Morgunblaðið - 11.10.1963, Side 10

Morgunblaðið - 11.10.1963, Side 10
MORCUNBLADIÐ \ 10 Fostudagur 11. okt. 1963 FRÁ því hefur verið skýrt í fréttum, hve illa fellbylurinn „Flóra“ hefur leikið eyjar í Karahiska hafinu. Tjón hefur orðið hvað mest á ræktuðu landi á Kúbu, en á Ifaiti hafa mannskaðar orðið mestir. Þar er talið, að um 4000 manns hafi látið lífið, 100. 000 misst heimili sín, auk þess, sem % hlutar rækt- aðs lands munu enga upp- skeru gefa á þessu hausti. AP-fréttastofan hefur sent Mbl. þær fréttamynd- ir frá Haiti, sem hér birt- ast á síðunnL: Innfæddir brosa, þótt náttúran hafi Ieikið þá grátt. Haitisk móðir og barn hennar sitja brosandi á rústum heimilis síns nálægt Miragoane á norðurströnd Tiburon skaga, eftir að hvirf- ilbylurinn Flóra lagði héraðið í eyði 4. október. Ljósmyndarinn lenti Iítilli flugvél á malarbraut í nágrenninu, til þess að ná Húsarústirnar í bænum Bainet á Haiti bera vitni um það, hve geysilegur fellibylurinn var. l'm þessari mynd. 25 létu lífið í Bainet og mörg þúsund eru heim ilislaus. Vinhra'Binn á Tiburon skaganum komst upp í 140 mílur, er Flóra geisaði. Margir innfæddra Þeir, sem verið hafa svo lieppnir að sleppa lifandi, veifa flug- búa í kofum, sem eyðilögðust gersamlega i hvir filbylnum. vélinni, er hún flýgur yfir rústirnar. 10,8 km. af vegi komni 1 FYRRADAG var opnaður til umferðar 3,5 km langur kafli af hinum nýja steypta vegi til Keflavíkur frá Hvassahrauni að Kúagerði. Er þá búið að taka í notkun allan þann kafla, sem Bteyptur var í sumar eða 10,8 km. Áður en vegurinn var opnaður fyrir umferð skoðaði Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra, Penfield sendiherra Bandaríkj- ftnna og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri framkvæmdir þær í Kefiavíkurvegi, sem unnar Keflavíkur- r í notkun hafa verið í sumar undir leið- sögn Sigurðar Jóhannssonar vegamálastjóra og Snæbjarnar Jónassonar deildarverkfræðings, sem haft hefur á hendi yfirum- sjón með framkvæmdum þess- um. Hinn nýi Keflavíkurvegur nær frá Engidal norðan við Hafnar- fjörð að bæjarmörkum við Kefla vík og verður 37,5 km að lengd. Er nú lokið Við að steypa slit lag á 14,8 km af veginum eða um 40%. Enn fremur er að mestu lokið undirbyggingu vegarins um Vogastapa að Ytri-Njarðvík Helgo Elíshergsdóttir Kveðja frá vinkonum F. 11. okt. 1933. D. 24. febr. 1963 KVEÐJA FRÁ VINKONUM Er æskan leggur á ótroðnar brautir, er enginn kvíði í hjarta. Himinninn blár og brekkurnar grænar blómum fegurstum skarta. Við skemmtum okkur og skröf- uðum saman, en skammt er æskunnar gengi. Minningar frá þessum indælu árum eiga viðkvæma strengi. Við reistum heimili ein og ein og eignuðumst börn og maka. Þó ástæður breyttust og önnum fjölgi, er unun að horfa til baka. Gott var að hittast og gleðjast saman og gleyma þreytu og striti. Við ræddum um börnin, gjafirn- ar guðs, sem gefa dögunum liti. Þau gleymast aldrei þín björtu bros, þau bros náðu allra hylli. Þeir töfrar geymast, þó tíminn líði og tjald hafi fallið á milli. Og dóttirin unga. er fylgd þína fékk til f jarlægri betri heima, systkini og faðir sífellt hana í sælli minningu geyma. Fjötruð er tungan, fátt má segja í fábrotnum kvæðalínum. Við biðjum, að vaki englarnir yfir ástvinahópnum þínum. Þ. S. Shannon, írlandi, 7. okt. Flugumferðastjórnin á Shann on-flugvelli hefur sent írska yfirvöldunum kæru vegna flugs rússneskra herflugvéla á leið til Kúbu þvert yfir flug leiðir farþegavéla á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna. Á flugleiðum þessum fer um- ferðin allt upp í eina vél á mínútu, og fara rússneska vélarnar þar yfir án þess að tilkynna flugið. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.