Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 17. sept. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
11
Varaforsetinn gaf Slysavarnafélaginu færanlegar talstöðvar. Myndin er tekin við aftaendingu
Jjeirra á Hótel Sögu í gæi. Xalið frá vinstri: Ólafur Thors, forsætisráðherra, Lyndon B. Johnson,
varaforseti, Gunnar Friðriksson, forseti Slysavarnafélagsins, Ásgeir Asgeirsson, forseti Islands,
Guðmundur t. Guðmundsson, utanríkisráðherra og Lady Bird Johnson, varaforsetafrú.
isl. dilkakjötið bezti matur, sem
ég fékk í ferðalaginu
sagði Lyndon B. Johnson í
hádegisverðarboði á Sögu
ER Lyndon B. Johnson, varafor-
seti Bandaríkjanna, kom að
Hótel Sögu laust fyrir kl. 1, en
J>ar skyldi hann snæða hádegis-
verð í boði forseta íslands, var
nokkur hópur fólks fyrir dyrum.
Varaforsetinn heilsaði með
handabandi, þeim sem hann náði
til en veifaði hinum og kallaði
til þeirra.
— Hvað ert þú búinn að vera
lengi á Islandi? spurði hann þá,
sem hann tók í h ,-ndina á.
— Sex mánuði, svaraði eigin-
kona starfsmanns bandaríska
sendiráðsins, fyrir hönd lítils
snáða, sem hún hélt á í fanginu,
en var of lítill til að geta svarað
fyrir sig sjálfur.
Flestir svöruðu þó, að þeir
hefðu verið hér frá fæðingu eða
alla sína ævi.
' Ungur piltur, sem reyndar hef-
íir að undanförnu teiknað fyrir
Mbl. „ísland í augum ferða-
nvanns," rétti fram hönd sína og
spurði varaforsetann hvernig
honum líkaði við landið.
— Mjög vel, svaraði varafor-
setinn, og spurði síðan hve lengi
bann hefði verið hér.
— 314 mánuð, svaraði piltur-
inn, og kvaðst einnig kunna m jög
vel við sig hér, en aðspurður
kvaðst bann vera frá Iowa.
Forsetinn þokaði sér síðan inn
I anddyri hótelsins, og þegar á
eftir komu forsetahjónin íslenzku
og gestirnir síðan hver af öðr-
um.
Guðmundur Jónsson söng þjóð
söngva beggja landanna með und
irleik Árna Kristjánssonar, er for
seti íslands og varaforseti Banda-
ríkjanna gengu í salinn með
frúm sínum.
Hádegisverðurinn, sem ís-
lenzku forsetahjónin héldu vara-
forseta Bandaríkjanna og frú
hans var í Súlnasalnum á Sögu.
Viðstödd var ríkisstjórn íslands,
sendiherrar og fleiri gestir, alls
63. Forsetarnir sátu við miðborð-
ið, við hlið forseta íslands sat
I-Ædy Bird Johnson, þá Guðmund
ur í. Guðmundsson, utanríkisráð
herra, frú Ingibjörg Thors,
Bjarni Benediktsson, dómsmála-
ráðherra og frú Penfield, kona
bandaríska sendiherrans. Við
hlið varaforsetans, sat forseta-
frú Dóra Þórhallsdóttir, þá Ólaf-
ur Thors, forsætisráðherra, frú
Rósa Ingólfsdóttir, Penfield
sendiherra og frú Sigríður Björns
dóttir.
Á borðum var glóðarsteiktur
humar, steiktur lambahryggur
með aspars og margvíslegu græn
meti, ávaxtaterta og kaffi og við-
eigandi vín. Lyndon Johnson
varaforseta líkaði vel maturinn.
Hann kallaði á Þorvald Guð-
mundsson, veitingamann og
sagði: — Þetta er bezti matur,
sem ég hefi fengið í öllu ferða-
laginu. Kjötið er sérlega ljúf-
fengt. Þið getið verið stolt af að
bjóða það hverjum sem er. Og ég
hefi meira að segja heyrt að þetta
sé ódýrasta kjötið sem fæst í
landinu.
Vináttuböndin forn og traust
Undir borðum bauð forseti fs-
lands varaforsetann og frú hans
velkomin með ræðu, sem er birt
annars staðar í blaðinu. Og vara-
forsetinn svaraði með þessum
orðum:
Herra forseti, virðulegu gestir.
Ég met mikils hlýleg orð yðar
og þakka yður fyrir hönd Kenn-
edys Bandaríkjaforseta og banda
rísku þjóðarinnar. Við lítum svo
á, að okkur hafi fallið í skaut
mikið happ, þegar okkur gafst
kostur á að heimsækja hið stór-
brotna land yðar. Bönd þau, sem
tengja okkur Bandaríkjamenn
við ísland, eru forn og traust.
Þau má raunar rekja þúsund ár
aftur í tímann, þegar hinn hug-
rakki Iandafundarmaður ykkar,
Leifur Eiríksson, kom fyrst að
ströndum Norður-Ameríku. Það
er táknrænt fyrir hina löngu
vináttu þjóða okkar, að stytta
hans, sem gnæfir yfir borg ykk-
ar, var gjöf þjóðþings Bandaríkj-
anna og bandarísku þjóðarinnar.
Við eigum mörg hin sömu
hugðarefni — fleiri en söguna.
