Morgunblaðið - 12.11.1963, Qupperneq 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. nóv. 1963
\
BRJÁLAÐA HÚSID
ELIZABETH FERRARS ------
— Nú, jæja, þú vilt þá ekki
að ég uppgötvi neitt, nema því
aðeins, að þú sért sjálf í hættu
stödd. Og þú heldur, að ég hugsi
ekki um neitt annað? En skil-
urðu ekki, að ef þú veizt eitt-
hvað sjálf, þá ertu í hættu.
Hóstinn kom aftur. En þegar
hann fékk ekkert svar, gekk
Georg hljóðlega til dyra. Þá
tóku þau eftir honum og sáú þeg-
ar hann gerði fingurbendingu
um þögn. Hann lagði hönd á
hurðarlásinn. Lagði eyrað að rif-
unni. Síðan reif hann hurðina
snöggt upp.
Úti fyrir stóð Aðdolphus Fry,
í flúnelsnáttfötum.
Þau sáu hvernig hann hrökk
til baka eins og hann væri að
verjast höggi.
Eva stóð skjálfandi á fætur.
Hún studdist við stólbakið, föl
Og hrædd.
Fry gamli sagði: — Afsakið,
en ég ætlaði að fara að berja.
Eg heyrði mannamál og vissi, að
þið voruð ekki háttuð. Má ég
koma inn, hr. Dyke? Eg hef
mjög áríðandi mál, sem mig lang
ar að ræða við yður.
Toby benti honum að koma
inn. Framkoma hans var f.ull-
komlega róleg. Bæði örvænting
arfulla hryggðin og æsingurinn,
frá því fyrr um daginn var horf
ið .En hann leit út eins og mað-
ur, sem verður að taka mikið á
til að stilla sig. Hann gekk ein-
beittlega og ákveðinn inn og sett
ist niður í stólinn, sem Eva hafði
staðið upp úr, spennti greipar,
lyfti höfði ofurlítið og horfði í
augu Tobys. Einbeittni hans jók
hverja hreyfingu hans og gaf
henni einhvern tilgang — þetta
var ekki alveg almennilegt.
Toby settist andspænis hon-
um. Eva stóð með höndina á stól
bakinu og nú var einhver stirð-
leiki í stellingu hennar kominn
í stað mýktarinnar áður.
— Toby sagði: — Mér er á-
nægja að ræða við yður, hvað
sem er, hr. Fry.
munduð þér hafa skilning á
þessu. Eg hef margt að útskýra
fyrir yður — fjölmargt!
— Já, en gerðu það heldur í
fyrramálið, sagði Eva. Eg ætla
að sækja hana Neliu frænku.
Hún mun segja þér, að þú ættir
að fara að hátta.
— Nei, Eva. Hann leit um öxl
til hennar. — Það máttu ekki
gera — það væri ekki rétt.
— Jæja, ætlarðu þá að fara
að hátta?
— Þú mátt ekki ónáða hana
frænku þína, Eva. Hún er sof-
andi. Hún á skilið að sofa. Hún
er svo þreytt.
— Við erum öll þreytt, Dolp-
hie frændi. Vertu nú vænn og
farðu.
— Gott og vel. Eg skal fara í
rúmið, þó að ég sofni nú alls
ekki. Eg hef ákveðið, hr. Dyke,
að komast af án svefns framveg
is. Þekkingin stöðvast þegar
menn sofa. Eg veit ýmsa svo
furðulega hluti. Þér skiljið . . .
mér skyldi ekki koma það á ó-
vart þó ég væri eini maðurinn
í heiminum, sem þekkir raun-
verulega eðli sannleikans. Og
hvernig get ég þá staðið mig við
að sofa? En þetta er alveg rétt
hjá Evu, ég ætti ekki að tefja
fyrir öðrum . . . Hann lækkaði
röddina. — Það er raun mín . . .
friðþægingin . . . En, bætti hann
við hressilegar. Ég ætla að segja
yður það allt á morgun. Síðan
tók hann í handlegginn á Evu og
lét hana leiða sig til dyra.
