Morgunblaðið - 12.11.1963, Side 8
8
✓
MORGU N B LAÐIÐ
Þriðjudagur 12. nóv. 1963
Varnir gegn Kötluhlaupum
T V E I R þingmenn Suðurlands,
þeir Ragnar Jónsson (S) og Sig-
urður Ó. Ólafsson (S) hafa lagt
fram tillögu til þingsályktunar
um varnir byggðanna í Álftaveri
og Vík í Mýrdal gegn hugsan-
legu tjóni af völdum Kötlu-
hlaups. Tillagan hljóðar þannig:
Alþingi ályktar að heimila
rikisstjórninni að láta undirbúa
og hefja þegar á næsta ári nauð-
synlegar aðgerðir til varnar
mannvirkjum og gróðurlöndum í
Álftaveri og Vík í Mýrdal með
tilliti til hugsanlegs Kötluhlaups,
á grundvelli þeirra athugana, sem
þegar hafa verið framkvæmdar
og fyrir liggja. í greinargerð með
tillögunni segir m.a.:
Katla hefur gosið 16 sinnum
Félagslíf
Ferðafélag
íslands
heldur kvöldvöku í Sigtúni
miðvikudaginn 13. nóvember.
Húsið opnað kl. 20.
Fundarefni:
1. Hallgrímur Jónsson, kenn-
ari, sýnir og skýrir litskugga
myndir frá leiðum ferða-
félagsins um byggðir oig ör-
æfi.
2. Myndagetraun, verðlaun
veitt.
3. Dans til kl. 24.
Aðgöngumiðar seldir í bóka
verzlunum Sigfúsar Eymunds-
sonar og ísafoldar.
Verð kr. 40,00.
Sundmót Ármanns
verður haldið í Sundhöll
Reykjavíkur dagana 25. Og26.
nóvember. Keppnisgreinar eru
þessar:
Fyrri dagur:
100 m skriðsund karla
(bikarsund).
200 m fjórsund karla
200 m skriðsund kvenna
200 m bringusund kvenna
400 m skriðsund ungliniga
100 m bringusund unglinga
50 m skriðsund sveina
100 m skriðsund telpna
50 m baksund tclpna
4x50 m fjórsund karla
4x50 m bringusund kvenna
200 m bringusund karla
(bikarsund)
100 m flugsund karla
100 m baksund karla
100 m skriðsund kvenna
200 m fjórsund kvenna
100 m skriðsund drengja
50 m skriðsund drengja
(bikarsund)
50 m bringusund sveina
100 m bringusund telpna
3x100 m þrísund karla
4x50 m fjórsund kvenna
Emnfremur er keppt um af-
reksbikar S. S. í. Þátttökutil-
kynningar skulu berast eigi
síðar en mánudaginn 18. nóv.
til Siggeirs Siggeirssonar,
Grettisgötu 92. — Sími 10565.
eftir landnámstíð. Fyrsta gosið,
sem vitað er um, varð árið 894,
en hið síðasta haustið 1918, svo
sem kunnugt er.
Oftast hefur Katla gosið tvisv-
ar á öld, og hefur ætíð fylgt gos-
unum mikið öskufall og jökul-
hlaup.
í Vestur-Skaftafellssýslu hafa
Kötlugosin lagt fjölda jarða í
eyði, grafið grónar lendur undir
jökulaur og sandi, eitrað gróður
og grandað búfé bænda.
Eftir því sem Katla hefur hag-
að sér um aldaraðir, má fara að
búast við gosi hvenær sem er úr
þessu. Hvert gos boðar mikla vá.
Ávallt hafa Kötlugosin valdið
miklu tjóni, en þó misjafnlega
miklu. Þótt ekki sé hægt að spá
um það, hvernig næsta gos muni
haga sér, ef það brýzt út, er þó
öruggt, að því fylgir jökulhlaup,
sem ryðjast mun fram Mýrdals-
sand til sjávar. Álftaverið yrði að
öllum líkindum umflotið og veg-
urinn yfir Mýrdalssand ófær yf-
irferðar um lengri eða skemmri
tíma.
Fyrir nokkrum árum var gerð-
ur flugvöllur í Álftaveri, m.a.
með tilliti til þessa. Gæti svo far-
ið, að einu samgöngumöguleikar
Álftveringa yrðu um þennan
flugvöll um tíma. Það er því
mikils um vert, að hann verði
Alþingi í gær
STUTTUR fundur var í Neðri
deild í gær og voru tvö mál tek-
in fyrir. Gunnar Thoroddsen,
fjármálaráðherra, gerði grein
fyrir frv. um bráðabirgðabreyt-
ing og framlenging nokkurra
laga sem Efri deild hafði af-
greitt ágreiningslaust. Kvaðst
ráðherrann vona að frv. fengi
sömu meðferð í Neðri deild. Var
samþykt að vísa frv. til 2. um-
ræðu og fjárhagsnefndar.
