Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 17
Sunnudagur 8. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 Örlagaríkir dagar UM þessa helgi bíða menn þess með eftirvæntingu, hvort tekst að leysa kjaradeiluna þannig að horfi til áframhaldandi hagsseld- ar og uppbyggingar, eða stefnt verður til öngþveitis og upplausn ar. Ef samningar komast ekki á og almenn verkföll hefjast, verð- ur haldið í síðari áttina. Auðvitað leysast þau verkföll með einhverj um hætti, en enginn veit hverj- um. Víst er að þau yrðu vitni skorts á samkomulagsvilja og á skilningi þeirrar staðreyndar, að öll erum við í sama bát. Verkföll mundu ekki leysa neinn vanda, heldur einungis auka hann. Samn ingar um óraunhæfar kauphækk- anir eru og engum til góðs, hvort sem þeir eru gerðir án verkfalla eða eftir þau. Af þvílíkum samn- ingum hafa menn fengið ærið nóg é þessu ári og undanförnum ár- um. Undan því er kvartað, að al- mennar kauphækkanir á þessu ári séu nú að engu orðnar vegna hækkaðs verðlags. Þessi er hin | er þó vafalaust misjöfn. En hvern ig yrðum við staddir, ef fótunum yrði kippt undan hvoru tveggja, togaraútgerð og hraðfrystihúsa- iðnaði? Að togaraútgerðinni lam- aðri er hraðfrystihúsaiðnaðurinn sú atvinnugrein, sem við sízt megum án vera til að afla gjald- eyris fyrir nauðsynlegum inn- flutningi. í heild verður hrað- frystiiðnaðurinn þess vegna að dafna, ef hér á að vera lífvæn- legt. Við hann starfar hins veg- ar margt af því fólki, sem helzt þarf að fá kjarabætur. Öruggt er að geta margra hraðfrystihúsa til aukinna kaupgreiðslna að öllu óbreyttu er mjög takmörkuð. Þess vegna er óhjákvæmilégt að bæta hag hraðfrystihúsanna til þess að þau geti bætt hag þess fólks, sem þar vinnur. Lækkun útflutn- ingsgjalds og af- urðalánavaxta REYKJAVIKURBREF Laugard. 7. des. síendurtekna reynsla, sem ætíð hefur bitnað harðast á hinum lægst launuðu. Tilgangslaust er með öllu að semja um kaup- hækkanir, án þess að gera sér grein fyrir til hvers þær hljóti að leiða. Tillöojur ríkis- stjórnarinnar Fram yfir síðustu helgi miðaði lítt eða ekki í viðræðum deilu- aðila. Eins og á stóð var naum- ast við því að búast, þar sem verkalýðsfélögin höfðu ekki kom- ið sér saman um, í hvaða formi skyldi að málúm unnið fyrr en í upphafi vikunnar næstu á undan. Þá var hins vegar liðinn meira en helmingur þess tíma, sem ætlaður hafði verið til samkomu- lagsumleitana. Sá undirbúnings- tími er skiljanlegur vegna til- raunarinnar til að ná heildar- samningum. Fyrstu viðræðurnar báru sára- lítinn árangur, einungis var fjall- að um sérkröfur einstakra stétta- hópa en ekki rætt um sjálfan kjarna málsins. Þá töldu báðir aðilar það þýðingarlaust fyrr en ríkisstjórnin gerði grein fyrir því, hvað hún hefði til mála að leggja. Það var gert í greinar- gerð og tillögum um samkomu- lagsgrundvöll, sem lagðar voru fyrir aðila sl. þriðjudag. Tillögur ríkisstjórnarinnar miðuðu fyrst og fremst að því að bæta hag hinna verst launuðu, þeirra sem hingað til hafa dregizt aftur úr og allir létu í orði kveðnu, að þeir bæru sérstaklega fyrir brjósti. Hreyfingu komið á málið Allt til þessa hafði ekkert gerzt, sem þokaði málinu áleiðis. Atvinnurekendur höfðu æ ofan