Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1963, Blaðsíða 1
24 siður 50 árgangur 250. tbl. — Föstudagur 22. nóvember 1963 Prentsmiðía MoTgunblaosins ..v.^...;., ..,.....; ov-r :v ¦¦-:':',¦ :\ ,,¦ .;,.:.::.: :; ::: ¦ • ¦ • . Forsetimi í Oxford: Skoðaði þar handrit Samuel Johnsons — og las um fráfall íslendings í Oxford árið 1676 Ný stjórn i írak Aref áfram forseti Beirut, Kairo, 21. nóv. AP. O Abdel Salam Aref hefur jnyndað nýja stjórn í írak. Eiga sæti í henni 21 ráðherra, átta Baath- sósíalistar úr fyrri stjórn ©g þrettán aðrir, arabískir þjóð- crnissinnar og stuðningsmenn Nassers," forseta Arabiska Sam- bandslýðveldisins. # Aref er sjálfur forseti hinn- ar nýju stjórnar, en nánasti sam- Etarfsmaður hans, Hasan El Bakr, sem var forsætisr&tðherra eíðustu stjórnar, er varaforseti. Forsætisráðherra nýju stjórn- erinnar er Taher Hehia, herráðs- íoringi, sem var einn af forystu- mönnum stjórnarbyitihgarinnar sl. mánudag. Varnamálaráðherra var skipaður Herdan Abdel Ghaffar Takriti, kunnur Baath- foringi og yfirmaður flughersins. Aðrir helztu ráðherrar eru Rac- liid Mosleh, innanríkisráðherra, Abdl Amin Hafez, efnahagsmála- ráðherra, Sobhi Abdel Hamid, utanríkisráðherra og Abdel Satt- er Latif, kunnur Baath- foringi, samgöngumálaráðherra. Engir ráðherranna í stjórninni cru úr hinum róttækari armi Baathflokksins, sem laut stjórn Saleh El Saadi — þess, er útlæg- ur var gerður í síðustu viku. Blaðið „Al Nahar" í Beirut, 6em sagt er óháð, segir í dag, eð Aref og stuðningsmenn hans í hernum hafi talið sér skylt að grípa til sinna ráða, ekki aðeins sökum þess, að þeim hafi þótt nóg um yfirgang þjóðvarðarliðs- ins heldur og vegna þess að þeir vildu koma í veg fyrir, að Sýr- landsstjórn fengi úrslitavald í ©Uum mikilvægustu málum íraks. Hafði komizt á mjög náið samband milli stjórna Baath ílokkanna í írak og Sýrlandi og í byrjun október sl. var ákveðið að setja heri landanna undir sameiginlega yfirstjórn. Ekki er neitt vitað um stefnu hinnar nýju stjórnar í írak gagn- vart Sýrlandi. El Saleh Saadi hefur síðustu daga dvalizt i Aþenu, en í dag hélt hann flugleiðis til Damaskus, ásamt nánustu sam- starfsmönnum sýium. Saadi sagði í viðtali við fréttamann Associated Press, að hann hefði ekki enn gert það upp við sig, hvort hann færi aftur til íraks, kvaðst mundu fylgjast með þró- un mála þar. Aðspurður hvort hann væri fús að eiga samvinnu við Aref, forseta, svaraði Saadi: „Aldrei, því að Aref verður aldrei Baath-sósíalisti". Snjónum hlóð niður í Reykja- vík í gær. Gatnahreinsun borg arinnar brá skjótt við og sendi út veghefla og traktora og 50 manna lið, til að hreinsa göt- urnar og koma í veg fyrir um- ferðartruflanir. Hér sjást veg- heflar í hríðinni. I Ljósm.: Sv. Þorm. Einkaskeyti til Mbl. frá AP FORSETI íslands, herra Ásgeir Asgeirsson kom íyrir hádegi í gær til háskólabæj- arins Oxford, ásamt fylgdar- liði. Þ-a rtóku á móti honum, liði. Þ-ar tóku á móti honum, Harcourt lávarður, borgar- stjórinn í Oxford, Alec Park- er; vararektor háskólans W. F. Oakshott og fleiri starfs- menn háskólans. Forsetinn byrjaði heimsóknina með því að skoða Sheldonian Theater, byggingu frá 17. öld sem vax reist af Christopher Wren, — en þar eru próf- hátíðar haldnar. Þar næst heim- sótti hann Divinity School og Convocation house. Fyrrnefnda byggingin var reist upphaflega Sovétþotur skutu niður íranska flugvél — yfir írönsku landi Teheran, fran, 20. nóv. (AP) -fc Þrjár sovézkar orrustu- þotur skutu í gær niður ír- anska könnunarflugvél yfir írönsku landi, nánar tiltekið um 30 km frá landamærum t Pretoríu, 21. nóv. — AP • Sendiherra S-Afríku í Lon- don, dr. Hilgard Múller, hefur verið valinn utanríkisráðherra lands sins, en núverandi utan- ríkisráðherra, Eric Louw, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Dr. Miiller er 49 ára að aldri og hefur verið sendiherra í London sl. þrjú ár. Hann tekur við emb- ecttinu 9. janúar næstkomandi. Verður stjornmála- sambandi slitið? Leopoldville, 21. okt. NTB: Talið er, að stjórn Kongó sé nú komin á fremsta hlunn með að slíta stjórnmálasambandi við Sovétríkin, vegna meintra njósna sovézkra sendimanna þar í landi. Tveir sovézkir sendiráðsmenn