Morgunblaðið - 12.11.1963, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. nóv. 1963
Einstakir dagar mjög heitir
í DAG kemur þingið saman
að nýju eftir frestinn, sem
hinn nýi forsætisráðherra
Bretlands, Sir Alec Douglas
Home, fékk til þess að verða
sér úti um sæti í neðri mál-
stofunni. Tekur hann þar
sæti sem þingmaður kjör-
dæmisins Kinross og West
Perthshire, en kosningar fóru
þar fram fimmtudaginn 7.
nóv. s.l.
Úrslit kosninganna urðu
þau, að Sir Alec hlaut 9.328
atkvæða meirihluta, fékk
14,147 atkvæði. Frambjóðandi
Frjálslyndra hlaut 4,819 at-
kvæði, frambjóðandi Verka-
mannaflokksins 3,752 atkvæði
og frambjóðandi Skozkra
Þjóðernissinna 1,801 atkvæði.
Nokkur atkvæði féllu í hlut
þriggja óháðra frambjóðenda.
f kosningunni 1959 hlutu
íhaldsmenn 12,000 atkvæða’
meirihluta. En því hafði ver-
ið spáð, að fylgi íhaldsflokks-
ins hefði svo hrakað, að Sir
Alec myndi aðeins fá fáein
þúsund atkvæði framyfir and-
stæðinga sína. Flestir voru
Sir Alec Douglas Home. — Tekur nú sæti í neðri málstof-
unni að nýju eftir 12 ár.
Persónulegur sigur Sir
Alecs Douglas-Home
— í kjördæmínu iiinross og Wesl Perlhshire?
þó vissir um, að hann myndi
bera sigur úr býtum. Úrslit-
in eru því talin verulegur
persónulegur sigur fyrir hann.
ir Stórtap í Luton
Á fimmtudaginn fóru einnig
fram kosningar í verksmiðju-
bænum Luton, sem er um 50
km. norðan við London o£
fóru íhaldsmenn þar mjög
halloka, töpuðu um 15% þess
fylgis, er þeir áður höfðu og
þingsætinu til frambjóðanda
Verkamannaflokksins. Er
ósigurinn í Luton sagður hinn
mesti er íhaldsmenn hafa beð-
ið á síðustu tólf árum. Stjórn-
málafréttaritarar í London
benda á að hann sé því ugg-
vænlegri, sem þau kjördæmi
eru allmörg í Bretlandi eða
allt að 80—90, þar sem fylgi
FRAMKVÆMDASTJÓRI Hús-
gagnaverzlunar Reykjavíkur, Ósk
ar Guðmundsson, boðaði blaða-
menn á sinn fund í gær í hús-
næði verzlunarinnar, Brautar-
holti 2, og skýrði þeim frá fjöi-
breyttri starfsemi verzlunarinn-
ar, sem er nú að færast í aukana,
og gaf þar á að líta ýmsar nýj-
ungar, sem eiga að stuðla að hí-
býlaprýði með listrænara sniði
en áður hefur tíðkazt.
Húsgagnaverzlun Reykjavíkur
er gamalt og gróið fyrírtæki,
stofnsett árið 1930. Stofnendur
hennar voru Jón Magnússon,
skáld og Guðmundur Helgi Guð-
mundsson. Var hún frá upphafi
í senn húsgagnaverzlun og hús-
gagna- og bólstrunarverkstæði.
Jón Magnússon skáld dó árið
1944, en hafði áður selt sinn hlut
Þorláki Lúðvíkssyni, er rak eftir
íhaldsflokksins er svipað og
var í Luton, þar sem þeir
unnu í síðustu kosningum með
4000 atkv. meirihluta. Fari
víðar sem þar í kosningum á
næstunni, sé þess því ekki
langt að bíða, að brezki Verka
mannaflokkurinn nái yfir-
gnæfandi meirihluta á þingi.
ir Þáttaskipti?
Um úrslitin í Luton sagði
Sir Alec hinsvegar, að þau
væru síðasti þáttur hins liðna.
— Sigur hans í Kinross og
West Perthshire væri aftur á
móti upphaf nýrra tíma fyrir
íhaldsflokkinn. „Vindurinn
er nú aftur hagstæður íhalds-
flokknum“, sagði hann, ,,og
svo framarlega, sem flokkur-
inn markar stefnu sína með
festu og einurð og rekur kosn-
ingabaráttuna ötullega, er ég
sannfærður um að við vinnum
næstu kosningar“. Og hann
bætti við: „Ég vona, að menn
skilji, að með því að greiða
Frjálslyndum atkvæði sín,
eru þeir að hjálpa Verka-
mannaflokknum til valda“.