Jónas G. Rafnar (S) fylgdi úr
hlaði frv. um breyting á lögum
um aðstoð ríkis-
ins við kaup-
staði og kaup-
tún sem sam-
þykkt voru á
síðasta þingi.
Tilgang laganna
kvað J. G. R.
vera að auð-
velda sveitar-
félögum að eign
ast lönd sem þau þurfa að hag-
nýta á einn eða annan hátt. í lög-
um þessum væri heimild fyrir
fjármálaráðuneytið að fella nið-
ur þinglesturs- og stimpilgjöld af
tilteknum lánsskjölum en ekki
næði þessi heimild til afsals-
bréfa. Þó næmu stimpil- og þing-
lestursgjöld af þeim oft háum
upphæðum. Þess vegna legði
hann til í þessu frv. að undan-
þáguheimildin nái einnig til af-
salsbréfa enda í samræmi við
fyrrgreindan tilgang laganna.
Var að lokinni ræðu framsögu-
manns samþykkt að vísa frv.
til 2. umræðu og heilbrigðis- og
félagsmálanefndar.
gerður svo öruggur gegn jökul-
hlaupi sem unnt .er.
Varnargarðar
Að beiðni samgöngumálaráð-
herra hefur verkfræðingur frá
vegamálaskrifstofunni gert þarna
nokkrar athuganir. Þær athugan-
ir benda til þess, að þarna megi
með tiltölulega litlum kostnaði
reisa þær varnir, sem að gagni
megi verða. Er þar um að ræða
varnargarða á tveim stöðum. Enn
fremur virðist mega auka allveru
lega á öryggi Álftaversins með
nýjum varnargarði við ána
Skálm.
Meginhluti Víkurkauptúns í
Mýrdal stendur, eins og kunnugt
er, á lágri sléttu austan við
Reynisfjall. Öll nýbyggðin, sem
risið hefur upp hin síðustu ár, er
að heita má á þessari sléttu, að-
eins fáa metra ofan við sjávar-
mál. Er þetta eðlileg afleiðing
þess, að landið hefur færzt mjög
fram eftir síðasta Kötlugos, sand-
fokinu af fjörunni hefur að
mestu verið bægt frá og gróður-
landið aukizt að mun.
En séu heimildir um Kötlugos
athugaðar, sést, að jökulhlaupin
hafa mjög oft komizt alla leið
vestur að Reynisfjalli og fært í
kaf land það, sem kauptúnið í
Vík stendur nú á. Þarf ekki að
lýsa því, hver voði það væri, ef
þetta ætti eftir að endurtaka sig.
Þótt naumast sé gert ráð fyrir, að
jökulhlaup komi svo skyndilega,
að mannslífum ætti beinlínis að
vera hætt í þorpinu, geta mikil
verðmæti verið í veði. Er því ó-
hjákvæmilegt að gera allar þær
ráðstafanir til varúðar, sem til-
tækilegar þykja.
Að tilhlutan samgöngumálaráð
herra gerði verkfræðingur frá
vegamálaskrifstofunni, sá hinn
sami, sem gerði tillögur um varn-
ir Álftaversins, athuganir á því
síðastliðið sumar, hvað gera
mætti til öryggis, ef hugsanlegt
Kötluhlaup leitaði vestur með
Víkurhömrum í átt til Vikurkaup
túns. Leiddi þetta í Ijós, að 320
metra garður, sem ýtt yrði upp
í skarði því, sem þjóðleiðin ligg-
ur um milli Höfðabrekkuháls og
svokallaðs Höfðabrekkujökuls,
mundi veita mjög mikla vörn.
Stuttur garður við Víkurklett,
sem er skammt austan við kaup-
túnið, mundi og auka á vörnina,
ef hann yrði byggður jafnframt
En um fyrrnefnt skarð hafa flóð-
in oftast farið á undanförnum öld
um. Þó varð það ekki í gosinu
1918, en munaði mjög litlu að
sögn kunnugra manna.
Okkur flutningsmönnum þings-
ályktunartillögu þessarar hefur
skilizt, að þegar farið var að
byggja að ráði niðri á sléttunni í
Vík, hafi þáverandi skipulags-
stjóri lagt til, að sem fyrst yrði
hafizt handa um varnir gegn
Kötluhlaupum. Af framkvæmd-
um hefur ekki orðið til þessa. Er
hér um stórmál að ræða, og getur
heill og hamingja fjölda fólks
oltið á því, hvernig framkvæmd
þess verður.
