Morgunblaðið - 25.10.1963, Page 2

Morgunblaðið - 25.10.1963, Page 2
2 MORCUNBLAÐIÐ r Föstudagur 25. okt. 1963 Bátar og hús skemmdust í óveörinu nyröra Mynd þessi er tekin við Vestmannaeyjar í óveðrinu um síðustu helgi, og sýnir hún haínsögubátinn í ölduhnúti. — Ljósm. Ragnar Steinsson. á• _ ' Oveðrið orsakaði íkveikju í Húsavík HÚSAVÍK, 24. okt. Kr óveðrið gekk hér yfir í gær, orsakaði það íkveikju í verbúðar^kúr á hafnaruppfylling unnL Atvik voru þau, að eld sló niður í reykháf við olíu- Vetrarfagnaður í IR skálanum SKÍÐAMEHN ÍR efna til vetr- arfagnaðar í skálanum í Hamra- gili á laugardagskvöld. Ferðir verða frá BSR kl. 2 síðdegis. Kvöldvaka verður um kvöldið og vetri fagnað með ýmsu móti og eru stúlkurnar minntar á að hafa kökurnar með. kyntan ofn, svo að í skúrnum kviknaði. Enginn var þar nær- staddur, endá var þetta á mat- artíma, og þá menn urðu elds- ins varir, var hann orðinn magn- aður. Slökkviliðið kom fljótt á vett- vang og tókst því að hemja eld- inn, þrátt fyrir mikið rok, svo að aðeins þessi eini skúr brann, en sá, sem næst stóð, skemmdist töluvert. Þarna á hafnaruppfyll- ingunni er heil þyrping skúra, sem í fyrstu var óttazt um, að allir taundu brenna, en slökkvi- liðið gekk vasklega fram, og því tókst að hefta frekari útbreiðslu. Þarna varð þó töluvert tjón á veiðarfærum vb Gríms, sem átti skúrinn, og einnig í næsta skúr. Aðrar skemmdir er ekki kunn- ugt um hér af völdum óveðurs- ins. — FréttaritarL ^ NA /S hniiar SV 50 hnútor AKUREYRI 24. okt. Veðurhæð mældist mest 15 vindstig, 96 hnútar, í verstu byljunum hér á flugvellinum. — Vindmælirinn stóð í 12—14 stig- um að jafnaði, 60—85 hnútar, milli kl. 19 og 20, en á lögreglu- stöðinni mældust mest 9 vind- stig, 42 hnútar, enda stendur hún í skjóli milli húsa. Til viðbótar fyrri fréttum er þetta helzt að segja: Uppsláttur að útveggjum í húsi í Glerárhverfi, eign Jóns Árnasonar, lagðist niður á þrjá vegu, en var þó vandlega styrkt- ur fyrir veðrið. Ennfremur fauk þar vinnuskúr. Nýhlaðinn veggur í húsi Guðmundar Georgssonar við Suðurbyggð lét undan veður- Ofsanum, brotnaði og lagðist inn í tóftina. Bát sleit frá Höepfners- bryggju og rak út eftir Pollinum, stakk stafni við Oddeyri innan- verða, lítt eða ekki skemmdar. Rúður brotnuðu viða í húsum, og plötur fuku af þökum. Fólk var víða á stjái fram eftir nóttu við að vinda upp vatn, sem pískaði inn um glugga og gættir. Fosshóll Símasamband var slæmt um nágrennið og ógreinilega vitað um skaða. Eitthvað fauk af þak- plötum á bæjum, og nokkrir hey- skaðar urðu, m. a. á LitlUvöllum. Á nýbýlinu Heiðarbraut sprakk steyptur hlöðuveggur og hallað- ist inn í hlöðuna, en hangir þó uppi. Þar fauk af vélageymslu á Ingjaldsstöðum. Ennfremur fauk þar ofan af nýhlöðnum vegg. Raf- línustaur brotnaði á túninu á Fljótsbakka. Mönnum ber saman um, að þetta sé eitthvert ægileg- asta veður, sem menn muna. Fjórir menn voru í göngum suð- ur með 'Skálfandafljóti austan- verðu og voru væntanlegir til byggða í gærkvöldi, en voru ókomnir kl. 17 í dag. Þeir eru á tveimur bílum, og ekki