Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. sept. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 —- Fjöldi fagnaði Framh. aí bls. 1 lófaklappið yfir og húrrahxóp heyrðust. Konu hans var færður blómvöndur. Þegar varaforsetinn sá það, greip hann í handlegg hennar og bað hana að koma með sér upp á sviðið. Gekk hún, auðsjáanlega mjög hrærð, að hljóðnemanum og þakkaði fyrir móttökurnar, sem hefðu verið sé- og sínum svo heitar, að þessi dagur mundi lifa sem einn sá heitasti í lífi sínu. Fögnuður áheyrenda Undir dynjandi lófaklappi gekk varaforseti Bandaríkjanna siðan út. Þegar undir bert loft kom, flykktist að honum múgur og margmenni. Vildu allir sýna honum vináttuhót, og tók hann í hendur allra, sem hann náði til á leið sinni frá Háskjólabíói að Hótel Sögu. Fyrsti maðurinn, sem greip í hönd hans, sagði: „Korpið þér sælir, herra vara- forseti. Mér þykir gaman, að þér skulið vera hér og sjáið allt fólk- ið. sem er hrifið af því að sjá yður, hitta yður og taka í hönd- ina á yður“. Lyndon B. Johnson þakkaði manninum og sagði, um leið og hann gekk í burtu: Ef ég sæi jþetta ekki sjálfur, mundi ég jafn vel halda, að þetta væri undir- búið. Næsti maður, sem tók í hönd varaforsetans, sagði: „Sendið fleiri eins og yður. Okkur líkar vel við yður“. L.B.J. svaraði: Ef fleiri eru eins og þér, verðum við ekki í neinum vandræðum með fólk til að koma hingað“, Sigurganga Svona hélt Lyndon B. John- son áfram fró Háskólabíói til Hótel Sögu. Geysilegur mann- igrúi þyrptist að, til þess að taka í hönd hans og reyna að skipt- ast á kveðjum, en vegna hraðans var það ekki auðvelt. Húrra! Skyndilega tók varaforsetinn upp eiginhandaráritanir og fór að gefa þeim, sem fögnuðu hon- um. í upphafi gaf hann þær að- allega börnum, en þegar fullorðn ir menn tóku að seilast eftir árit- unum, fór hann að rétta þær út í hópinn. „Bara átógraf!“ Annað veifið var hrópað húrra fyrir varaforsetanum, og veifaði hann þá til manngrúans. Á leið Lyndons B. Jahnsons að Hótel Sögu stóð tiltölulega fá- tmennur hópur kommúnista undir vígoriaborðuim, sem á var letrað ,, Hlluttleysi ísflands „Herinn burt„ og „No submari- tnes,, (= engir kafbátar). Þegar L. B. J. kom, út úr Háskólaibiói Ikomu umgir menn hlaupandi með borða, sem á var letrað „Yelkominn Johnson til fslands,, og önnur uimimæli, seim fögnuðu bonum, Vitað var, að hin svokölluðiu „ Samtök hernómsandstæðinga „ setluðu að afhenda varaforset- anum mótmælaorðsendingu. Þvi var það, þegar kona ein tók upp pappírsbloikk og bað um eigin- handaráritun, að fjöldi mamna ballaði upp : Þarna kemur íkommaskjalið, — burt með það! — Aðrir kölIuð'U : Hún er bara að biðja um' átógraf, þetta er allt í lagi! L. B. J. gerði sér sérstafct far um að geðjast börnum, sem þarna voru mörg á vegi hans. Gaf hann þeiín heimatilbúnar eiginhandarundirritanir, s e m glöddu börnin mjög, og sagði þeim að klæða sig betur næst, þegar þau ætluðu að taka á móti „gömlum körlpm í rignihgu". Reykvískar skátastúlkur stóðu ásamt lögregluþjónum meðfram þeirri leið, sem varaforsetanum var ætluð milli bíósins og