Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 20
MORCUNBLAÐIÐ þriðjudagur 19. nóv. 1963 BRJÁLAÐA HÚSID © i ELIZABETH FERRARS --------1 Ég er hrædd um að hann sé veikur, hann á svo erfitt með andardrátt. — Ef til vill kemst ég aldrei að því. En hvað sem um það er, kynni þetta að vera ómaksins vert samt. — Eg sé, að þú hefur ánægju af morðum, sagði hann, — þeirra sjálfra vegna, eða hvað? — Nei, ég hafði enga ánægju af að drepa hana Lou Capell. Hún var góð og meinlaus stúlka, og þar varð mér á skyssa, sem ég sé.eftir, því að það reyndist alls ekki nauðsynlegt að drepa hana. Og eins hefði ég gjarna viljað komast hjá myrða hann Roger, enda þótt mér þætti aldrei neitt vænt um hann. En þú hefur tekið hana Vanessu frá mér. Þú hefur eyðilagt allt. Svo að í þetta sinn gæti ég haft ánægju af að . . . Aftur kom steinn fljúgandi. Hún rak upp öskur og rykkti upp hendinni, sem hann hitti. Eitthvað lítið og gljáandi flaug út úr hendinni og lenti á gras- inu. Max Potter flýtti sér að stíga fæti ofan á það, og Toby og Georg komu þjótandi undan runninum. Þegar frú Fry sá þá, stóð hún grafkyrr, og lofaði þeim að hand sama sig. Max Potter strauk hendi yfir ennið. — Ég þarf að fá eitthvað að drekka . . . drekka . . . drekka . . . — En hvar er Vanessa? spurði Toby nokkru seinna Hann og Georg, Vanner og Max Potter voru ailir í lögreglustöðinni. Frú Fry var í fangaklefa en Fry á geðveikrahæli. — Hún er komin Heim í Wilmers End, sagði Vanner. Kom þangað labbandi fyrir klukkutíma og var hin roggn- asta. — En, sagði Toby aftur, en þagnaði þá og nagaði fingur. Hann sneri sér forvitnislega að Max Potter. — Varst það þú, sem ginntir hana burt? — Nei, sagði Max Potter. Georg fór eitthvað að ókyrr- ast og Toby varð litið til hans. Georg hálf-svelgdist á hósta. — Auðvitað var það ég, sem kom henni burt, sagði hann. — Til hvers annars heldurðu, að ég hafi verið að gera mér upp heyrnarleysi? — Guð minn góður- sagði Toby. — Ég vildi vitanlega ekki þurfa að heyra neinn segja, að hennar væri saknað. Ég veit, að barnarán er alverlegur glæpur — spurðu bara fulltrúann! Þeg- ar ég hafði gefið henni fimm shillinga og sagt henni að kaupa sér farmiða til London og hringt í Perce Stevens — þú manst eftir Perce, Tobbi — og sagt honum að taka á móti henni og ábyrgjast mér að skemmta henni vel, svo að hún færi ekki að biðja um að fá að fara heim aftur. — En mundu, sagði ég við hann, — að ef þú biður um að fá að fara heim, þá verður að lofa henni það, annars lendum við í bölvun — við erum ekki barnaræningjar, skilurðu, sagði ég við hann. Þegar ég svo var búinn að koma öllu þessu í knng fór ég að vera heyrnarlaus, svo að ég gæti sagzt ekki hafa heyrt neinn minnast á, að hennar væri saknað. Toby var eins og hálfutan við sig, svo mjög létt honum. — Georg: sagði hann hvasst, hvað meinarðu með því að senda barn 1 svona ferðalag, alein- samalt ,og hvað meinarðu með að láta það í hendurnar á manni eins og honum Perce Stevens? — Því ætti hún ekki að geta farið ein? sagði Georg. — Ég fór sjálfur einn frá Cardiff til London, þegar ég var yngri en hún. Að vísu var ég af öðruvísi fólki kominn en hún, en hún er greindur krakki og veit hvernig hún á að