Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIO Þriðjudagur 17. sept. 1963 , Island vann 6 í góðum leik ÍSLENZKA unglingalandslið- ið í körfuknattleik vann Luxemborg á Evrópumeistara mótinu í París. Úrslit leiks- ins urðu 62—49 fyrir ísl. Iiði, og leikurinn þótti góður, hrað ur og skemmtilegur. í gær léku einnig Svíþjóð og Eng- lendingar sem koma inn í rið- ilinn fyrir írlendinga sem hættu við þátttöku. Svíþjóð sigraði með 61—39 í frekar grófum og leiðinlegum leik sem ekki var mjög vel dæmd Þorsteinn Hallgrímsson sím aði Mbl. frá París að mikill hraði hefði verið í leik íslend- inganna og miklu meiri en í leik Svíanna. Agnar skoraði 20 stig, Kiibeinn og Anton 11 hvor, Sig. Ingólfsson 8 og Tómas 6. Agnar, Kolbeinn og Anton voru beztu menn liðsins og var Anton sérlega góður á frá köstum bæði í vörn og sókn. Það var áberandi að ísl. liðið hafði betri taktik. Leift- 1 ursókn liðsms var mjög góð og bar góðan árangur. Knatt- meðferðin var og drjúgum betri og í því hafa okkar pilt- ar álíka stíl og Svíar, sem i öðru er leikinn varðar, en Svíar og öll hin liðin hafa hærri leikmönnum á að skipa, nema Luxemborg. í gær var dregið um leikja röð í riðlinum. Á morgun, leikur Island gegn Frakk- landi, á miðvikudag gegn Sví um, frí er á fimmtudag, og á föstudag mæta piltarnir Englendingum. íslenzka vörnin í harðri baráttu. Óvænt afrek settu svip á Rvíkurmótið AÐALHLUTI Meistaramóts Reykjavíkur í frjálsum íþrótt- um hófst ekki fyrr en á sunnu- dag vegna illviðris á laugardag. En á sunnudag var veður iengst af gott og stillt og keppnin með skemmtilegasta móti í sum- ar. Stigabarátta félaganna gerði það að verkum að mikil þátttaka var í flestum greinum og keppni hörð og skemmtileg. Menn gengu milli greina og sýndu getu sína. Það var léttúr svipur yfir öllu og sýnilegur vilji til að ná góðu sæti og mörgum stigum fyrir félag sitt. Agnar Levy hljóp 800 m i fyrsta sinn og náði bezta tíma íslendings í ár. Hvað gæti hann ekki með meiri reynslu? Skafti Þorgrímsson sigraði nú örugglega í 200 m og stökk svo 6.71 í langstökki á eftir — létt og skemmtilega og getur miklu betur. Þá sýndi Ólafur Guðmundsson enn fjölhæfni sína og vaxandi getu, og fleiri mætti nefna. Eftir það sem búið er af mótinu hefur KR hlotiV 130 stig, ÍR 74 og Ármann 3. Hér eru svo helztu úrslit: 800 m hlaup: Rmeist. Agnar Levy KR 1.57.7. 2. Kristján Mikaelsson ÍR 2.03.8. 3. Krist- leifur Guðbjörnsson 2.04.2. Langstökk: Rmeist. Úlfar Teits son KR 6.91. 2. Skafti Þorgríms- son 6.71. 3. Einar Frímannsson KR 6.51. 4. Ólafur Guðmunds- son 6.49. Kúluvarp: Rmeist. Guðm. Her mannsson KR 15.40. 2. Björgvin Hólm ÍR 14.36. 3. Friðrik Guð- mundsson KR 13.16. Hástökk: Rmeist. Jón Þ. Ólafs son ÍR 1.95. 2. Kjartan Guðjóns- son KR 1.70. 3. Erl. Valdemars- son ÍR 1.70. 200 m hl.: Rmeist. Skafti Þor- grímsson ÍR 22.8. 2. Ólafur Guð- mundsson KR 22.9. 3. Valbjörn Þorl. KR 23.0. 4. Einar Gíslason KR 232. Spjótkast: Rmeist. Björgvin Hólm ÍR 59.95. 2. Kjartan Guð- jónsson KR 56.65. 3. Valbj. Þorl. KR 54.84. 