En við dyrnar sneri hann aft-
ur inn I herbergið og tók sér
stöðu rétt hjá Toby.
— í fyrramálið, hr. Dyke,
sagði hann.
— Já, það er betra í fyrramál-
ið, sagði Toby og það af sann-
færingu.
— Komið þér í Belling Lodge.
Við konan mín förum heim eft-
ir morgunverð. Ef þér vilduð
koma fyrripartinn, gætum við
talað lengi saman í næði. Komið
þér klukkan ellefu!
— Dolphie frændi, sagði Eva
í áminningartóft.
— Þér komið, er það ekki, hr.
Dyke?
Þarna greip Georg tækifærið
til að bjóða öllum góða nótt í
hálfum hljóðum og læðast út.
— Þakka yður fyrir, hr. Fry,
sagði Toby. — Auðvitað kem ég;
það væri mér mesta ánægja. Af
gömlum vana tókst honum að
koma út orðunum af nægilegri
sannfæringu til að gera gamla
manninn ánægðan. Hann brosti,
kinkaði kolli, tók aftur í hand-
legginn á Evu og hvarf út í
ganginn.
— Púh! Toby læsti vandlega
hurðinni, sneri við og fleygði
sér á rúmið. Hann lá þar og
teygði úr sér. — Púh! sagði
hann aftur og sparkaði með öðr-
um fæti í ekki neitt
Svo lá hann þarna í tíu mínút
ur, án þess að hreyfa sig.
Næturgali söng í skóginum, og
annar svaraði.
Toby settist upp í rúminu.
— Bölvaður asni gat ég verið,
sagði hann.
En hann sagði þetta ekki með
neinni óánægju. Liðin heimska
var nauðsynlegur undanfari nú
Ég féll á bílprófinu.
verandi hygginda. Hann glotti.
Stóð síðan upp og stikaði til
dyra. Hann gekk hljóðum skref-
um að dyrunum hjá Georg. Hann
opnaði dyrnar.
Dimma, þögn, tóm.
Samtal Tobys við sjálfan sig,
næstu mínúturnar, gaf ekki til
kynna neina ánægju og var held
ur ekkert yfir sig kurteist.
13. KAFLI
Eins og fyrri daginn var það
Lisbeth Gask, sem heilsaði Toby
þegar hann kom niður til morg-
unverðar. En hún var ekki ein
í borðstofunni. Fryhjónin sátu
við borðið og Reginald Sand,
með smurða brauðsneið í hendi,
stóð við gluggadyrnar.
— Líttu í blöðin, sagði Lisbeth
Gask.
Þarna lágu nokkur dagblöð á
víð og dreif. Hvarf Vanessu var
á öllum forsíðum. Toby sneri
sér frá þeim með óþolinmæði-
svip og sneri sér að kaffinu. Frú
Fry hellti í bollann hjá honum.
Fry gamli sat og glápti á blett á
borðdúknum, sem var fyrir fram
an diskinn hans, en á diskinum
lá ósnert gulrátamauk. Andlits
svipur hans var eins og brenn-
andi af áhuga, en frú Fry var
þreytuleg á svipinn, en Lisbeth
sviplaus og daufleg.
Allt í einu sagði frú Fry: —
Líklega sjáum við hana aldrei
framar.
Toby hleypti brúnum og stakk
gaffiinum í nýrað á diskinum.
Lisbeth sagði eitthvað hvers-
dagslegt um að vona það bezta,
en hún sagði það ekki af neinni
sannfæringu.
— Vel á minnzt, urraði Toby
eftir næstu þögnina, — hefur
nokkur séð Georg í morgun?
Það hafði enginn.
— Reyndu að borða eitthvað,
Dolphie, sagði frú Fry.
— Eg þarf ekki að borða, sagði
hann.
Andvarp hennar hefði verið
næstum öskur, ef vanstilltari
manneskja hefði átt í hlut.
Skýrsla Dennings um Profumo-máliö
— Mig langar til að ræða
vandamál syndarinnar, sagði
Fry.
