Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 11
J Sunnudagur 8. des. 1963 miwmhAm þar sem Björn var fyrir og mig langaði ekiki í meira af svo góðu. Ég sá þá glíma við liann Tryggva Gunnarsson og Sigurjón Petursson og fór á sömu leið fyrir þeim og okkur Eggert. Einhverju sinnj þegar þeir voru í baði, Sigurjón og Björn, hlustaði ég á samtal þeirra og eggjaði Sigurjón hann á að taka þátt í íslands- glímunni. >á sagði Björn, að Ihann hefði lítið að gera þang- að. En Sigurjón sat við sinn keip og skoraði á hann að korna. Björn veiktist nokkru síðar og tók ekki þátt í glím- unni. En hann er sá maður aem einna helzt hefur fengið mig til að trúa á frásagnir íslendingasagna, nema hvað ég trúi ekki öllu sem sagt er um Gretti. Ég sagði einu 6inni við Sigurjón Pétursson, þegar ég var upp á mitt bezta: „Ég held ég sé eins sterkur ©g Grettir.“ „Nei, þú ert það ekki,“ sagði Sigurjón. Nokkru seinna sá hann mig taka upp stóran stein heima í Varma- dal. Þá sagði hann: „Ég held bara að þú sért alveg eins sterkur og Grettir.“ En við skulum ekki vera að eyða tím anum í þessa vitleysu, það er nóg komið.“ „Mættirðu ekki Birni aft- ur?“ spurði ég. „Jú, jú, í íslandsglimunni nokkrum árum seinna og þá borgaði ég honum byltuna í Iðnó. En þá hafði hann líka verið veikur og kraftarnir ekki þeir sömu og áður Hann stóð samt vel í Sigurði Greips *yni, sem vann Íslandsgjím- una í það skiptið. En ég fékk í egurð ar v e rð 1 au n i n. “ „Og seinna vannstu skjöld- inn?“ „Já, ég vann hann tvisvar í röð. Svo fór ég í íþrótta- ekóla Nielsar Buchs í Ollerup ©g ætlaði að vinna skjöldinn til eignar, þegar heim kæmi, en hef líklega étið of mikið af smjöri og fleski, því ég tapaði skildinum. Féll í bræðrabyltu." „En Íslandsglíman?" „Ég vann hana tvisvar, 1927 ©g 1928. >eim ieizt nefnilega þannig á mig, að ég væri allur þar sem ég væri séður. En þar tnisreiknuðu þeir sig. Þeir héldu víst að ég gæti ekki munað brögðin og þess vegna, mundu þeir hafa við mér. Ég lét þá halda það, það hef ég alltaf gert. Og komið eér vel. En hitt er ósatt sem eagt er, að ég hafi teygt mig upp í eyra andstæðingsins, meðan beðið var eftir því að dómarinn flautaði og hvíslað: „Elskan, farðu nú gætilega með mig, ég er svo lítill." Eg 1 eagði aldrei neitt svoleiðis, það er einber vitleysa. Þegar ég vann Íslandsglím- una, hugsaði ég ebkert um að glima fallega, heldur bara að leggja þá. Ég heyrði ag einn keppændanna, Marinó Malm- quist, maður að vestan, hefði etrengt þess heit að leggja mig í glímunni, en þegar ég hafði séð hann glíma við keppinauta mína þurfti ég ekki frekari vitnanna við og eagði við sjálfan mig: Þessi maður leggur mig aldrei, nema hann eigi einhver leyni- brögð í pokahorninu. Þegar evo kom að okkur, var ég al- veg óhraeddur og ætlaði að leggja hann strax. En þá purpaði ég beltig af honum. Hann fékk nýtt belti og við vorura látnir taka saman aft- ur og þá lagði ég hann og fékk bæði beltið og fegui-ðar- glímuverðiaunin. Eg fór sdgri hrósandi með hvorttveggja heim til kærustunnar og þurfti ekki að bera upp bón- ©rðið hvað þá meira: gifting-, in var þriðju verðlaunin sem‘ ég vann í þeim átökum." Nú snerum við okkur að pólitíska þrasinu og ég spurði Þorgeir hvort hann væri í nokkrum flokki. „Nei, nei, ég er í engum flokki og