Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 15
t>riðjudagur 17. sept. 1963 MORGUNBLADID i Varaforsetafrúin skoðar reiðskjóta að Blikastöðum. „Þið eruð eins og ]>ið eigið heíma á hestun- um“, sagði hún. Konan á frem sta reiðskjótanum er Sigrún Jónsdóttir, kaupakona að Blikastöð- um. (Ljósm.: Kristján Magnússon). — Ferð varafor- setafrúarinnar Framh. af bls. 10 varaforsetafrúnni blóm. Dæt- ur Lárusar, Jenný og Guðrún heilsuðu henni, klæddar upp- hlut, sem frúin dáðist mjög að. Árbæjarsafn hafði látið prenta „servíettur“ í tilefni lieimsóknarinnar og fengu gestir þær að skilnaðargjöf. Frá Árbæ var farið að Blikastöðum í Mosfellssveit en varaforsetafrúin hafði sér- staklega óskað eftir því að fá að skoða sveitabæ. Á hlaðinu tók húsfreyja, Helga Magnúsdóttir, og bónd- inn, Sigsteinn Pálsson, ásamt landbúnaðarráðherra, Ingólfi Jónssyni, og frú, á móti hin- um tigna gesti. Veður var fremur slæmt, kalt og rigningarsuddi. í fjarska gnæfði Esjan, með snjó á efstu brún. Skoðaði varaforsetafrúin bæinn undir leiðsögn dr. Björns Sigrur- björnssonar frá landbúnaðar- deild Atvinnudeildar háskól- ans. Fyrst var fjósið skoðað. Þar skammt frá vék Lady Bird sér að fjósamanninum danska, Knud Kristensen, og konu hans, Jytte. Sagði hann Morgunblaðinu að hann hefði Frú Helga og Sigsteinn, bóndi, buðu þessu næst til kaffidrykkju í húsi sínu. Var þar allt mjög vel og myndar- lega framreitt. Á staðnum voru mættar konur úr stjórn Kvenfélags Lágafellssóknar og Kvenfélagasambands Gull- bringu og Kjósarsýslu. Frú Johnson lét í ljós hrifn- ingu sína yfir veitingunum og fékk sér kaffi og pönnuköku með rjóma. Ræddi hún við gestgjafa, landbúnaðarráð- herra og fleiri. Hafði hún eink um mikinn áhuga á hitaveit- unni og þeim möguleik- um sem hún veitir íslenzkutn landbúnaði. Varaforsetafrúin skrifaði i gestabókina áður en hún fór frá Blikastöðum: „Með miklu ekki skilið það sem varafor- setafrúin sagði við hann, þvi hann skildi ekki ensku. Því næst leit frúin á nokkr- ar kindur í fjárhúsi og að því loknu á íslenzka reiðskjóta. „Þeir eru yndislegir,“ sagði hún „og reiðmennirnir eru eins og heima hjá sér. En ég þori ekki að klappa klárun- um, það er aldrei að vita hvað gerist." Á túninu voru um 60 beljur, sem Lady Bird spurði margs um. Kvaðst hún hafa haft nokkrar mjólkurkýr sjálf til skamms tima, en hætt við það, því auðveldara væri að fá mjólkina í næstu verzlun. þakklæti fyrir yndislega dags stund — Lady Bird John- son.“ Að skilnaði afhenti frú Helga Magnúsdóttir Lady Bird bókina „Hestar", sem hún var mjög þakklát fyrir. Lady Bird gaf Helgu sígarettu öskju með mynd af Johnson fjölskyldunni fyrir framan búgarð hennar i Texas. Sagði varaforsetafrúin, að hún hefði hrifizt mjög að heimsókninui. Frá Blikastöðum var farið til Reykjavikur, en lykkja var lögð á leiðina um Álafossverk smiðjuna og stanzað á móts við Reykjalund. Að þvi búnu var haldið á hraðri ferð til Reykjavíkur, þar sem frú Lady Bird hélt til fundar við mann sinn í Háskólabió. Dætur Lárusar