hótels- ins. L. B. J. tók lítið mark á hinni fyrirhuguðu leið og fór annað veifið út fyrir hina mörk- uðu braut. Alls staðar mætti hann sömu vinsemd. Vildi hitta kommana Lögreglan í Keykjavík æskti þess, að hann gengi beint frá Háskólabíói til Hótel Sögu, en kæmi ekki í hóp kommúnista, sem stóðu með spjöld sín við hornið á Hótel Sögu. Ragnar Stefánsson, túlkur varaforsetans, skýrði honum frá því, hvað til stæði. L. B. J. sagðist endilega vilja hitta þetta fólk. Mun hann hafa verið í vandræðum með að finna það, því að alla leiðina að Iiótel Sögu dundu fagnaðarópin og lófaklöppin. Þegar hér var komið, var L. B. J. næstum kominn að hótelinu. Hægra megin stóðu ungir menn með áletraða borða, vinsamlega gestinum. Vinstra megin, þétt við leið Johnsons, stóðu um 200 kommúnistar með spjöld sín, og allt í kringum þá fólk, sem var að fagna varaforsetanum. Urðu nú nokkur hróp beggja megin frá, en vegna liðsmunar heyrð- ist meira í vinsamlegum áhorf- endum. Var hrópað húrra fyrir hverri setningu hans seinustu skrefin að gistihúsinu. Herskáir kommúnistar af eldri kynslóðinni Haukur Helgason, bankáfull- trúi, sem var einn í hópi aldraðra kommúnista, reyndi að rífa nið- ur borða andstæðinga sinna, en datt í götuna og var rétt að segja troðinn undir fótum áhorfenda. Annar í þessum hópi, Þorvaldur Þórarinsson, hrl., þreif einnig í borða. Kommúnistar af yngri kynslóðinni voru ekki eins vig- reifir. Tilraun til skrílsláta Nú fór Jónas Árnason, rithöf- undur, að troða sér að varafor- setanum. Nærstatt fólk tók því fremur illa og lét þá skoðun ó- spart í ljós. Þó var ekki gerð tilraun til þess að hindra för hans. Hins vegar varð einn ljós- myndari Morgunblaðsins fyrir því, að honum var hrint af komm únistum, svo að myndavél hans skemmdist. Meðal þeirra, sem beittu sér, var Kjartan Ólafsson, stjórnandi „Samtaka hernámsand stæðinga" og framkvæmdastjóri Kommúnistaflokksins. Virtist skap hans hafa hlaupið með hann í gönur. Meðal manna, sem stóðu undir merkjum kommúnista, voru: Geir Gunnarsson, alþm., Þóroddur Guðmundsson, kenn- ari, Guðmundur J. Guðmundsson, skrifstofumaður hjá Dagsbrún, Þórarinn Guðnason, læknir, Ey- steinn Þorvaldsson, blaðamaður við Þjóðviljann, Ingimar Erlend- ur Sigurðsson, fyrrv. ritstjóri „Frjálsrar þjóðar“, Bjarni Bene- diktsson frá Hofteigi, Magnús Torfi Ólafsson, starfsmaður Máls og menningar, Ragnar Arnalds, í framkvæmdanefnd „Samtaka hernámsandstæðinga", Örn Er- lendsson, fyrrv. formaður Æsku- lýðsfylkingarinnar, Ari Jósefs- son, blaðamaður hjá Þjóðviljan- um, Guðgeir Magnússon, starfs- maður Þjóðviljans, Kjartan Ólafs son, framkvæmdastjóri Kommún istaflokksins, Dagur Sigurðar- son, Úlfur Hjörvar, Arnór Sigur- jónsson, ritstjóri Árbókar land- búnaðarins, Bergur Sigurbjörns- son,' 4. maður á lista kommún- ista í Reýkjavík (hefur verið í Þjóðvörn), Einar Bragi Sigurðs- son, ábyrgðarmaður „Frjálsrar þjóðar", Hannes Stephensen, fyrrv. formaður Dagsbrúnar, Eð- varð Sigurðsson, alþingismaður, Haukur Helgason, bankaritari, Jónas Árnason, sem fyrr segir, Gunnar M. Magnúss, rithöfund- ur, Snorri