Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 3
f Sunnudagur 8. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 3 Ustamennirnir i Eymundsenshúsinn. Frá vinstri Björn Halldórsson, Paul Heide, Guðmundur Björnsson og Ulrich Falkner. (Ljósm. Sv. Þ.) Það eru góðir .andar hérna í gamla Eymundsenshúsinu FYRIR nokkrum dögum 'rakst blaðamaður Mbl. Iipp á loft í gömlu húsi hér í miðbænum nánar tiltek- ið á horni Lækjargötu og Austurstrætis, og erindið var að hitta þar gamlan kunningja, merarkóng hinn mesta og gamansam- an náunga, sem alltaf er hressandi að heilsa uppá í skammdeginu. Þessi gamli háðfugl sat um- kringdur ungum mönnum á hvítum sloppum. Þótt hann só lægstur þeirra í loftinu er hann í sniðun- um miklu stærri en þeir, enda gamalreyndur nas- istaforingi, eins og við kunningjar hans segjum við hann í spaugi. Munn- urinn á honum gengur eins og vélbyssa, ef því er að skipta, svo stærstu menn falla saman undan skothríðinni, og kitlandi hláturinn smitar mann eins og bráðapest holdug- an gemling á haustdegL Við erum kidwnnir in,n til list- fengra handverksmanna, gxill- smiða, úirsmiðs og leturgrafa. Letungraifarann þekkj a víst allir Reykvíkingar og það var hann sem við nefnduim í upp- hafi þessa greinarkorns, Björn Heide úrsmiður innan við vinnuborðið Halldórsson. — Blaðaimenn eru hinir hœttulegustu menn, segir hann. Strákar blessaðir hald- ið þið kjafti. Hann er viss með að hlaupa með vaðalinn í ykkur í blöðin. Þessi kynning er ætluð mér þegar ég birtist í dyrunum og Bjössi skáblínir á mig yfir stækkunargierin. Hann Íeggur frá sér forláta silfurbakka, sem hann er byrj aður að krota á og vindur sér inn x það „helgasta,“ þar sem kaffið er látið malla og kjaiftastólar, (sem hæigt er að hækka og lækka) standa í hverju horni. •> — Hér kann ég vel við mig, segir Bjössi. Það eru góðir andar hérna í gamla Eym- undseinshúsinu. Mér finnst eins og ég sé kominn heim. Sigfús var afabróðir minn og móðir mán átti hér heima fyrst eftir hún ko«m til Reykja víkur. Það andar góðu frá veggjumum þótt hvorlci sé hér hátt til lafts né vítt tiil vegigja. Sr. Eiríkur J. Eiriksson: Kom þú, Drottinn II. sd. í aðventu. Guðspjallið. Lúk. 21, 25-33. ,SANNLEGA segi ég yður: Þessi kynsióð mun ekki liða undir lok, unz þetta all* kemur fram.“ Tæp- lega skiljum við, hve huggunar- rík þessi orð voru, er þau voru töluð. Hinir fyrstu kristnu voru f skammdegismyrkrum. Yfirleitt var í söfnuðunum margt olnboga- barna. Lausn var þessu fólki þýð- ingarmikið 'orð. Koma Krists táknaði dóm, en dómurinn vakti ekki ótta: „Sælir eru fátækir. Hina fyrstu söfnuði einkenndi fagnaðarblandin eftirvænting: .Kristur kemur* En menn dóu án þess, að Krist- ur kæmi. Sumir létu sér vel líka, að koma Krists dróst og predik- uðu, að friður væri og öllu óhætt, aðrir lögðu árar í bát og biðu þess óvirkir, að Kristur kæmi. En þess var ekki langt að bíða, að reyndi á trú manna á endur- komu Krists. Ofsóknir skullu yf- ir. Liklegt er, að margir hafi reynzt þá svo sterkir, vegna þess að þeir voru glaðir í voninni, að Kristur væri í nánd. Enn dregst koma hans, og sið- asta bæn biblíunnar er: „Kom þú, Drottinn Jesú.“ Með þessa bæn á vörum fórna píslarvottarn- ir blóði drifnum höndum til him- ins. Allt var dimmt við upphaf heil- agrar ritningar og einnig, er henni lýkur. En kynslóðirnar geyma í hjarta sér síðustu bæn hennar, eins og elding leiftrar hún gegnum skammdegismyrkr- in. Og enn er þessarar bænar beð- Og strákamir, sem eiru héma með mér eru fyrimiyndar strákar, léttlyndir og kát- ir. Það er heilsusamlegt fyrir svona gamla skrögga eins og mig að vera innan um glaða æskuroenin. Þuniglyndisdroll- arar ætla mig alveg að drepa. Ungur maður kemur inn til okkár. — Þetta er niú Ulrich Falkner, segir Bjössi. Hann lærði gullsmíði hjá Óskari