Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 23
þriðjudagur 19. nóv. 1963
MORGU N BLAÐIÐ
23
Bær brennur
í Langadal
Blönduósi, 18. nóvember.
Á LAUGARDAGINN kviknaði í
íbúðarhúsinu að Breiðavaði í
Langadal, um 4 km frá Blöndu-
ósi, og varð af því mikið tjón.
Á Breiðavaði búa ung hjón, Frí-
mann Hilmarsson og Guðrún Ás-_
geirsdóttir, en þau keyptu jörð-
ina í vor og hófu þar búskap. —
Þau brugðu sér að heiman um
þrjúleytið á sunnudaginn, en er
þau komu aftur heim um kl. 18,
var húsið fullt af reyk og gátu
þau við ekkert ráðið.
Frímanni tókst þó að komast í
síma og gera slökkviliðinu á
Blönduósi aðvart, sem kom von
bráðar á vettvang.
Húsið er steinsteypt, kjallari og
stofuhæð, og eru útveggir þiljað-
ir að innan og tróð á milli. Timb-
urgólf er á milli stofuhæðar og
kjallara.
Svo virðist sem eldurinn hafi
komið upp í kjallaranum. Á stofu
hæðinni voru skápar innbyggðir
í skilrúm, og voru í þeim föt og
annað. Laesti eldurinn sig eftir
þeim og komst í torf, sem loftið
yfir stofunni var einangrað með.
Eftir um það bil tvær klukku-
stundir tókst slökkviliðinu að
ráða niðurlögum eldsins, en
skemmdir urðu mjög miklar itín-
anhúss. Á Breiðavaði er vatns-
knúin heimilisrafstöð, og er talið
að kviknað hafi i út frá rafmagni.
Húsið var lágt vátryggt og er því
tjón bóndans mjög tilfinnanlegt.
Hjónin, sem eiga tvö ung börn,
eru flutt að næsta bæ, Vatna-
hverfi. — Björn.
Þúsundir Reykvíkinga lög#u um helgina leið sina á Kambabrún til þess að virða fyrir sér eld-
gosið við Vestmannaeyjar. Umferð gekk greiðlega og mun lögreglan lítið hafa þurft að aðstoða
fólk. Veður var hið bezta bæði á laugardag og sunnudag og sást vel til gosstöðvanna. Þessi mynd
— Gos/ð
Framh. af bls. 24
sæja glerinu í Öskjuhrauni. Er
um 46% kísilsýra í gosefnunum.
Reistur barmur þriggja gíga.
f * Guðmundur Kjartansson, var
é Óðni á gosstöðvunum á sunnu-
dag. Sagði hann að athuganir sín
er hefðu komið alveg heim við
það sem sagt hefur verið um
gosið. Grjóthríðin dundi yfir
hina nýju eyju og hlýtur að bæta
við hana. Guðmundi virtist eyj
an eins og skeifa í laginu, en
vanta helminginn af annarri álm
unni, og snúi opið til vesturs. Þax
falli sjór líklega inn, en ekki sé
hægt að sjá það fyrir gufu. Eyj
an sem sjáist sé því eiginlega
eusturbarmurinn af gígi^um og
líkist því að vera sameiginlegur
reistur barmur þriggja gíga, sem
liggja í röð.
1 * Guðmundur sagði að gosstrók
arnir hefðu virzt alveg svartir
Aðalíundur
Þórs á Akranesi
*,I>ÓR“, félag ungra Sjálfstæðis-
manna á Akranesi, heldur aðal-
fund sinn í dag, þriðjudaginn 19.
nóvember, að Vesturgötu 21, uppi,
kl. 21.
við fulla dagsbirtu, en mikið af
þeim orðið rauðglóandi strax og
fór að dimma.
Þessir rauðu strókar hafa sézt
lágt í gufumekkinum frá Hellis
heiðinni, en þar sat Guðmund-
ur í klukkutíma á föstudags-'
kvöld. Sá hann þá með berum
augum, en mjög strjált.
Vestmannaeyingar jarðskjálfta-
tryggja.
