Morgunblaðið - 12.11.1963, Side 17
Þriðjudagur 12. nóv. 1963
MORGUNBLAOIO
17
Framtíð íslenzkrar skógræktar
— eftir Hákon Bjarnason, skógræktarstjora
MÉIR er bæði ljúft og skylt að
skrifa um skógrækt á íslandi og
framtíð hennar, nú þegar Morg-
unblaðið á hálfrar aldar afmæii.
Blaðið hefur ávalt stutt skóg-
ræktarmálin af skilningi og heil
um hug. Og það hefur gert
meira. Morgunblaðið hefur gert
málstað skógræktarinnar að sín-
um, og í því samibandi^ minnizt
ég hins langa og góða samstarfs
okkar Valtýs Stefánssonar um
nærri þrjátíu ára skeið.
Framtíð skal á
fortíð byggja.
Framtíð alls verður að byggj-
ast á því, sem á undan er farið,
og af reynslu og þekkingu manna
ó hverjum tíma. Þótt menn hafi
gróðursett tré á íslandi í 200 ár
eða lengur, er skógplöntun að-
eins ári eldri en öldin, sem nú
er að líða. Fyrsta sporið í þá
átt er ekki stigið fyrr en 1899
undir stiórn Carls Ryders skip-
stjóra og leiðsögn Einars Helga-
sonar garðyrkjumanns. Þá er
fyrst gróðursett í svæði það, sem
nú er alment kallað furulundur-
inn á Þingvöllum.
Víst væri ákjósanlegt að við
hefðum lengi reynslu að baki í
skógræktinni, en þessu verður
ekki um þokað. En íslendingar
eru nú margs vísari en áður um
náttúru landsins, og af reynsl-
unni og þekkingunni getum
við ráðið töluvert um það,
ihver framtíð skógræktar
verði á íslandi. — Við vit-
um hvaða trjátegundir megi
rækta og getum farið mjög
nærri um, hvaða arð megi af
þeim hafa. Hins vegar er erfið-
ara að segja fyrir um, hve ört
skógrækt muni miða, því að
það veltur fyrst og fremst á
framsýni þjóðarleiðtoganna og
skilningi almennings. En þetta
hvort tveggja vex með hverju
ári sem líður.
Nýjar rannsóknir.
Hér skal fyrst vikið að því,
sem við höfum orðið vísari um
náttúru íslands á síðari árum.
Síðan verður skýrt ofurlítið frá
reynslu þeirri, sem fengizt hef-
ur í skógrækt, og að lokum get-
ur svo lesandinn dæmt sjálfur
um þörf og nauðsyn skógræktar
í okkar hrjóstruga landi.
Af frjórannsóknum, sem Þor-
leifur Einarsson jarðfræðingur
hefur unnið að um nokkur ár,
er nú orðið ljóst, að ísland var
viði vaxið milli fjalls og fjöru
þegar það var numið. Ari fróði
Þorgilsson hefur því farið með
rétt mál í íslendingabók og
Landnámu.
Ennfremur vitum við, að hér
hafa ekki vaxið aðrir skógar en
birki eftir lok ísaldanna, því að
611 önnur tré urðu úti í fimbul-
vetrum jökultímans. Fjarlægð
íslands frá öðrum löndum olli
því, að hingað gátu ekki borizt
tré af slálfsdáðum, þótt veðrátta
batnaði mjög við ísaldarlok.
Gróðurfátækt landsins eða teg-
undafæð íslenzku flórunnar er
af sama toga spunnin, svo sem
Steindór Steindórsson menta-
skólakennari hefur sýnt og sann
að með 25 ára rannsóknum.
Nú er það einnig orðið ljóst
• f rannsóknum Þorleifs Einars-
sonar og dr. Sigurðar Þórarins-
sonar, að uppblástur jarðvegs og
eyðing hans hefst ekki fyrr en
menn koma til landsins og setj-
«st að. Og af því leiðir, að bú-
seta manna í landinu er hin upp-
haflega orsök til hinna stórkost-
legu gróðurskemmda og jarð-
vegseyðingar, sem hér hefur átt
sér stað.
Við samanburð á flóru eða gróð
urfari íslands við önnur norð
læg lönd, þar sem veðrátta og
gróðurskilyrði eru svipuð og hér,
hefur komið í Ijós að ísland er
allra landa fátækast að tegund-
um plantna, svo og að öll önnur
sambærileg lönd eru vaxin stór-
vöxnum barrskógum.