í *e lýst yfir því við gagnaðila, sáttasemjara, sáttanefnd og rík- isstjórn, að þeir treystu sér ekki til neinna hækkana fyrr en þeir *æju hvað lagt yrði af mörkum af hálfu ríkisvaldsins. Til að koma hreyfingu á málið, varð ríkisstjórnin því að skýra ekki einungis frá því hvað opinberir aðilar gætu á sig tekið vandræða- laust, heldur og, hver heildar- lausn væri líkleg til að ná settu marki, þ.e. raunverulegum kjara- bótum til hinna verst settu, án þess að til beinna neyðarráðstaf- anna þyrfti að grípa. Birtinc; tillagn- anna gagnrýnd Engum gat komið á óvart, þó að aðilar óskuðu breytinga á ein- stökum atriðum í þessum tillög- um. Skýrt var fram tekið, að þar var um samkomulagsgrundvöll að ræða en enga úrslitakosti. Hitt er furðulegra, að ríkisstjórnin skyldi sæta gagnrýni fyrir að birta tillögur sínar. Af margfeng- inni reynslu var vitanlega með öllu vonlaust að halda slíkum til- lögum leyndum. Ef tilraun hefði verið til þess gerð, var vitað, að þær mundu engu að síður verða birtar meira eða minna úr lagi færðar. Til þess þurfti ekki að gera ráð fyrir neinum illvilja að- ila, heldur einungis venjulegum dugnaði og ákefð fréttamanna að skýra frá því, sem máli skiptir. Þetta var þeim mun augljósara nú sem tillögurnar hlutu að kom- ast til vitundar hundraða manna, sem um þær áttu að fjalla. Þjóð veit þá þrír vita, hvað þá slíkur fjöldi sem hér var um að ræða. í tillögunum var og ekkert sem leynt átti að fara né leynt gat farið. Því hefur verið haldið fram, að ríkisstjórnin hefði átt að láta sáttasemjara afhenda tillög- urnar í trúnaði. Þetta voru til- lögur ríkisstjórnar en ekki sátta- semjara eða sáttanefndar, og eins og atvikum var háttað 'gat ekki verið um trúnaðarmál að ræða. Verður að li^gja Ijóst fyrir Á meðan almennar umræður eru og ekki kemur að úrlausn kröfu hvers einstaks, eru allir sammála um, að bæta þurfi hag hinna verst settu. Þegar til kast- anna kemur, vill hins vegar eng- inn slá af sínum kröfum, hvað þá alveg falla frá þeim til þess að svo megi verða í reynd. Þessu marki verður með engu móti náð, nema hinir lægst launuðu fái hlut fallslega meiri hækkanir en aðr- ir. Forvígismenn verkalýðshreyf- ingarinnar gera sér þetta vissu- lega ljóst. En til þess að ná sem víðtækustu samstarfi einstakra verkalýðsfélaga, hafa þeir bund- izt samtökum um, að allir laun- þegahópar, sem nú er unnt að ná samningum fyrir, skuli fá sömu hlutfallslegu hækkun, a.m.k. á annað en ákvæðisvinnu. Frá þessu virðast verzlunarmenn einir undanteknir. Talað er um viðurkenningu verkalýðsfélag- anna á sérstöðu þeirra án þess þó að sagt sé í hverju hún eigi að vera fólgin. Ríkis- stjórnin hefur ekki viljað fallast á að gera slíka sundurgreiningar- lausa almenna hækkun að sinni tillögu. Hún vill ekki láta leggja neina leynd á, að það séu hennar óskir, að einkum verði bættur hagur hinna verst launuðu. Ef annað verður í framkvæmd, þá verður að vera ljóst, hverjir því ráða. Gera verður sér grein fyrir óhjá- kvæmilegum af- leiðingum Allt annað mál er, þegar því er haldið fram, að bæturnar til hinna lægst launuðu séu of litlar. Þá er að líta á reynsluna. Hún talar ólygnu máli um, hver launaþróunin hafi verið. Al- mennar