Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 20
20 MOtGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. sept. 1963 BarnamorBingjatma Beif- að # Birmingham Sprengjuárás á sunnudagaskóla vekur viðhjóð Isirmingham og Washington, 16. sept. (AP). Á SUNNUDAG var varpað sprengju að einni af kirkjuni hlökkumanna í borginni Birm- ingham í Alabama, og Iétust þá fjögiir börn, sem voru þar í sunnudagaskóla, en 23 særðust. -fa Leiðtogar blökkumanna í skoruðu í dag á Bandaríkjastjórn að fela bandaríska hernum að yfirtaka stjórn borgarinnar tii að koma í veg fyrir frekari kyn- þáttaóeirðir. ir Kennedy forséti lýsti því yfir í dag að hann væri harmi lostinn yfir þessu svívirðilega ofbeldisverki. Kvaðst hann vona að það opnaði augu Bandaríkja- manna fyrir því hve heimsku- legt væri að beita órétti, hatri og ofbeldi. Forsetinn sagði að ef Bandarikjamenn öðluðust þennan skilning, væri enn ekki of seint fyrir alla að sameinast og vinna að friðsamlegri lausn málanna. Morðið á börnunum í sunnu- dagaskólanum hefur vakið við- bjóð um öll Bandaríkin. Strax og fréttin barst út á sunnudag, féllst Wallace ríkisstjóri, sem annars er þekktastur fyrir kyn- þáttaofsóknir, á að senda herlið til borgarinnar og hét jafnframt 5 þúsund dollara verðlaunum (rúml. 200 þús. kr.) fyrir upp- lýsingar, er leitt gætu til töku hinna seku. Clarence Allgood yfirdóm- ari í Birmingham benti á að undanfarið hafi sprengjuárásir verið gerðar hvað eftir annað, þótt ekki hafi þær haft jafn alvarlegar afleiðingar fyrr. Með þeim væru ofbeldismennirnit að hæðast að bandarískum lögum og réttarfari. Sagði Allgood að dómstólarnir linntu ekki sókn- inni fyrr en „þessi brjálaði morð ingi eða morðingjar“ barnanna væri kominn bak við lás og slá Dr. Martin Luther King, einn fremsti blökkumannaleiðtogi Bandaríkjanna, var staddur í Washington, þegar sprengjunni var varpað á sunnudagaskólann í Birmingham. Hélt hann þegar í stað til Birmingham með það fyrir augum að hvetja blökku- menn til að sýna stillingu. Að loknum fundi í dag með öðrum leiðtogum blökkumanna skýrði dr. King frá áskoruninni um að herlið yrði sent til borgarinnar. j Sagði hann að neyðarástand ríkti í borginni, og nauðsynlegt j væri fyrir Bandaríkjastjórn að grípa nú þegar í taumana. Ungur piltur drukkn- ar í Keflavíkurhöfn Féll khkBIí báts og bryggju UM KLUKKAN 12 á sunnudags- kvöld féll ungur maður, Jón Karlsson, í sjóinn út af trillubát við Miðbryggjuna og drukknaði þar. Lögreglunni bárust boð um það að maður væri í trillubát og hróp aði á hjálp og brá hún skjótt við og kom þá í ljós að Jón hafði Ánægö með viðtökur Brezkur togari í land- helgi > ■ SEYÐISFIRÐI, 16. sept. — Er Óðinn var að koma út frá Seyðisfirði á miðnætti aðfara nótt sunnudags, sást í rat- sjánni skip, sem virtist vera innan fiskveiðimarkanna fyr ir sunnan Gletting, Þetta reyndist vera brezki togarinn Thuringia GY 321. Hélt hann áfram að toga með an Óðinn var á leið til hans. Var farið með hann inn til, Seyðisfjarðar. Taldi skipstjór inn sig Tiafa verið utan fisk- veiðimarkanna. ÍDómurinn dæmdi hann í 250 þús. kr. sekt og aflinn að verðmæti 84.500 kr. og veið- arfæri, að verðmæti 115 þús. kr. var gert upptækt. RAGNAR Stefánsson, fyrr verandi ofursti í handa- ríska hernum, sem var túlkur Lyndons B. John- sons, varaforseta, skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, að varaforsetinn og kona hans hefðu verið ein- staklega ánægð með mót- tökurnar á Islandi. Höfðu þau haft orð á því sín á milli, að þau hefði aldrei „upplifað“ annað eins, „stemningin“ og vinsemd almennings hefði yfir- — Verkfallib Framh. af bls. 1 1) farmenn fá aldursuppbæt- ur eftir starfsaldri. 2) fyrirkomulag á eftirvinnu- greiðslum breytist. Byrjendakaup hækkar ekki frá fyrra samkomulaginu, sem var fellt. Um'leið og fregnir bárust um að verkfallið væri leyst lagði fyrsta skip úr höfn. Það var Drangajökull, sem tók strikið út flóann. Mun skipið fara á strönd ina til að lesta fyrir Ameríku- markað. Eftir það fóru skipm að halda úr höfn hvert af öðru. gnæft allt, sem þau þekktu áður. Ekki dró það úr gleði þeirra, þegar erlendir sendiráðsmenn upplýstu þau um það, að slíkar mót- tökur væru mjög óvenju- legar á Islandi. Islendingar tækju yfirleitt kurteislega, en e.t.v. fremur þurrlega móti erlendum gestum, klöppuðu þeim lof í lófa, en hylltu ekki með húrra- hrópum eins og nú hefði gerzt. — fallið í sjóinn, að sögn Þráins Sig urðssonar, sem í bátnum