Þann tíma, sem liðinn er
frá því Home, þá lávarður,
var valinn eftirmaður Mac-
millans í embætti forsætisráð-
herra, hefur hann átt fleiri
sjónvarpsviðtöl en fyrirrenn-
ari hans á nærri sjö ára ferli
sínum sem forsætisráðherra.
Þegar úrslitin í kosningunum
voru kunn kom hann þrívegis
fram í sjónvarpi sama dag-
inn, auk þess sem sérstaklega
var sjónvarpað fundi, er hann
átti með fréttamönnum.
í SUMAR var meðalhitinn á
Hveravöllum í 620 m hæð 5,1
stig í júlí og 5,6 í ágúst, í Jökul-
heimum í 660 m hæð 6,8 í júlí og
5,6 í ágúst. En í sumar var í
fyrsta skipti haldið uppi regluleg
um, daglegum veðurathugunum
þama á hálendinu. Til saman-
burðar má geta þess að sömu
mánuði var hitinn í Reykjavík
10,1 og 10,0 stig, á Akureyri 9,1
og 8,5 stig og á Hólum í Horna-
firði 9,8 og 9,7 stig.
í júlí reyndist þarnnig 1,7 stigi
kaldara á Hveravöllum en í Jök-
ulheimum, en í ágúst voru stöðv-
arnar jafnar. Kuldinn á Hvera-
völlum var samfara þrá-
láfcu dimmviðri. Sólskinsmæling-
ar voru gerðar þar frá 8. júlí
og urðu aðeins 95 sólskinsstundir
fram að mánaðamótum, en á
sama tírna mældust 188 sólskins-
stundir í Reykjavík. í ágúst varð
mun sólríkara á Hveravö'llum.
Þá mældust þar 160 sólskins-
stundir, en í Reykjavík 152.
Eins og vænta mátti varð
meðalhiti á hálendinu tiltölu-
lega lágur, en hins vegar hafa
einstakir dagar þar jafnvel orðið
hlýrri en hlýjustu dagar í byggð.
í Jökulheimum mældust þannig
19,5 stig 3. júlí, er. mesti hiti í
Reykjavík þann mánuð varð
18,7 stig. Hlýju dagarnir á há-
lendinu voru þó tiltölulega færri
en í byggð. í ágústmánuði náðu
þannig allir dagar í Reykjavík
10 stiga hámarkshita, en í Jökul-
heimum aðeins 13 og á Hvera-
völlum 16.
Næturkuldar voru miklir á
báðum fjallasfcöðvunum, fimm
frostnætur töldust í Jökulheim-
um í júlí og á Hveravöllum 4.
í ágústmánuði varð meðaltal af
lágmarkshita á nóttunni rösk-
lega 2Vz stig á báðum stöðvun-
um.
Úrkoma en alltaf mun breýti-
legri en hiti og litlar ályktanir
hægt að draga af mælingum á
henni í fáeina mánuði. T. d. var
úrkoman í júlí í Jökulheimum
sem næst þriðjungur af úrkom-
unni á Hólum í Hornafirði, en í
ágúst var úrkomumagnið það
sarna á báðum þessum stöðvum.
Ekki verða aðrir þættir þess-
ara hálendisathugana raktir hér,
en heildarniðurstöður athugan-
anna verða birtar með skýrslum
frá öðrum veðurstöðvum í tíma-
ritinu Veðráttunni, og nokkrar
frekari upplýsingar er að finna
í nýútkomnu hefti af Veðrinu,
rit: Félags íslenzkra veðurfræð-
inga.
Mjög lítið er til af eldri at-
hugunum á hálendi íslands. Það
langveigamesta eru athuganir,
sem vísindaleiðangur frá Sviss
gerði á Snæfellsjökli 1932—1933,
og einnig eru til niðurstöður at-
hugana, sem Jón Jónsson núver-
andi forstöðumaður Fiskideildar
Atvinnudeildar Háskólans gerði 1
Hvítárnesi í júlí og ágúst 1937.
Um aðrar samfelldar mælingar
frá einstökum stöðvum mun ekki
vera að ræða fyrr en nú tvö síð-
astliðin sumur.
í fyrra sumar hófst samvinna
milli Veðurstofunnar, Búnaðar-
deildar Atvinnudeildar Háskólans
og Sturlu Friðrikssonar um veð-
urathuganir og gróðurrannsóknir
á Kili. Almennar veðurathuganir
voru þá gerðar í Hvítárnesi og
var Grétar Guðbergsson athug-
unarmaður, en sólskinsmælingar
voru gerðar við hús Ferðafélags-
ins á Hveravöllum. Á síðastliðnu
sumri var veðurathugunarstaður
fluttur að Hveravöllum og tekið
að senda þaðan dagleg veður-
skeyti. Athugunarmaður var Þor-
leifur Hauksson.