hef aldreí verið", sagði hann, ,,.Svo vitlaus er ég ekki. En mér lízt svo á að þessi stjórn haldi áfram að vera við völd í landinu. Hér hafa aldrei verið eins miklar framkvæmdir ©g fólkinu ekki vegnað eins vel, hver getur annað en viðurkennt það? Og samt eru allir óánægðir. Það er eins og enginn muni lengur eftir því, hvernig ástandið var 1930. Þá bjargaði Alþingishá- tíðin lífi okkar. Hún var eins og ljós í myrkri kreppu og basls. En nú siglum við áfram með fullum ljósum. En hvað segir hann Gunnar Bjarnason, hefurðu hitt hann nokkuð nýlega? Þegar hann var hrossaræktarráðunautur, keyptum við saman fola aust- an úr Hornafirði. Ég byrjaði að temja hann um veturinn. Folinn var stór og mikill fyrir sér, en hestamenn höfðu misjafnar meiningar um hann. Við ákváðum því að selja haim, og af einhverjum ástæð um lenti hann á Hólum. Gunn ar Bjarnason kom með stjórn Búnaðarfélagsins upp í Gufu- nes og ég reið folanum fyrir þá. Hann var mjög viljugur og glæsilegur, en þegar ég fór af baki trylltist hann eitt- hvað, svo Bjarni Ásgeirsson sagði við Gunnar: „Taktu nú hestinn upp.“ Gunnar er mikill vinur minn og ég gekk undir folann og lyfti honum. Hann var 450 kg. Þá keyptu þeir gripinn í virðingarskyni við vináttu okkar Gunnars. Hann hefur síðan verið not- aður til kynbóta. Ég sá hann í sumar á Hesti í Borgarfirði. Þá lagði ég ekki í hann. En ég get sagt þér eitt. Þeir fengu mig fyrir þremur árum til að fara í þolpróf til Bene- dikts Jakobssonar, því þeir vildu fá erfiðismann. Þegar ég kom upp í Háskóla var ég eins og tvítugur, hafði ebki séð svona fallegan íþróttasal í tíu ár. Ég beið, svo kom röð- in að mér og ég mældist eitt- hvað 22 ára. Ég fór afskap- lega glaður heim. Svo nörr- uðu þeir mig í annað sinn og þá mældist ég fertugur. En ég tek ekki mark á þessum mæl- ingum fyrr en í þriðja sinn. Ætli þeir séu menn til að bjóða mér upp í það? En mér þykir vænt um hest ana, þeir eru góðir vinir. Þú sást bvað þeir voru fallegir í tunglsljósinu. Það er sa.gt að hestamenn séu kvennamenn, en ætli þeir séu ekki í öllum flokkum? Útreiðatúrar eru þara heilsusámlegri ef kon- urnar eru með. Spurðu bara Gunnar. Við eigum að fara með hestana eins og konurnar okkar, sýna þeim mýkt og um hyggju. Á sama hátt og mað- ur og kona eru eitt, þannig eiga einnig maður og hestur að vera eitt. Þag segir Einar Ben, já-já, ég hef lesið hann. Ég hef aldrei gert hesti mein, ég held ekki að ég hafi gert nokkurri skepnu mein, en ég á það kannski eftir.Hver veit eins og tímarnir eru? Nú kem ur sér vel að vera úr góðu efni. Ég neita því ekki, að mér finnst of mikið vín fylgja hestamönnum. Það er óviðeig andj að vera di-ukkinn á hest- baki. Það er ekki íþrótt. Þeir ættu að setja lög sem banna mönnum ag vera fullir á hest um, ekki síður en í bílum. Það yrðu góð lög. Fyrir þessu hagsmunamáli hestanna á Landssamibandið að beita sér. Og svo geta hestar verið praktískir. Ég skal segja þér sögu af því. Gústi bróðir keypti Flugu fyrir mörgum árum, afbragðs reiðhiross. Þá voru engir bílar og ekki sama hvað konum var boðið upp á, hvort það var góður hestur eða vondur. Við trúlofuðumst þrír bræðurnir út á Flugu, fyrst Gústi, svo Nonni og svo ég. Yngsti bróðir okkar eign- aðist aldrei Flugu og hann var miklu lengur að ná sér í feonu en við. Hann þurfti að notast við bilinn sinn. Ég held að hjónaband sem stofnað er til á hestbaki sé traustara en þessi nýmóðins bílahjóna- bönd. Konan er hvergi fall- egri en á hestbaki. Nema kannski í minningunni En ég gæti ekki orðið skotinn í konu í bil, nema þá kannski lang- ferðabil, ef ég væri að koma af kappreiðum og Gnýfari hefði unnið. Sko þarna stend- ur hann og krafsar.