hækkanir hafa hingað til einmitt leitt til þess, að hinir eiginlegu verkamenn hafa dregizt aftur úr. Gallinn við sérsamninga undanfarinna ára hefur m.a. ver- ið sá, að erfitt hefur verið að átta sig á heildaráhrifunum fyrir- fram. Afleiðingarnar blöstu við þegar hringferðinni var lokið hverju sinni. Nú er hins vegar auðvelt að reikna út afleiðing- ingarnar fyrirfram. Ef menn kjósa að hafa sama hátt á og áð- ur, þá verða afleiðingarnar hin- ar sömu. Forsendurnar verða að breytast til þess að útkoman sjálf breytist. Ríkisstjórnin leggur á það ríka áherzlu, að menn geri sér strax í upphafi grein fyrir, hver af- leiðing verður hverrar ákvörðun- ar. Þetta má sjá með miklum lík- indum, þó að skeikað geti í smá- atriðum. Alger blekking er að tala um einhverja tiltekna kaup- hækkun sem hreinan ávinning, ef eðli málsins og landslög segja til um, að svo og svo mikill frá- dráttur hljóti að verða vegna hækkana, sem óumflýjanlega fylgja í kjölfarið. Ef menn vilja hvorki fyrirfram gera sér grein fyrir þessari hringavitleysu né neitt á sig leggja til að sleppa frá henni heldur hún áfram. Vel má vera, að verkalýðshreyfingin hafi afl til þess að ráða því. Víst er að hún hefur afl til þess og mestan hag af því að sleppa úr hringavitleysunni, en til þess verður að hafa vilja. Kjaradómur oo; landhúnaðarvöru verð Hvað um opinbera starfsmenn og bændur? Hafa þeir ekki þeg- ar á þessau ári fengið miklar hækkanir, mun meiri en ríkis- stjórnin telur ráðlegt, að verka- lýðurinn fái? Kjaradómur og á- kvörðun landbúnaðarvöruverðs byggðist hvort tveggja á þeim launum, sem þá voru í landinu. Eftir á geta menn sagt, að laun opinberra starfsmanna hafi verið ákveðin of há og laun bænda rangt reiknuð. En gegn megin- reglunum, sem gilda um þessar ákvarðanir greiddi ekki einn ein- asti alþingismaður atkvæði, þeg- ar þær voru lögboðnar. Þeir, sem nú hafa uppi hæstar kröfur, gerðu á sínum tíma mun hærri kröfur til handa bæði opinberum starfs- mönnum og bændum miðað við þáverandi almenn launakjör, en loks voru ákveðin. Ósamkvæmn- in í málflutningi þeirra blasir því við öllum, sem sjá vilja og skilja. Ef almennar verulegar launa- hækkanir verða, eiga bæði opin- berir starfsmenn og bændur sam- kvæmt landslögum rétt á tilsvar- andi hækkunum. Annað mál er, að sanngjarnt er, að þessir aðil- ar, eins og aðrir, stuðli að því að vítahringur stöð- ugrar verðbólgu verði rofinn og hringavitleysunni hætt. Tillögur ríkisstjórnarinnar miða að því, að um þetta náist samkomulag. Ef hófs er ekki gætt, verður því marki tornáð. Hér rekur enn að því, að tómt mál er að tala um kauphækkanir án þess að gera sjálfum sér og öðrum til hlítar grein fyrir, hverjar afleiðingarn- ar hljóti að verða. Núverandi stjórnarandstæðingum sæmir allra sízt að hafa slíkt í frammi, því að engir hafa ótvíræðar en þeir í Dagsbrúnarsamningunum haustið 1958 viðurkennt, að ekki yrði komizt hjá því, að almenn verðlagshækkun hlyti að leiða af hækkun jafnvel verkamanna- kaupsins eins. Hraðfrystihúsin Aðstaða atvinnurekenda er að sjálfsögðu misjöfn. Sumir býsn- ast yfir gróða þeirra, eins og gengur. Ekki tjáir þó að tala um, að hlutur þeirra af þjóðartekjum sé hin síðari ár meiri