haga sér. Og ég valdi hann Perce, af því að hann er svo barngóður. Hann hefur fimm meðlög á hálsinum og hann hefur aldrei verið í Stein- inum nema bara fyrir einhver vanskil á þeim. Já, hann er sann arlega barngóður, hann Perce. Toby varð snöggvast litið á Vanner, en leit fljótt undan, því að Vanner var glottandi. — Jæja, ég vildi óska að ég vissi, hver greiddi úr þessari flækju, og hvernig. Max Potter skriti. — Hann vinur þinn hérna. Hann hefur gott auga fyrir visindalegum að ferðum. Hann vann sig áfram frá tilgátunni til sönnunarinnar. Það var vel gert, og ég er hrif- inn af því. — Þú skilur, Tobbi, sagði Georg, eins og afsakandi, — en svona leit það út frá mínum bæj ardyrum. Einhver hefur sagt mér, að einfaldasta tilgátan sé sú bezta. Þegar ég kom hingað og gat ekkert vit séð í því að myrða stúlkugarminn, sagði ég við sjálfan mig: — Hvað er ein- faldasta tilgátan um ástæðuna til þess? Og sú einfaldasta var> að hún hefði merið myrt til þess að hindra, að hún framkvæmdi erindi sitt hingað. Og erindið var að fara burt með krakkann, skilurðu? — Já, ég skil, skil skil, sagði Toby. — Jæja þá . . næst spurði ég sjálfan mig: — Hver vill hindra það, að farið verði burt með krakkann? Þarna voru fjórir möguleikar. í fyrsta lagi móðir- FJÓRÐÍ HLUTI. STARFSEMI ÖR Y GGISÞ J ÓNUSTUNNAR 18. kafli. HLUTVERK ÖRYGGISÞJÓNUSTUNNAR Enginn getur skilið hlutverk öryggisþjónustunnar í Profumo- málinu, nema gera sér ljósa þá grundvallarreglu, að starfsemi hennar skal nota í einum til- gangi og aðeins þeim eina til- gangi sem sé að vernda ríkið. Hún skal ekki notuð til að hnýs- ast í framferði eða einkalíf nokkurs manns, né heldur við- skiptamál hans eða jafnvel stjórnmálaskoðanir hans, nema því aðeins, að þær séu bylting- arkenndar og stefni að því að velta ríkisstjórninni með ólög- lögum aðferðum. Flestir borg- arar landsins mundu styðja þessa meginreglu af' öllu hjarta, þar eð það væri oss óþolandi að hafa neitt, sem líktist Gestapo eða leynilögreglu til þess að hnýsast í allar okkar athafnir — að ekki sé talað um siðferðr okkar. Að viðurkenndri þessari reglu, verður það skiljanlegt, að eina rétta hlutverk öryggisþjón ustunnar í Profumomálinu var að verja ríkið gegn starfsemi rússneskra njósnara. Sér í lagi Ivanovs höfuðmanns. Því að hann var ekki einungis ráðunaut ur um flotamál hjá sendiráðinu. Hann var einnig rússneskur njósnari. Auðvitað mátti ekkx láta hann ná í upplýsingar, sem Rússar sóttust eftir. Stephen Ward var Rússavinur. Hann var mikill vinur Ivanovs og lausmáll í þokkabót. Hann var kunningi in, en hún hagaði sér nú ekki eins og hún kærði sig mikið um krakkann, en vitanlega gat það verið látalæti. Svo voru Fryhjón in og það var auðséð, að þau sáu ekki sólina fyrir krakkan- um. Og svo var prófessorinn hérna. — Ég? öskarði Max Potter. — Eins og mér væri ekki sama, hvað af þessum rollingi yrði? í gær þegar ég fór með hana í bílnum var hún með einhverja galdra, sem hún sagði, að tnyndu breyta mér í silung! Til hvers ætti hún að vilja breyta mér í silung? Hef ég nokkurn- tíma gert henni nokkurn skap- aðan hlut? Hef ég reynt að breyta henni í . . í . . . — Já, svaraði Toby, já, próf- essorinn Hversvegna datt þér