— Já, einmitt- sagði Toby.
— Það er geysimikið vanda-
mál.
— Það skal ég bölva mér upp
á, sagði Toby.
■— Dolphie frændi, sagði Eva.
— Heldurðu ekki, að það væri
betra að fara að hátta núna og
láta syndina eiga sig þangað til
í fyrramálið?
Hann lét sem hann heyrði ekki
til hennar. — Eg hef verið að
reyna að skýrgreina syndina,
sagði hann. — Eg vil kynnast
eðli sektarinnar. Eg hef aldrei
gefið þessum málum mikinn
gaum, en mér finnst ég verði að
byrja á því að skýrgreina hug-
takið. Biblían hefst á synd.
Syndin er beinn grundvöllur
samvizkunnar. Og samt geta
menn lifað árum safan, án þess
ffð gera sér syndina ljósa — synd
í dýpri skilningi.
— Dolphie frændi, sagði Eva
og færði höndina af stólbakinu
og yfir á öxl hans. — Eg er viss
um, að það verður miklu hægara
að tala um þetta í fyrramálið.
— Syndin er, að ég held . . .
— Þú ættir að vera í rúminu,
Dolphie frændi — og það ætti
hr. Dyke líka. Það er illa gert
af þér að vera að halda vöku fyr
ir honum.
— Þér skiljið, hr. Fry, sagði
Toby, — að ég hef enga þekk-
ingu á þessum efnum. En þar
fyrir eru þau vitanlega mjög
merkileg.
— Merkileg! sagði gamli mað
urinn. — Þau eru meira! Þau
eru lífsnauðsynleg. Eg kom til
yðar sem manns, sem fæst við
allskonar rannsóknir, og þv;
(II) „Hann er lygari“.
En einn eða tveir þingmenn
trúðu ekki framburði Prófumos.
Og hér verð ég að koma að
grun um, að forsætisráðherrann
sjálfur hafi vitað, að yfirlýsing
in var ósönn. Svo virðist sem að
snemma í marzmánuði 1963
hafi Profumo látið sér um munn
fara eitthvað á þessa leið, við
kunningja sinn:
„Eg komst í tæri við stelpu.
Eg skrifaði henni bréf. Sun-
day Pictorial hefur náð í það,
og það getur komið á prent,
hvenær sem er. Eg hef orðið
að segja Valerie frá þessu og
forsætisráðherranum, yfir-
manni mínum“.
Kunninginn virðist hafa skil-
ið þetta sem svo, að Profumo
hafi átt óleyfileg mök við stúlk-
una og játað sök sína fyrir konu
sinni og forsætisráðherranum
Kunninginn hermdi ummælin
fyrir þingmanni úr íhaldsflokkn
um og hann skildi þau á sama
hátt. Og hann var svo sannfærð
ur um, að þetta væri satt, að
þegar Profumo gaf yfirlýsing-
una, 22. marz 1963, þá trúði hann
henni ekki. Hann hvíslaði að
sessunaut sínum, og átti þar við
Profumo: „Hann er lygari". Og
17. júní 1963, þegar verið var
að athuga framkomu forsætis-
ráðherrans í málinu, greiddi
hann ekki atkvæði.
Eg er alveg sannfærður um,
að bæði kunningi Profumos og
íhaldsþingmaðurinn misskildu
orð Profumos. Hann hefur ekki
annað sagt en það, að hanr.
hefði komizt í vandræðalega að-
stöðu vegna sambands sins við
stúlkuna, og hefði orðið að segja
konu sinni og siðameistaranum
og fulltrúa forsætisráðherrans
frá því. Hann hefur aldrei játað,
að hann hefði átt óleyfileg mök
við stúlkuna. Öðru nær, því að
hann fullvissaði þau um, að ekki
væri um neitt slíkt að ræða.
Og hann hafði alls ekki talað
um það við forsætisráðherrann
sjálfan. Eg er hræddur um, að
einmitt misskilningur eins og
þessi hafi fætt af sér tilhæfu-
28
lausan grun. Það er aus engin
ástæða til að halda, að íorsætjs
ráðherrann vissi yfirlýsingu
Profumos vera ósanna. Hann
trúði því, að hún væri sönn.
