Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. des. 1963 MORGUHBLAÐID 13 Fræðsloróði gefnar bækur til litasfdn- skoðunor Á fundi fræðsluráðs miðviku- daginn 23. október 1963, afhenti Úlfar Þórðarson, augnlæknir, að gjöf 10 bækur, sem sérstak- lega eru gerðar til þess að nota við litsjónskoðun. Skólastjórum barnaskólanna hefur verið afhent eitt eintak hverjuim, sem eign skólanna og til afnota fyrir skólalækni. Fræðsluróð telur rétt, að ár- lega ver >i framkvæmd litasjón- skoðun á nemendum í 12 ára deildum skólanna. Er skólunum mikill fengur að þessari myndarlegu gjöf. (Frá Fræðsluskrifstofu Reyk- javíkur). Nátturufræði f yrir barnaskóla NÝLEGA hefur Ríkisútgáfa náms bóka gefið út Náttúrufræði fyrir barnaskóla. Höfundar eru tveir, Geir Gígja hefur skrifað tvo kafla um grasafræði annan fyrir 10 ára böcn, en hinn fyrir 11 éra börn. Annað efni bókarinn- ar hefur Pálmi Jósefsson samið. Bókin hetfst á kafla úr heilsu- fræði, sem er ætlaður 10 ára börnum, en meginefni bókarinnar er dýrafræði, sem skipt er í fjóra aðalkaifla: íslenzk dýr I. og II., Erlend dýr og Hryggleys- ingjar. í bókinni eru 16 mynd- eíður í litum auk mjöig margra evarthvítra skýringamynda. Litsíður teiknuðu: Bjarni Jóns- son, jurtir, Halldór Pétursson, úr heilsufræði og íslenak og erlend dýr, Jörundur Pálsson fislra o. fl. sjávardýr, Þorvaldur Ágústsson tók litljósmynd af eggjum fugla. Höskuldur Björnsson gerði fimm svarthvítar teikningar, en aðrar gerði Bjarni Jónsson og einnig káputeikningu. Bókin er 106 bls. litmynda arkar. Litbrá hf. prentaði litmyndir, en að öðru leyti annaðist Al- þýðuprentsmiðjan prentun bók- arinnar. Sparitjáreigend ur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11-12 é h. og 8-9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. Sími 15385 og 22714. Skytla úr 100% cotton Eykur vellíöan yöar • Hlý í kultla • Svöl i hita • Gulnar ekkí Snertingin við hörundið hægileg Auk þess fer straujuö skyrta betur ug er því hæfari, sem spariskyrta. 2274 ferðuðust með Ferðafélaginu í ár FERÐAFÉLAG íslands hélt sína 21. svokölluðu „sviðamessu" í Skíðaskálanum nýlega, en það er nokkurs konar lokaupp- gjör á sumarferðum félagsins, þar sem stjórn og ferðanefnd hitta blaðamenn og ýmsa aðra gesti og skýra m.a. frá því sem áunnizt hefur á árinu. Sigurður Jóhanns- son, forseti félagsins, bauð gesti veikomna og gaf síðan fram- kvæmdastjóra, Einari Guðjohn- sen, orðið, en hann skýrði frá ferðum sumarsins. Heldur fleiri ferðamenn ferð- uðust á vegum Ferðafélagsins sl. sumar en árið áður. Farnar voru 87 ferðir með 2274 ferðamenn, sem er liðlega 200 fleira en í fyrra. Þar í eru taldar skógrækt- arferðir undir stjórn Jóhannesar Kolbeinssonar, þar sem gróður- settar voru 6000 trjáplöntur í Heiðmörk. Og einnig meðtalin skíðanámskeið í Kerlingarfjöll- um, sem 186 þátttakendur voru í. í sumar keypti Ferðafélagið skála af Vegagerðinni og flutti hann að norðan á Hveravelli. Og var hann notaður til íbúðar fyrir umsjónarmann, sem í sumar dvaldi á Hveravöllum og stund- aði jafnframt veðurathuganir fyr ir Veðurstofuna, gróðurrannsókn- ir fyrir Atvinnudeildina og olíu- sölu. Þá var í sumar unnið að breytingu á Skagfjörðsskála í Þórsmörk, kvistur stækkaður og skálinn málaður. Dýnur í skálum félagsins voru einnig endurnýjað- ar. Á Hveravöllum og í Þórs- mörk voru í sumar hafðar tal- stöðvar. Sendistöðin í Þórsmörk reyndist ekki mjög vel vegna staðsetningar markarinnar inn á milli hárra fjalla, en reynt verð- ur að bæta úr því með hærri stöngum. Þá hefur eins og áður verið reynt að lagfæra vegar- spotta, t.d. inn með Bláfjöllunum að vestanverðu og sagði Einar Guðjohnsen að nú vanti aðeins herzlumuninn til að fært sé vest- an með Bláfjöllunum öllum. íslandskortin í 10 þúsund eintaka upplagi Á árinu kom út ný útgáfa af fs- landskortum Ferðafélagsins í 10 þúsund eintaka upplagi. Ágúst Böðvarsson sér um kortin fyrir félagið. Þá skýrði Valdemar örnólfsson frá skíðanámskeiðunum, sem hann og tveir aðrir skíðakennar- ar hafa haft í Kerlingarfjöllum á végum Ferðafélagsins sl. 3 ár. Hafa þau gefið svo góða raun, að fremur hefur þurft að neita fólki um þátttöku en hvetja það til að koma. Kvaðst Valdemar hafa þá trú að þarna yrði framtíðarskiða- land fslendinga, svo Lárus Otte- sen, fyrrv. framkvæmdastjóri, og forráðamenn Ferðafélagsins þyrftu ekki að sjá eftir góðri að- stoð við að koma þeim af stað. Þá drap hann á þá erfiðleika sem sköpuðust af því að meðan skál- inn í Kerlingarfjöllum væri full- setinn skíðafólki, yrðu einstakir meðlimir Ferðafélagsins óánægð- ir yfir að geta ekki komizt þar að ef þeir eru á ferðinni. Þessvegna væri nú í ráði að reisa annan skála fyrir skíðafólk og væri það eðlileg þróun. Jón Eyþórsson, ritstjóri Árbók- anna, skýrði frá næstu Árbókum, og er sagt frá því í annarri frétt. Að lokum tóku til máls þeir Hallgrímur Jónasson, kennari, Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, og Andrés Kristjánsson, rit stjóri. Þökkuðu þeir Ferðafélag- inu og komu með ábendingar, sem mættu verða til bóta í starf- semi þess. Landlega Akranesi, 7. des. HÉR er landlega hjá síldarbát- unum í dag. Allir í höfn. f nótt gerði hávaðabrælu vestur i Kolluál, einmitt þegar síldin var að hækka sig í sjónum, komin upp á 24 faðma dýpi og þótti mörgum sjómarLninum súrt í broti að þurfa að hverfa frá við svo búið. Oddur. GARÐAR GÍSLASON HF 11500 BYGGINGAVÓRUR N Y T T „Balamundi“ plastgólf- dúkur með FILT- undir- lagi. HVERFISGATA 4-6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.