnis- horn þeirra bóka, sem síðar munu berast. Ég óska Háskólanum til ham- ingju með framsýni hans og árna honum góðs gengis í framtið- inni.“ Að lokum gaf Ármann Snæ- varr varaforsetanum fyrir hönd Háskólans ljósprentun af Guð- brandsbiblíu, sem eins og Ár- mann komst að orði: Gaf oss hugrekki á harðindatímum og jók lífsmátt tungu vorrar. ■wtA íslendingnr ; sýndu tilfinn- ingor sínor GÆRKVÖLDI spurði frétta maður MorgunblaSsins Ray - * mond J. Stover, yfirmann bandarisku upplýsingaþjón- ustunnar á íslandi, hverjum augum hann liti á för varafor setans milli Háskólabiós og Hótels Sögu með sérstöku til- iiti til útboðs kommúnista. Hann svaraði þannig: „Eftir að kommúnistar, sem hagnýttu sér nafn „Samtaka hernámsandstæðinga", höfðu auglýst, að þeir mundu skipu leggja mótmælafund við Ha- skólabíó, komst enginn efi að ’í huga fflínum um að fundur L. B. J., varaforseta, mundi vel takast. Ég hef dvaiizt hér í fjögur og hálft ár, og ég er hreyk- inn af því að þekkja nokkuð til íslendinga. Því var það, þegar kommúnistar skipu- 7lögðu mótmæli, þá vissum við, að þeir íslendingar, sem _ aðhyllast lýðræði, mundu sýna tilfinningar sínar í verki. Mín skoðun er sú, — og ég vona, að mér fyrirgefist, þótt einhverjum sýnist ég vera að, blanda mér í innanríkis- Ístjórnmál —, að mannsöfn- uðurinn utan Háskólabíóss hafi sýnt ljóslega þann ein- læga hugsunarhátt íslend- inga, að iforsenda þess, að »menn séu frjálsir, er sú, að menn séu reiðubúnir að verja frelsi sitt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.