Morgunblaðið - 12.11.1963, Page 15
Þriðjudasrur 12. nóv. 1963
MORGUW
15
-17ÍT7i---■CT-----(JI'.M! r‘T'
rr
m
Rapsddía um músíkmál
fyrr og nú
eftir Jón Þórarinsson, tónskáld
SÁ MAÐUR hefði mátt teljast
býsna framsýnn, sem fyrir
fimmtíu árum hefði getað séð
fyrir þær miklu breytingar, sem
siðan hafa orðið í íslenzku tón-
listarlífi. Hefði hann birt spá-
dóm sinn um þær í 1. tölubl.
Morgunblaðsins, 2. nóv. 1913,
hefði hann sjálfsagt ekki verið
talinn með öllum mjalla, og er
eKki láandi. Þá var ekki til neitt
af þeim samtökum og stofnun-
um, sem nú „gefa tóninn“ í
þessum efnum: Ekkert Tónlist-
arfélag, enginn Tónlistarslkóli,
ekkert Ríkisútvarp, engin Sin-
fóníuhljómsveit, ekkert Þjóð-
leikhús. Á þessu ári komu þeir
bræður Þórarinn Guðmundsson
og Eggert Gilfer heim frá námi
við Tónlistarskólann í Kaup-
mannahöfn. Hafði Þórarinn lok-
ið náminu .17 ára gamall, og
þötti mjög í frásögur færandi
sem vert var. Fyrir honum átti
að liggja að stjórna fyrstu til-
ráun til hljómsveitarleiks í
Reykjavík, en það varð ekki
fyrr en átta árum síðar. Þegar
Morgunblaðið hóf göngu sína,
var Páll ísólfsson nýfarinn með
togara áleiðis til Leipzig til þess
að hefja þar nám, tvítugur að
aldri, og hefir starf hans í þágu
íslenzkra tónlistarmála orðið af-
drifaríkt og heilladrjúgt, eins og
nýlega hefir verið rakið í sam-
bandi við sjötugsafmæli hans.
Ef litið er á efnisskrár tón-
leika frá fyrra hluta ársins 1913,
ber mest á karlakórnum „17.
júní“, sem Sigfús Einarsson
hafði stofnað 1911 og stjórnaði
um 7—8 ára skeið. Raunar hafði
karlakórssöngur og lúðramúsík
verið það, sem einkum setti svip
á tónleikahald höfuðstaðarins,
ailt frá því að Jónas Helgason
stofnaði söngfélagið „Hörpu“
1862 og Helgi bróðir hans „L.úð-
urþeytarafélag Reykjavíkur"
1876. — „17. júní“ héilt að
minnsta kosti þrjá samsöngva á
þessu ári. Um sumarið lét Pét-
ur Á. Jónsson óperusöngvari til
sin heyra; hann var þá um það
bil að hefja glæsilegan starfsfer-
il sinn í Þýzkalandi. Haraldur
Sigurðsson píanóleikari he!: tón-
leika; hann hafði einn um tvítugt
og var enn við nám. Ennfremur
Eggert og Þórarinn Guðmunds-
synir, Símon Þórðarson frá Hói
og Eggert Stefánsson söngvari.
í fyrstu tölublöðum Morgun-
blaðsins, frá því 1 nóvember og
desember 1913, segir frá því
Sunnudaginn 17. des. heldur
frú Laura Finsen söngskemmt-
un í „Bárunni", þar sem flestir
tónleikar voru haldnir um þess-
ar mundir, og tveimur dögum
síðar birtist í blaðinu fyrsta tón-
listargagnrýnin, um þessa tón-
leika, eftir Árna tónskáld Thor-
steinson, sem ritaði tónlistar-
gagnrýni í Morgunblaðið mörg
fyrstu ár þess. Næsta sunnudag,
14. des., leikur lúðrafélagið
„Harpa“ á Austurvelli, og mundi
slíkt þykja karlmannlega af sér
vikið nú á hitaveituöld, nema
nauðsyn ræki til. Á annan í jól-
um syngur svo kvartettinn
„Fóstbræður", sem oft og vel
skemmti bæjarbúum um þessar
mundir, en í honum voru Einar
Indriðason (Viðar), Jón Hall-
dórsson (síðar söngstjóri karla-
ár reis Ríkisútvarpið á legg. Og
um svipað leyti var Tónlistar-
félagið stofnað með því mark-
miði meðal annars að standa
straum af rekstri hljómsveitar-
innar og skólans. Enn liðu tveir
áratugir, þár til Sinfóníuhljóm-
sveitin var stofnuð. Og það
saman ár, 1950, tók Þjóðleikhúsið
loks til starfa. Aðdragandi að
stofnun þess var ekki styttri.
„Hér vantar leikhús og það nú
þegar,“ stendur skáletrað í
Morgunblaðinu 25. nóv. 1913. En
því er Þjóðleikhúsið nefnt í þessu
sambandi, að þar hefir verið —
og á að verða í stórum ríkara
mæli — höfuðvígi óperuflutn-
ings og danslistar í landinu.
