Morgunblaðið - 17.09.1963, Blaðsíða 13
Þri'ðjudagur 17. sept. 1963
MORGUNWAÐIÐ
i»
ÍJr ræðu Lyndons B. Johnsons í Háskólabiói
Varaforsetahjónin fyrir
íIÉB FABA á eftir helztu
atriði úr ræðu Lyndons B.
Johnsons, varaforseta Banda-
ríkjanna, sem hann hélt á
fundinum í Háskólabíói í
gær.
Við erum mj5g þakklát fyrir
Jtann sóma, sem þið auðsýnið
landi okkar — og vináttu þá,
Bem ríkir milli þjóða okkar —
með því að fagna okkur á þann
hátt, sem þið hafið gert í dag
og með því að koma til þessa
fundar.
Þetta er heimsókn, sem ég hefi
lengi hlakkað til. Við í Banda-
ríkjunum fræðumst þegar á unga
aldri um hinn mikla landkönn-
uð ykkar, Leif Eiríksson. Um
leið og við fræðumst um sögu
hans, sköpum við okkur — og
varðveitum um langa ævi —
mynd af íslendingum sem harð-
gerum fullhugum, er hyggja
land, sem þjóðsöguhlær hvílir
yfir. Mig hefir, frá unga aldri,
langað til að heimsækja ísland
og kynnast tslendingum.
f dag hafa þessir draumir mín
ir rætzt márgfaldlega.
Heimsóknin til lands ykkar
er að lokum ánægjulegrar og
happadrjúgrar sendiferðar til
allra Norðurlanda — Svíþjóðar,
Finnlands, Noregs, Danmerkur
og nú íslands. Við í Bandaríkj-
unum erum tengdir öllum þess
um löndum mörgum traustum
böndum, sameiginlegra erfða,
sameiginlegra verðmæta og sam-
eiginlegra hugsjóna. Við dáum
sögu þeirra og metum, bæði
að fornu og nýju. En við kynn-
umst einnig nýjum og hrífandi
fyrirheitum um framtíðina, og
það er um framtíðina, sem við
eetlum að ræða hér í kvöld.
í heimi okkar ríkir í dag
gleðilegur skilningur á þörfinni
á samfélagi, sem nær til alls
heimsins og sameinar þjóðir í
öllum álfum heims til æ fleiri
sameiginlegra átaka. Við vonum
og væntum þess, að þessa nýja
straums í málefnum mannknys
ins haldi áfram að gæta og leiða
til nýrra afreka mannsins hvar-
vetna.
En þótt þessar horfur veki
bjartar vonir, krefst raunsæið
þess, að við viðurkennum, eins
og nú er ástatt — nú á þessari
stundu — að mikill munur er á
þróunarstigi því, sem þjóðfélög
í hinum ýmsum hlutum heims
hafa náð.
Þjóð mín er svo gæfusöm, að
hún hefir verið í verki tengd
og í bandalagi við þær þjóðar-
heildir, sem notið hafa mestra
framfara.
Við viðurkennum blessun þá
og þá farsæld, sem hefir ver-
ið hlutskipti okkar — og þjóð-
ar okkar — vegna þeirrar að-
stöðu og tíma, sem okkur er
mörkuð í heiminum og sögu
hans. En við teljum þetta ekki
heimild til þess að geta sagt
öðrum fyrir verkum og drottnað
yfir þeim. Þvert á móti lítum við
svo á, að aðstæður þessar geri
þá kröfu til okkar og ætlist til
þess að við hagnýtum aðstöðu
okkar og ábyrgð með ýtrustu
gætni.
Við álítum, að gengi hinna
þróuðu þjóðfélaga hafi orðið til
einskis gagns, nema þeim takist
að snúast með árangri við ósk-
um þeirra, sem skemmra eru á
veg komnar.
Við álítum, að máttur hinna
Sterku þjóða hafi verið skapað-
ur til einskis gagns nema hinir
Sterku helgi sig varðveizlu frið-
arins.
Við teljum, að frelsi hinna
frjálsu þjóða hafi ekki öðlast
sanna merkingu, fyrr en allir
menn í öllum þjóðfélögum njóta
frelsis.