prófessorinn í hug, Georg? — Það var nú eingöngu út af fjármálunum. Ef hann gengi að ega frú Clare, og krakkinn fengi væna fúlgu af eignum Clares, eins og væntanlegt var, þá hefði það getað verið ómaks- ins vert fyrir hann að rugla eitt hvað fyrir um umráðin yfir krakkanum . . — Peningar, peningar, tautaði Max Potter. — Krakkinn . . . déskotans krakkabjálfinn . . . sil ungur . . Tautið varð að óskilj- anlegu suði. Georg hélt áfram: En svo, eins og ég var að segja við hann Tobba á 1 ' "inni til prófessors- ins, þá sagði ég við sjálfan mig. — Hvaða gagn var nokkrum í því að myrða Lou? Ekki átti hún krakkann, heldur var hún bara að gera foreldrunum greiða með margra háttsettra manna. Hann mátti ekki ná í leyndarmál, sem hann svo gæti látið ganga áfram til Ivanovs. Það var vitað, að Ward var viðriðinn símahóru- starfsemi. Hann „útvegaði ríkum mönnumi stelpur“. Ef nokkur slík drós kæmist í samband við Ivanov og jafnframt við ráð- herra úr ríkisstjórninni — þá var ástæða til að hafa vandlega auga með slíku, ef ske kynni, 3 4 að Ivanov notaði stúlkurnar sem milliliði til að ná í upplýsingar. En svo var annað hugsanlegt hlutverk öryggisþjónustunnar. Var það mögulegt að fá Ivanov til að gefa upplýsingar frá Rúss- um, sem gætu komið okkur að gagni? Því að sem njósnari hlaut hann að vita mörg leyndarmál, sem gátu verið mikils virði. Þegar athuguð er framkoma öryggisþjónustunnar (eins og ég mun gera í því, sem hér kemur á eftir), mun það að minni byggju sjást, að hún hélt sér við það hlutverk sitt, sem ég hef þegar lýst. Hún þurfti — á einu áríðandi stigi málsins — að at- huga vandlega, hvort hún ætti að rannsaka siðferðilega hegðun Profumos — þar eð hún hafði hann grunaðan um ósæmilegt samband við Christine Keeler, — en hún komst að þeirri niður stöðu, að það væri ekki í henn- ar verkahring. Það var henni nýstárlegt hlutverk að þurfa að því að koma honum fyrir og fara með hann. Ef tilgátan var rétt, að hún hefði verið myrt til að hindra, að hún færi burt með Vanessu, þá gat það eingöngu verið vegna þess að hlutaðeig- andi tryði því, að Lou væri ástæðan til þessa brottflutnings á krakkanum, og það skildist mér enginn geta haldið nema trúa því um leið, að Lou og Clare ætluðu að ganga að eigast. En, sagði ég við sjálfan mig, ég held ekki, að þau ætli neitt að giftast. Og ég held ekki, að þessi krakki, sem hún gekk með, sé neitt Clare viðkomandi. Ég hef sömu ástæður til að halda það eins og þær, sem þú gafst full- trúanum í kofanum í gær, Tobbi. Því álykíaði ég sem svo, að fyrr eða seinna mundi morðinginn rekast á þessa villu sína, og hvað gerði hann þá næst: Að myrða Clare! Toby sagði: — Varstu þá að búast við, að Clare yrði myrtur? Saztu bara aðgerðalaus og beiðst eftir því að hann yrði my?tur fara að rannsaka hegðun ráð- herra úr ríkisstjórninni ,og ákvað því að fara eftir grund- vallarreglum, sem átti að hlíta, að takmarka rannsókn sína við það, sem nauðsynlegt væri ör- yggi landsins — en skáganga öli pólitísk atriði. Og það gerði hún. Það eina, sem ég tel, að finna megi að þessari ákvörðun er það að hegðun Profumos sýndi skapveilu hjá honum, sem benti til þess, að hann gæti verið hættulegur örygginu (t. d. að stúlkan gæti reynt að kúga hann eða neyða til að ljóstra upp leyndarmálum). En þegar vit- neskja barst þeim um málið, var sambandi hans við stúlkuna lok- ið. Ivanov var farinn. Og það, sem eftir var nægði ekki til þess að brjóta þá reglu, að öryggis- þjónustan skuli ekki hnýsast í einkalíf manna. Að minnsta kosti var hættan ekki svo mikil, að ástæða væri til að gera það, nema þá samkvæmt ákveðinni skipun. 