Jöklarannsóknafélagið hlaut I
vor styrk úr vísindasjóði til að
gera veðurathuganir í óbyggðum
og starfrækti það veðurstöð frá
júní til septemberloka í Jökul-
heimum, skála félagsins vestai*
Vatnajökuls. Nokkrir menn skipt
ust á um starfið þar, en lengsta
útivist höfðu þeir Helgi Björns-
son og Sigurður Sverrisson. Veð-
urstofan sá Jökulheimastöðinni
fyrir mælitækjum og einniig lét
hún þeim Eiríki Haraldssyni og
Valdimar Örnólfssyni mæla í té,
en þeir gerðu nokkrar athuganir
í Kerlingafjöllum.
200 þús. kr.
ú húlfmiðu
MÁNUDAGINN 11. nóvember
var dregið í 11. flokki Happ-
drættis Háskóla íslands. Dregnir
voru 1.390 vinningar að fjárhæð
2.500.000 krónur.
Hæsti vinningurinn, 200.000 kr,
kom á hálfmiða númer 59.796.
Voru báðir helmingamir seldir
í umboði Jóns St. Arnórssonar,
Bankastræti 11, Reykjavík.
100.000 krónuír komu á heil-
miða núrner 40.184, sem seldur
var í umboði Arndísar Þorvalds-
dótbur, Vesturgötu 10, Reykjavík.
10.000 krónur:
3194 3257 7143 7371 7471
8535 11192 14163 15834 16732
18277 20650 25544 28711 29754
30109 30661 33727 35104 3584«
37752 39268 41232 41275 42555
42885 45152 46255 47407 50634
54126 54184 54820 54923 57560
59444 (Birt án ábyrgðar).
Árnadóttur. Þá hefur hún fjöl-
breyttar gerðir keramikvasa og
annarra húsmuna úr keramik, og
eru þar keramikmunir bæði frá
„Glit“ hf. og „Edinborg College
of Arts“. Þá hefur verzlunin
á boðstólum gluggatjöld frá
„Gluggar" hf og teppi frá
„Teppi'* hf., Reykjavík.
Verzlunin hefur til sölu hús-
gögn gerð af mörgum þekktum
húsgagnasmiðum, meðal annars
frá húsgagnameisturunum Helga
Einarssyni og Jónasi Sólmundar-
synL
Sigurður Karlsson, decotator,
er ráðgjafi verzlunarinnar við
útstillingar o. fl. Er húsnæði
verzlunarinnar nú „stúkað“ sund
ur á hinn smekklegasta hátt og
húsgögnum, listaverkum oig öðr-
um munum komið þar svo fyrir,
að mikið augnayndi er að.
Tilgangurinn er, sagði ósk-
ar Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri, að sýna fram á, hvernig
góð listaverk og smekklegir list-
munir geta, ásamt góðum og við-
eigandi húsgögnum, verið „lykill
að fögru húsnæði".
Nýjungar hjá Hús-
gagnaverzlun Rvíkur
það fyrirtækið með Guðmundi
Helga Guðmundssyni. Þorlákur
dó á síðastliðnu ári, og síðan hef-
ur Guðmundur Helgi annazt
rekstur fyrirtækisins ásamt syni
sínum, Óskari, sem nú er fram-
kvæmdastjóri þess, eins og áður
var getið.
Lengi háði það fyrirtækinu, að
það bjó við fremur þröngan húsa
kost, að Vatnsstíg 3, og var hann
raunar orðinn algjörlega ófull-
nægjandi, eftir því sem starf-
serni fyrirtækisins jókst. En í
marz 1959 flutti fyrirtækið í nýtt
húsnæði, að Brautarholti 2, þar
sem hún er nú, og mynduðust við
það möguleikar á mikilli út-
færslu starfseminnar. Er hús-
næði þess nú bæði rúmgott og
smekklegt.
Eins og áðan var getið, hefur
verzlunin nú komið á ýmsum
Mynd þessi var tekin í húsakynnum Húsgagnaverzlunar
Reykjavíkur að Brautarholti 2 í gær. Maðurinn, annar til
vinstri, er Sigurður Karlsson, skipulagsráðgjafi fyrirtækisins
um útstillingar o.fl.
nýjungum. M. a. hefur hún til
sýnis og sölu málverk og ýmsar
skreytingar eftir þekkta listmál-
ara. Þar eru t. d. málverk eftir
Hafstein Austmann, Hauk Sturlu
son og Hring Jóhannsson,
„sculptur“ eftir Jón Benedikts-
son oe veggtepni eftir Barböru
Meðalhiti á há-
lendinu lágur