var, misst tak á bryggjunni og trill- an um leið ýtst talsvert frá, svo að hann gat ekki komið honum til hjálpar á neinn hátt. Lögreglan náði þegar í Högna Kristinsson, froskmann og var hafin leit um hálfri. stundu síðar og leitað um klukkustund meðan loftbirgðir hans entust en án árangurs. í birtingu morguninn eftir hófu svo skátar leit með fjörum og aftur um hádegi hóf Högni froskmaður leit frá vélbátnum Mána, og stóð sú leit til kl. 4, en einnig án árangurs, sem þyk ir mjög einkennilegt, því grunn- sævi er í kringum bryggjuna, en dýpkar fyrir framan, og var leit in mjög skipulega og vel fram- kvæmd. Þeir félagar, Jón og Þráinn, höfðu verið að ferðast á trill- unni mikinn hluta sunnudags og komið víða við, því blíðskapar veður var svo sem bezt má verða og voru þeir að ljúka ferðalag- inu, þegar svo slysalega tókst tiL Jón Karlsson var 21 árs, ó- kvæntur og átti heima að Tjarn ajgötu 20 í Keflavík. — hsj. Elísabet II ó von ó barni London, 6. sept. (AP). ’TILKYNNT var í Bucking- ham höll í dag að Elisabet II. I Bretadrottning ætti von á | fjórða barni sínu í byrjun [ næsta árs. Drottningin, sem er 37 ára, Idvelur nú ásamt fjölskyldu (sinni í Balmoral höll í Skot- ilandi, en fer þaðan í næsta i mánuði til London. Stefnuskrá norsku stjórnarinnar lögð fram í þinglnu Osló, 16. sept. — (NTB) — NORSKA Stórþingið var sett í dag. Skýrði John Lyng for- sætisráðherra þar frá stefnu- skrá hinnar nýju ríkisstjórn- ar, en á eftir ræðu ráðherr- ans minntist Alv Kjös, forseti þingsins, látinna þingmanna. í upphafi ræðu sinnar sagði forsætisráðherrann: að engin norsk rík-isstjórn hafi átt við jafn mörg atkvæði að styðjast og nú- verandi stjórn. Kvaðst hann þakklátur stjórnarandstöðunni fyrir að óska eftir stefnuyfirlýs- ingu á þessu stigi málsins. Væri það kærkomið tækifæri. Þingfundur stóð aðeins í þrjá stundarfjórðunga, og að honum loknum komu þingmenn jafnað- armanna saman til að ræða stefnuyfirlýsinguna. Mannþröng var á áheyrendapöllum og var þar m. a. fjöldi blaðaljósmynd- ara, Beindu þeir vélum sínum aðallega að ráðherrasætunum, en margir ráðherranna mættu nú í fyrsta sinn á þingi. í stefnuskrá stjórnarinnar er KALLI KUREKI •*- Teiknari; FRED HARMAN m. a. gert ráð fyrir eftirfarandií Lækkun skatta fjölskyldna og lágtekjumanna, skattalækkamr til eflingar framleiðslunni, elli- lífeyrir handa ekkjum og ein- stæðingum, aukin tryggingar- gjöld, breytingar á skipulagi rík isfyrirtækja með það fyrir aug- um að veita starfsmönnum meiri áhrif, 30 þúsund' nýjar íbúðir á árinu 1964, fjárveitingar til skóla, sérstakar ráðstafanir til að tryggja stöðuga atvinnu allt árið í stað árstíðabundinnar at- vinnu, og aukin aðild einkafram- taksins í byggingarstarfseminni. Talið er að umræður um stefnuskrá stjórnarnnar standi yfir í a. m. k. þrjá daga. r--- H£ MEAR SOT HIS TAIL M TH'SATE THIS TlME ! SAY, WE NEVER SEE YOU TILL SCHOOL'S OUT.-I HOPE YOU'RE FIXIM’_^ VT' STAY A WHILEf J—— YOU MEAN THE OLD- tlMEEALMOST y ÖOT MARRIEP ?) jSavbd byhis own bll/ndez FROM A FATE WOZSE THAU OEATH MAMBLYMAKR/AGEf -- THEOLD- T/MEfZ EETueWS TO THE EA/VCH~ •~2+ Eftir að mistök hans sjálfs hafa bjárgað honum frá því að hljóta hin verstu örlög, giftingu, snýr gamli maðurinn aftur til búgarðsins. — Þú átt við að gamli maðurinn hafi næstum gifzt. — Hann hafði nærri fest á sér skottið í þetta sinn. Heyrðu, þú kem- ur aldrei fyrr en skólinn er búinn, svo ég vona að þú verðir hjá okk- ur einhvern tíma. — Sæll, Kalli. Ég var að heyra að gamli maðurinn hefði sloppið naum- lega. — Sæl, Peg, það var gaman að sjá þig. — Frænka, ert þú viss um að þessi ekkja sé farin? Ég er hræddur enn- þá. — Vertu rólegur, hún er örugg- lega farin. Ég veit f kki hvort ykkar er heppnar 3IÍItvarpiö ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 8:00 Morgunútvarp. 12:00 Hádegisútvarp. 13:00 „Við vinnuna'; Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. — 19:30 Fréttir. 20:00 Einsöngur: Mario Del Monaco syngur óperuaríur. 20:20 Erindi: Frá Mæri (Hallfreður Örn Eiríksson cand. mag). 20:45 Tónleikar: Sinfónía x g-moll eftir Franz Anton Rössler. (Kammer hljómsveitin . í Kurpfalz leikux; Wolfgang Homann stjórnar). 21:05 ,,Lati-Brúnn,“ smásaga eftir Arna Ólafsson (Óskar Ingimars- sson). 21:30 Gítarmúsík: Andrés Ségovia leikur. 21:45 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög ungafólksin*- <G’ v*aJ ' steinsdóttir). 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.