en áður. Svo langt sem skýrslur ná hefur hlutur launþega í þjóðartekjum aldrei verið hærri en frá og með árinu 1959. Árið 1962 var hann lægstur þessi árin, og þá svipað- ur og á vinstri stjórnar árunum. Það er því út í hött að segja, að atvinnurekendum hafi hin síðari ár verið ívilnað á kostnað laun- þega. Atvinnurekendur hafa hins vegar misjafna möguleika til að velta auknum kostnaði yfir á aðra. í augum uppi liggur, að þar hafa útflutningsframleiðendur lakasta aðstöðuna. Þeir eru al- gerlega háðir erlendu verðlagi. Allir viðurkenna sérstöðu togara- eigenda. Afkoma hraðfrystihúss- eigenda er einnig tvímælalaust lakari, nú en undanfarin ár. Hún í þessu skyni hefur ríkisstjóm- in lýst vilja sínum til að lækka útflutningsgjaldið og vexti af af- urðalánum. Á meðan verðbólgu- hættan varir, yrði það eins og að kasta olíu á eld að lækka al- menna vexti í landinu. Þeir, sem um slíkt gera tillögur sanna þar með, að fyrir þeim vakir að auka vandræðin en ekki draga úr þeim. Lækkun vaxta af afurða- lánum er því hið eina, sém í bili getur komið til greina. Verður þó að játa, að þar eru ekki um veru- legar upphæðir að ræða. Með lækkun útflutningsgjalds er hægt að ná hærri fjárhæðum. Þar verð ur að hafa í huga, að útflutnings- gjaldið rennur allt til margvís- legra þarfa útvegsins sjálfs. Meg- inhluta þeirra greiðslna er ekki með neinu móti hægt að leggja á aðra, því að þá væri verið að létta af útvegnum kostnaði, sem hann óhjákvæmilega hlýtur að standa undir. Ríkissjóður, sem verður að taka við greiðslunum, má því aðeins gera það, að upp- bótagreiðslufarganið verði ekki lögleitt á ný. Með því væri haf- inn aftur sams konar fölsun stað- reyna og nærri hafði komið okk- ur á kaldan klaka á vinstri stjórn- ar timanum. Gæta verður þess, eins og fyrr segir, að greiðslu- geta hraðfrystihúsanna er harla misjöfn. Þar sem nútímatækni og vinnuhagræðing hefur verið tek- in upp, er gjaldgeta allt önnur en þar sem þetta er ógert. Eðli- legt er, að sérstakar ráðstafanir verði gerðar til að greiða fyrir, að öllum hraðfrystihúsum verði komið í nýtízku horf. Slíkt mundi skapa varanlegri grundvöll fyrir raunhæfum kjarabótum en flest annað. Hver jir eru verst launaðir? Hér að framan hefur — eins og í almennum umræðum — oft ver- ið talað um þá, sem lægst eru launaðir. Hverjir eru það í raun og veru? Almennir verkamenn, mikill hluti iðjufólks og margir verzlunarmenn. Tillögur ríkis- stjórnarinnar leiða til þess, að þetta fólk fengi bætur, sem svara til a.m.k. 12% kauphækkunar. Óhjákvæmilegt er, að hluti þess- ara hækkana gangi í sjálft sig, en ætlunin er, gagnstætt því sem hingað til hefur til tekizt, að veru legur hluti haldist sém raunhæf kjarabót. Ef slíkt heppnaðist, væri ný og heillavænleg stefna mörkuð. Þess er og að gæta, að auk þeirra hækkana, sem berum orðum eru nefndar í tillögum rík- isstjórnarinnar, þá njóta allar konur lögboðinnar hækkunar um næstu áramót, hækkunar sem yf- irleitt yrði a.m.k. 5%. Samkvæmt þessu yrði hagur einmitt hinna verst launuðu betur tryggður í einni svipan en áður eru dæmi til. Þeir sem þessu vilja kasta frá sér verða að taka ábyrgðina af því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.