Morgunblaðið - 12.11.1963, Qupperneq 3
MORCUNBLAÐIÐ
3
r
I>riðjudagur 12. nóv. 1963
☆
UNDANFARNA tvo daga
hefur norski útgerðarmað-
urinn Ludvig G. Braathen
og kona hans, frú Marja
Hedberg-Braathen, dvalizt
hér, á leið sinni vestur um
haf.
firaathen er íslendingum
fyrir löngu kunnur sakir
áhuga síns á ísl. málefn-
um, svo sem komið hefur
fram í verki, er hann hefur
gefið stórgjafir til skóg-
ræktarmála hér. Nokkuð
er nú liðið frá því að
Braathen kom hingað til
lands, eða tæp tvö ár.
Fréttamaður Mbl. hitti þau
hjónin að máli að Hótel Sögu
um stund í gær, en þá um dag-
inn höfðu þ:fu átt fund með
Ingólfi Jónssyni, landbúnaðar—
ráðherra.
„Ég vildi helzt geta látið
„Sýna þrautseigju, og
upp"
Þið íslendingar getið ekki
treyst á fiskinn um alla fram-
tíð; Þið þurfið að koma upp
og styrkja iðnað, þá ekki sízt
smáiðnað. Svo þurfið þið að
efla skógræktina. Þetta tvennt
á vafalaust eftir að veita nýju
blóði í atvinnulífið. Reyndar
myndi ég segja, að þetta væru
ykkar aðalmál, skógur og smá
iðnaður.“
Braathen þagnaði um stund.
„Annars veit ég, til hvers þér
eruð hingað kominn fyrst og
fremst;. — til að ræða flug-
málin.
Ég veit, að þau hafa mikla
þýðingu fyrir ykkur, hafa
fært ykkur í senn nær austri
og vestri, og hafa efnahags-
ekki að gefast
— rætt stuttlega við Ludvig
G. Braathen, útgerðarmann
pakka þessu öllu niður, svo
að ég gæti tekið það með
heim“, sagði Braathen er hann
litaðist um í íbúð sinni í Sögu.
„Ég hef víða farið, en ég verð
að segja, að hér hefur tekizt
sérstaklega vel með allt, sem
að íbúðinni lýtur, litaval og
fleira. Það er gaman að sjá,
hvað mikið hefur verið gert
hér þann tíma, sem liðinn er,
frá því að ég kom síðast til
Reykjavíkur.“
Síðan rabbaði Braathen um
vini og kunningja, sem hann
hefúr eignazt hér á íslandi, og
það sýndi sig, að þeir eru
fieiri en flesta grunar, því að
þá stuttu stund, sem frétta-
maðurinn staldraði við, bárust
hjónunum margir blómvendir,
til viðbótar þeim, sem fyrir
voru.
„Já, það er mér alltaf gleði
að koma hingað," sagði
Braathen, „en eigum við ekki
að snúa okkur að því, sem þér
hafið komið til að ræða.
Frú Marja Hedberg Braathen og Ludvig G. Braathen
lega og stjórnmálalega þýð-
ingu“.
— Hvað vilduð þér segja
um samkeppni smærri flugfé-
laganna við stóru flugfélaga-
samsteypurnar?
„Nú, við skulum líta á stóru
félögin. Pan American hafa
lýst vilja sínum til að lækka
fargjöldin, allt að því um
39%, þótt ekkkert samkomu-
lag hafi enn náðst innan IA
TA. Þar hefur verið rætt um
minni fargjaldalækkánir, t.d.
12% á svokölluðum ferða-
mannafarrýmum, en meira,
allt að 30% á 1. farrými. —
Reyndar veit enginn enn,
hvað verður uppi á teningn-
um, og kemur sennilega ekki
í ljós, fyrr en á næsta ári.“
— Hvað segið þér um sam-
keppnisaðstöðu Loftleiða?
„Þeii; eiga að halda áfram,
eins og þeir hafa gert hingað
til, en bíða og sjá hvað set-
ur, lofa stóru félögunum að
taka sínar lokaákvarðanir, áð-
ur en þeir gera sínar ráðstaf-
anir til að mæta þessari sam-
keppni. Annars fylgi ég leb-
en und leben lassen-stefnunni.