Þessar skoðanir eru — og
halda áfram að vera — undir-
staða stefnu, fyrirætlana og mark
miða Bandaríkjanna. Þetta er
einlæg sannfæring okkar, en
við í Bandaríkjunum teljum þó
ekki, að sannfræing .sé réttlæt-
ing á kreddu.
Ef frjálsir menn eiga að vera
raunverulega frjálsir, verða þeir
að geta ráðið stefnu sinni sjálf-
ir, mótað þjóðfélög sín að geð-
þótta, varðveitt það, sem þeim
er dýrmætt, ráðið örlögum sín-
um og hagnýtt tækifærin sem
gefast. Þetta krefst varna gegn
þeim fjandmönnum frelsisins,
sem hyggjast þröngva öðrum til
að lúta vilja sínum með vopna-
valdi eða undirróðri. En það
táknar einnig, að fullveldi hverr
ar þjóðar sé óháð kreddum allra
annarra — hvort sem þeir eru
fjendur eða vinir.
Með Atlantshafsbandalaginu
— sem ísland og Bandaríkin eru
aðilar að — er heiminum gefið
glæsilegt og sannfærandi dæmi
þess, sem hægt er að áorka í
þessu efni. Samstaða okkar í
Atlantshafsbandalaginu er byggð
á því raunsæi okkar tíma, að
hinar frjálsu þjóðir verða að
standa saman, ef þeim á að tak-
ast að verjast kúgun af hálfu
alþjóðlegra yfirgangsseggja. En
bandalag okkar í sameiginlega
þágu er ekki byggt á samþykkt
eða undirgefni við ósveiganlega
kreddu, og það er lífsnauðsyn-
legt skilyrði tjl þess að banda-
lag okkar megi standa til fram-
búðar.
Innan Atlantshafsbandalagsins
eru 15 þjóðir, sem hver á sér
sína arfleifð, sína hefð og hver
sína sjálfstæðu menningarsögu.
Við tölum meira en tíu þjóð-
tungur og enn fleiri mállýzkur.
Hin þjóðlega arfleifð hvers okk-
ar á rætur sína í mismunandi
jarðvegi. Við erum með- réttu
og að sönnu hreykin af þessum
mismun og sérkennum sem ein-
staklingar, og okkur kemur ekki
til hugar að fórna þeim eða
leyfa skerðingu á þeim.
Þjóðfélagskerfi okkar og iög
eru einnig með sínum sérkenn-
um í hverju landi.
Efnahagskerfi okkar eru ólík
og hagsmunir okkar einnig.
En meginþátturinn í bandalagi
okkar er, að enginn okkar neyð-
ist til að hlíta kreddum eða skip-
unum þeirra, sem við teljum
sæmd að eiga bandalag við.
Þetta er styrkur okkar — og
hann verðum við að varðveita.
. Við höfum hafnað — og mun-
um áfram hafna — bandalagi,
sem felur í sér skerðingu hinna
sérstöku menningarverðmæta ein
stakra þjóða.
Við aðhyllumst — og munum
aðhyllast — það bandalag, er
eigi grundvallar einvörðungu á
gagnkvæmu öryggi, heldur og á
gildi gagnkvæmrar virðingar.
Bandalag okkar er hið eina í
sögunni og hið eina bandalag í
heiminum nú, þar sem banda-
menn og félagar eru eigi þving-
aðir til að verjast fyrirætlunum
og kreddum hinna bandamanna
sinna og félaganna. Þar sem við
erum ekki innhverfir, þar sem
við leggjum okkur eigi niður við
tortryggni í garð hver annars,
þar sem við höfum í heiðri grund
vallarmarkmið, höfum við trú á,
að bandalag vort standi löngu
eftir að strangari og ótryggari
bandalög hafa sundrazt.
Við Bandaríkjamenn höfum
sérstakan skilning á ósk ein-
stakra þjóða um að varðveita sér-
kenni sín og sjálfstæði. Fyrir eitt
hundrað og áttatíu árum var mið
stjórn okkar mynduð með sam-
einingu 13 einstakra ríkja. Sam-
kvæmt stjórnarskrá okkar, halda
nú 50 ríki sérkennum sínum sem
jafningjar innan þessara vé-
baíída. Vegna okkar eigin reynslu
heima fyrir, er okkur Bandaríkja
mönnum ógeðfellt, þó ekki sé
nema hugsunin um bandalag,
sem er tilfinningarsnautt og
kuldalegt gagnvart stolti og arfi
bandamanna okkar.