Af ræktun ýmissa trjátegunda
um allt að 60 ára skeið, vitum
við nú meir en áður um gróður-
skilyrði landsins á ýmsum stöð-
um.
Reynslan talar
sínu máli.
Austur á Hallormsstað standa
5 blágrenitré í þyrpingu. Þau
voru flutt hingað til lands í maí-
mánuði 1905 í lítilli tágakörfu
og voru reidd á klyfjahesti frá
Seyðisfirði yfir Fjarðarheiði og
upp á Hallormsstað. Þessi tré
hafa nú staðið í 58 ár í íslenzkri
jörð. Upphaflega voru þau fleiri
á þessum sama stað, en þegar
þau komust á legg litu ýmsir
þau ágirndarauga, svo að flest-
um var komið í fóstur á aðra
staði, þar sem sum dóu, en önn-
ur lentu á hrakhólum. Tré þessi
voru alin upp á Jótlandi og vax-
in upp af fræi, sem fengið hafði
verið alihátt til fjalla í Kletta'
fjöllum Bandaríkjanna, einhvern
tíma um aldamótin. Þessi tré
éru nú öll milli 10 og 12 metrar
á hæð, og hið gildasta þeirra er
nærri 40 cm í þvermál í 1,3 m
hæð frá jörðu. Þrívegis hafa
trén borið þroskað fræ, og eru
nú elztu afkvæmi þeirra orðin
11 ára og um meter á hæð.
Hefðu menn haft tök á því
árið 1905 að setja niður 5000 tré
af þessum stofni á hektara lands
í Hallormsstaðaskógi, væri þess
að vænta að nú stæðu 500 eftir
af líkri stærð og hæð og þessi
5 eru nú. En söluverðmæti við-
arins, sem fengizt við að fella
öll trén og saga þau niður, mundi
vera um hálf milljón króna. Þetta
er ótrúlegt en engu að síður
satt.
Annað dæmi sýnir þetta enn
betur. Árið 1938 var síbirísku
lerki plantað í nærri einn ha
lands í Hallormsstaðaskógi. Vor-
ið 1962 var síðasta mæling gerð
á skóginum, en áður hafði lerk-
ið verið mælt þrívegis frá 1952.
Hér liggja því óvefengjanlegar
mælingar fyrir og eru miðaðar
við einn hektara lands.
Aldur skógarins frá gróður-
setningu var 24 ár. Meðalhæð
allra triánna var 8,9 metrar. —
Meðalþvermál stofna í 1,3 m
hæð frá jörðu var 12,9 cm. Við-
arvöxturinn alls nam 152,5 tem
ingsmetrum á ha, en meðalvöxt-
ur hvers árs er samkvæmt því
6,4 teningsmetrar á hektara
lands. Af þessu viðarmagni er
þegar búið að fella 60,5 tenings-
metra. Mest af því hefur verið
notað í girðingarstaura, og verð
mæti þeirra var svo mikið, að
þessi teigur hefur gefið af sér
kr. 3.000,00 í árlegan arð auk
stofnkostnaðarins. Nú standa eft
ir 92 teningsmetrar viðar, sem
aukast að verðmæti með hverju
ári sem líður. Trén hækka um
30—40 cm á ári og gildna um
hálfan centimeter. Viðarvöxtur
inn er svo hraður þessi árin, að
hann nemur um 13 teningsmetr-
um á hektara. Einn teningsmet-
er af óunnum viði er lágt tal-
inn kr. 1.000,00 að verðmæti.
Þess má geta að árið 1958
fékkst ofurlítið af fræi af þess-
um lerkitrjám, og í fyrra voru
gróðursettar milli 800 og 900
plöntur, sem eru afkvæmi þessa
fyrsta lerkiskógar á Islandi.
Margir möguleikar.
Þessi tvö dæmi hafa aðeins
verið nefnd til þess að sýna að
það er arðs von af því að rækta
skóg á íslandi ekki síður en í
öðrum norðlægum löndum. En
þar sem trén eru langlíf og lengi
að vaxa, er varla von að skamm-
sýnir menn komi auga á þetta.
Við þurfum ekki að binda
okkur við þær tvær trjátegund-
ir eingöngu, sem nú hafa venð
nefndar, því að hér er völ á
mörgum öðrum, sem eru ekki
síður nytsamar en þessar tvær.