Hér er stiklað á stóru, en það
mun mega segja, að íslenzkt tón-
listarlíf sé nú að flestu leyti
sambærilegt við það, sem ger-
ist með öðrum menningarþjóð-
um. Tónleikahald í Reykjavík
er eins mikið og fjölbreytt og
vera mun í nokkurri annarri
jafnstórri borg. Aðsókn að tón-
leikum er miklu meiri hlutfalls
lega en í flestum eða öllum stór-
borgum heims. Byggðir landsins
hafa notið vandaðs tónlistar-
spáð, hvað næstu áratugir kunna
að bera í skauti sínu íslenzkri
tónlist og tónlistarstarfsemi til
handa. Sjálfsagt fáum við bráð-
n „elektrónískt stúdíó", hvað
sem af því kann að fljóta, og
fleiri og fullkomnari tónlistar-
stofnanir ýmiss konar, jafnframt
því sem þær eldri færa út kví-
arnar. Trúlegt er, að athyglin
beinist að óperuflutningi og þar
verði strangari kröfur gerðar
en verið hefir, enda er þar mikið
land ónumið. Hingað til höfum
við hagað ferðum okkar á þær
slóðir líkt og víkingarnir for-
feður okkar gerðu stundum, —
gert strandhögg öðru hverju, en
stormar og straumar ráðið mestu
um, hvar okkur bar að landi.
Eðli sínu og lögun samkvæmt
á Þjóðleikhúsið að sjá fyrir þörf-
um okkar á þessu sviði. En því
miður er húsakostur þess þannig
vaxinn, að þessari starfsemi er
mjög þröngur stakkur skorinn.
Óperur Wagners verða t. d.
aldrei sýndar þar, og sama gildir
um mörg önnur öndvegisverk
þessarar tegundar. Auk þess er
húsið að öðru leyti mjög óhag-
kvæmt til þessara nota. Þess
vegna eru raunar enn í gildi orð
Morgunblaðsins frá 1913: „Hér
vantar leikhús og það nú þeg-
ar“. Fyrirhugað Borgarleikhús
bætir ekki úr þeirri vöntun, eins
og ráðgerðir um það munu vera
hugsaðar, þótt þörf Leikfélags
Reykjavíkur fyrir bætta starfs-
korsins ,,Fóstbræðra“), Viggó
Björnsson (bankaútibússtjóri)
og Pétur Halldórsson (síðar
borgarstjóri).
Það er ekki að efa, að marg-
ar ánægjustundir hefir tónlist-
in veitt mönnum, bæði í „Bár-
unni“ og í heimahúsum, á því
herrans ári 1913 eins og löng-
um, fyrr og síðar. Margir, sem
hér koma við sögu, voru og eru
merkismenn í íslenzku tónlist-
arlífi, og eru þó ýmsir ónefndir.
i Hinu verður ekki neitað, að fá-
meðal annars, að Pétur Jónsson j í>r<:ytt mundl Þ!,tta tonleikahald
hafi sungið í dýragarðinum £ t Þykja a vorum timum. Þo vottar
Berlín við mikla hrifningu. _ W roða af nyjum degi emmitt
Brynjólfur Þorláksson, fyrrum þessar mundrr. Fyrstu full-
skóluðu tónlistarmennirnir eru
að byrja að skila arði af erfiði
það kveðjutónleikar hans, þótt fnu °t,nami‘, . ð 1913 óíklega ingi íslenzkra listamanna hefir
.........—4 {~ farið hraðvaxandi að magni og
dómkirkjuorganleikari,
„fjölbreytta tónleika'
heldur ;
og eru
„Báran“
flutnings í vaxandi mæli. Tón-
skáld eru fjölmenn að tiltölu og
mörg þeirra ágætlega menntuð
og vel verki farin, þótt ekki
hafi þau enn vakið athygli um-
heimsins til muna. Tónlistarflytj-
endur, hljóðfæraleikara og
söngvara, höfum við átt og eig-
um marga, sem stærri þjóðir
mundu vera stoltar af og hafa
fegnar tekið í fóstur af okkur,
þegar við höfum ekki getað séð
þeim fyrir hæfilegu lífsuppeldi.
Tónlistarskólinn í Reykjavík
starfar nú við betri skilyrði en
nokkru sinni fyrr, og hliðstæðir
skólar í smærri stíl hafa risið
upp í flestum stærri kaupstöð-
um landsins. Hljóðritun íslenzkr
ar tónlistar og erlendrar í flutn-
er á förum til Vesturheims og
er kvaddur með þakklæti og
bdU XV V CUI U LUIllCIfVcll Xldllö, JJULb - , , . .r
ekki séu þeir nefndir svo; hann hluta. arsins> eru SJ° Is'
lendingar taldir vera við tón-
listarnám erlendis.