voru handteknir í Leopoldville á þriðjudaginn, sakaðir um njósnir. Rússar sendu kröftug mótmæli og heimtuðu, að menn irnir yrðu strax látnir lausir og þeim refsað, sem ábyrgir væru fyrir handtökunni. Nú herma fregnir, að Kongó- stjórn hafi látið mennina lausa, og mun miklu hafa ráðið þar um, að U Thant, framkvæmda- stjóri SÞ beindi þeirri áskorun til stjórnarinnar, að hún léti mennina lausa. En almennt er nú talið, að stjórnin slíti stjórn- málasambandi við Sovétríkin svo og Tékkóslóvakíu vegna und irróðursstarfsemi þessara ríkja í Kongó. Siðustu fregnir frá Kongó herma, að stjórnin í Leo poldville hafi látið handtaka rússneskan blaðamann, grunað- an um njósnir. írans og Sovétríkjanna. Fór- ust þar tveir kortagerðar- menn, sem í flugvélinni voru, og flugmaðurinn slasaðist lífs hæltulega. -fc Fregnin um atburð þenn- an barst til Teheran í þann mund, er Brezhnev, forseti Sovétríkjanna var að halda ræðu í íranska þinginu, en þar lofaði hann mjóg bætta sambúð írans og Sovétríkj- anna. Hlýddu nærri þúsund manns á mál forsetans, en meðan hann var enn í ræðu- stól, barst fregnin um þing- húsið eins og eldur. Af hálfu stjórnarinnar í Teher- Frh. á bls. 23 árið 1480, en Christopher Wren endurbyggði hana á 17. öld. Að svo búnu skoðaði forsetinn háskólabókasafnið, en þar eru tvær milljónir bóka. Hann skoð- aði þar m.a. handrit Dr. Samuel Johnsons, sem hann hefur sér- stakan áhuga á. í háskólabókasafninu blaðaði hann einnig gegnum sögu Ox- ford borgar frá 17. öld, en þar er á einum stað getið fráfalls fslendingsins Þorláks „Gislaws", árið 1676. Segir þar m.a. „hann var af göfugu fólki kominn, frá íslandi, einu hinna köldustu landa hins kristna heims". En heimsókn Þorláks „Gislaws" til Oxford lauk ekki eins ánægju- lega og himsókn forseta íslands nú, því að í borgarsögunni segir, að hann hafi verið „byggður fyrir kalda veðráttu, en óvenju- legur hiti var og er talið, að hitinn hafi orðið honum að aldurtila". Hádegisverð snæddi forsetinn og fylgdarlið hans í boði rektors Lincoln College en að honum loknum dvaldist forseti klukku- stund í bókasafni sögudeildar háskólans. Kom hann þá m. a. í kennslustofuna, þar sem ís- landssaga er kennd og skoðaði bækur um fsland, sem eru um 2000 talsins í safninu. Að lokum heimsótti forsetinn Pembroke og Christ Church College. • Kveðjuveizla forseta í kvöld. Að sögn Emils Björnssonar, fréttaritara útvarpsins átti kveðjuveizla forsetans að vera í gærkveldi í Claridges hótelinu. Aðalrétturinn var íslenzkt lamba kjöt og hafði Þorvaldur Guð- mundsson veitingamaður verið við undirbúning veizlunnar. — Þangað hafði verið boðið 54 gestum, þar á meðal Sir Alex Douglas Home forsætisráðherra Bretlands; R.A. Butler, utanríkis ráðherra, yfirborgarstjóra Lund- úna, Harold Wilson, leiðtoga brezka verkamannaflokksins, Nugent lávarði, fulltrúa drottn- ingar og sendiherrum íslands og Bretlands. Að kvöldverði loknum var fyr- irhuguð fjölmenn móttaka á hótelinu. Var þangað boðið Framh. á bls. 2. Fornleifar frá vikingaöld finnast í Dyflinni I • f einkaskeyti, sean Morg unblaðinu barst í gær frá Associated Press, segir að í gamla borgarhlutanum í Dyfl- inni hafi nýlega fundizt merki legar fornleifar frá tímum vík inga. Hafi fornleifafræðingar gert ýtarlegar rannsóknir gengt Christ Church-dómkirkj unni, en þar hafa þeir talið, að víkin^ar hafi haft bústaði á árabilinu 900—1400. Hér er um að ræða fyrstu meiri háttar fornlcifarann- sóknir í Dyflinni. Þeim er nú nýlokið og variS uppskeran á þriðja þúsund minja. Þeirra á meðal má nefna mót til að steypa í silfurstengur, gyllta brjóstnál úr bronzi, nálaöskju úr bronzi og taflmenn úr borð taf 1 i líku iM'im, er fundizt hafa í Svíþjóð. Þær minjar, sem fundust nn í Dyflinni telja fornleifafræð- ingar fyllilega sambærilegar við minjar, er áður hafa fund- izt í f ornum bústöðum víkinga og grafhaugum í Sviþjóð, Norður-Þýzkalandi og Ilol- landi. Telja fornleifafræðing- arnir hiiva írsku fornleifafundi sérstaklega merkilega sökum þess, að þar var komið niður á leifar af fornum híbýlum og minjarnar gefa þvi meiri innsýn í þjóðfélag og efnahag venjulegs f ólks á vikingaöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.