Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ 1 þriðjudagur 19. nóv. 1983 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður 'Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. • Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. •• Ritstjórn: AðUstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 emtakib. BRETLANDSFÖR FORSETANS :■», v ÉLsBk V”J V'; -r.y ■ ‘V- -í. UTAN ÚR HEIMI !Mý 99drottning64 úthafanna \ að kosta 2.640 milðfónir A ðeins fá ár eru liðin síðan við íslendingar áttum í alvarlegri deilu við Breta. Efni hennar er öllum í fersku minni og skal ekki rifjað hér upp, heldur bent á þá ánægju- legu staðreynd, að samkomu- lag það, sem ríkin að lokum gerðu með sér að siðaðra manna hætti hefur orkað því, að vinátta þjóðanna hefur eflzt að nýju og engum dylst nú, að hún á sér djúpar ræt- ur. ^ Heimsókn forseta íslands til Bretlands mun undirstrika vináttu þjóðanna, og þegar hafa brezk blöð og ráðamenn minnzt íslands vinsamlega. „Þorskastríðið“ vtilheyrir for- tíðinni og það mun ekki á ný spilla vináttu þessara ná- grannaþjóða. Við getum meira að segja nú orðið skopazt að þessari baráttu, sem á sínum tíma var þó allt annað en hlátursefni. Og engu er líkara en máttar- völdin ætli nú að nota tæki- færið til að sýna Bretum, að við höfum ekki gengið of langt við útfærslu landhelg- innar, því að nýtt eyland er risið úr sjó, sem gæti orðið grundvöllur nýs grunnlínu- punkts. En ef eitthvað þyrfti að hugga Breta í sambandi við þessa fregn, þá mundi sú huggun byggjast á því, að enn er ekki séð fyrir um það, hve varanleg þessi eyja getur orð- ið. Kannski hefur hún bara skotið upp kollinUm í kveðju- skyni, en verði hún áfram suður af íslandi leyfir Morg- unblaðið sér að fullyrða, að þrátt fyrir allt, sem á undan er gengið, muni ekkert nýtt „þorskastríð“ þurfa við Breta til að hinn nýi réttur íslands yrði tryggður. Þótt Bretar hafi unnað okk- ur sigurs í „þorskastríðinu,“ þrátt fyrir það, að við værum vopnlausir — eða kannski ein- mitt þess vegna, þá bera þeir líka virðingu fyrir valdinu, ekki síður en réttsýninni, og þeir hafa nú fengið að sjá framan í „ógnarvaldið“ suður af íslandi! En sleppum gamninu. Það er gagnkvæm vinátta og virð- ing þessara tveggja eyþjóða sem mestu varðar. Hana vilja íslendingar undirstrika, og þess vegna fylgir hugur okk- ar forseta íslands >' Bretlands- för hans. SAMNINGAR UNDIRBÚNIR Cíðustu dagana hefur kapp- ^ samlega verið unnið að undirbúningi samninga um launakjörin á grundvelli þeirra sátta, sem gerðar voru til að auðvelda lausn þessa vandamáls. Sáttasemjari hefur þegar látið málið nokkuð til sín taka, þótt enn sé lítið farið að ræða efni þess, heldur fyrst og fremst unnið að því að koma á samninganefndum, sem geti farið með víðtæk um boð og leitazt við að koma á heildarsamkomulagi, í stað hinna handahófskenndu samninga einstakra hópa, sem einkennt hafa launabaráttuna áratugum saman. Hér er um að ræða nýja til- raun til þess að koma heil- brigðara skipulagi á þessi mál. Þetta er auðvitað allt annað en auðvelt viðfangs- efni, en mjög mikilvægt er að þessi tilraun beri fullan árangur, og' þess vegna er nauðsynlegt að allir aðilar sýni samstarfsvilja og skiln- ing á gagnkvæmum sjónar- miðum. Ef sáttahugur ríkir, sem ekki er ástæða til að ef- ast um fyrirfram, munu líka nást góðir og heilbrigðir samningar* sem tryggi vel- farnað þjóðarheildarinnar og launþega. STÖRIÐJA