Morgunblaðið - 11.10.1963, Síða 13

Morgunblaðið - 11.10.1963, Síða 13
íöstudagur 11. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 13 SUMARIÐ 1963 er gengið hjá og við erum í þann veginn að taka á móti dimmu skammdegi og löngum vetrarmánuðum. Sumarflakki okkar heimamanna utanlands og innan er lokið og hollvættir Þjórsárdals og Þórs- merkur og annarra slíkra ótaldra staða fá nú næði til að hvíla sig eftir sumarlangt ónæði af völd- Itn tvífætlings, er nefnir sig mann. Kynlegh klæddir útlend- ingar eru horfnir af götum höf- uðborgarinnar og bakpokamenn með þumalfingur á lofti af þjóð- vegunum. Sumargistihús hafa slegið hlerum fyrir glugga eða glymja af glaðværð skólaæsk- unnar. Á þjóðvegum landsins og meðfram þeim fer vonandi einn- ig að fækka beygluðum og sund- urtættum hræjum af nýinnflutt- um lúxusbílum. Eins og ég spáði í vor þá reynd ist þettá mikið ferðasumar. Við, leið í Þórsmörk. Skriðjökullinn Gígjökull fellur fram í Lónið úr Eyjafjallajökli. GISLI GUÐMUNDSSON: FEROASPJALl hinir innfæddu, höfum verið' á endalausum þeytingi um landið (einnig utan þess) og hingað hafa komið fleiri útlendingar en nokkru sinni áður. En í öllu þessu annríki tóku veðurguðirn- ir upp á því að sýna okkur litla hollustu. Veðurfar sumarsir>s var töluvert undir meðallagi. Sérstaklega var hinn kaldi júli- mánuður til mikils baga og hér á Suður- og Vesturlandi hófust þrálát hausthret óvenju snemma. Og norðanlands hófst svo vetur um réttir. SLík uppákoma er ó- neitanlega mjög óheppileg ein- mitt þegar áróður okkar utan- lands fyrir auknum ferðamanna- straum var að byrja að bera verulegan árangur. Mér finnst því nokkur ástæða til að staldra dálítið við og athuga hvaða lær- dóma megi draga af þessari út- komu og hvaða vísbendingar hún gefi okkur um framtíð ís- lands sem ferðamannalands. í útvarpserindi, er ég flutti fyrir allmörgum árum, um ein- mitt þetta mál benti ég mjög eindregið á þá staðreynd að við hér á íslandi byggjum við mjög óstöðuga veðráttu, mikinn ber- angur og stutt sumur og að þessi þrjú atriði myndu eiga eftir að reynast okkur strembin við að kljást í sambandi við ferðamál. í sumau: kom þetta áþreifanlega í ljós og þó var veðurfar þess barnaleikur í samanburði við veðurfar ótal annara sumra, er gengið hafa yfir land vort á undanförnum öldum. Við skul- um átta okkur á því að sólbak- aðir Suður-Evrópubúar, sem lenda í byl norður á Hólsfjöll- um eða teppast af snjó í Siglu- fjarðarskarði í júlímánuði, eiga ekki eftir að bera mikið hól á ísland. Þeir hafa ekki heldur orðið hrifnir af að klöngrast nið- ur að Dettifossi í hrakviðri, híma á Lögbergi x kalsa og rigningu eða- blindast af norðan moldroki við Gullfoss og Geysi. Ég tala UÚ ekki um er þar við bætist að á engum af þessum stöðum var nokkuð afdrep að fá meðan verið var að sýna þeim staðinn eða segja sögu hans. Það liggur ekki heldur vel á gestgjöfum, sem urðu að horfa upp á tóm gistiherbergi og veitingasali og voru farnir að hafa ýmigust á límanum, sem færði þeim oftar en hitt afpantanir. Það verður aannarlega enginn ríkur á sex vikna reskturstíma á ári. Þetta «r nú að mála skrattann á vegg- inn munu margir segja, en allt um það þá eru þetta sta.