Morgunblaðið - 17.09.1963, Side 10

Morgunblaðið - 17.09.1963, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ¥>riðjudagur 17. sept. 1963 Lady Bird heilsar frú Auði Auðuns. Á myndinni sjást auk þeirra, talið frá vinstri: Ólöf Páls- dóttir, myndhöggvari; There sía Guðmimdsson, Hrefna Tynes, frú Penfield og Lilly Ásgeirs- son. (Ljósm.: Kristján Magnússon). sveitabýlin dönsku, „græni liturinn þar er svo töfrandi og búin stór og fullkomin". Lady Bird er fjörleg og að laðandi kona, dökkhærð, fremur smávaxin og grönn. Hún var klædd rauðri dragt og bar gráan hatt. Hún var afar hrifin af íslenzka bún- ingnum, sem tveir gestanna báru, og heilluð af landinu, sem hún hafði nýlitið augum. Tuttugu mínútur eru fljót- ar að líða í góðum félagsskap, Lady Bird spurði og leysti úr spumingum, og kveðju- stundin rann upp áður en nokkurn varði. Hún kvaddi allar konurnar, sem nýbúið var að kynna fyrir henni, með handabandi og hlýjum kveðjuorðum. Hlý handtðk í kaffiboði sendiherrafrúarinnar verandi þingmaður, Sigríður J. Magnússon, formaður Kven réttindafélags íslands, Lára Sigurbjömsdóttir, varafor- maður Kvenréttindafélags ís- lands, Ólöf Pálsdóttir, mynd höggvari, Guðrún B. Helga- dóttir, skólastjóri, Theresía Guðmundsson, veðurfræðing- ur, Nína Sæmundsson mynd- höggvari, Hrefna Tynes, skátaforingi, Valborg Snævar rektorsfrú, Aðalbjörg Sigurð ardóttir, Arnheiður Jónsdótt- ir, formaður Heimilisiðnaðar- félags íslands, Helga Magnús dóttir frá Blikastöðum, for- maður Kvenfélagasambands Islands, Elisabeth Carpenter, blaðafulltrúi varaforsetafrúar innar, Bess Abell, úr fylgdar liði varaforsetans, Sara Helga son, Lilly Ásgeirsson, Mar- grét Þorsteinsdóttir, A. W. Moursund úr sendiráðinu og fimm íslenzkar blaðakonur. Lady Bird kom eilítið seinna til sendiráðsins en ráð haföi verið fyrir gert, kom þangað um 12,15 og fór aftur 'kl. 12,35. Hún spjallaði óþving að við íslenzku konurnar með an hún drakk kaffið, og bar margt á góma. Hún kvaðst vera þreytt eftir hina löngu og ströngu ferð, en frá 2, sept sl. hefur varaforseta- fjölskyldan og fylgdarlið hennar ferðast samtals um 15 þúsund rrtílur. Hún sagði að Norðurlandaferðin hefði ver- ið mjög skemmtileg og til- breytingarrík og hún væri margs fróðari að henni lok inni. Mest þótti henni til um Lady Bird ræðir við Nínu Sæmundsson um höggmynd í anddyri Waldorf Astoria. EIGINKONA Lyndon B. John son, Lady Bird, staldraði við í um það bil 20 mínútur í bandaríska sendiráðinu um há degisbilið og drakk þar kaffi með nokkrum íslenzkum kon- um, í boði bandarísku sendi- herrafrúarinnar, frú Penfield. Þær sem sátu boðið voru þess ar: Auður Auðuns, þingmaður og forseti borgarstjórnar, Ragnhildur Helgadóttir, fyrr- : : „Svona kolavél ólst ég upp við í æsku" »FRÚ Lady Bird Johnson hélt ásamt föruneyti sínu, að loknu hádegisverðaboði for- setahjónanna, að Árbæ og Blikastöðum. Haldið var frá ÍHótel Sögu um kl. 3:05. í föru neyti varaforsetafrúarinnar frú Penefield, Lilly Ásgeirs- son, kona Þórhalls Ásgeirs- sonar, ráðuneytisstj., Ágústa ÍThors, kona Thor Thors, am- bassadors, og Sarah Ross IHelgason, kona Harðar Helga- sonar, form. varnarmálanefnd ar, og auk þess bandarískt fylgdarfóik. Haldið var beint að Árbæ, þar sem Lárus Sigurbjörns- son, tók á móti gestunum. Fyrst var farið í Silfrastaða- kirkju. Dáðist varaforsetafrú- in að hinni gömlu kirkju, eink um þótti henni útskurðurinn fallegur og ennfremur hafði hún orð á fögrum litum inn- an dyra. „Þetta er hreint dá- samlegt“ sagði hún og mátti greinilega heyra að þar fylgdi hugur máli. í kirkjunni skrifaði frú Johnson í gestabók staðar- ins. Eftir sitt langa og stranga ferðalag um Norðurlönd var frúin ekki lcngur örugg á dagatalinu, svo hún sneri sér að ljósmyndara Morgunblaðs- ins og spurði hvaða mánaðar- dagur væri. „Það er sextándi í dag“ svaraði hann og frúin skrifaði það samvizkulega í gestabókina. Spurði hún margra spurninga um kirkj- una og muni þá, sem inni voru. Lárus Sigurbjörnsson leysti úr spurningum. Næst var haldið í hið gamla Árbæjarhús. Þar afhenti Lárus Lady Bird að gjöf fánastöng úr eir með fána Reykjavíkur. Á stallinn var greypt mynd af landnámsmanni Reykjavíkur, Ingólfi Arnarsyni. Frú Pen- field fékk að gjöf íslenzk spil í leðuröskju og Lynda Bird Johnson fékk senda brúðu, klædda islenzkum þjóðbún- ingi. Þarna sýndi Lárus frúnni m.a. gamla svipu, sem var haglega útbúin með kork- trékkjara og hnífi. Þótti frúnni svipan hið mesta þarfa þing og myndi vafalaust falla kúsmölum í Texas sérlega vel í geð. Skoðað var svo Árbæjar- húsið, baðstofa, svefnloft en mest hreifst Lady Bird af eld- húsinu. Þar var gömul elda- vél. Þegar frúin sá hana hrópaði hún upp yfir sig: „Þetta er alveg eins kolavél og ég ólst upp við í æsku.“ Frá Árbæjarhúsinu var haldið að Dillonshúsi, þar sem kona Lárusar tók á móti gest- unum. Jenny Ágústsdóttir, dótturdóttir Lárusar, færði Framh. á bls. 15 Lady Bird kveður frú Ilelgu Magnúsdóttur, húsfreyju á Blika- stöðum, og Sigstein Pálsson, b óndann á bænum. Ljósm.: Kristján Magnússon).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.