Á ÍSLANDI ITinnuaflsskorturinn gerir * það að verkum, að mikla áherzlu verður að leggja á aukna tækni, svo að framleiðsla hvers einstakl- ings aukist og þar með batni lífskjörin hröðum skrefum. Leiðin í þessu efni er sú að taka vélarnar meir í þjónustu landsmanna en hingað til hef- ur verið gert og þá fyrst og fremst að koma á fót stóriðju, þar sem örfáir menn fram- leiða milljónaverðmæti. Þótt íslánd sé ekki auðugt að jarðefnum eru ýms tæki- færi til að koma hér á hag- kvæmri stóriðju. Sum þeirra hafa verið rædd opinb^rlega og menn vita, að nú eru tæki- færi, sem ef til vill koma ekki aftur. Þessi tækifæri verður að hagnýta til þess að stór- bæta afkomu landsmanna. CUNARD skipafélagið brezka, eigandi „drottninganna“ tveggja, Queen Mary og Queen Elisabeth, hefur nú í yggju að hefja smíði nýs far- egaskips til siglinga inilli Evrópu og Ameríku. Á skip þetta að vera 58 þúsund tonn, og áætlaður smíðakostnaður er kr. 2.640 milljónir. Hefur samgöngumálaráðuneytið fall- izt á að lána félaginu rúmlega 2 þúsund milljónir króna. Nýja skipið verður talsvert minna en „drottningarnar", því Mary er 81.237 tonn, og Á FUNDI borgarstjórnar s.l. fimmtudag var svofelld tillaga Togoii léhk hl i vörpnna Aberdeen 31. okt. — AP. SKIPVERJUM á brezka tog- aranum Feithlie brá í brún er þeir drógu vörpu skipsins úr sjó á Norðursjó á dögunum. Reyndist hún óeðlilega þung, og er hún kom upp að skip- inu sáist að í henni var full- vaxinn fíil; — að sjáifsögðu dauður. Skýrðu skipverjar frá þessu er skipið kom til hafn ar í dag, og kváðust ekki fyrri hafa fengið slíkan ódrátt. — eigendur togarans segja að fíllinn hljóti að hafa drepist um borð í skipi, sem átt hafi að flytja hann til dýragarðs, og hafi þá verið fleygt fyrir borð. Wasbington, 31. okt. — NTB. KENNEDY, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir á blaðamannafundi í kvöld, að Bandaríkjamenn hefðu engar ráðagerðir uppi um að fækka herliðí í V-Þýzkalandi, og að Bandaríkjastjóm væri staðráðin í því að hafa fram- vegis sem endranær sex her- fylki (divisions) í landinu. Vís- aði forsetinn til ummæla Dean Rusk, utanríkisráðherra, í Frank furt um helgina, en þá fullyrti Rusk að ekki yrði fækkað í liði Bandaríkjamanna í V-Þýzka- landi. Orðrómur þessa efnis komst á kreik varðandi herflutn ingana miklu á dögunum. ' Kennedy sagði að hinsvegar hygðust Bandaríkjamenn fækka liði sínu í S.-Viet Nam um 1000 manns fyrir áramót. Kennedy sagði einnig, að enda þótt ekki kæmi til að herliði yrði fækkað í V-Evrópu, mundi bandarískum borgurum, sem Elisabeth 83.673, en þær eni báðdr eldri en 25 ára, sem þykir talsverður aldur þegar skip eiga í hlut. Verða „drottn ingarnar" teknar til gagn- gerðra viðgerða og endur- bóta í vetur, og er áætlað að hvor viðgerðin kosti átta og hálfa milljón króna. Ekki er lokið við að teikna nýja skipið enn, og verður því ekki lokið fyrr en á næsta ári. Vonazt er til að skipið verði tekið í notkun á árinu 1967. Lengd þess verður 295 samþykkt: Borgarstjóm Reykja- víkur telur að auka þurfi bóka- kost um tæknileg efni við borg- arbókasafnið, einkum bækur og tímarit við hæfi unglinga. Fel- ur borgarstjórn fræðslustjóra og forstöðumanni bókasafnsins að annast framkvæmdir. Kristján Benediktsson (F) fylgdi tillögunni úr hlaði og veik m.a. að því, að vaxandi áhugi unglinga væri á bókum um tæknileg efni og væri því nauðsynlegt, að á borgarbóka- safninu yrði