Morgunblaðið - 12.11.1963, Page 12
12
MORGUNBLAÐID
Þriðjudagur 12. nóv. 1963
fUírir0íMtM&frÍ!r
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
m Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðs-Istræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakib.
BARATTAN FYRIR
A TVINNUÖR YGGI
Björgun mann-
anna11í Lengede
15 cm 'borhola*
um hana var
sendur simi
og matur*
5 cm borholan, ^
sem fyrstu bir-gðirnar"
voru sendar um*
35 fyrstu metrana
mátti bora með
venjulegum hraða. en
er neðar dró varð
að bora hægar vegna
þess hve jarðvegurinn
er laus í sér og hætta
á grjóthruni*
Einnig var hætta á
að grjöt hryndi ár
lofti holunnar og
því var borað t±l
hliðar við hana*
Síðan fóru björgunar-
menn niður og grófu
göng til hinna 11
TTm
Þpssi
• göng
var
hinúm
11
ojar gað
Os
ro
B
(D
c+
4
W
4
Það, sem^hrunið-
var ór lofti'námunnar•
Allt frá því að Viðreisnar-
stjórnin tók við völdum
hefur starf hennar og stefna
fyrst og fremst miðað að því
að auka framleiðsluna og
tryggja atvinnuöryggi í land-
inu. Stöðvun verðbólgunnar
og jafnvægi í efnahagsmálum
er frumskilyrði þess að þetta
takist. Frumvarp ríkisstjórn-
‘ arinnar um stöðvun víxl-
hækkana verðlags og kaup-
gjalds stefndi að því að hindra
áframhaldandi dýrtíðar-
skrúfu, sem ævinlega bitnar
harðast á þeim lægst launuðu
í þjóðfélaginu.
Nú hefur það gerzt, að for-
ystumenn launþegasamtak-
anna hafa sjálfir boðizt til að
aflýsa boðuðum vinnustöðv-
unum. Þeir hafa jafnframt
heitið því að ekki skuli stofn-
að til nýrra verkfalla a.m.k.
til 10. desember. Þegar þetta
tilboð lá fyrir af hálfu verka-
lýðssamtakanna, hafði ríkis-
stjórnin í raun og veru náð
þeim tilgangi frumvarpsins,
að kapphlaupið milli kaup-
gjalds og verðlags væri stöðv-
að næstu vikur, en á þeim
tíma hyggst ríkisstjórnin hafa
tilbúnar tillögur sínar, sem
miða að því að tryggja hinum
lægst launuðu raunverulegar
kjarabætur og koma í veg fyr
ir áframhaldandi verðbólgu.
Óhætt er að fullyrða að al-
þjóð hafi fagnað þessu. Yfir-
gnæfandi meiri hluti þjóðar-
innar gerði sér Ijóst að kapp-
hlaupið milli kaupgjalds og
verðlags varð að hætta. Þrátt
fyrir mótmæli launþegasam-
takanna gegn stöðvunarfrum-
varpinu, duldist fáum að það
var sjálfsagt og eðlilegt.
_ Hvorki launþegar né aðrir
gátu grætt á því að víxl-
hækkanir kaupgjalds og verð-
lags héldu áfram. Með því
var aðeins verið að höggva
ný skörð í íslenzka krónu.
★
Það er mjög óhyggilegt at-
ferli þegar blöð kommúnista
og framsóknarmanna leggja
höfuðáherzlu á það í gær, að
ríkisstjórnin hafi „heykzt“ á
stöðvunarfrumvarpinu. Sann-
leikurinn í málinu er auðvitað
sá að ríkisstjórnin hefur allt-
- af viljað vinna að stöðvun
verðbólgunnar í friðsamlegu
samstarfi við samtök laun-
þega og framleiðenda. Þegar
leiðtogar verkalýðssamtak-
anna höfðu boðizt til þess að
aflýaa verkföllunum og
tryggja vinnufrið þann tíma
sem ríkisstjórnin hyggzt nota
til þess að undirbúa tillögur
sínar, hlaut hún að sjálfsögðu
að taka tilboði þeirra.
Annars má Viðreisnar-
stjórnin að sjálfsögðu vel við
una að Framsóknarmenn og
kommúnistar eigni henni
einni allan heiður af því að
tekizt hefur að tryggja vinnu-
frið og koma í veg fyrir átök,
sem alltaf hljóta að hafa ó-
heillavænlegar afleiðingar.
Ríkisstjórnin mun halda
áfram að framkvæma skýrt
markaða stefnu sína. Vinnu-
friður, atvinnuöryggi, aukn-
ing framleiðslunnar og jafn-
vægi í íslenzkum efnahags-
málum eru kjarni viðreisnar-
stefnunnar.
SAMEINAST
ÍSLENZKU
FLUGFÉLÖGIN?
Fhugfélag íslands hefur nú
1 ákveðið að segja sig úr
IATA, alþjóðafélagi flugfé-
laga. Mun Flugfélagið hafa
tekið þessa ákvörðun til þess
að bæta samkeppnisaðstöðu
sína við Loftleiðir á flugleið-
inni frá íslandi til meginlands
Evrópu. En undanfarin ár
hefur sú stefna verið ráðandi
að fargjöld íslenzku flugfé-
laganna til og frá Evrópu
skyldu vera þau sömu og á-
kveðin eru innan IATA. Nú
hafa Loftleiðir hins vegar
lækkað fargjöld sín á þessari
leið verulega, og telur því
Flugfélag íslands að það geti
ekki gert hvort tveggja í senn,
að standa við skuldbinding-
ar sínar í IATA, og halda jafn
framt samkeppnisaðstöðu
sinni á fyrrgreindri flugleið.