(III) Afleiðingarnar.
Um skamma hríð virtist svo
sem yfirlýsing Profumos hefði
haft sín áhrif. Á mörgum stöð-
um (en þó ekki öllum) virtist
mannorð hans hafa fengið upp-
reisn. Föstudaginn 22. marz fór
hann ásamt konu sinn á veðreið
arnar í Sandown Park, og þar
tóku blaðaljósmyndarar myndir
af þeim. Fáum dögum síðar und
irritaði Christine Keeler fram-
burð sinn, og afturkallaði þann-
ig það, sem hún hafði áður sagt
blöðunum. Eftir að hún fannst
á Spáni, sagði hún (í Daily Ex-
press, 22. marz 1963). "„Það sem
Profumo segir er satt. Eg hef
ekki hitt hann síðan í desember
1961“. Þegar hún kom aftur til
Englands gaf hún sögu sína
News of the World (Sunnudag
31. marz 1963). „Vissulega voru
bæði hann og kona hans kunn-
ingjar mínir. En það var kunn
ingsskapur, sem ekki verður
neitt haft á“. Hún fékk 100 pund
fyrir sögu sína.
Stephen Ward virtist einnig
staðfeáta sögu Profumos. Hinn
26. marz 1963 sagði hann hr.
George Wigg í neðri málstof-
unni (meðal annars) frá Clive-
denhelginni, og bætti því við, að
seinna hefði Profumo komið
heim til sín, að minnsta kosti
sex sinnum. Hann sagðist ekki
vita til þess, að neitt ósiðlegt
hefði átt sér stað.
En ekki voru allir ánægðir
með þetta. Sumir komu brátt aft
ur að sambandinu við Christine
Keeler. Laugardaginn 23. marz
1963 kom Daily Sketch með stór
karla-fyrirsögn: „Hamingju-
sami John Profumo", þar sem
sagt var, að „það væri vægast
sagt óuppbyggilegt að horfa á
ráðherra í ríkisstjórninni þurfa
að standa upp í þinginu til að út-
skýra kunningsskap sinn við 21
árs gamla stúlku“. Og 30. marz
1963 birti franska blaðið Paris
Match grein þar sem m.a. stóð:
„Christine hverfur á dularfullan
hátt; Profumo hefur hjálpað
Christine til að flýja“. Profumo
kærði blaðið fyrir frönskum dóm
stólum og það neyddist til að
birta afturköllun.
En 6. apríl birti ítalska tíma-
ritið II Tempo grein þar sem
sagt var, að enn væri nafn Pro
fumos sett í samband við laglega
stúlku — þrátt fyrir einbeitt mót
mæli hans í neðri málstofunni
— og almælt væri, að Profumo
hefði ýtt undir brottför stúlkunn
ar. Þessu tímariti var dreift hér
í landi. Hinn 8. apríl 1963 lagði
Profumo fram kæru á þá, sem
því dreifðu. En 10. apríl var
sætzt á málið. Lögfræðingur Pro
fumos lýsti því yfir í réttinum
að ummælin væru óréttmæt og
tilhæfulaus. Kærðu greiddu 50
punda skaðabætur og allan máls
kostnað: Profumo kvaðst mundu
gefa 50 pundin styrktarsjóði her
manna.
Eg tek hér með framhaldið af
þessu máli. Eftir að Profumo
hafði, hinn 5. júní 1963, játað að
hafa átt óleyfileg mök við Christ
ine Keeler, heimtuðu dreifend-
urnir skaðabætur af honum fyr
ir ástæðulausa kæru á þá, og
hann varð að greiða þeim miklar
skaðabætur til sátta. En auðvit
að játaði hann aldrei, að hann
hefði hjálpað henni til að hverfa.
Því hefur hann jafnan eindreg-
ið mótmælt.
að auglýsing i stærsta
og útbreiddasta blaðinu
borgar sig bezt.