talin ástæða til að óttast um þá enn. Grenivík í morgun rak bátinn Þorvald EA 474, tíu lestir að stærð, á land rétt austan við Akurbakka, yzta húsið á Grenivík. Hafði hann legið við bryggju á Hauganesi, slitnað frá og rekið mannlausan þvert yfir fjörðinn inn á leguna á Grenivík, framhjá bátum, sem þar lágu við festar. Hefur hann verið að liðast í sundur og brotna í dag, enda mikil kvika. Um eitt í dag lá hann þvert fyrir brimöldunni, og gekk sjór inn og út um hann. Eigandi bátsins er Jóhann Asmundsson á Litla Ar- skógssandi. Báturinn var keypt- ur frá Grindavík í fyrra og hét áður Glaður. Allmikið af heyi fauk á Hjalla, yzta byggða bænum á Látra- strönd, og á eyðibýlinu Borgar- gerði fauk útihús af grunni. Á Kljáströnd átti Höskuldur Guð- mundsson í Réttarholti í Höfða- hverfi árabát í uppsátri. Hann færðist til undan storminum og mjakaðist á hliðinni 30—40 Vinnuveitendasamhandið telur engan grundvöll fyrir kauphækkunum X SnjóAomo > úéi 7 SUrit Z Þrumur ms KM.M HihtHt H Hmt L * Lm§t Lægðin, sem gekk norður yfir en önnur lægð í uppsiglingu land í gær, og óveðrið allt í suður af Hvarfi, og ætti bún samibandi við hana, var kom- að valda SA og síðan SV átt in langt NA fyrir land í gær, í dag. Háskóla- hátíðin á laugardag HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður hald in fyrsta vetrardag, laugardag- inn 26. okt. kl. 2 e.h. í Háskóla- bíói. Þar verður leikinn háskóla- mars eftir dr. Pál ísólfsson, flutt- ir þættir úr háskólaljóðum Davíðs Stefánssonar við lög dr. Páls ísólfssonar, dómkórinn und- ir stjórn tónskáldsins syngur. Háskólarektor, prófessor Ánmann Snævarr flytur ræðu. Kristinn Hallsson syngur einsöng og kór háskólastúdenta syngur stúdenta- lög undir stjórn Sigurðar Markússonar. Háskólarektor á- varpar nýstúdenta, og veita þeir viðtöku háskólaborgarabréfum. Einn úr hópi nýstúdenta flytur stutt ávarp, og nýstúdentar syngja stúdentalag. Háskólastúdentar og háskóla- menntaðir menn eru veikomnir á háskóláhátíðina. metra, en hvolfdi ekki. Símalín- ur innansveitar slitnuðu, og raf- magnið fór um kl. 21 í gær- kvöldi. Kom það ekki aftur fyrr en um hádegi í dag. Lina hafði slitnað á Svalbarðsströnd. Hrísey Þar varð ekkert teljandi tjón, hvorki á sjó né landi, nema nokkrar þakplötur fuku af frysti húsinu. Bát sleit upp í morgun, en hann náðist fljótlegá aftur óskemmdur. í innanverðum Eyjafirði er ekki kunnugt um neina skaða, sem í frásögur eru færandi. KL. 10 í gærmorgun kom stjóm Vinnuveitendasambands Islands saman á fund, til þess að ræða viðhorf í kaup- og kjaranxálum. Naestum allir samningar verka- lýðsfélaganna runnu út án upp- sagnar 15. þ. m. Mörg verkalýðs- félög hafa sent kröfur, sem flest- ar gera ráð fyrir 43% beinni kauphækkun, auk styttingu dag- vinnutíma o. fl. atriða. Vegna hins alvarlega ástands samþykkti Prentarar boða verkfall 1. nóv. Á MIÐVIKUDAGSKVÖLD lauk allsherjaratkvæðagreiðslu í Hinu íslenzka prentarafélagi um það, hvort stjórnin skyldi fá heimild til þess að boða verkfall í deil- unni við prentsmiðjueigendur. — Samþykkt var að veita