Blað-
burðar-
börn
óskast
r
í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar
unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera
blaðið til kaupenda þess.
Lanibastaðahverfi á Seltjarnarnesi
Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða
skrifstofu.
Sími 2 2 4 8 0
Jakov Flíer
Píonóhljómleikar Jokovs Fliers
NK. SUNNUDAGSKVÖLD kl. 21
heldur Jakov Flíer, píanóleikari
frá So>vétríkjunum, hljómleika í
Háskólabíói. Eru þeir á vegum
Menningartengs'la íslands og Ráð
stjórnarríkjanna (MÍR).
Jakoiv Flíer er einn þekktasti
píanóleikari í Sovétrík j unum.
Hann er fæddur árið 1912, lauk
námi við Tónlistarháskólann 1
Mosikvu 1933 og 1938 varð hann
prófessor við sama skóla. Flíer
hefur haldið hljóanleika víða um
lönd.
Vegabætur á Fjalla-
baksleiö hinni nyrðri
EFTIRFARANDI þingsályktun-
artillögu hafa þeir Ragnar Jóns-
son (S) og Sigurður Óli Ólafs-
son (S) lagt fram í Sameinuðu
þingi.
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta á næsta
ári undirbúa og hefja fram-
kvæmdir til vegabóta og brúar-
gerða á Fjallabaksleið hinni
nyrðri“.
Með tillögunni fylgir svohljóð-
andi greinargerð:
Fjallabaksleið hin nyrðri hef-
ur af mörgum verið talin ein
fegursta öræfaleið á íslandi. Er
hún, sem kunnugt er, farin af
miklum fjölda skemmtiferða-
fólks á ári hverju. Straumur
innlendra og erlendra ferða-
manna til hinna fögru staða,
sem að Fjallabaksleið liggja, vex
stöðugt. Þarna hefur vegur ver-
ið ruddur, og er hann lagfærð-
ur lítillega ár hvert. Er leiðin
því nokkurn veginn greiðfær um
sumartímann öllum bifreiðum
með tvöföldu drifi.
En vegurinn að Fjallabaksleið
þarf að verða meira en skemmti
ferðaleið. Þarna var um aldir
aðalsamgönguleiðin milli Rang-
árvallasýslu og austurhluta Vest-
ur-Skaftárfellssýslu, og þannig
var það allt fram á fyrstu ára-
tugi þessarar aldar. Breyttist
þetta fyrst, er vatnsföll sunnan
fjalla voru brúuð og vegir lagð-
ir þar.
Með tillögu þessari er til þess
ætlazt að þær umbætur verði
gerðar á umræddri leið, að hún
verði vel nothæf fyrir þyngri
flutningatæki í neyðartilfellum,
ef vegurinn vestur yfir Mýrdals-
sand skyldi lokast um tíma vegna
náttúruhamfara. En það hefur
oft gerzt.
Eins og búskap er nú háttað
víðast hvar á landi hér, er öll
afkoma fólksins háð því, að sam-
göngur geti verið greiðar. Koml
truflanir þar á, veldur það mikl-
um óþægindum og jafnvel stór-
tjóni.
Verði Fjallabaksleiðin lagfærð
þannig, að hún þoli þungaflutn-
inga um takmarkaðan tíma, get-
ur hún án efa forðað frá vand-
ræðum. Er því mikils um vert
fyrir það fólk í Vestur-Skafta-
fellssýslu, sem á heima fyrir aust
an Mýrdalssand, að fljótlega
verði hafizt handa um fram-
kvæmdir á umræddri leið, m.a.
með því að byggja brýr á Jökul-
kvísl nálægt Landmannalaugum
og Ófæru á SkaftártunguafréttL
En báðar eru þessar brýr litl—
ar.
Söinun til Kúbn,
Trinidnt
og Tobngo
RAUÐA KROSSI ÍSLANDS
hafa borizt tilmæli frá Alþjóða
Rauða Krossinum í Genf um að-
stoð við íbúa Kúbu, Trinidad
og Tobago vegna eyðilegginga af
völdum fellibylsins Flóru.
Mikil eymd ríkir á vissum
stöðum nefndra eyja, og eru
menn vinsamlegast beðnir að
leggja eitthvað af mörkum til
þessa bágstadda fólks.
Rauði Kross íslands Thorvalds
stræti 6 og dagblöð borgarinnar
taka við framlögum í þessu skyni
næstu tvær vikur.
(Frá stjórn
Rauða Kross íslands).