Rauðgreni frá Skandinavíu
var flutt að Hallormsstað árið
1908, en því var lítill sómi sýnd-
ur og mest af því varð sauðfénu
að bráð. En lítil greniþyrping á
afviknum stað týndizt bæði
mönnum og skepnum fram til
ársins 1936. Birkikjarrið hafði
náð að vaxa yfir plönturnar og
haldið þeim niðri. Þegar því
var rutt burt árið 1936 var hæsta
greniplantan ekki nema um
meter á hæð en margar enn
niðri í grasi. Upp frá þessu fóru
trén að vaxa ört, og nú eru þau
hæstu að komast að og yfir 10
metra hæð en þvermálið er um
25 cm. Þessi tré hafa nokkrum
sinnum borið köngla, en hvort
þeir hafi borið þroskað fræ
hefur ekki verið unnt að reyna,
Á Hallormsstað hafa og nokkr
ar aðrar trjátegundir gefið ágæta
raun svo sem lindifura og skóg
arfura, ennfremur fjallaþinur og
Feröaiuenu við lerkitré, sem pla ntaö var 1922. — Ljósiu. Þ. Jós.
Hákon Bjarnason
broddfura. Að þeirri trjátegund
verður vikið síðar.
Fyrstu sporin.
Þetta, sem nú hefur verið
nefnt, er allt frá fyrstu árum
skógræktarinnar á íslandi, nema
síbiriska lerkið frá 1938. Og allt
er þetta á Hallormsstað, en til
þess liggja gildar ástæður, sem
síðar verður að vikið.
Eins og áður getur hófust hin-
ar fyrstu skógræktartilraunir
hér árið 1899 fyrir forgöngu
dansks skipstjóra, Carls Ryders
að nafni. Hann fékk prófessor í
skógrækt í lið með sér, C. V.
Prytz, og réðu þeir til sín ung-
an skógfræðing, C. E. FLensborg,
til þess að annast allar fram-
kvæmdir. Þeir þremenningarnir
unnu óslitið að þessum málum
fram á árið 1907, er landsstjórn-
in tók þessi mál í sínar hendur,
setti skógræktarlög, skipaði A.
F. Kofoed Hansen skógræktar-
stjóra og 4 skógarverði.
Á þessu tímabili voru settar
upp 3 litlar girðingar á bersvæði
til þess að reyna ýmsar trjáteg-
undir, fyrst á Þingvöllum, en
síðar á Grund í Eyjafirði og við
Rauðavatn í Mosfellssveit. Þá
voru og 2 girðingar settar upp í
skóglendi, önnur í Vaglaskógi,
en hin í Hallormsstaðaskógi. —
Yfirleitt voru sömu trjáteg-
undirnar reyndar á öllum þess-
um stöðum, en svo hefur nú
skipast til, að einn reiturinn er
horfinn fyrir löngu og sér nú
hvergi tangur eða tetur af hon-
um. Var það reiturinn í Vagla-
skógi, og er varla öðru til að
dreifa en vanrækslu þeirra, sem
gæta áttu. Við Rauðavatn hefur
gengið á ýmsu, og þar lifir að-
eins fjallafuran. Á Þingvöllum
er bæði fjallafura og lindifura
og eins við Grund, en þar er
líka vottur nokkurra annarra
tegunda, sem aldrei hafa náð
góðum þroska. Á Hallormsstað
hefur allt hafzt betur við, enda
hefur skjólið í skóginum haft
útslitaþýðingu fyrir margt á
fyrstu árunum. Þar hefur og ver-
ið betri gæzla alla tíð en annars-
staðar. Flestar voru triátegund-
irnar komnar frá sumarhlýrri
stöðum en ísland er, því að þá
var ekki annars kostur. Um upp-
runa þeirra vitum við sama og
ekki neitt, og er það mikill
skaði. Þó eru til nokkrar upp-
lýsingar um broddfuruna og
lindifuruna og mjög sterkar ’.ík-
ur eru fyrir því, hvaðan blá-
grenin muni að vera. V
Breytt um stefnu.
Þegar landsstjórnin hafði tek-
ið skógræktarmálin í sínar hend-
ur var haldið áfram sömu stefau
í nokkur ár. Gerðar voru til-
raunir með hin sömu tré og áður
og fræ fengið frá sömu stöðum.