heimild- ina. Hefur félagsstjórnin nú boð- að verkfall frá og með 1. nóvem- ber, hafi samningar ekki tekizt. stjórnin einróma eftirfarandi ttt- lögu: „Fundur haldinn í stjórn Vinnn veitendasambands íslands í Þjóð- leikhúskjallaranum í Reykjavik 24. okt. 1963 ályktar, að kaup- hækkanir þær, sem þegar hefur verið samið um á þessu ári íþyngi atvinnuvegum þjóðarinn- ar svo, að víða liggi við stöðvun, enda megi öllum vera ljóst, að 13—20% Wauphækkanir á eina ári, til viðbótar miklum kaup- hækkunum undanfarindi ár, séa meiri en útflutningsframleiðslan getur borið. Eins og nú er komið málum telur fundurinn því, að enginn grundvöllur sé fyrir almenum kauphækkunum og skorar því á framkvæmdanefndina að mæta af fulikominni festu hinum óhóf- legu kröfum stéttarfélaganna nú, sem fela í sér m. a. kauphækk- anir og styttingu dagvinnuíím- aus. Skorar fundurinn á alla vinnn- veitendur að standa saman og sýna félagsþroska í þeim átökum, sem framundan eru“. Við höfum aldrei séð það svartara Morgunblaðið hefur átt tal við nokkra af þeim skip- stjórum, sem voru á leið til lands á skipum sínum, þegar óveðrið skall á í gær. Sigurður Gunnarsson skip- stjóri á Eyjabergi frá Vest- mannaeyjum var á leið heim frá Englandi, segir hafa ver- ið brælu alla leiðina heim frá Englandi, segir hafa ver- ið brælu alla leiðina frá Leith en þar hafi þeir komið við. Óveðrið hafi skollið á kl. 3 í gær og alveg skyndilega. Hafi síðan verið vitlaust veð ur til kl. 7 um kvöldið. Voru þeir 40 mílur SA af Port- landi og reyndum að halda sjó. Klukkan eitt um nóttina byrjuðum við svo að lóna til Eyja. Sigurður segir öldugang inn hafa verið þann mesta, sem hann hafi séð og rokið afskaplegt. Skipstjórinn á Öskju, Atli Helgason, sem Morgunblaðið talaði við kl. 3% gegnum Vestmannaeyjaradio, en þá var Askja stödd 260 mílur austur af Portlandi, sagðist ekki hafa lent í neinu ofsa- veðri, en það hafi verið ó- þverra veður og magnast kl. 8-9 í gærkveldi og veðurhæð- in sennilega verið um 10 vindstig. Skipstjórinn á Laxá, Rögn- valdur Bergsveinsson, sagði veðrið víst hafa verið vont á leiðinni, hafi þeir m.a. leg- ið um 10 tíma undir Fær- eyjum, en þeir hafi komið inn í gær og líklega sloppið við öll ósköpin. Skipstjórinn á Kristbjörgu frá Vestmannaeyjum, Sveinn Hjörleifsson, sagði Morgun- blaðinu í símtali, að óveðrið hafi skollið skyndilega á um kl. 3 í gær og hafi komið án allrar aðvörunar. Þetta hafi verið gei'sta veður, sem hann myndi eftir, og hefði hann þó oft séð það svart, eins og um jólaleytið í fyrra, þegar hann skrapp heim til Eyja, en þá var foraðsveður, sama veðrið og Herjólfur lenti L Hann telur, að veðurhæðin nú hafi verið 16 vindstig, og stærstu öldur, sem hann hafi seð, það hafi verið sjóir slag í slag, og hafi siglt hálfa ferð uppí. Veðurofsinn hafi hald- izt svona fram undir kL 9 en þá hafi byrjað að slota. Kl. 10 hafi hann byrjað að lóna til lands. Hafi þeir séð til ferða Eyjabergs um mið- nætti, og fylgdust skipin að til Eyja og komu þangað kl. 11 í morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.