Jónsson, formaður Fé- lags járniðnaðarmanna, Björn Þorsteinsson, kennari, Þórbergur Þórðarson, rithöfundur, Margrét Guttormsdóttir, Loftur bróðir hennar Guttormsson og Baldur Óskarsson, blaðamaður við Tím- ann. „Góða ferð heim“ og pústrar Þegar Jónas Árnason komst að varaforsetanum, brosti hann til hans. L. B. J. brosti á móti, og tókust þeir í hendur. Jónas sagði: „How are you, Mr. Vicepresident. I am delighted to see you“. (Góð- an dag, herra varaforseti. Mér þykir mjög gaman að hitta yður). Síðan fór Jónas ofan í jakkavasa sinn og dró þar upp plagg frá „Samtökum hernámsandstæð- inga“. Afhenti hann það L. B. J. með þessum orðum: „Well, you know what this is all about". (Jæja, þér vitið víst hvað hér er um að vera). Varaforsetinn svar- aði því engu, en leit kímilegur á hinn fámenna söfnuð, sem stóð undir borðum „hernámsandstæð- iinga“. Hann tók við plaggi Jón- asar og afhenti það aðstoðar- manni sínum, en þá sagði Jón- as, sem var hinn hressasti: „Thank you Mr. Vicepresident, and good trip back“. (Þakka yð- ur fyrir, herra varaforseti, og góða ferð heim). Nokkrar stympingar og pústr- ar urðu, meðan þeir Jónas og Johnson héldust í hendur. Var það næsta ójafn leikur vegna fá- mennis annars aðilans. Kommúnistar fræða Johnson um „lífsstíl“ íslendinga Morgunblaðinu .hefur borizt plagg það, sem Jónas Árnason afhenti varaforsetanum fyrir hönd „Samtaka hernámsandstæð inga“. Segir þar í upphafi, að samtökin vilji minna Johnson á, að til séu enn menn á íslandi, sem vilji standa við yfirlýsingu frá árinu 1918 um hlutleysi á íslandi. Hafi þessir menn meira að segja gengið „50 km veg“ til að mótmæla því, að yfirlýsing þessi hafi fallið í fyrnsku. Þá er Johnson fræddur á því, að banda rískur her hafi setið á íslandi „við megna andúð og hörð al- menn mótmæli íslenzku þjóðar- innar“ (!). Enn segir í plagg: þessu: „Aðild vor að hernaðar- bandalagi og staðsetning her- sveita í landi voru er þess vegna þvingundaraðgerð, fram knúin utan að og verður jafnan í hróp- legri missögn við lífsstíl vorn sem vopnlausrar þjóðar". — Hvernig þessi ósköp hljóða á enskri tungu, er Morgunblaðinu eigi enn kunnugt. Undir plagg- ið rita níu menn nöfn sín. Þegar varaforsetinn kom nær anddyri Hótel Sögu, urðu köll viðstaddra tíðari. Var þá oft hrópað: Lifi Nato!; velkominn til íslands!; en kommúnistar reyndu að kalla í kór: Herinn í burt! Vegna fámennis heyrðust þau köll óvíða, svo að ekki sé meira sagt. Húrrahróp og lófa- tak yfirgnæfðu allt annað. „Mikilvægt, hvar maður stendur“ Þegar að dyrum Hótel Sögu kom, nam varaforsetinn staðar og gaf merki um, að hann óskaði þess að segja nokkur orð. Gerði hann það, og túlkaði Ragnar Stefánsson, ofursti í bandaríska hernum, orð hans. Varaforsetinn sagði m. a.: — Við lifum í veröld, sem í framtíðinni mun ákvarðast af því, sem býr í hugum og hjört- um manna. Við elskum frelsið og viljum framgang þess. íslendingar hafa lagt sitt af mörkum til frelsis- hugsjónar nútímans, og þótt þjóðin sé fámenn, hefur hún lagt mikið fram hlutfallslega. í dag er mjög mikilvægt, hvar maður