Við lítum á bandalag vest-
rænna ríkja sem bandalag jafn-
ingja.
Við skoðum það sem banda-
lag, er fær sameiningarstyrk
sinn frá sameiginlegri tryggð við
frelsi og lýðræði.
Við vitum, að okkar þjóð —
og þjóð yðar — ber í brjósti jafn
ríka hollustu.
Hvað fólksf jölda snertir, er ís-
land minnst NATÓ-ríkjanna. En
við berum — ásamt heiminum
öllum — virðingu fyrir hinum
fornu hæfileikum íslendinga til
þess að leggja skerf að mörkum
við heiminn í miklu ríkara mæli
en fólksfjöldinn segir til um. ís-
lendingar hafa lagt sögulegan
skerf af mörkum við könnun
hnattar okkar. Á vettvangi al-
þjóðlegra samskipta — svo sem
hjá Sameinuðu þjóðunum — hef-
ur ísland haft mikilsverð áhrif
og gegnt ábyrgðarstörfum.
Allt þetta sæmir landi og þjóð,
Km gaf heiminum fyrirmynd
þingræðisins, sem er grundvöllur
lýðræðis okkar í dag.
í baráttunni við skæðustu öfl
náttúrunnar hafið þið öldum sam
an mótað með ykkur lifandi,
sterkbyggt, skapandi og innblás-
ið þjóðfélag — og framlags ykk-
ar gætt langt út fyrir landstein-
ana.
Okkur er sæmd af því að vera
bandamenn ykkar og væntum
þess', að þið varðveitið hina ein-
stæðu og verðmætu forystu ykk-
ar í framvindu vestrænnar menn
ingar. Sem þjóð á mörkum
tveggja heimshafa hefur saga
okkar einnig þróazt í nánum
tengslum við úthöfin — og við
skiljum og metum afrek ykkar
á sviði fiskveiða og siglinga.
Okkur er sönn ánægja af því að
finna löngun ykkar til þess að
styrkja efnahagsgrundvöll ykk-
ar og auka fjölbreytni þjóðar-
framleiðslunnar í þágu allrar
þjóðarinnar.
Við trúum því, að upp sé að
renna ný öld í sögu mannkyns,
sem markast af hinu mikla á-
taki nútímamannsins á sviði geim
rannsókna. Við vitum, að á þess-
um tímamótum mun geimtækni
verða öllum þjóðum lærdóms-
rík — þjóðum á stærð við þjóð
okkar, fámennum þjóðum sem
ykkar. Mælikvarðinn á hlutverk
þjóðar í geimvísindaátaki heims-
ins mun ekki verða auðlindir,
auður eða fólksfjöldi, heldur
hæfileikar og snilligáfa þjóðar-
innar og hugsandi manna henn-
ar. Og miklu fremur, þá er það
komið undir hjartalagi hennar.
Þegar hrundið hefir verið í
framkvæmd þeim fyrirætlunum
okkar, sem þegar eru á döfinni
í geimvísindum, gerum við ráð
fyrir, að innan skamms verði
það mögulegt, sem nú skal get-
ið:
Fiskimenn og aðrir sjófarend-
ur munu vita tveimur vikum
eða tveimur mánuðum fyrir
fram um storma á úthöfunum.
Siglingafræðingar munu geta
gert — með hjálp gervihnatta —
staðarákvarðanir, sem verða ná-
kvæmari en dæmi hafa verið til
áður, hvenær sólarhringsins sem
er, hvernig sem viðrar.
Neyðarköll frá skipum — eða
jafnvel Björgunarbátum — munu
uppgötvuð og miðuð á nokkrum
sekúndum með hjálp gervihnatta,
hundruð mílna vegalengd uppi í
háloftunum.