ðreynd- ir, sem ekki er hægt að komast framhjá og sem okkur er hollast að taka með í reikninginn ekki sízt hinum bjartsýnu, er virðast oft miða útreikninga sina við ein- hver önnur lönd en okkar eigið. Það liggur í augum uppi að ef við ætlum okkur að sigrast á þessum erfiðu skilyrðum, sem við verðum að búa við, þá verð- um við að hafa hina viðráðan- legu þætti í þjónustu við ferða- menn í mjög góðu lagi. Sem sagt reyna að láta óviðráðanlega erfiðleika hverfa I skugga góðr- ar þjónustu og fyrirgreiðslu á öllum sviðum. Við þurfum að eignaát góða vegi og vegaþjón- vustu og fyrsta flokks farartæki og ökuþóra til að aka á þeim. Ferðaskrifstofur þurfa að vera afar vandar. að virðingu sinni, dreifa ekki skrumkenndum á- róðri eða haldlitlum loforðum og leggja til trausta og vel mennta leiðsögumenn. Gisti- og veitingastaðir verða að vera snyrtilegir og hreinir og ástunda alúðlega og lipra þjónustu. Þetta eru helztu þættirnir, sem við ráðum við og eiga að vera mót- vægið gegn harðræðum íslenzkr- ar náttúru og veðurfars. Hvern- ig stöndum við. svo að vígi í þessum efnum í dag? Ég þarf víst ekki að fjölyrða um vegina í þetta sinn því ég hefi. margt um þá sagt í þessum dálkúm í sumar og því miður hefur mikið af því verið nei- kvætt og það af illri nauðsyn. Sannleikurinn er einfaldlega sá að við búum við eitt frumstæð- asta vegakerfi í Evrópu, enda eig um við þar við mikið torleiði að, etja. Það versta er þó, að nú á undanförnum árum er vegirnir hafa orðið heldur greiðfærari til aksturs og umferðahraðinn hef- ur aukizt, hefur fyrst komið í ljós hve þeir eru hættulegir og miklir slysavaldar. Sem betur fer eigum við nú mikið af ágæt- um farartækjum til ferðalaga og á ég þar fyrst og fremst við hina nýju og fullkomnu langferðabíla. Þar stöndum við einna bezt að vígi og þá ekki síður hvað snert- ir ökumennina, sem aka þeim. Þeir eru sjálfum sér og öllum til sóma. Hvað vegaþjónustu snertir þá erum við að þokast nokkuð í áttina en mikið vantar á enn. Einkennilegt er það t.d. að ben- zínstöðvar skuil ekki vera opn- ar lengur á sumrinu og að við- gerðaverkstæði séu lokuð um helgar. Félag íslenzkra bifreiða- eigenda á mjög miklar þakkir skilið fyrir sína ágætu vegaþjón- ustu. Hún hefur sannarlega kom- ið í góðar þarfir og bjargað mörg um. Ég vil einnig beina einum tilmælúm til olíufélaganna, og það er að búa allar benzínsölur þokkalegum snyrtiklefum. Það er ennþá alvarlegur skortur á slíku meðfram þjóðvegum lands- ins og þó að okkur heimamönn- um finnist máske sport í þv} að skjótast bak við stein til þarfa okkar, þá eru útlendingar á töluvert annarri skoðun. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur samkvæmt lögum einokun á mót töku erlendra ferðamanna, en segja má að nú orðið sé þetta að miklu leyti dauður bókstaf- ur, þvi aðrir aðilar eru komnir með mikil umsvif á því sviði og afnám þessa ákvæðis virðist skammt undan. Ferðaskrifstof- an hefur fengið margt óþvegið orð í eyra á undanförnum ár- um, sumt af því hefur verið verðskuldað en margt af því hef- ur því miður verið sprottið af eigingjarnri rót og ekki smekk- legt. Vil ég t. d. nefna nýlega grein í tímariti er var skrifuð af forstjóra annarrar ferðaskrif- stofu og honum til lítils sóma. Það er orðið tímabært að gefa frjálsa fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna, en þegar það verð- ur gert á að gera Ferðaskrif- stofu ríkisins að auglýsinga- og eftirlitsstofnun. Flestar af nú- verandi ferðaskrifstofum okkar eru ungar og reynslulitlar og því nokkur hætta á því að þær sjái fótum sínum eigi nógu vel for- ráð og gangi til verks með meiri bjartsýni en fyrirhyggju. Það veitir því eigi af því að einhver hafi eftirlit með þeim svo að síð- ari villan verði eigi verri en sú fyrri. Ég hefi séð allmarga pésa, sem ferðaskrifstofur og aðrir að- ilar hafa sent frá sér á útlend- um