Klukkan um hálf fimm ruku
Vestmannaeyingar í að jarð-
skjálfatryggja hjá sér og beind
ist straumurinn til Brunabótafé-
lags Islands. Fyrir lokun höfðu
20—30 manns tryggt jarðskjálfta
tryggingu, en hún er 0,8% af
brunabótamafi hvers húss. Spurð
ust sumir fyrir lun tryggingu
gegn flóðbylgjuhættu, en um
boðsmaður var ekki kunnugur
slíku. Tryggðu menn til 3ja mán.
6 mán. og árs.
Sést af Holikvörðuheiði
/
og Hellisheiði.
Fólk víðs vegar um suður-
hluta lándsins hefur farið upp
á hæðir tiL að sjá gosið. Reyk-
víkingar streymdu þúsundum
saman á Kambabrún.
Og Steingrímur Pálsson, stöðv
arstjóri á Brú í Hrútafirði sagði
að starfsfólkið á símstöðinni
hefði farið upp í sæluhúsið á
á Holtavörðuheiði, 18—20 manns
saman, til að sjá gosið.
var tekin á sunnudaginn á Kambabrún og sýnir hluta fólkfjöldans.
(Ljósm. Mbl.: HJ.)
Maður lézt / bifreið
AÐFARANÓTT sunnúdags var
komið með mann til héraðslækn-
isins á Hellu, og var maðurinn
látinn. Mun hann hafa andast í
bil á leiðinni frá dansleik.
Nánari atvik voru þessi að
því er fulltrúi sýslumanns á
Hvolsvelli tjáði Mbl. í gær-
kvöldi: Á laugardagskvöldið var
dansleikur haldinn í samkomu-
húsinu á Hellu og fór vel fram.
Um kl. tvö, er dansleiknum var
að ljúka, var komið með Krist-
in Ólafsson, Jaðri í Djúpár-
hreppi, til héraðslæknisins að
Hellu, Ólafs Björnssonar. Hafði
Kristinn farið ásamt fleira fólki
af dansleiknum um kl. hálf tvö,
og var honum ekið heim að
Jaðri. Var Kristinn í aftursæti
jeppabíls, sem er vel yfirbyggð-
ur og hitaðvtf.
Frá Hellu að Jaðri er um 15
km. leið. Er fólkið kom þangað
tókst því ekki að vekja Kristin,
sem því virtist þá meðvitundar-
laus. Var þá ekið til héraðs-
læknis og komið þangað urrí tvö-
leytið. Var Kristinn látinn er
komið var með hann til læknis-
ins. Dánarorsök er enn ókunn.
Kristinn Ólafsson var fertugur
að aldri, vel látinn dugnaðarmað
Örn Clausen hrl.
Guðrún Erlendsdóttir hdl.
Málflutningsski-ifsstofa
Bankastræti 12 — Sími 18499
Slökkviliðsmenn berjast við eldinn i trésmiðaverkstæðinu að Brautarholti 6. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.)
— Brjóta varð
Framh. af bls. 24
wnnu efni, sem í því var. Þá
skemmdust vélar mikið, og ein,
sem næst eidiuum var, mun ó-
nýt. „.
Talsvert vatn rann noður á
naestu hæð, en þar er til húsa bif
reiðaverkstæði Þ. Jónssonar.
Urðu þar nokkrar skemmdir en
slökkviliðið hafði þó breitt yfir
vélarnar.
ur. Hann var ókvæntur og fyrir-
vinna aldraðra foreldra sinna.
Eldsupptök er ókunn og unnið
ar að því að rannsaka þau. Hef-
ur mönnum þó einna helzt dott
ið í hug að sjálfsíkveikja hafi
orðið í stórum spónabing, en þar
var eldurinn hvað magnaðastur.
