Morgunblaðið - 12.11.1963, Síða 18

Morgunblaðið - 12.11.1963, Síða 18
18 -Trv \XI MÖRGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. nóv. 1969 »''' ^ -r ■-h?i En þeir Ryder, Prytz og Flens- borg höfðu komið því til leiðar, að Hallormsstaðaskógur var girtur og friðaður og Vaglaskóg- ur keyptur, til þess að forða hon- um frá illri meðferð og yfirvof- andi eyðingu. Hann var svo girt- ur ásamt hluta úr Hálsskógi árið 1909. Friðun skóglenda sýndi brátt, að skóglendin tóku miklum stakkaskiptum á skömmum tíma, en árangur af gróðursetn- ingu erlendra trjáa virtist von- um seinni. Því varð það árið 1913, að haett er algerlega við gróðursetningu, en hinum lit’.u fjármunum, sem skógræktar- stjórinn hafði til umráða, var beint til þess að friða skóglendi og kjarr. Þessari stefnu er svo haldið áfram fram til 1935, eða í rösk 20 ár. Á þeim tíma var ekkert gróðursett af barrtrjám nema nokkur hundruð af Af þeirri reynslu, sem feng- izt hefur af gróðursetningu barr- trjáa, bæði á tímabilinu frá 1399 til 1913 og frá 1935 og fram að þessu, er svo ljóst sem veróa má, að hér er unnt að rækta fjölda trjátegunda til viðarframleiðslu með ágætum hagnaði. Nú eru árlega aldar upp allt að 1,5 milljónir plantna á hverju ári, og af þeim fjölda gróður- setja skógræktarfélög landsirs um helminginn í sín eigin lönd og félaga sinna. Mestan hluta hins gróðursetur Skógrækt ríkis ins í eigin lönd, en nokkuð er ávalt sett niður af áhugasöm- um einstaklingum. Gróðrarstöðv ar landsins eru nú svo stórar og þannig reknar, að unnt er að auka uppeldi trjáplantna tvisv- ar eða þrisvar sinnum án þess að framleiðslukostnaður aukizt að sama skapi. Með þessu plöntumagni á ári alda menn urðu að berjast í fátækt og nærri allsleysi við hungur og kulda til þess að geta haldið lífi. Því hefur farið sem raun ber vitni, að landið er nú ekki nema svipur hjá sjón og gæði þess horfin í veður og vind. Nú orðið knýr engin nauðsyn okkur til þess að skemma landið, en samt er það víða gert enn fyrir skammsýni og fákunnáttu. í annan stað er svo verið að græða up lönd og bæta gróður landsins með skógrækt og sand- græðslu. En hvorugu þessu starfi er léð það lið sem skyldi. — Skógræktarfélögin hafa leyst feikn mikið starf af höndum á undanförnum árum, og þau gætu gert enn meir, ef þau væru fjöl- mennari. Hin frjálsa og óþving- aða starfsemi manna er jafnan bezt, og því eru störf skógrækt- arfélaganna svo ótrúlega mikils virði í sambandi við skó'”'ækt- 1 saumavélin er einmitt fyrir ungu frúna 'A' JANOME er falleg +Z JANOME er vönduð Jí JANOME er ódýrust ^ JANOME er seld með afborgun -ykr og það sem meira er. — JANOME er sjálfvirk zig-zag saumavél, framleidd í Japan af dverghögum mönnum. JANOME saumavélin er nú seld til 62 landa og allsstaðar orðið vinsælust. — JANOME er saumavélin, sem unga frúin óskar sér helzt. Æskan er hagsýn og veit hvað hún vill — hún velur JANOME. Verð kr: 5.700,00. — Sendum í póstkröfu. ’ \ I ! I i sibirísku lerki árið 1922. Þetta voru plöntur, sem hrakizt höfðu í gróðrarstöðinni á Hallorms- stað frá því að þeim var sáð árið 1913, Af þeim orsökum, sem hér hefur verið lýst, er mikil eyða í skógræktartilraunir hér á landi. Það er ekki fyrr en rétt fyr:r síðari heimsstyrjöldina að flUtt- ar eru til landsins ýmsar teg- undir trjéa, sem Norðmenn voru að reyna hjá sér, og sá innflutn- ingur var aldrei mikid. Meðan á styrjöldinni stóð .á innflutning- ur trjáfræs að mestu niðri að undanskildum smásendingum frá Alaska. Því er það ekki fyrr en við styrjaldarlok að nokkur skriður kemst á innflutning trjá- fræs og uppeldi plantna. Þá var þess vandlega gætt, ?.ð afla fræs frá þeim stöðum. sem höfðu svipaða veðráttu og hér er og álíka langan vaxtartíma ár hvert. Hefur það tekizt /on- um fremur en á stundum hefur fræið verið sótt of langt aorður á bóginn, eins og í ljós kom í páskahretinu í vor. En það er önnur saga og of langt mál tii að víkja að því hér. t Árangur síðustu ára. Um árangurinn af gróðursetn- ingu barrtrjáa undanfarin 25 ár má segja þetta. Hann er miklu betri og lafnari en árangurinn af fyrstu tilraununum. Áslæðan er fyrst og fremst, að unnt hefur verið að vanda frævalið og haga því í samræmi við gróðurskilyrð in hér á landi. Þegar undan er skilið áfallið í vor, sem orsakað- ist af ofmiklum vetrarhlýindum, hafa vanhöld vegna vor- sumar- og haustveðráttu