18. kafli. ÁBYRÐ RÁÐHERRA Það hefur átt sér stað talsverð ur misskilningur um ábyrgð ráðherra á öryggisþjónustunni, og þessi misskilningur virðist hafa orsakað nokkur þeirra vandræða, sem orðið hafa. Gögn þessu viðkomandi, eru svo lítt aðgengileg, að það getur verið gagnlegt, að ég taki hér fram talsvert mikinn úrdrátt úr þeim. (I) Fcirsætisráðherrann fram til 1952. Fram til 1952 bar forsætisráð- herrann ábyrgð á öryggi lands- — til þess að fá sönnun fyrir tilgátunni þinni? — Nei, þannig gekk það alls ekki til, enda þótt ég hefði máske verði framtakssamari og ef til vill bjargað lífi Clares, ef ég hefði haft meiri trú á tilgát— unni. En þú skilur, Tobbi, að þetta var aldrei annað en tilgáta, og ég er viss um, að á því stigi málsins hefðir þú getað komið með tíu jafngóðar eða betri. Nei, það sem ég sagði næst var þetta: — Ef ég hef rét fyrir mér, verður Clare myrtur næst. Og ég mun ekkert fárast um það, persónulega, þar sem það sannar mína kenningu rétta að vera. En ég vissi, að ég mátti ekki bara bíða og vona, að það skeði, það var ekki praktisk að- ferð til að fá sönnur á mál sitt. Og þá datt mér í hug að finna aðra krókóttari aðferð og það gerði ég en varð bara ofsemn fyrir. — Ég skil. Og sú aðferð var að komá Vanessu burt með því að ræna henni? ins. Þetta framgengur af skýrslu Sir Findlater Stewarts frá 1945. Hann gekk fyrst og fremst út frá tilgangi öryggisþjónustunn- ar. „Tilgangur hennar“, segir hann, „er að vernda ríkið, og enginn annar. Þar af leiðir, að sá ráðherra, sem bera ætti ábyrgð á henni, er varnarmáia- ráðherrann, eða ef hann er eng- inn, þá forsætisráðherrann sem yfirmaður Varnamefndar Ríkis- ins. Því hefur verið haldið fram, að þetta mundi leggja of mikið starf á herðar varnarmálaráð- herrans eða forsætisráðherrans og starfslið forsætisráðuneytis- ins. En af sjálfu eðli starfsins leiðir, að það myndi aldrei þurfa að fara lengra en til yfirmanns öryggisþjónustunnar nema þá í stærstu aðalatriðum. En em- bætti yfirmannsins er mjög ábyrgðarmikið, og útheimtir óvenjumikla æfingu og sjald. gæfa fjölhæfni — en ef sá mað- ur er á annað borð fundinn, þýðir ekki annað en gefa honum víðtækasta sjálfræði um það, hvaða aðferðir hann notar og hvernig hann notar þær — að því auðvitað tilskildu, að hanu haldi sig innan takmarka lag- anna“. (II) Skýrsla Sir Norman Brook’s. En árið 1951 kom fram tillaga um að flytja ábyrgðina á ör- yggisþjónustunni frá forsætis- ráðherranum til innanríkisráð- herrans. Þetta kom fram 1 skýrslu frá Sir Norman Brook. í marzmánuði 1951 lagði hann til, að framvegis skyldi öryggis- þjónustan starfa á ábyrgð innan- ríkisráðherrans. Hann sagði svoi ':-'v•. ~ - ; •«; V*1* '' . • ’ 1 ' ' Skýrsla Dennings um Profumo-máliö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.