Við munum geta sagt fyrir um
duttlunga náttúrunnar með löng
um fyrirvara — allt frá mynd-
un storma til flóða af völdum
vorleysinga.
Við munum sjá — á allra
næstu árum — lengstu framfara-
skref, sem maðurinn hefur stig-
ið á vorum dögum, og það á
ýmsum sviðum: veðurfræði, fjar-
skiptum, siglingafræði, læknis-
fræði og fjölmörgu öðru. Við
Bandaríkjamenn erum stoltir,
þegar við segjum frá því, að við
erum í fremstu víglínu, hvað
þetta snertir. Það- gildir, að
bandamenn okkar eru einnig í
fremstu víglínu. Hagnaðurinn
af þessum ávinningum mun
verða í þágu alls mannkyns,
vegna þess að grundvallarlögmál
ið, sem geimvísindi Bandaríkj-
anna hvíla á, kveður ótvírætt á
um, að aðrar þjóðir heims fái að
njóta þessa hagnaðar.
En öld geimvísindanna býður
upp á meira en þátttöku í þess-
um hagnaði og ávinningi. Hún
býður þjóðum eins og íslenzku
þjóðinni tækifæri til þess að
leggja sin skerf af mörkum við
þróun geimvísindanna. Hlutverk
þjóðar ykkar mun ekki takmark-
ast af hnattstöðu eða loftslagi eða
auðlindum eða fólksfjölda eða
þjóðarauði. Heimurinn mun
þarfnast og leita uppi mestu
gáfumenn og nýta hæfileika
þeirra til mikilla sameiginlegra
átaka í þágu batnandi mannlífs.
Við fögnum þessum glæstu og
gleðilegu horfum. Við trúum því,
að geimöldin, sem nú er að hefj-
ast, muni veita okkur sérstakt
tækifæri til þess að efna loforð
og fullnægja getu Norðurlanda-
þjóðanna. Við trúum því enn-
fremur, að þegar komið verður
á leiðarenda — leiðar til skiln-
ings bandamanna á milli og sam-
vinnu frjálsra manna — bíði okk
ar allra alheimsfriður, alheims-
framan Háskólabíó.
réttlæti og alheimsfrelsi með
guðs hjálp. Það að sjá
fram til þessa takmarks glæð-
ir samfellda og sameiginlega við-
leitni okkar lífi og verður til þess
að öðlast gagnkvæman skilning.
I morgun hitti ég forystumenn
þjóðar ykkar. Við töluðum sam-
an, eins og samherjar Og jafn-
ingjar eiga að gera, um vanda-
mál ykkar og okkar og lausn
þeirra.
Við erum samherjar og jafn-
ingjar í baráttunni fyrir merk-
asta stefnumarki mannsins á jörð
inni. Við vinnum saman sem fé-
lagar og vinir, sem berum virð-
ingu fyrir öðrum jafnt og sjálf-
um okkur. Við getum og trúum
því, að einhvern tíma getum við
staðið saman, hlið við hlið, í
heimi frelsis og friðar.
&
Þetta hefur verið mikill dagur
í lífi mínu og fjölskyldu minnar.
Við höfum hitt fólk úr mörg-
um stéttum þjóðfélagsins, en
skemmtilegast hefur verið að
ganga eftir götunni með fólkinu
þar, — ganga saman sem vinir.
Kvihnaði í
ó Akianesi
AKRANESI, 16. sept. — Eldur
kviknaði í húsi Helga Elíasson-
ar, Fiókatúni 7, kl. 4—5 síðdeg-
is í dag. Kom eldurinn upp í eldi
viðargeymslu í kjallara. Slökkvi
liðið kom og var 15—20 mín. að
slökkva. Mikill reykur var.
Vélbáturinn Sigrún kom í gær
af síldarmiðunum og í dag Skipa
skagi. Skipstjóri Ragnar Friðriks
son. Ragnar hélt sig í allt sumar
á síldinni norðanlands og austan
og er aflahæstur Akranesbáta.
Höfrungur II, Skírnir og Harald-
ur eru einu bátar sem ekki eru
lagðir af stað heim.
Kjartan Helgason landaði í
dag 3 stórlúðum, er vógu sam-
tals 550 pund. — Oddur.