verið lítii sem engin. Og áfallið í vor kom ein- göngu fram á þeim piönturr. og trjám, sem sótt hafa verið ti! norðlægra og vorkaldra staða. Vöxtur flestra trjátegundanna hefur verið svipaður og hann er á þeim slóðum, sem trén hafa verið sótt til. Mismunur á vaxt- arhraða á ýmsum stöðum nér innanlands er eins oft jarðvegs- skilyrðum að kenna, og veðr- áttu hverju fara um 200 hektarar lands undir skóg, og er það sann arlega ekki stór blettur. En það safnast þegar saman kemur, og þegar fyrstu nýskógarnir fara að gefa af sér virðinn mun miklu meira verða aðhafzt, en nú við gróðursetningu. í Skógrækt er nauðsyn. Timbur og viðarframleiðsla er hin mesta nauðsyn fyrir hverja þjóð, því að ekkert þjóðfélag kemst af án viðar. Á íslandi hef- ur ávalt verið hinn mezti timb- urskortur, og hann hefur verið örlagaríkari fyrir þióðina á ýmsum tímum, en matarskortur- inn, að dómi margra manna. Þó að tímarnir hafi breytzt hefur timburnotkun þjóða ekki mink- að heldur aukizt mjög. Fáir gera sér það ljóst, að einn stærsti liðurinn í innflutningi til lands- ins eru skógaafurðir. Þær eru nokkuð yfir 10% af heildarinn- flutningi, en um 7% alls inn- flutningsins er fyrir við og timbur. Af öllu því timbri, sem þjóðin notar og mun nota, er unnt að rækta um 90% innanlands. Vaxt- armælingar sýna, að barrtrjá- rækt getur verið mjög arðbær þegar rétt er að farið. Fyrir því hlýtur að koma að því, að ís- lendingar rækti skóg til timbur- framleiðslu. Ekert vit er í því að láta senda hverja spýtu og hvert borð langar leiðir til sjáv- ar í Finnlandi eða Svíþjóð, setja þetta um borð í skip, sigla með það yfir breitt haf í marga daga, skipa því síðan upp á fslandi og bruna með það á bílum þangað á land, sem á að nota viðinn, þeg- ar samskonar viður getur vaxið og þrifizt í flestum bj ^gðum landsins, rétt við bæjardyr hvers manns. Er því óhætt að fullyrða, að það er þjóðfélagsleg nauðsyn að rækta skóg á íslandL í Skuldin við Iandið. Við íslendingar höfum nú set- ið land okkar í nærri 1100 ár og höfum eyðilagt það til stórra muna af illri nauðsyn. Fyrri ina. En þegar horft er yfir auðn- ir landsins, blásna mela og nak- in holt í hverri byggð, finnst mörgum uppgræðslan ganga svo grátlega seint. Svo seint að 1100 ár munu vart nægla til að bæta landinu það, sem þjóðin skuld- ar því og sjálfri sér. Og þá mun mörgum á að hugsa, hvort sérhver íslendingur ætti ekki að vera skyldur til þess að inna af höndum ákveðið verk í þágu framtíðarinnar á einhverjum tíma ævinnar, annað hvort með vinnu eða með drjúgu peninga- framlagL í Fylgja verður lögum náttúrunnar. ísland hefur blásið upp fyrir búsetu manna, og uppblástur- inn er afleiðing þess, að birki- skógar urðu að !úta í lægra haldi fyrir mönnum og skepnum. — Náttúran fer sínar eigin leiðir til þess að halda jafnvægi í ríki sínu, og mennirnir verða að þræða þær götur, ef verk þeirra eiga að haldast og stand- ast tímans tönn. Uppgræðsla ís- lands er margslungið verk, og það er ekki unnt að koma nokkru verulegu til leiðar á því sviði, nema með því að nota þær plöntur til uppgræðslu, sem bezt verja gróður og jörð fyrir áföllum. En það eru skóg- ar og kjörr, og skógarnir gefa mestan arðinn um allar norður- slóðir heims, nema á þeim stöð- um, sem eru þrautræxtaðir og ábornir ár hvert. Vinur minn Valtýr Stefánsson sagði við mig eitt sinn, að það væri synd að sjá sólina skína á ísland á hvei ju sumri án þess að geta bundið orku hennar og safnað henni saman. Og hann sá þann kost beztan, að láta hana skína á blöð og barr trjáa, til þess að menn gætu handsamað hana þegar þeir þyrftu á henni að halda. Og þetta voru orð að sönnu. Gaman verður fyrir þá, sem lesa 100 ára afmælisblað Morg- unblaðsins að sjá, hve langt hug- sjón Valtýs Stefánssonar hefur miðað eftir 50 ár. H. B. Jfekla Austurstræti 14. Sími 11687. BILAEIGENDUR Allir bílar, sem til *slands hafa flutzt, hafa orðið ryðinu að bráð, fyrr eða seinna, þrátt fyrir upphaflegar ryð- varnir framleiðendanna. Þannig er það einnig með yðar bíl. Ryðvörn þarf að endurtaka með vissu millibili, ef hún á að koma að fullum notum. Ryðvörn er því einn þáttur í almennu viðhaldi bílsins, enginn bíll er of gamall eða svo illa far- inn að ryðvörn sé ekki til mikilla bóta. Pantið ryðvórn á bílinn yðar hjá RYÐVÖRI GRENSÁSVEGI 18 Sími 19945.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.