Um margar kynslóðir hafa Banda
rikjamenn dáð afrek ykkar og
sigra í baráttunni við óblíð nátt-
úruöfl, og við höfum einkum dáð
hetjulega tryggð ykkar við lýð-
ræðislega stjórnarháttu. Það, sem
þið hafið afrekað — og þau áhrif,
sem þið hafið haft á gang mála
í heiminum — er tiltölulega
H afnarfjöröur
miklu meira en ætla mætti vegna
fjölda ykkar.
Stofnanir ykkar hafa hlotið lof
margra. Listamenn ykkar og and
ans menn hafa öðlazt viðurkenn-
ingu alls heimsins fyrir framlög
þeirra til vestrænnar menningar.
Afdráttarlaus stuðningur ykkar
við frelsi og lýðræði hefir verið
innblástur öðrum þjóðum, sem
eins hefir verið innanbrjósts, og
við erum hreyknir af að standa
við hlið fslendinga sem vinir og
bandamenn.
í þessum anda langar mig til
að drekka minni yðar, herra for
seti, og íslenzku þjóðarinnar.
Gaf Slysavarnafélagi
íslands talstöðvar
Þá afhenti varaforsetinn Gunn
ari Friðrikssyni, forseta Slysa
varnafélags íslands, að gjöf þrjár
færanlegar talstöðvar, sem gjöf
til Slysavarnafélagsins. Hann
mælti:
„Háttvirtur forseti. Eins og aðr
ir Ameríkumenn hef ég hriíizt
af hinni miklu hugdirfsku, sem
íslendingar hafa stöðugt auðsýnt
í aldalangri baráttu við storma
og hafrót og veðraham öræfanna.
Þar sem þér verðið aðallega að
sækja lífsviðurværi yðar í skaut
hafsins, verðið þér íslendingar
að berjast gegn stormi og sjó-
gangi, svo og jökulkulda, hvern-
ig sem viðrar.
Slysavarnafélag íslands hefur
oftsinnis barizt gegn ofurefli
til þess að forða fjörtjóni í bar-
áttunni við hin miskunnarlausu
náttúruöfl. Við í Ameríku höfum
notað talstöðvar til að leiðbeina
leitarmönnum, og til þess að kalla
menn til hjálpar og aðstoðar við
björgun mannslífa í aftakaveðr-
um, þegar björgun verður að ber
ast fljótt, til þess að hún geti
komið að gagni. Við Ameriku
menn metum mikils og þerum
sannarlega mikla virðingu fyrír
hinni djörfu viðleitni Slysavarna
félags yðar og þeim fullhugum,
sem fram kvæmt hafa björgunar
störfin.
Mér er mikil ánægja, sem full-
trúa amerísku þjóðarinnar, að
afhenda Slysavarnafélagi ís-
lands að gjöf þrjár talstöðvar,
sem megi verða því að liði í hinu
göfuga starfi þess.
Það er einlæg von mín, að
þessi tæki megi koma að notum
til að auðvelda björgunarmönn-
um að leysa starf sitt af hendi
með enn glæsilegri árangri í fram
tíðinni."
Síðan sneri varaforsetinn sér að
Ólafi Thors, forsætisráðh., og bað
hann segja nokkur orð. — For-
Framhald á bls. 14
Kona óskast annan hvern dag. — Stuttar vaktir.
Brauðstofan, Reykjavíkurvegi 16.
Afgreiðslustúlka
Stúlka óskast til afgreiðslustarfa í skóverzlun. —
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf,
sendist afgr. Mbl. fyrir 21. þ.m., merkt: „Skó-
verzlun — 5222“.
Til sölu
iðnaðar saumaveiar
1 PFAFF K 234 — 1 PFAFF-Strobec-Pikier. —
Vélarnar eru nýlegar og mjög vel með farnar. Tilb.
sendist Mbl. fyrir 22. þ.m. merkt: „Pfaff — 5223“.
HATT KAUP
Stúlkur vanar afgreiðslu óskast strax. Upplýsing-
ar í síma 19457.
r *
Oska eftir að taka á leigu
3ja—4ra herb. íbúð, sem fyrst. Reglusemi og góðri
umgengni heitið. — Uppl. í símum 19900 og 23766.
Stúlka óskast
til afgreiðslu fyrir hádegL
Lövdals-bakari
Nönnugötu 16. — Sími 19239.
BLÐARKASSAR
Kling búðarkassinn hefur reikni-
teljara, dagsöluteljara og getur
notast sem venjuleg reiknivél.
Verð: Rafknúinn kr. 13655.00.
Handknúinn krónur 10.465.00.
BALDUR JÓNSSON S.F.
Barónsstíg 3 — Sími 18994.
Kona
milli þrítugs og fertugs getur fengið vinnu eftir
hádegi í blaðasöluturni í Miðbænum. — Upplýs-
ingar sendist Mbl. fyrir 21. þ.m., merkt: „Góð
atvinna — 3842“.
GIR - MOTORAR
Útvegum allar stærðir af
gírmótorum frá Svíþjóð,
með stuttum fyrirvara.
Verð mjög hagstætt.
Fyrirligg jandi
Gírmótorar: 0,33 — 0,5 — 0,8 kw.
Væntanlegt: 1,1 — 1,5 — 3 og 4 kw.
Tökum á móti pöntunum.
HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun.
Hailveigarstíg 10. — Sími 2-4455.