í þessu sambandi verður
að minnast þess, að íslenzku
flugfélögin eiga nú bæði í
harðri samkeppni við hin
stóru erlendu flugfélög. SAS
hefur eins og kunnugt er tek-
ið upp flugferðir með skrúfu-
vélum yfir Atlantshaf til
Bandaríkjanna með mjög
lækkuðum fargjöldum. Er
þessum ferðum beinlínis
beint gegn Loftleiðum, sem
njóta mikilla vinsælda fyrir
hinar ódýru ferðir sínar. Fyr-
ir skömmu hefur svo Pan
American hafið áætlunarferð
ir með þotum frá New York
um ísland til Bretlands. Hafa
þær ferðir að sjálfsögðu í för
með sér aukna samkeppni við
bæði íslenzku flugfélögin.
Undanfarin ár hafa oft ver-
ið uppi tillögur um að ís-
lenzku flugfélögunum bæri
að sameinast, fyrst og fremst
í þeim tilgangi að styrkja að-
stöðu sína í samkeppninni út
MIKILL fögnuður ríkti
í Lengede í Vestur-Þýzka-
landi s.I. fimmtudag, en þá
tókst að bjarga 11 mönn-
um, sem verið höfðu lokað
ir niðri í járnnámu, 62
metra undir yfirborði jarð
ar, í 14 sólarhringa.
24. október s.l. brast stífla
við námuna og 600 rúmmetrar
vatns flæddu niður í námu-
göngin. 50 menn voru að
störfum í námunni þegar
slysið varð. 7 þeirra tókst að
bjarga þegar í stað og strax
eftir slysið tóku björgunar-
menn að bora niður í námu-
göngin til þess að reyna að
fá vitneskju um hvort menn
væru á lífi í námunni. Brátt
náðist samband við þrjá
menn, sem voru innilokaðir
á lítilli klettasyllu og var
þegar hafizt handa um að
bjarga þeim, en björguninni
var ekki lokið fyrr en föstu-
daginn 1. nóvember. Meðan á
björgun mannanna þriggja
stóð, var haldið áfram að
bora smá holur niður að námu
göngunum í von um að fleiri
væru á lífi, en þessar tilraun-
ir báru ekki árangur fyrr en
laugardaginn 2. nóvember. Þá
heyrðist til manna niðri í
námunni, og er nánari fregn-
ir bárust, kom í ljós, að þar
voru 11 menn á lífi. Hafði
þeim tekizt að komast inn i
litla sprungu, sem myndaðist
ofan á gömlum námugöng-
um, -er féllu saman daginn
áður en slysið varð. Menn-
irnir höfðu verið innilokaðir
í 9 sólarhringa í holunni, sem
er fimm metrar á lengd. tveir
metrar á breidd og þrír metr
ar á hæð. Hitinn í holunni
var milli 11 og 12 gráður.
Áður en sími var sendur nið-
ur til mannanna 11, töluðu
þeir við aðstandcndur sína í
gegnum 5 cm. holuna.
á við. Upp á síðkastið hafa
sameiningarraddirnar orðið
ákveðnari og nauðsynin á
sameiningu félaganna talin
brýnni en áður. Á það skal
ekki lagður neinn endanleg-
ur dómur hér. En auðsætt er
að síharðnandi samkeppni
hinna stóru erlendu flugfé-
laga við okkar íslenzku flug-
félög hefur breytt nokkuð við
horfunum í þessum málum.
Mennirnir voru matarlausir
allan tímann, en höfðu nóg
súrefni og dálítið vatn. Talið
er, að það hafi fyrst og fremst
bjargað þeim, að loftið í hol-
unni var rakt, því að auð-
veldara er að lifa matarlaus
í röku lofti en þurru.
Talsvert grjót hrundi úr
lofti holunnar ofan á menn-
ina og tveir þeirra meiddust
nokkuð af þeim sökum.
Þegar frétzt hafði af mönn-
unum var boruð til þeirra
hola, um 5 cm í þvermál,
niður um hana rennt röri og
um það síðan léttri fæðu,
lyfjum o.fl. í smáum pökk-
um. Síðan var hafizt handa
um að bora stærri holu, um
GÆTIÐ
VARÚÐAR
ITvert banaslysið á fætur
öðru verður á vegunum
í nágrenni höfuðborgarinnar.
Bifreiðir aka á hús og stór-
meiðslum og áverkum fjölgar.
Fram undan er versnandi
færð á vegunum eins og jafn-
an er á vetrum. Það er því
15 cm í þvermál, og um hana
var m.a. sendur símastreng-
ur og járnrör og vír, sem
mennirnir notuðu til þess að
styrkja loft holunnar og veggi
til varnar grjóthruni. Læknar
og tæknifræðingar höfðu nær
stöðugt samband við menn-
ina, en á morgnana og kvöld
in fengu nánustu ættingjar
þeirra að tala við þá.
Sá elzti þeirra, sem í hol-
unni voru, er Fritz Bar 53
ára, en sá yngsti Adolf Herbst
20 ára, rafvirki frá Hannov-
er. Þetta var í fyrsta skipti,
sem Herbst fór ofan í námu.
Þegar fréttist að hann var á
lífi, kom unnusta hans og
Framh. á bls. 31
vissulega ástæða til þess, að
hvetja stjórnendur ökutækja
og vegfarendur til aukinnar
varúðar.
Þúsundir barna fara nú
einnig á hverjum degi til og
frá heimili sínu og skóla. Það
verður ekki nógsamlega
brýnt fyrir foreldrum barn-
anna að innræta þeim varúð
og ábyrgðartilfinningu í um-
ferðinnL