söknuði í Morgunblaðinu. Frú [ hægfara urðu breytingarn-
Laura Finsen, kona Vilhjáims ar næstu árin. Nýir söngvarar
ritstjóra, sem var útskrifuð frá °S hljóðfæraleikarar koma fram,
„Sönglistaskólanum“ í Kaup- en Það er ekki fyrr en um 1930
mannahöfn og hafði lengi stund-
að framhaldsnám í Þýzkalandi,
auglýsir söngkennslu: „Sérstök
sem hrundið er af stað með
sameiginlegum átökum þeirri
þróun, sem síðan hefir auðkennt
áherzla lögð á raddmyndun og í íslenzkt tónlistarlíf og getið af
heilsusamlega öndunaraðferð
(hygieinisk Pustemetode) ....“
Um sama leyti virðast Morgun-
blaðsmenn hafa ákveðið að
leggja hljóðfæri sín á hilluna
(og líklega snúa sér að söng-
námi), eftir þessari auglýsingu
að dæma; „Nýtt clarinett frá
frægustu verksmiðju Þýzkalands
til sölu með tækifærisverði. Til
sýnis á skrifstofu Morgunblaðs-
ins.“
sér flest þau margháttuðu um-
svif, sem við nefnum sv® einu
nafni. Hljómsveitartilraunirnar
frá 1921 höfðu leitt til þess, að
stofnuð var Hljómsveit Reykja-
víkur. Forvígismenn hennar
gerðu sér ljóst, að skilyrði fyrir
framhaldandi hljómsveitarstarfi
var stofnun tónlistarskóla til
menntunar hljóðfæraleikurum.
Á þeim forsendum var Tónlist-
arskólinn stofnaður 1930. Sama
gæðum á síðustu árum. Mætti
svo enn ýmislegt til tína.
Við höfum á síðasta aldar-
þriðjungi eignazt flestan þann
ytri búnað, sem til þess þarf að
halda uppi öflugu og vaxandi
tónlistarlífi. Á þessu sviði —
eins og svo mörgum öðrum —
höfum við á stuttu árabili reynt
að vinna upp margra alda kyrr-
stöðu og seinagang, og tekizt
það að mörgu leyti. En því er
ekki að leyna, að sumt af þess-
um fljótvaxna gróðri er tæplega
nógu vel rótfast í almennri og
heilbrigðri tónlistarmenningu
þjóðarinnar. Efling hennar og
útbreiðsla ætti að verða eitt af
helztu viðfangsefnum næstu
framtíðar, og hafa raunar fyrstu
sporin verið stigin í þá átt.
Hér skal annars engu um það
Jón Þórarinsson
verði byggt sérstakt óperuhús &
næstunni. Munum við enn um
sinn hljóta að vera á sama bát
og Danir í því efni, að eitt ríkis-
leikhús verði að gegna fjölþættu
hlutverki.
Hvernig verður þá ráðið fram
úr þessum vanda? Einfaldasta
og hagkvæmasta lausnin fyrir
alla aðila er sú, að ríkið láti
Leikfélagi Reykjavíkur eða
væntanlegu Borgarleikhúsi í té
núverandi Þjóðleikhúsbyggingu
gegn viðunandi verði og með
hæfilegum afhendingarfresti, en
síðan verði reist ný bygging fyr-
ir starfsemi Þjóðleikhússins, og
verði henni um stærð og allan
aðbúnað hagað þannig, að þar
geti stofnunin fullnægt öllum
kröfum, sem með sanngirni
verða gerðar til hennar, þar á
meðal um óperuflutning. Þannig
fengju bæði leikhúsin starfs-
aðstöðu, sem þau mundu geta
unað við um alllanga framtíð,
með minnsta hugsanlegum til-
kostnaði.
Mörgum kann að þykja þessi
hugmynd fráleit í fyrstu. En þá
er hollt að minnast þess, að
Þjóðleikhús er í rauninni stofn-
un fyrst og fremst en ekki hús,
og slíkri stofnun er lífsnauðsyn
að búa við svo ákjósanleg starfs-
skilyrði og vænlegan rekstrar-
grundvöll sem framast er kost-
ur. Hin veglega bygging Þjóð-
aðstöðu sé augljós. Ekki sýnast leikhússins hefði eftir sem áður
heldur miklar vomr til, að hér , virðulegu hlutverki að gegna.
DÖIUUR
Dagkjólar — Jersey-kjólar — Kvöldkjólar
Síðir kjólar — Kvöldsjöl — Kvöldtöskur
Vatteraðir morgunsloppar — Rúmteppi
Tækifærisfatnaður: Blússur, kjólar, buxur
Sportfatnaður — Vatteraðar úlpur
Italskar peysur.
Hjá Báru
Austursvræti 14.
tfljólbar^aver!-sfæ&i til sölu
Til sölu er hjólbarðaviðgerðaverkstæði, í fullum
gangi, við eina af aðalgötum bæjarins. Góð aðstaða
fyrir hjólbarðasölu. Á sama stað er upplögð að-
staða fyrir rafgeymahleðsluþjónustu enda plan fyrir
framan, sem rúmar a.m.k. 10 bíla. — Þeir, sem
hefðu áhuga fyrir kaupum sendi nafn og heimilis-
fang í bréfi til afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld,
merkt: „Arðvænlegur rekstur — 3951“.