Smærri félögin eiga sinn ský-
lausa rétt, og þau á ekki að
kúga á neinn hátt. Ég er fylgj-
andi einkaframtakinu. Lítil
félög eiga að hafa sína mögu-
leika, og fá sín tækifæri, en
stóru samsteypurnar eiga ekki
að vera þeim óeðlilegur fjöt-
ur um fót.“
— Hvað vilduð þér segja
um þróun þessara mála al-
mennt?
„Flugið er svo ungur þáttur
í atvinnulífinu, en þó þáttur,
sem hefur vaxið ótrúlega ört
— explosivt — ég held, að
flugið sé hvergi nærri fallið í
þann farveg, sem það fer um,
þegar fram líða stundir.
Það má t. d. nefna, að eng-
inn atvinnugrein eyðir svo
gífurlegu fé til auglýsinga
eins og flugið. Þetta kemur
niður á þeim, sem fljúga, þeir
greiða hærra verð — nema
þar sem ríkið hleypur undir
bagga, þ.e. skattgreiðendurnir.
Það verður að hafa í huga,
að flugið er svo ungt. Til þess
að koma flugmálunum í heila
höfn, verður að reyna að sjá
fyrir þróunina, og umfram
allt að sýna þrautseigju —
dugnað— gefast ekki upp.“
Þau hjónin héldu vestur um
haf í gærkvöld, en þar munu
þau dveljast næstu vikur.
Hvimleiðar rjúpnaskyttur
Hreppstjórar banna rjúpnaveiðar
Hveragerði, 11. nóv.
AUGLÝST hefur verið bann við
rjúpnaveiðum ár leyfis í Ölfus-
hreppi og Selvogshreppi. Nær
hann þetta einnig til veiða í
afréttarlöndum þessara hreppa.
Fréttaritari Mbl. talaði í dag
við Hermann Eyjólfsson í Gerða
koti í Ölfusi, hreppstjóra og odd
vita ölfushrepps, og spurðist
fyrir um ástæðurnar til þessa
banns.
Hermann kvað mikið ónæði
hafa verið af rjúpnaskyttum nú
í haust. Væri þetta orðin svo
hvimleið ágengni, að nauðsyn
hefði verið að stemma stigu við
henni. Því hefði orðið samkomu
lag milli sín og hreppstjórans í
Selvogshreppi, Þórarins Snorra-
6onar í Vogsósum, að banna allt
skyttirí í löndum hreppanna,
nema að fengnu leyfi. — Þess
má geta, að afréttarland ölfus-
hrepps nær allt að öldum við
Sandskeið.
Hermann kvað mikil brögð að
því, að menn, sem lítið eða ekk-
ert kynnu í meðferð byssna,
væru að þvælast bæði um heima
lönd og afrétti, skjótandi á allt
út í loftið, sem þeir héldu, að
gæti verið rjúpa. Sem dæmi um
ónæðið mætti nefna, að leitar-
EINS og kunnugt er hefur brezka
ríkisstjórnin boðið til fiskimála-
ráðstefnu, sem hefst í Lomdon
hinn 3. desember, 1963. Til ráð-
stefnunnar hefur þessum löndum
verið boðið: Austurríki, Belgíu,
Danmörku, Frakklandi, Hollandi,
írlandi, íslamdi, Italíu, Luxem-
borg, Noregi, Portúgal, Spáni,
Sviss, Svíiþjóð Og ÞýzkalandL
Svar íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar við boði þessu var afhent
brezka utanríkisráðuneytinu í
dag. Er svariíí í megiin atriðum
þannig:
menn úr ölfushreppi í þriðju
leit í haust voru í beinum lífs-
háska. Þoka og rigning var á
leitarsvæðinu, en þar var fullt
af rjúpnaskyttum, sem létu
slæmt skyggni ekki aftra sér frá
því að skjóta. Væri það alveg
Ríkisstjórn íslands' hefur á-
kveðið að þiggja boð ríkisstjórn-
ar Bretlands um þátttöku í fiski-
málaráðstefnunni í London, en
verður hins vegar að gera fyrir-
vara í því sambandi.