komið upp léttum bókum og tímaritum um tækni- leg efni, er brúuðu bilið til hinna sérhæfðari rlta. Þór Sandholt (S) fagnaði því, að tillaga þessi var fram komin. Kvaðst hann hafa kynnt sér bókakost borgarbókasafnsins um tæknileg efni, en þar væru bæk- ur um margvísleg tæknileg efni, er veittu almennan fróðleik þar um, sem vera bæri. Kvaðst hann sammála KB um, að æskilegt væri að gera allt,’ sem hægt væri, til að vekja áhuga unga fólksins á tæknilegum efnum, vinna hjá Bandaríkjaherjum þar, verða fækkað eitthvað. Yrði þó slíkt ekki gert fyrr en Banda- ríkjamenn hefðu ráðfært sig við bandamenn sína í NATO. Um þau um,mæli Krúsjeffs, forsætisráðherra Sopétríkjanna, á þá lund að Sovétrikin myndu ekki keppa við Bandaríkjamenn tunglferðir, sagði Kennedy að þetta væri yfirlýsing, sem hanm væri ekki sjálfur viss um að hefði við mikið að styðjast. Bandaríkin myndu halda fram áætlunum símum um tunglferðir hvað sem öðru liði, og hefðu þau boðið Sovétríkjunum samstarf á þessu sviði. „Við höfum enn ékki fengið svar við>þvi tilboði“, sagði Kennedy. Kennedy upplýsti einnig, að undamfarna daga hefðu Sovét- ríkin enn fækkað herlið sínu á Kúbu, en ekki vildi hann svara spurningum um hversu marga hermenn héar væri um að ræða. metrar og breiddin 32 metrar. Á skipinu verður þúsund farþega rými. Hámarks gang- hraði verður 30 hnútar. Sir John Brocklebank, for- stjóri Cunard félagsins, segir að nýja skipið eigi ekki að koma í stað gömlu „drottning- anna“. því þær eigi enn eftir langan aldur, sérstaklega með tilliti til endurbótanna í vet- ur. Og aðspurður hvaða nafn nýja skipið eigi að hljóta, svaraði forstjórinn: Við höfum velt fyrir okkur'mörgum nöfn um, allt frá Queen Victoria til Jackie Kennedy, en við höfum nú fjögur ár til stefnu. m.a. með léttari tæknilegum ritum. Kvaðst hann sjálfur hafa nokkra reynslu í þessu efni, þar sem hann hefði látið nokkur létt rit, svo sem Popular Mechanics li'ggja frammi í Iðnskólanum, og mætti segja, að unglingarnir hafi rifið þau í sig, þótt þau væru á erlendum tungumálum. Kvað hann það tvímælalaust til mikilla bóta, ef slík rit og tíma-. rit lægju frammi á Borgarsafn- inu, en bætti jafnframt við, að tæknibókasafn Iðnaðarmála- stofnunarinnar væri opið al- menningi og væru nokkur brögð að því, að unglingar fengju þar lánaðar bækur, þótt þar væri lítið af tæknibókmenntum af léttara taginu. ísl. hung- urfrimerkið þykir fallegt FAO matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur skrifað Póst- og símamála- stjórninni íslenzku og skýrt frá því að íslenzku „hungurfrímerlt in“ svokölluðu hafi þótt sérstak- lega falleg. Væri frá því skýrt ’í frímerkjablöðum í Frakklandi, að íslenzka frímerkið hefði orð ið framarlega í samkeppni sem Frímerkj akaupmannaf élag Frakklands efnir til árlega um fallegustu frímerkin. En þessi keppni fer fram í sambandi við frímerkjasýningu félagsins, hina svokölluðu Evrópusýningu. Sem kunnugt er efndi FAO til herferðar gegn hungrinu í heim inum í fyrra og í því sambandi var stofnað til frímerkjaútgáfu í 150 löndum, til að minna á þetta. Komu frímerkin út • 1. marz 1963. íslenzka frímerkið sýnir löndun úr síldarbát og er grænblátt. Það er frímerkið, sem hefur hlotið svo góða dóma. Tæknilegar bækur v/ð hæfi unglinga á Borgarbókasafninu Fœkka ekki her- liði # V-Evrópu — en hinsvegar í S-Viet Nam — Kennedy á blaðamannafundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.