stendur. Við stöndum saman. Við hjónin og dóttir okkar munum aldrei gleyma þess.um degi. Við þökkum þessar sér- staklega góðu móttökur. Ég er fyrsti varaforseti Bandaríkjanna, sem kem hingað í opinbera heim sókn. Mig langar til þess að 'fcoma hingað aftur. Ég mun ekki verða seinasti varaforseti Banda ríkjanna, sem hingað kemur í heimsókn. Þessum ræðustúfi L. B. J. var tekið af miklum fögnuði af mann fjöldanum, sem stóð á torginu milli Sögu og Háskólabíós. Var klappað og hrópað á ettie hverri setningu, og þegar varaforsetinn gekk inn í gistihúsið, hrópaði mann fjöldinn húrra og bravó mörgum sinnum, meðan lófatak- ið dundi. — Mun það mála sann- ast, að erlendum þjoðhöfðingja hafi aldrei verið fagnað eins vel á íslandi. Lynda Bird undir regnhlíf- inni við hliðið að Árbæjar- kirkju. — Lynda Bird Framh. af bls. 8 fjölskyldan er á ferðalagi, enda verður hún að sækja skólann af kappi. Af þeim munum, sem Lynda sá í Árbæjarsafni, safði hún mestan áhuga á ösk unum, og spurði til hvers þeir hefðu verið notaðir og hvernig þeir hafi verið þvegn ir. Talsverðan reyk lagði út úr eldhúsinu í Árbæ og vildi Lynda Bird fá vitneskju um hvort eitthvað væri að brenna við. Var henni sagt að þetta væri gert í þeim tilgangi að reyna að framkalla hið sanna andrúmsloft, er ríkti í íslenzku bæjunum áður fyrr. Uppi í baðstofunni settist hún niður í eitt rúmið undir súð og sagði að þeir, sem í Árbæ bjuggu, hafi sennilega átt við sama vandamál að stríða og hún í gamla húsinu á búgarðinum í Texas. Sagð- ist hún byrja daginn með því að reka sig rækilega uppund- ir, er hún risi úr rekkju. Á einum veggnum hékk hlutur, sem Lárus Sigurbjörnsson sagði að menn hefðu notað til að brýna rakhnífana sína á í Árbæ. „Einmitt það, ég veit svo lítið um rakáhöld karlmanna“, sagði ungfrúin. Þegar Lynda Bird var búin að skoða sig um í bænum sjálfum og dást að iðni ís- lenzkra kvenna, sem hún taldi hljóta að hafa verið gíf- urlega með tilliti til allra spunarokkanna, sem hún sá, fór hún út í kirkjuna. Lárus svaraði öllum spurningum, sem hún hafði varðandi kirkj una og búnað hennar, og bað síðan Lyndu að skrifa nafn sitt í gestabók. Brúðhjón, sem gefin hafa verið saman í Ár- bæjarkirkju hafa ritað nöfn sín í þessa bók, og var Lynda hálfuggandi um, að nöfn ein- staklinga væru ekki viöeig- andi á þessum stað. „Ætiar kannski einhver að bjóða sig fram?“, sagði Lynda um leið og hún brosti kímnislega til karlmannanna í hópnum. Á leiðinni út úr kirkjunni rak ungfrúin sig á þverbita og sagðist undrast hve Íslendíng ar hlytu að hafa verið smá- vaxnir, ef þetta hefði nokk- urn tíma gengið. Úti í Dillonshúsi beið hópur jatúlkna í ísl. þjóðbúningi stúlkna í ísl. búningi eftir komu Lyndu Bird. Voru henni færð blóm og síðan boð ið mn. Skoðaði hún herbergi Jónasar Hallgrímssonar og spurði svo Lárus, hvar dansað hefði verið Dillonshúsi. Vísaði hann henni þá niður aftur, þar sem boðið var upp á veit- ingar. Spurði Lárus, hvort hún vildi ekki fá úr sér hroll- inn með glasi af sherry, en Lynda þakkaði fyrir og sagð- ist ekki finna til neins kulda og vildi heldur