Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 3
1 Þriðjudagur 17. sept. 1963 MORCU N BLADIÐ 3 Varaforsetinn á fundi me<$ * ríkisstjórn Islands „Blátær heiðríkjan“ Við þetta bætir íslendingur þessum orðum: „Það er furðulegt, hve gamla manninum hefur tekizt að ná hinu skáldlega tungutaki spyrj- andans, svo líkar eru niðurstöður þeirra í líkingunum. f stað móð- unnar miklu, er var upphaf Móðuharðindanna, er að vísu tal- að um svört reykský. En vonin lifir í brjóstum beggja (eða a. m. k. spyrjandans) að þjóðin komist aftur út í „blátæra heiðríkjuna“, þegar Framsókn getur næst setzt í stjórnarstóla". ur að hafa slikan gest við svo hátíðlegt tækifæri? Viðræður við ríkisstjórnina í Stjórnaráðinu tók Ólafur Thors, forsætisráðherra, á móti varaforsetanum og fylgd arliði hans. Ríkisstjórn ís- lands fagnaði hinum tigna gesti. Hann settist við hlið for sætisráðherra og ræddi við ráðherrana. í ræðu sem Lyn- don Johnson hélt síðar fyrir utan stjórnaráðið má sjá, að Á MEÐAN Lyndon B. Johnson átti tal við for seta íslands að Bessa stöðum safnaðist mik- ill mannfjöldi fyrir framan stjórnarráðs- húsið í Reykjavík og beið þess að fagna varaforseta Bandaríkj anna. Er gizkað á að á milli 1—2000 manns hafi verið þar saman komin þegar flest var. Veðrið hafði verið dágott í Reykjavík fram að hádeginu en Affstoðarmenn Lyndon B. Johnson’s hjálpa honum viff aff komast upp á grindverkið fyrir framan Stjórnaráðið. Útþenslustefna Kínverja New York Times birti forystu- grein sl. laugardag, þar sem þaff ræffir útþenslustefnu kínverskra v' kommúnista. Er þar m.a. komizt þannig aff orði, að kínverskir kommúnistar dragi ekki lengur neina dul á landvinningaáform sín. Hinsvegar sé Kína ennþá allt of hernaðarlega og efnahagslega veikt til þess aff ráðast í meiri- háttar hernaffarævintýri nú þeg- ar. En þessi 700 milljóna þjóff, sem ráði yfir gífurlegum lands- svæffum, telji sig þó nægilega öfluga til þess aff lýsa yfir áform- um sínum. Þeir hafi þegar sann- aff árásarhug sinn með árásinni á Kóreu, Tíbet og Indland. Nú séu Kínverjar ennfremur aff blása eldi aff átökum viff Sovét-Rúss- land. Kínverskir kommúnistar séu nú einnig aff auka hernaðar- viðbúnað sinn á landamærum Indlands og eigi að sjálfsögðu ríkan þátt í ögrunum kommún- ista í Kóreu, Laos og Vietnam. New York Times segir, aff höfuðtakmark Fekingstjórnarinn ar sé augljóst. Þaff sé, aff eyffa öllum erlendum áhrifum, rúss- neskum ekki síður en amerísk- um, í Asíu og tryggja sér örugg yfirráff yfir þessari heimsálfu. Afmælisviðtal „fslendingur“ á Akureyri vek- ur nýlega athygli á afmælissam- tali, sem Karl Kristjánsson, al- þingismaffur, hafi nýlega átt fyr- ir Tímann viff gamlan bónda uppi í Mývatnssveit. Kemst íslending- ur m.a. aff orði um þetta samtal á þessa leiff: „Eftir aff hafa spurt afmælis- barniff um uppruna hans og æskuár, spyr hann bónda hvort hann vilji segja eitthvaff um ís- lenzk stjórnmál og bóndi svarar: „Ég hef alltaf fylgt Framsókn- arflokknum aff málum frá því aff hann var stofnaffur, tel aff hann hafi veriff eini flokkurinn, sem hafi barizt raunverulega fyrir hag bændastéttarinnar og jafn- framt hag almennings í landinu“. Þekkist röddin Þá spyr Karl gamla manninn, hvort hann sé ekki bjartsýnn á framtíff íslenzku þjóðarinnar og svariff ér: „Mér er ekki gefin spámannleg sýn inn í ókomna tíð til aff svara svona spurningum. Mér kemur i hug erindi eftir Jóhann Sigur- jónsson um Jónas Hallgrímsson. Jóhann kallar þar Jónas, sem hann auðvitað elskar þó og dáir, „óskabarn ógæfunnar“ og segir: Dregnar eru litfagrar, dauðarós- ir, á hrumgjörn lauf---- Þaff virffist