Gíslasyni og nú er hann að kenna stráknum mínuim, þess- um slána þarna, og hann bendir á Guðmund son sinn, sem raunar er alltaf kallaður Muiggur. í samtalinu kemur fram að Ulriah hafði um skeið verið í Ka.liforniu, en festi þar ekki rætur. — Þú hefir ekki náð þér í konu þar, sem haldið hefir í þig, skjótum við inn í? — Nei hann flutti munaðar- vöruna með sér vestur gellur í Bjössa. Ulrich kiom hingað heim um Framhald á bls 30. I Gullsmiðirnir Falkner og Mug gur við vinnuborðið Björn við leturgröftinn ið. Sárþjáður sjúklingur biður, að Jesús komi til sín með líkn sína. Maðurinn," eldri og yngri, er fer villur vegar hefur þörf fyr- ir þann, er heldur á ljósi hans. Heimurinn bíður komu Jesú Krists, þótt hann vilji ekki viður- kenna það, fyrr en í hinar ýtrustu raunir rekur, og gerist tómlátur um hana, er aftur lengir daginn. Mönnum verður að vera frjálst að hugsa sér komu Krists, eins og þeim er gefið að skiija frá- sagnir ritningárinnar um hana. Ef til vill eru lýsingar Jesú á endurkomunni líkingamál. 'Það þarf ekki að skyggja á dýrð hennar. Það er éinmitt óeðlilegt að hugsa sér Jesúm sem fjarlægt vald, er bíði einhvers sérstak* tíma og verki þá af sjálfu sér. -Ég minnist kuldalegs skamm- degis árið 1919. Maður nokkur, sýslumaðurinn í Árnessýslu, sem þá var, gaf mér tveggja krónu pening, er ég var sendur heim til hans. Ég minnist enn birtunn- ar, sem mér fannst ljóma um gef- andann og hversu mér var hlýtt á heimleiðinni í öllum kuldan- um. Slíkir menn, sýslustjórn þeirra getur orkað tvimælis, gera heiminn hlýrri og bjartari, Koma Krists verður á vegum hjartahlýrra manna, bjartmenna í skammdegismyrkrum. Stór- merki á tungli og stjörnum get- um við látið tákna þann himin sjálfra okkar, er hlýtur að hrynja við komu Krists. Við byggjum himin þann af alúð og leggjum í mikinn kostnað. En, ef til vill þarf það hús allt að hrynja fyrir guðshúsi á grýttri braut aftur- hvarfs og viðlditni til hins var- anlega. . ! Viðreisn hjartalags og hugar- fars skiptir mestu um farnað okk ar þessa skammdegisdaga sem ávallt. Það er ekki fyrst og fremst á vegum hins ytri viðbúnaðar, sem Kristur kemur, höfum það í % huga, er nú kemur til undirbún- ings jólanna. Gullið yfirborð get- ur blekkt og skyggt á sjálft gull- ið í manninum, guðseðlið, sem þarf að birtast sem þrá, að Krist- ur komi og viðleitni að undirbúa komu hans. Er yið svo hugleiðum komu Krists, gleymum ekki hinu mikla viðnámi myrkraaflanna. En gæt- um þess, að láta ekki þá stað- reynd buga okkur. Gefum gaum að orðum frelsarans, er hann seg- ir í guðspjalli dagsins: „Sumarið ef í nánd.“ Látum hugina öðlast djörfung, ljósið mikla, sem fram- undan er, slá brú á skammdegið. Minnumst þess, að það sem varir er birtan, en myrkrin eiga eftir að bíða ósigur. Flýtum för okkar undir vængi þeirrar guð- * dómlegu staðreyndar. Látum líf okkar mótast af henni, von okk- ar, trú og kærleika. Þá mun Krist ur vissulega koma og verða var- anlegur veruleiki lífs okkar í blíðu og stríðu. Eitt sinn átti að selja upp í skuld allar eigur Jónasar Hall- grímssonar Norðmanna, Henriks * Wergelands, þar á meðal húsið „Hellinn“, sem nú er heiðurs- bústaður höfuðskálds þjóðarinn- ar. Þung sekt hafði fallið á skáld- ið, vegna þess að það hafði varið norska þjóðbræður of hvössum orðum, að mati dómstóla. Um þetta yrkir Wergeland kvæði. Hugsun fyrsta erindisins er þessi: , „Það á að fara að selja á upp- boði allt, sem ég á: húsið, hest- inn og hundinn minn. En ég á I brjósti mér það. sem þeir ná ekki til.“ Hann á við skáldgáfu sína, en hjarta heillar þjóðar sló þar á myrkum tímum, og sjá, dögunin var í nánd. Hugleiðum niðurlag guðspjalls ins: „Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð munu alls ekki undir lok iíða.“ Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.