tungumálum til að auglýsa landið. Margt af því hefur verið smekklegt og vel úr garði gert en sumt hefur verið skrumkennt og fullt af málvillum og útgef- endum sínum til meira ógagns en gagns. Hvað viðvíkur leiðsögumönn- um og fararstjórum þá erum við nú mun betur á vegi stödd en áður. Er það bæði að margir hafa öðlazt allmikla reynslu og svo einnig að Ferðaskrifstofa ríkisins tók loksins rögg á sig og stofnaði til námskeiða fyrir slíkt fólk. Það er nú til nokkur hópur dugandi og vel menntra leiðsögumanna, sem bera virð- ingu fyrir starfinu og það er fyrir mestu. Þessi hópur þarf að stækka og hann þarf, sem fyrst, að stofna til samtaka til vernd- ar eigin hagsmunum og þó ekki sízt því að ekki sé verið að troða fólki inn í þennan vandasama starfa, sem hefur hvorki þekk- ingu eða getu til að inna hann sómasamlega af hendi. Þá er næst að áthuga eitt aðal- atriðið, hvernig við erum á vegi stödd með gisti- og veitingastaði. Sem betur fer hefur þokast nokk uð í rétta átt á undanförnum ár- um, einkanlega hér í höfuðstaðn- um. Hið margumtalaða Hótel Saga er í fullum gagni og svo virðist sem Þorvaldur Guðmunds son álíti hótelrekstur gróðavæn- legan því nú er hann með annað hótel í smíðum. í Reykjavík eru nú nokkur veitingahús, sem telja má fyllilega frambærileg, og hvað þjónustu snertir á þessum stöðum þá er hún stöðugt að færast í betra horf. Ég hefi orð- ið var við einlæga viðleitni af hálfu samtaka matsveina og veit- ingaþjóna að stuðla að bættum vinnubrögðum félagsmanna og sú viðleitni hefur þegar borið nokkurn árangur. Sumir yfir- menn veitingahúsa eru einnig mjög vel vakandi í starfi og vilja gera allt, sem þeir geta, til að halda uppi röskri og lipri af- greiðslu. En á öðrum stöðum er gamla kæruleysið enn ríkjandi og þar glamrar í tréfótunum. Utan Reykjavíkur er ástandið yfirleitt slæmt en þó eru nokk- ur svæði, sem telja má að séu sæmilega á vegi stödd. Það er bezt að fara í hringferð um landið, sólarsinnis, og sjá hvern- ig myndin verður. Á Akranesi er lítið hótel og veitingasala og hvort tveggja þarf endurbóta við. í Hvalfirði eru tvær sjopp- ur og einn sæmilegur veitinga- staður að Ferstiklu. Við Hvítár- brú er allgóður veitingaskáli og furðulegt að hann skuli ekki vera opinn allt árið. Hótelið í Borgarnesi er með betri hótel- um utan Reykjavíkur og sumar- hótelið að Bifröst mjög gott. Þar er einnig þokkalegur veitinga- skáli á næstu grösum, Hreða- vatnsskálinn, rekinn allt árið. Á Snæfellsnesi er ekkert hótel rekið allt árið en þrjú sumar- hótel, að Búðum, í Grafarnesi og Stykkishólmi, sem öll hafa feng- ið gott orð. Að Hellissandi er einhver veitingasala, engin sem stendur í Ólafsvík og lélegur skáli að Vegamótum. í allri Dala- sýslu er ekkert hótel en veitinga- sala í Búðardal, heldur léleg. Á Vestfjörðum er ástandið ekki gott. í Bjarkarlundi er mjög vin- sælt sumarhótel og lítill veitinga- skáli í Vatnsfirði. Einhver veit- inghsala er á Patreksfirði og lít- ið en gott matsöluhús á Þing- eyri. Á ísafirði er eitt gistihús, mjög frumstætt, og tveir veit- ingastaðir mjög þokkalegir. í Strandasýslu er mér ekki kunn- ugt um neinn greiðasölustað. — Staðarskáli í Hrútafirði er einn bezt rekni veitingastaður við þjóðveg á íslandi. Eigendur hans hafa sýnt og sannað að hóflegt verð á veitingum getur skapað góða afkomu. Á Blönduósi er eitt hótel rekið allt árið og súmar- hótel í Kvennaskólanum, bæði eru nú mjög frambærileg og hafa á sér gott orð. í Skagafirðinum, þessu fagra og söguríka héraðl, er ástandið slæmt. Veitingastað- urinn