Mætti
GÍFURLEG umferð var á Suð
urlandsvegi á sunnudaginn,
og munu þar hafa verið á
Jerð Reykvíkingar þeirra
erinda að skoða gosið • við
Vestmannaeyjar. Maður einn,
sem ók frá Reykjavík til Sel-
foss síðari hluta sunnudags
mætti hvorki meira né minna
en 1200 bílum frá Elliðám að
Ingólfsfjalli. — Jóhannes
Björgvinsson, varðstjóri, sem
verið hefur í vegalögreglunni
sl. 12 ár, tjáði Mbl. í gær-
kvöldi að hann hefði aldrei
áður séð aðra eins umferð á
vegum úti og á sunnudaginn.
Hefði hún verið ólík því sem
gerðist á stórhátíðum, t.d.
Skálholtshátlð; því þá ligg-
ur umferðin austur á vissum
tíma og öll til baka á öðrum
tíma, en nú streymdu bílam-
ir jafnt í báðar áttir. Jóhan-
nes sagði að allt hefði gengið
snurðulaust, en einstaka mað-
ur hefði þó gerzt brotlegur.
— Rauða bókin
Framh. af bls. 22
en tæpast verður þeim þó jafnað
til sígildra kvæða góðskáldanna,
sem helzt mætti ætla af kröfu-
gerðinni".
Loks segir: „Með skírskotun
til framanritaðs verður að á-
lykta að umbj. okkar sé með öllu
óskylt að verða við kröfum umbj.
yðar. Við leyfum okkur því herra
lögmaðuyr, að vísa erindi yðar á
bug að svo komnu máli. Að sjálf-
sögðu áskiljum við umbjóðanda
okkar venjulegan rétt til máls-
útlistunar og mótmæla ef krafan
yrði höfð uppi á öðrum vett-
vangL"
Planótón-
leikar
Jakovs Fliers
Rússneski píanóleikarinn Jak-
ov Flier, sem hélt tónleika í
samkomuhúsi Háskólans s.l.
sunnudagskvöld á vegum MÍR,
hafði verið auglýstur rækilega
í íslenzkum blöðum og útvarpi
og talinn vera einn af þremur
fremstu píaeóleikurum Sovét-
ríkjanna. Ef svó er, hefir hann
ekki verið í essinu sínu á sunnú
dagskvöldið, því að ekki allfáir
sovét-píanótónleikarar hafa látið
til sín heyra hér á imdanförn-
um árum, sem virðast standa
honum fyllilega á sporði.
Jakov Flier er píanóleikari
mikilla átaka. Þegar bezt læt-
ur, er leikur hans þróttmikill
og karlmannlegur, en verður
stundum ótrúlega þjösnalegur og
óaðlaðandi. Þetta koim hart nið-
ur á sónötu éftir-Mozart, sem
var fyrst á' efnisskránni. Hún
var mjög ónákvæmlega leikin,
að ekki sé meira sagt, rúin öll-
um þeim þokka, sem þessu tón-
skáldi er eiginlegur, og flutn-
ingurinn blæbrigðalítill og stíl-
laus. Svipað má segja um són-
ötu Chopins (með sorgarmars-
inum). Sorgarmarsinn bar svip
af hergöngulagi, og „blærinn
sem þýtur yfir gröfina", var
býsna gustmikill.
Síðari hluti efnisskrárinnar
var helgaður rússneskri tónlist,
og naut píanóleikarinn sín þar
miklu betur. Nokkrar prelúdíur
eftir Kabalevski fengu skýrt
svipmót í meðferð hans og
„Myndir á sýningu“ eftir Muss-
orgski, sem verður eftirminni-
legasta verkið frá þessum tón-
leikum, var flutt með reisn og
myndugleik. En þá var hljóð-
færið því miður farið að láta
átökunum, og mátti
í missa.
sig undan
þó eihskis
Jón Þórarinsson
Móðir okkar og tengdamóðir
KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR
fyrrv. húsmóðir á Votmúla,
andaðist mánudaginn 18. þessa mánaðar.
Dætur og tengdasynir.
Maðurinn minn
JÓN SIGURPÁLSSON
andaðist þann 18. nóvember sl.
Guðrún Tómasdóttir.*
Eiginmaður minn
ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON #
skipstjóri,
lézt að heimili sínu Faxabraut 2 Keflavík aðfaranótt
17. nóvember s.L
Þórhalla Friðriksdóttir.