Sigurbjörnssonar, Kristín og Guðrún, heilsuðu frú Johnson fyrir utan Dillonshús, báðar klæddar upphlut. (Ljósm.: Kristján Magnússon). Varaforsetinn ácarpar mannfjöldann. ■ Inn úr skel Framh. af bls. 3 ist hann fyrir um hverjir aðr- ir hefðu verið inni í fundar- herberginu og útbýtti siga- xettukveikjurum til ráðherr- anna og íslenzka sendiherrans í Washington. Hann kvaðst langa til að gefa þeim svolitla gjöf til minningar um komu sína í stjórnarráðið og þá stund, sem þeir hefðu átt þar saman. Síðan kveikti hann á kveikjara Ólafs Thors, án þess a'ð til frekari tíðinda drægi. Lyndon B. Johnson hugði nú að hatti sínum, en fann hann ekki þegar í stað. Fieirl komu honum til aðstoðar en fundu ekki hattinn og þá heyrðist varaforsetinn muldra 1 barm sér: „öryggislögregl- an ætti að geta fundið hattinn minn*. En ekki þurfti þó að grípa til svo alvarlegra ráð- stafana eins og þeirra að senda öryggislögregluna út af örkinni, því nú kom hattur- inn í leitirnar og varaforset- inn gekk út og niður stéttina og til mannfjöldans, sem þar beið. Margir voru farnir heim að borða, aðrir höfðu beðið og þeir sáu ekki eftir því. Ávarpaði mannfjöldann af grindverkinu Þegar varaforsetinn kom í hliðið klifraði hann upp a járngrindurnar við hliðs- stólpann og ávarpaði mann- fjöldann. Hann bað fólkið um að koma nær svo það heyrði betur til sín, Ragnar Stefáns- son túlkaði ávarp hans og var það mál manna að varaforset anum hefði mælzt vel og drengilega. íslenzku áheyr- endurnir klöppuðu og fögn- uðu máli hans og er ekki hægt annað að segja en aug- sýnilegt hafi verið að vara- forsetinn hafi átt hvert bein i áheyrendum sínum. Þegar hann varpaði fram einhverri spurningu, svöruðu áheyrend- ur kröftuglega, klöppuðu og fögnuðu orðum hans, og er slík sjón harla sjaldgæf hér á landi, svo ekki sé meira sagt. Islenzku ráðherrarnir komu í humátt á eftir varaforsetan- um, þegar þeir sáu hvað verða vildi. Hlustuðu þeir á ræðu hans og höfðu gaman af, ekki síður en aðrir, að því er bezt varð séð. Að ræðu varaforsetans lokinni heyrði fréttamaður Morgunblaðsins einn ráðherranna hvísla að öðrum nærstöddum: „Maður gæti lært ýmislegt af honum“. Síðan var ekið að Leifs- styttu. Kaldar hendur, hlý hjörtu Aðalatriði úr ávarpi vara- forsetans fyrir framan Stjórn- arráðið fara hér á eftir í stuttri endursögn: Varaforsetinn kvaðst vera að koma frá því að eiga ánægjulegar og frjóar viðræð ur við Ólaf Thors forsætis- ráðherra og ríkisstjórnina. Forsætisráðherrann hefði tek ið mjög vel á móti honum og þó hendur þeirra hefðu verið kaldar vegna veðursins, þá hefði þeim verið hlýtt um hjartað. Hvað þeir töluðu um? Þeir ræddu um hvernig hægt væri að forðast kjarn- orkustríð, um frið þann sem ríkt hefði síðan áreksturinn varð vegna Kúbu, en þá hafi mátt litlu muna að styrjöld yrði, áður en Krúsjeff flutti flugskeytin á brott. Ávallt síð an hefðu Bandaríkjamenn ver ið að reyna að finna leiðir til að forðast stríð og leita eftir friði. Hann tryði því að næstu daga mundi öldungadeildin