í Varmahlíð er illa rekinn, hótelið á Sauðárkróki afar forn- fálegt og ekki vinsælt, matsölu- staður á Hofsós lítill en þokka- legur. Þar með er upp talið, nema hvað hótelrekstur er á Siglufirði, sem litlar sögur fara af. — Á Akureyri er ástandið lang bezt og tiltölulega betra en í sjálfri höfuðborginni. Þar eru rekin fjögur hótel allt árið (Skíðahótelið talið með) og auk þess sumarhótel í heimavist MA. Tveir stórir veitingastaðir voru opnaðir þar síðastl. sumar og annar þeirra, Sjálfstæðishúsið, einn smekklegasti veitingastað- ur landsins. I Suður-Þingeyjar- sýslu er sumarhótel í Laugaskóla og tvö sumarhótel við Mývatn en mikið vantar á að þau anni eftirspurn. Á Húsavík eru tvö veitingahús, en þar vantar nauð synlega hótel. — Norður-Þing- eyjarsýsla er hreint ekki til á kortinu. Þar er mér ekki kunn- ugt um einn einasta greiðasölu- stað nema ef vera skyldi ein- hver sjoppa á Raufarhöfn. I Múlasýslunum er ástandið lítið betra. Sumarhótel er rekið í kvennaskólanum á Hallormsstað og fékk gott orð í sumar. Á Seyð isfirði mun vera eitthvert alda- mótahótel og veitingastaðir á Reyðarfirði og Norðfirði. -Þar með mun upptalið í þessum sér- kennilega og fagra landshluta. í Austur-Skaftafellssýslu er mér aðeins kunnugt um hótel að Höfn í Hornafirði. í Vestur- Skaftafellssýslu eru tvö hótel rekin allt árið, að Kirkjubæjar- klaustri og Vík í Mýrdal. Þau eru bæði lítil og heldur frum- stæð en hafa á sér gott orð. — Sumarhótel var rekið síðastliðið sumar í Skógaskóla, og var það eina gistihúsið í allri Rangár- vallasýslu þó ótrúlegt sé. Veit- inaghúsið Hvoll að Hvolsvelli er vinsælt, en ekki er sömu sögu að segja um veitingahúsið að Hellu. Um Múlakot vil ég sem minnst segja en víst er að þar gæti verið einn útvaldasti gisti- staður landsins. Þá er komið að Ámessýslu, sem hefur upp á svo margt að bjóða og ætti því að standa framarlega. Þar er eitt gistihús rekið allt árið, í Hvera- gerði, og er það nú mjög fram- bærilegt. Sumargistihús er á Þingvöllum (herbergi í alda- mótastíl), tvö að Laugarvatni og svo að Geysi (lítið). Mjög mynd- arlegur veitingastaður er að Sel- fossi, Tryggvaskáli, fornfálegur skáli við Gullfoss og svo Skíða- skálinn í Hveradölum. Þár með er upptalið í Árnesþingi. Á Suð- urnesjum eru tveir matsölustað- ir í Keflavík (tæpast ímtals- verðir) og hér í nágrenni Ejykja víkur hefur verið veitingasala að Hlégarði í Mosfellssveit og nýtur hún vinsælda. Þannig litur nú myndin út og það er ekki nóg með að hún sé gloppótt heldur eru margar línur óþarflega við- váningslegar. Sjálfsagt ekki við betra að búast því flestir, sem kunnugir eru þessum málum virðast sammála um að ekki sé hægt að reka greiðasölustað allt árið, utan Reykjavíkur, með hagnaði. Ljósasti punkturinn í þessu er hið ötula starf Ferðaskrifstofu ríkisins á undanförnum árum við að koma upp sumargistihúsum í heimavistum skóla víðsvegar um landið. Þau hafa sannarlega bætt úr brýnni þörf og sum þeirra, t. d. heimavist Menntaskólans á Akureyri, hafa þegar áunnið sér miklar vinsældir. Það er mín skoðun að þessi rekstur sé okk- ar framtíðarlausn á gistihúsa- vandræðunum og að þennan rekstur beri að hafa í huga, þeg- ar slíkar stofnanir eru byggðar í framtíðinni. Satt að segja finnst mér það naumast vansa- laust að forráðamönnum skóla skuli haldast uppi að neita um afnot heimavista til slíks rekst- urs, sérstaklega þegar ferða- skrifstofan er reiðubúin að staoda straum af nauðsynlegum Framh. á bls 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.