svo sem íslenzka þjóðin hafi orffiff óskabarn ógæf- unnar um stund. Pólitískt frelsi hennar er í dag illa á vegi statt. Þaff er í höndum óbilgjarnra ein- ræffishneigffra valdhafa. Fésterk- um flokki fjárhyggjunnar hefur tekizt aff hlaffa um hana svörtum reykskýjum pólitíkurinnar, sem blinda hana. svo hún greinir ekki veginn út á blátæra heiffríkjuna, heldur villist leiðina inn í kol- svarta fépyngjuna — “. Varaforsetinn þakkaði fólk- inu viðtökurnar og kvaðst mjög þakklátur yfir því að honum væri svo vel tekið, sem raun bæri vitni. Hann sagðist mundu ganga á fund forsætisráðherra íslands, en að því búnu mundi hann koma út aftur og ávarpa fólk ið nokkrum orðum, taka í hendur þess og kynnast því, eins og hann sagði. Og hann bætti við: í einu ríki Bandaríkjanna er sagt: Ef maður lítur í augu manns, finnur maður hjartalagið. Þó mönnum þætti þessi fram- koma varaforsetans allnýstár- ieg hér á landi, var augsýni- legt að hann komst inn úr skel íslendingssins og vann hjörtu þeirra sem viðstaddir voru. Honum var ákaft klapp að lof í lófa. Auðsætt var að nú syrti skyndilega með dumbungsskýja- fari í suðri og dró fyrir sólu. Lyndon B. Johnson kom að stjórnarráðsbyggingunni rúm lega 15 mínútur yfir 12 og gekk þegar út úr bílnum. Mannfjöldinn laust upp fagn- aðarópum og klappaði ákaft fyrir hinum bandaríska gesti. Hann virtist mjög ánægður með móttökurnar og sneri sér í átt til mannfjöldans og ávarpaði fólkið nokkrum orð- um, sem Ragnar Stefánsson þýddi jafnóðum. Vann hjörtu áhorfenda Varaforsetinn kominn upp á grindverkið, og flytur þaðan ávarpiff til mannfjöldans. Maffurinn til vinstri er Ragnar Stef- ánsson, sem túlkaffi. — Ljósm. Mbl. Sv. Þ. sýnilega kominn til íslands til að tala við fólk og kynnast fólki. Síðan gekk hann upp að Stjórnarráðsbyggingunni ásamt fylgdarliði sínu. Hann gekk hratt og ákveðið eins og hann væri að flýta sér til að geta komið sem fyrst út aftur og ávarpað mannfjöldann. Á leiðinni upp að Stjórnarráð- inu sagði hann við einn af að- stoðarmönnum sínum að hann þyrfti á hátalara að halda þegar út kæmi. Honum var sagt að vandkvæði gætu orð- ið á því að útvega hátalara. Það líkaði honum miður, herti á göngunni og sagði að aðstoðarmenn hans yrðu að at huga hvað hægt væri að gera í málinu. „Það nær þá ekki lengra“, sagði hann, „það verður annað hvort eða“. Á grænu túni Stjórnarráðs- ins sat hvít dúfa og horfði forvitnum augum á það sem fram fór. Mundi fjarstætt að láta sér detta í hug að ein- hvers staðar hefði þótt feng- ýmis mál bar á góma á fundi hans með íslenzku ráðherr- unum. Aðspurður sagði Ólaf- ur Thors að samtalið við Johnson hefði verið mjög ánægjulegt. Annars mundi ríkisstjórnin gefa út stutta til kynningu um málið. Að 10—15 mínútum liðnum i kom varaforseti Bandaríkj- anna út aftur ásamt fylgdar- liði sínu og sendiherra ís- lands í Washington Thor Thors. Ólafur Thors forsætis- ráðherra fylgdi honum til dyra en aðrir ráðherrar gengu á eftir. Varaforsetinn fór í frakkann og ætlaði að ganga til dyra en mundi þá eítir að hann hafði gleymt hattin- um, svo hann sneri við og gekk aftur til ráðherranna. Þá tók hann upp litla öskju með sígarettukveikjara, af- henti lóafi Thors og sagði að sig langaði til að gefa honum kveikjarann. „Þið hljótið að geta notað eld á íslandi", bætti hann við. Síðan spurð- Framh. á bls. 15. mannfjöldinn kunni vel að meta óþvingaða framkomu varaforsetans. Hann var aug- Illuti af mannfjöldanum, sem safnazt hafði saman á Lækjartorgi, er varaforsetinn kom þang- aff á leiff til Stjómarráffsins. Inn ur íslendingsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.