4. Sigm.' Hermunds- son ÍR 51.85. 5000 m hlaup: Rmeist. Kristl. Guðbjörnsson KR 15.55.8. 2. Agnar Levy KR 16.18.2. 3. Hall- dór Jóhannesson KR 16.22.2. 400 m grindahl.: Rmeist. Val- björn Þorl. KR 58.4. 2. Helgi Hólm ÍR 59.9. 3. Halldór Guð- björnsson KR 60.0. Island úr Qlympíukeppní í knattspyrnu með 10:0 Englendingar léku lengst af með 9 mönnum vegna meiðsla MEÐ 10 mörkum gegn engu hefur ísland verið „slegið út“ í 1. undanrás knattspyrnukeppni Olympíleikanna í Tokíó. Bretar sem s.l. laugardag unnu íslendinga á Plough Lane í Wimbledon með 4 gegn 0, mæta Grikkjum næst. Mótherjar Islendinga sJ. laugardag voru lengst af 9 B. Martin innherji meiddist eftir 8 mín og var borinn fót- brotinn út af og síðar meidd- ist John Ashworth h. fram- viirAnr vfirpaf völlinn síðari helming fyrri hálfleiks með blæðandi skurð á höfði, kom samansaumaður inn á eftir hlé, en fékk aftur högg og yfirgaf völlinn fyrir fullt og allt um miðjan síðari hálf- leik. Fallega varið — ein hönd nægði. Á 29. mín. skoraði Lawrence aftur. Heimir markvörður kast- aði sér á fætur Lawrence en honum tókst að vippa knett- inum yfir höfuð Heimis og í markið. • Vítaspyrna og klaufamark Ashworth kom inná eftir hlé með þrjú saumspor í augabrún. Hann lék með í 25 mín. er hann fékk annað högg og varð að yfirgefa völlinn að fullu. Þá var staðan orðin 3—0. Þriðja markið kom úr víta- spyrnu sem danski dómarinn F. Hansen veitti Bretum. Bræðurn- ir Bjarni og Hörður börðust gegn Candey útherja. Leikur- inn barst innfyrir vítateig og þar féll dómurinn — vítaspyrna. Lawrence miðherji skoraði ör- ugglega. Þegar þarna var komið voru 14 mín af síðari hálfleik. Bretarnir héldu ætíð undirtök um í leiknum og 13 mín. fyrir leikslok skoraði v. innherjinn Harvey fjórða og síðasta mark- ið. • íslenzka liðið Islenzka Uðið stóð því brezka langt að baki í knatt- meðferð og samstillingu í Ieik. Sveinn Jónsson lék oft i - ... Heimir ver áður en Bretinn gat skallað, • 3000 áhorfendur Fréttamaður Associated Press var á staðnum fyrir Mbl. og sendir eftirfarandi: Þrjú þúsund áhorfendur voru að leiknum, sem varð söguleg- ur þegar að 8 mín. liðnum er Brian Martin rakst á Hörð Felixson og var borinn fótbrotinn út af. Er 20. mín. voru liðnar var Ashworth einn- ig að yfirgefa völlinn með blæð- andi skurð. Engin varamaður má koma inn á í þessum leikj- um. • Tvö mörk í fyrri hálfleik Níu manna lið Breta hafði þó tögl og hagldir í leiknum og á 20. mín. leiksins skoraði Tom Lawrence með skalla. mjög hyggilega og átti marg- ar góðar sendingar til fram- herjanna. Sigurþór Jakobsson sýndi nokkur skemmtileg og hröð upphlaup. En þessar til- raunir allar voru eyðilagðar með afar slæmum skotum. Ríkharður Jónsson áttl bezta marktækifæri islend- inga rétt fyrir leikslok, ea skot hans fór nokkrum senti- metrum utan stangar. Heimir markvörður fékk hvað eftir annað klapp hjá áhorfendum fyrir að verja meistaralega nokkrum sinn- um. Og án hans hefði sigur Breta orðið allmiklu stærri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.