fá glas af appelsinusafa. „Hváða myndir eru þetta á veggjunum", spurði ungfrúin. „Þetta eru myndir, sem Fransmenn gerðu af konum í íslenzkum tylning11, svaraði Lárus. „Leit þjóðbúningurinn þá svona út? „Nei, Frakkarnir gefa ekki rétta mynd“. „Ég skil, fólki úti í heimi er ekki alltaf gefin rétt mynd af okkur Bandaríkjamönnum. heldur“. Bandarískur ljósmyndari vildi nú fá að taka mynd af Lyndu ásamt stúlkunum í ís- lenzkú búningunum. Þurfti Lynda fyrst að færa til bakka með vínföngum, og bað ljós- myndarann blessaðan um að bíða, annars ætti hún á hættu að fá alla góðtemplara og bannsinna hérlendis og heima upp á móti sér. Var myndin tekin, þegar Lynda hafði fært bakkann á annað borð, en hún vildi að myndatakan yrði. endurtekin." Fyrsta myndin heppnast aldrei — að minnsta kosti ekki þegar ég sit fyrir.“ Smiðshúsið gamla, sem var í Pósthússtræti, stendur neðan Dillonshúss. Það var síðasti viðkomustaður Lyndu Bird í heimsókn hennar í Árbæ. Þótti henni ekki áræðilegt að fara upp á loftið í Smiðshúsi, en Lárus sagði, að þangað mætti hún til með að koma og skyldi hún bara ná taki á blá- um spotta, sem hékk niður úr loftinu yfir stigagatinu. „Það er lyftan okkar hérna í Smiðshúsi", sagði Lárus. Skoðaði Lynda herbergi Sigurðar málara af mikilli kostgæfni, spurði margs úm breytingarnar, sem hann gerði á íslenzka búningnum, og er hún rak augun í hillu, hlaðna ýmsum steintegundum spurði hún, hvort Sigurður hefði safnað steinum. Svaraði Lárus því játandi, o.g sagðist Lynda hafa lært dálítið í jarð- fræði og safnað steinum um skeið. ★ Um leið og Lynda Bird kvaddi Árbæ afhenti Lárus Sigurbjörnsson henni pakka með servíettum einkenndum safninu í Árbæ. Hélt ungfrú- in síðan í bifreið sinni niður í bæ, stanzaði nokkra stund í minjagripaverzluninni í Hafnarstræti 5. Leit hún þar á skinn og islenzka sauð- skinnsskó. Að því loknu fór hún vestur á Hótel Sögu og hóf að búa sig undir kvöld- fagnaðinn, sem Varðberg, hélt henni til heiðurs í Nausti. Var það síðasti liður á dag- skrá hennar hérlendis. Hófst hann með borðhaldi og síðan var stiginn dans. Kristinn Hallsson kom fram og söng nokkur íslenzk og ensk lög en um tíuleytið kvaddi- Lynda Bird samkvæmið og hóf undir búning heimferðarinnar. Lynda Bird Johnson heill- aði hugi allra þeirra, er henni kynntust og með henni fylgdust á þessum stutta timíi, sem hún dvaldist hérlendis. Með einlægni sinni og glað- legri framkomu kom hún fram sem glæsilegur fulltrúi bandarískra unglinga. Tveir eldsvoðar í Eyjafirði AKUREYRI," 16. sept. — Á laug- ardagskvöld kviknaði í hlöðu á Kotá við Akureyri. í hlöðunni voru 300—400 hestar af töðu «g tókst að ná henni út að mestu leyti, en hlaðan sjálf, sem var járnvarið timburhús, brann til grunna. Önnur hús voru ekki í hættu, enda veður stillt. Á sunnudagskvöld var slökkvi- liðið kvatt að Niðursuðuverk- smiðju Kristjáns Jónssonar & Co. Logaði eldur í tjörupappa utan á vegg og tókst greiðlega að slökkva. Grunur liggur á að um íkveikju hafi verið að ræða og er nrálið í rannsókn. — Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.