Ríkisstjórnin telur,að verzlun
með sjávarafurðr verði að vera
á dagskrá ráðstefnunnar, en að
rangt sé að tengja það mál sam-
an við framleiðslumól í sjávar-
útvegi eða fiskveiðitakmörk. Tek
ur ríkisstjórn íslands það fram,
að hún muni ekki ganga til
nýtt, að menn væru á fuglaskytt
eríi í dimmviðri, og sýndi, að
þeir menn þekktu litið til veiða
og kynnu þar af leiðandi senni-
lega lítið með þyssu að fara.
Leitarmönnunum var að vonum
ekki um alla skothríðina, og
varð hún ásamt dimmviðri til
þess að leitinni var frestað.
Ekki væri of mikið fullyrt,
þótt sagt væri, að rjúpnaskytter
íið sé dauðhættulegt bæði mönn
Frh. á bls. 31
neinma viðræðna eða samninga
um takmarkanir á íslenzkri fisk-
veiðilögsögu, eða um ívilnanir
til handa erlendum aðilum á að-
stöðu á íslandi í fiskveiðimálum.
Að lokum segir í svarinu að
þegar endanleg ákvörðun liggi
fyrir um þátttöku allra þeirra
ríkja, sem boðið hefur verið til
ráðstefnunnar, og um enðamlega
dagskrá, muni ríkisstjórnin til-
kynna frekar um þátttöku ís-
laaids í ráðstefnunni.
Frá utanrildsráðuneytinu.
ísland með í fiskimála-
ráðstefnu í London
ST/VKSTEIMAR
Raunir
Framsóknarmanna
Framsóknarforingjarnir haf*
nú verið raunamæddir árum
saman, enda finnst þeim það hið
mesta harðræði að vera haldið
utan ríkisstjórnar. I haust var
hins vegar eins og nokkuð færi
að glaðna yfir framsóknarbrodd
unum, þeir fóru að tala um hve
allt væri að fara úr skorðum og
rikisstjórnin mundi ekki ráða
við vandamálin. Þeir voru með
öðrum orðum farnir að halda að
þeir kæmust von bráðar í ríkis-
stjórn. En skjótt skipast veður
í lofti. Viðreisnarstjórnin bar
fram frumvarp um stöðvun
kaupgjalds og verðlagshækkana,
svo að ljóst var að hún var enn
sem fyrr reiðubúin að horfast
i augu við vandann og gera þær
ráðstafanir, sem nauðsynlegar
væru til að leysa hann,
Fóru á útifundinn
Nú fór að nýju að draga ai
framsóknarforingjunum. Þeir
mönnuðu sig þó upp í það sumir
hverjir að mæta á útifundi
verkalýðsfélaganna. Þar mátti
sjá nýbakaða verkalýðsforingja,
eins og Gísla Guðmundsson og
Karl Kristjánsson, dálítið kind-
arlega á svip að vísu, eins og
milli vonar og ótta. Þar mátti
sjá SÍS-forstjórana og aðra
broddborgara Framsóknarflokks
ins, suma brosleita í einfeldni
sinni, en fleiri þó heimóttarlega.
Svo komu útvarpsumræður og
mikið lá nú við. Framsóknar-
flokkurinn tefldi fram öllu
yngra þingliði sínu, en þótt þar
væru ungir menn að árum þá
voru þeir jafnvel eldri í anda
en fyrri talsmenn flokksins; og
alltaf dofnaði yfir ásjónu for-
ingjanna.
Vöknuðu við vondan
draum
Síðast vöknuðu svo framsókn-
armenn upp við þann vonda
draum á miðjum degi s.L laugar-
dag, að ríkisstjómin, sem þeir
nokkrum dögum áður héldu að
væri komin að falli, hafði unnið
sinn stærsta pólitiska sigur og
var sterkari en nokkru sinni
áður. Framsóknarforingjamir
vissu ekki sitt rjúkandi ráð.
Þeir voru utan garðs, en reyndu
þó með aukablaði af Tímanum
að sannfæra sjálfa sig um það
að þróun málsins hefði orðið sú,
sem þeir höfðu vonað, og ríða
átti stjórninni að fullu. En lát-
um þá lygasögu liggja milli
hluta. Tíminn birti á forsíðunni
meðfylgjandi mynd af Eysteini
Jónssyni, og hún segir raunar
alla söguna af sálarástandi fram
sóknarforingjanna þessa dag-
ana.