samþykkja samninginn um bann við kjarnorkusprenging um. Þeir teldu það skx-ef í friðarátt. Þið viljið líka frið, er ekki svo? sagði varaforset- inn og mannfjöldinn hrópaði: Jú. Þá sagði hann að í 3am- ræðunum við ríkisstjórnina hefði viðskiptamál einnig bor ið á góma. Milliríkjaviðskipti væru fslendingum að sjálf- sögðu mikilvæg. Þá sagði varaforsetinn að einnig hefði verið rætt um nauðsyn þess að vera sterkur. Enginn þorir að slá þann sterka. Menn hefðu verið sammála um að nauðsynlegt væri að standa föstum fótum á jörðinni og hafa jafnframt augun á stjörn unum og áætlunum um könn- un á himingeimnum. Það — Greiðslufrestur Framh. af bls. 24 konar vörur með allt að þriggja mánaða greiðslufresti. Erlendar vöruskuldir vegna stutts greiðslu frests hafa á fyrstu átta mánuð- um þessa árs hækkað samkvæmt bankaskýrslum um 163 milljónir króna, en á árinu 1962 nam hækkunin 110 milljónum króna. Hin vaxandi notkun greiðslu- frests hefur átt nokkurn þátt í hinni óhagstæðu þróun verzlun- arjafnaðarins síðustu mánuðina. Hefur þvi verið talið nauðsyn- legt að draga úr notkun greiðslu frests með því að fella niður heimild til að flytja á þann hátt inn fólks- og sendiferðabifreiðir fyrir aðra en atvinnubifreiða- stjóra, jeppabifreiðir svo og bif- hjól og ýmis tæki, sem einkum eru ætluð til heimilisnotkunar. Aðrar vörur má eftir sem áður flytja inn með allt að þriggja mánaða greiðslufresti, sem hefj- ist eigi seinna en á komudegi varanna til landsins. Ef um er að ræða greiðslufrest umfram þrjá mánuði, en innan eins árs, þarf hverju sinni sérstakt sam- þykki gjaldeyrisbankanna fyrir slíkum innflutningi. Einnig er væri ekki mannfjöldinn sem gilti, heldur manngildið. Þó íslendingar séu ekki fjölmenn ir, séu þeir sterkir að mann- gildi. Þá sagði varaforsetinn að ^andaríkjamenn sæktust ekki eftir öðrum löndum. Þeir vildu vini, ekki undir- menn. Þeir óskuðu þess eins að hvert barn fengi að lifa betra lífi en foreldrar þess. Og að lokum þakkaði John- son sem varaforseti þá kurt- eisi sem stjórnmálaleiðtogar á íslandi hefðu sýnt honum og þær móttökur sem hann hefði hlotið. ætlunin að draga úr notkun slíks greiðslufrests, bæði með styttingu hans og fækkun þeirra vörutegunda, sem heimilt verð- ur að flytja inn með slíkum greið^lufresti. Lántökur erlendis til lengri tíma en . eins árs eru eins og undanfarið háðar sam- þykki ríkisstjórnarinnar. Nánari upplýsingar er að finna í auglýsingu Viðskipta- málaráðuneytisins útgefinni í dag um erlend lán og innflutn- ing með greiðslufresti, er birtist í Stjórnartíðindum og Lögbirt- ingarblaðinu. Viðskiptamálaráðuneytið, 16. sept. ’63. Sigldi á löndtmarkraiia SEYÐISFIRÐI, 16. sept. — Brezki togarinn Aduba GY 188 kom á laugardaginn til Seyðis- fjarðar til að taka olíu, sem af- greidd hefur verið til síldar- verksmiðjunnar, en sigldi á bryggjuna og skemmdi annan löndunarkranann all verulega. Bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram. — Sv. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.