“ Þorgeir stóð upp og benti út um gluggann. Sneri sér síðan snöggt að mér og sagði með fjárhúshlýtt bros í augum: „Að hugsa sér, nú er ísland orðið alveg heimsfrægt,“ sagði hann og sló sér á lær. Ég horfði á hann spurnar- augum, þá bætti hann við: „Jú, gosið, sérðu það ekkí? Það hefur gert ísland heims- frægt. Nú ætti að fara að spretta hjá manni.“ Tunglið seig hægt yfir hlaðið, svo marraði í hjarn- inu. Handan við lækinn stóð kind og jarmaði út í kvöld- svalt myrkrið. M JÖLABAZAR — JÓLABAZAR — JÓLABAZAR — O. 1 > SjáSfsbjörg félag fatlaðra « jg í Reykjavík « • heldur jólabazar í dag sunnud. 8. des. að Þing- '© holtsstræti 27 (U.Í.R. salnum) kl. 3 e.h. Ch 0> Mikið af glæsilegum og nytsömum munum til jóla- a» gjafa svo sem: jóladúkar, aðventukransar, brúðu-. 55 js, vöggur o. m. fl. N S SJÁLFSBJÖRG, W | JÓLABAZAR — JÓLABAZAR — JÓLABAZAR — Vandamál Vantrúsrmannsins Svein B. Johansen talar uffl þetta efni í AÐVENTKIRKJ- UNNI í dag kl. 5 s.d. Blartdaður kor — Eínsöngur. Söngstjóri Jön Hj. Jónsson. Allir , velkomnir. Vestfirðingar - Vestfirðingar Jóla- og nýárskort átthagafélags Sléttuhrepps fást á eftirtöldum stöðum: Keflavík Kaupfélag Suðurnesja. Kópavogi Ásgeiri Jónssyni Hátröð 5. Reykjavík Verzl. Fáfnir Skólavörðustíg 10 og Sorrabúð við Bústaðaveg. Akranesi Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. Súgandafirði Verzl. Páls Friðbertssonar. ísafirði Bókaverzlun Matthíasar Bjarnasonar. NEFNDIN. Veikamannafélagið Dagsbiún Félagsfundur verður í Iðnó í dag sunnudaginn 8. desember kl. 4. Fundarefni: Samningamálinu Fjölmennið STJÓRNIN. Kærkomin jólagjöf BALLERUP hrærivél er óskadraumur húsmóður- innar og kærkomnasta jóla BALLERUP heimilishræri- vélarnar eru öruggasta og ódýrasta heimilishjálpin. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. gjöfin. BALLERUP hrærivélamar fást í þrem stærðum — MASTER MIXER IDEAL MIXER BALLETTO MIXER ludvig K Sími STORR 1-33-33 Faðir okkar ÓLAFUR JÓNATANSSON verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 9. desember kl. 10,30 f.h. — Blóm og kransar afþakkað, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknar- stofnanir. — Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Sigurður Ólafsson, Jónatan Ólafsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir INGÓLFUR SVEINSSON frá Múlakoti Stafholtstungum, sem andaðist 2. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 11. þ.m. kl. 10,30 f.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. Þorbjörg Ingólfsdóttir Páll Eggertsson, Ingibjörg Ingólfsdóttir. Hilinar Lúthersson, barnabörn og systkini hins látna. Þökkurp auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför HANNESAR ÓLAFSSONAR frá Austvaðsholti. Sérstakar þakkir færum við Ólafi Ólafssyni lækhi og starfsfólki Sólvangs Hafnarfirði. Guðrún Hgnnesdóttir, Ólafur Hannesson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.